Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Orðin hans Bjarna: „Ég er miður mín“

„Völd­um fylg­ir ábyrgð,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son er hann kynnti af­sögn sína sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Oft velt­ir lít­il þúfa þungu hlassi,“ sagði hann svo um kaup föð­ur síns á hlut í Ís­lands­banka. „Það hefði á alla kanta ver­ið heppi­legra að ... hérna ... hann hefði sleppt þessu.“

Orðin hans Bjarna: „Ég er miður mín“
Í kastljósinu Bjarni Benediktsson: „Ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“ Mynd: Golli

Ég verð að segja, svona fyrsta kastið, mér er brugðið við að lesa þessa niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi í morgun þar sem hann tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra. Það gerir hann í ljósi álits umboðsmanns alþingis þar sem fram kemur að Bjarni hafi verið vanhæfur til að selja föður sínum, Benedikt Sveinssyni, hlut í Íslandsbanka á síðasta ári.

Hér að neðan eru helstu orðin – og þau stærstu – sem Bjarni lét falla á blaðamannafundinum.

„Ég er miður mín eftir að hafa séð þá niðurstöðu að mér hafi brostið hæfi við mína ákvörðunartöku.“

„Ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“

„Mér finnst margt í þessu áliti orka tvímælis.“

„Stundum er sagt að lítil þúfa velti þungu hlassi. Og í þessu tilviki snýst málið um þátttöku eins aðila í seinasta útboði.“

„Það er óumdeilt að ég hafði ekki upplýsingar, í þessu máli, um þátttöku þessa félags.“

„Hafandi sagt þetta þá vil ég taka af allan vafa um það, að ég tel mikilvægt að virða álit umboðsmanns alþingis.“

„Þetta segi ég fullum fetum þótt ég hafi á álitinu mínar skoðanir.“

„Og álitið er að mér hafi brostið hæfi í málinu. Þessa niðurstöðu hyggst ég virða. Og ég tel í ljósi þessarar niðurstöðu að mér sé í reynd ókleift að starfa hér áfram sem fjármála- og efnahagsráðherra.“

„Ég tel sömuleiðis mjög mikilvægt að það sé skapaður friður um þau mikilvægu verkefni sem eru hér í þessu ráðuneyti.“

„Það er af þessari ástæðu sem að ég hef ákveðið að láta af störfum sem fjármála- og efnahagsráðherra.“

„Ég er sömuleiðis með þessari ákvörðun minni að undirstrika að völdum fylgir ábyrgð.“

„Það hefur ekkert annað verið ákveðið þessari stundu“ – spurður hvort hann verði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins.

„Það er ekki alveg gott að segja á þessari stundu“ – spurður um hvaða þýðingu ákvörðunin hafi fyrir ríkisstjórnarsamstarfið. „Stundum verður maður bara að taka ákvarðanir, eina í einu.“

„Ég hef algjöra sannfæringu fyrir því að það sé þörf í okkar samfélagi fyrir að menn standi vörð um ákveðin gildi.“

„Þegar maður er kominn í þá stöðu að manni er í raun og veru ókleift að sinna verkefnum sínum þá verður maður að horfast í augu við það.“

„Ég hef enga skyldu til að bera sérstaka virðingu fyrir hugmyndafræðilegum skoðunum pólitískra andstæðinga. En við erum að tala um mál af öðrum toga hér.“ – Um hvers vegna hann sé að segja af sér núna í ljósi þess að hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir störf sín.

„Já, ég myndi segja það.“ – um hvort að þetta sé alvarlegasta gagnrýni sem hann hafi orðið fyrir

„Engin ákvörðun verið tekin um það“ – Spurður hvort hann taki við öðru ráðuneyti

„Við erum þrjú oddvitar í ríkisstjórninni og berum ábyrgð á stjórnarsáttmálanum. Ég hef skynjað mikinn vilja til þess að halda verkefnunum lifandi en það verður auðvitað að meta það, meta hvort það er raunhæft. Maður verður að horfast í augu við pólitískan veruleika.“

„100 prósent“ – Spurður hvort að frumkvæðið að afsögninni komi frá honum alfarið.

„Ég tel að þetta sé rétt niðurstaða. Fyrir þetta ráðuneyti. Fyrir mig. Fyrir flokkinn minn. Og ef því er að skipta fyrir ríkisstjórnina. Og ég tek hana alveg án tillit til þess hvernig úr því mun spilast.“

„Þetta er vegna þess skugga sem varpað er yfir ráðuneytið og mín störf hér í ráðuneytinu í þessu tiltekna máli. Út af þessum einstaka kaupanda af þeim 24 þúsund sem hafa tekið þátt í útboðunum.“

„Ég er ósammála þeim forsendum sem eru lagðar hér til grundvallar. En ég send fyrir þau gildi í mínum stjórnmálum að virða svona niðurstöðu.“ – Spurður um hvort hann sé sammála því að hann hafi gert mistök.

„Ég ætla nú ekki að fara að taka þátt í því að fella slíka dóma um föður minn“ – Um hvort það hafi verið dómgreindarbrestur af föður hans að taka þátt í útboðinu. „Ég hef áður sagt að það hefði á alla kanta verið heppilegra að ... hérna ... hann hefði sleppt þessu.“

„Það sem fer okkar í milli er ekki efni í fjölmiðla held ég“ – Spurður hvort hann væri búinn að greina föður sínum frá ákvörðun sinni.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    „Ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“

    Sagði siðblindi arðræningi þjóðarinnar og foringi stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins bjarN1 benediktsson.
    Og talandi um samvisku, þá hafa siðblint fólk ENGA samvisku, samkennd né samúð með öðrum og myndu ekki vita hvað samviska væri þótt hún klessti á þau í andlitið á hundra klómetra hraða á klukkustund.
    Samviska er bara orð sem þau hafa lært alveg eins og að læra að brosa á réttu augnabliki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár