Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sósíalistar segjast ætla að útrýma fátækt á næsta ári og boða fordæmalitla útgjaldaaukningu

Stefnu­mál Sósí­al­ista­flokks­ins kosta gríð­ar­lega fjár­muni sem flokk­ur­inn ætl­ar að mæta með auk­inni skatt­heimtu af hinum eigna­meiri. Flokk­ur­inn ger­ir ekki grein fyr­ir því hvaða fjár­hæð­ir gætu kom­ið í hlut rík­is­ins með þeim hætti. Sósí­al­ist­ar boða lækk­að­ar álög­ur á eldsneyti og það að dóm­stól­ar verði rudd­ir ef þörf kref­ur.

Sósíalistar segjast ætla að útrýma fátækt á næsta ári og boða fordæmalitla útgjaldaaukningu
Boða skattlækkanir á lágtekjufólk en hátekjuskatta á þá eignameiri Sósíalistaflokkur Íslands vill ráðast gegn nýfrjálshyggjunni sem flokkurinn segir að hafi valdið fordæmalausum ójöfnuði. Gunnar Smári Egilsson er oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Mynd: Pressphotos

Hvergi er gerð tilraun til að kostnaðarmeta stefnur Sósíalistaflokks Íslands, ekki í neinum málaflokki. Aðeins á einum stað er það nefnt hverju gjaldtaka eða skattheimta gæti skilað hinu opinbera, með auknum veiðigjöldum. Þrátt fyrir útfærðar tillögur um breytingar á skattheimtu hafa Sósíalistar ekki birt útreikninga á því hverju þær gætu skilað ríkissjóði og sveitarfélögum. Því kemur hvergi fram hvernig eigi að fjármagna kosningaloforð Sósíalistaflokks Íslands.

Sósíalistar vilja „vinda ofan af nýfrjálshyggjunni“ og er sérstakur kafli tileinkaður því baráttumáli í kosningastefnu flokksins. Sósíalistar líta svo á að nýfrjálshyggja sé ríkjandi hugmyndafræði í samfélaginu og að hún hafi framkallað ójöfnuð sem eigi sér fá fordæmi í mannkynssögunni, ýtt undir stríðsrekstur Vesturlanda í fátækum löndum, framkallað krísu í geðheilbrigði og beri ábyrgð á loftslagsbreytingum, svo eitthvað sé talið.

Boða eignaupptöku

Til að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni  þurfi að snúa við skattalækkunum síðustu ára og „hætt verður að lækka skatta á hin ríku“. Þá vilja Sósíalistar að engar ríkiseignir verði seldar, hvaða nafni sem þær nefnast. Miðað við það vilja Sósíalistar ekki að ríkið selji eignarhluta sína í fjármálastofnunum, hluta í öðrum fyrirtækjum, að fasteignir verði ekki seldar og ekki jarðir.

Stöðva á einkavæðingu auðlinda og koma þeim sem er í einkaeigu til almennings. Þetta er ekki sérstaklega skýrt frekar, þó ljóst sé að þarna séu Sósíalistar meðal annars að vísa til sjávarauðlindarinnar. Hvort verið sé að boða upptöku á til að mynda vatnsréttindum, hvort sem er um að ræða til virkjana eða neysluvatns, er ekki sérstaklega tilgreint, og ekki heldur hvort verið sé að boða eignaupptöku á landi.

„Það eina sem mun svelta undir stjórn Sósíalistaflokksins eru bankareikningar auðmanna í skattaskjólum“

Sósíalistaflokkur Íslands vill að allri útvistun opinberrar þjónustu verði hætt, gjaldtaka fyrir grunnkerfi verði afnumin og sveltistefnu stjórnvalda gagnvart opinberri þjónustu verði alfarið hætt. „Það eina sem mun svelta undir stjórn Sósíalistaflokksins eru bankareikningar auðmanna í skattaskjólum.“

Tekjur undir lágmarksframfærslu ekki skattlagðar

Sósíalistar hyggjast útrýma fátækt á næsta ári. Í það minnst ber yfirskrift þess kafla heitið „Útrýmum fátækt árið 2022“.  Til þess að svo megi verða á að leggja bann við skattlagningu tekna sem eru undir lágmarksframfærslu. Mánaðarleg fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar, sem dæmi, er 212.694 krónur. Yrðu skattleysismörk færð til þeirrar upphæðar má gera ráð fyrir að skatttekjur hins opinbera dragast saman um 22 milljarða. Væri miðað við lágmarkslaun, um 350 þúsund krónur, myndu skatttekjur dragast saman um hátt í 200 milljarða króna. Hvernig á að afla fjár til að fylla í það gat er ekki skýrt í stefnu flokksins.

Þá á að tryggja að eftirlaunafólk, öryrkjar, atvinnulausir, námsfólk og þeir sem séu á framfæri sveitarfélag hafi tekjur sem miðist að lágmarki við lægstu umsömdu kjör á vinnumarkaði. Vernda þarf börn gegn fátækt og ekki á að taka gjöld af heilbrigðisþjónustu þeirra, menntun, tómstundum, samgöngum eða annarri þjónustu. Þá eiga börn að njóta persónuafsláttar hjá skatti eins og fullorðnir. Öll heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls að mati Sósíalistaflokksins. Ekki kemur fram hvað þessar aðgerðir myndu kosta en ljóst er að kostnaðurinn hleypur á milljörðum.

Boða auðlegðarskatt og hátekjuskatt

Um skattamál í stærra samhengi segir í stefnuskrá Sósíalista að lækka eigi skatta á miðlungs og lægri tekjur og er þar miðað við að lækkun skattbyrði á þær nemi um 700 þúsund krónum á ári. Ekki er lagt mat á það hversu mikið tekjur ríkissjóðs myndu skerðast við það en augljóst er að um tugi milljarða er að ræða. Á síðasta ári námu tekjur ríkisins vegna skatta á tekjur og hagnað einstaklinga tæpum 211 milljörðum króna og framteljendur voru um 312.500 talsins.

Flokkurinn vill á móti taka upp auðlegðarskatt, tvö prósent á hreina eign umfram 200 milljónir króna og upp í níu prósent hjá hjónum sem eiga yfir 10 milljarða króna. Sósíalistar vilja þá að fjármagnstekjur verði skattlagðar eins og launatekjur. Það hafi einnig þann kost að þegar búið sé að fella launatekjur og fjármagnstekjur undir sama skattkerfi sé einnig hægt að leggja á hátekjuskatt á heildartekjur. Hugmynd Sósíalista er að leggja á 60 prósenta skatt á tekjur umfram fimm milljónir króna á mánuði, 75 prósent á tekjur umfram 20 milljónir og 90 prósent á tekjur umfram 50 milljónir á mánuði.  Ekki kemur fram hvað Sósílistar telja að þessar aðgerðir muni skila háum fjárhæðum í ríkissjóð en tilgreint er að mat flokksins sé að innan við eitt prósent skattgreiðenda myndi greiða auðlegðarskatt.

Enn fremur vill flokkurinn að erfðafjárskattur verði þrepaskiptur á sama hátt og tekjuskattur. Skattleysismörk yrðu hins vegar hærri, 60 milljónir, og miða Sósíalistar þar við „gott íbúðaverð“.

Svo vikið sé aftur að áætlun Sósíalista um að útrýma fátækt á næsta ári vill flokkurinn hækka barnabætur í rúmlega 50 þúsund krónur á mánuði. „Að hluta til yrði hækkunin fjármögnuð með brattari skattstiga og hátekjuþrepum,“ segir í stefnu flokksins. Sömuleiðis á að hækka á húsnæðisbætur.

Hyggjast brjóta upp sjávarútvegsfyrirtækin

Miklu púðri er eytt í umfjöllun um sjávarútvegsmál, þar sem Sósíalistar vilja gjörbyltingu. Flokkurinn vill leggja niður kvótakerfi í sjávarútvegi í núverandi mynd, enda hafi það þróast frá upphaflegu markmiði þess, að vernda fiskistofna, yfir í einkavæðingu fiskimiðanna sem í reynd séu í eigu almennings.

Veiðigjöld á að innheimta við löndun og stinga Sósíalistar upp á að þau yrðu 24 prósent af verðmætum aflans, sem myndi færa ríkissjóði 35 milljarða króna á ári miðað við aflaverð síðasta árs. Veiðigjöld renni bæði til sveitarfélaga og til ríkis. Veiðigjöld síðasta árs skiluðu hinu opinbera tæpum fimm milljörðum króna svo Sósíalistar meta aukinn ábata af eigin kerfi á 30 milljarða króna, fyrsta kastið í það minnsta.

„Þegar stórfyrirtækjum er leyft að vaxa samfélaginu yfir höfuð þá verða þau að skaðvaldi og það ber að bregðast við þeim sem slíkum“

Samkvæmt stefnu flokksins yrðu settar á takmarkanir á umfang stórútgerða og þær brotnar upp í tvö eða fleiri félög. Að sama skapi verði óheimilt að sömu fyrirtæki sinni bæði veiðum, vinnslu og sölu afurða. Það sé gert til að koma í veg fyrir að fyrirtækin geti selt afurðirnar í útlöndum með það að markmiði að geta „falið þar gróðann“. Samherji er sérstaklega tilgreindur sem dæmi um fyrirtæki sem þyrfti að kljúfa upp, bæði langsum og þversum eins og það er orðað. „Yfirgangur og frekja þessa fyrirtækis ætti ekki að koma neinum á óvart. Þegar stórfyrirtækjum er leyft að vaxa samfélaginu yfir höfuð þá verða þau að skaðvaldi og það ber að bregðast við þeim sem slíkum.“

Sósíalistaflokkur Íslands boðar sérstaka rannsókn á sjávarútvegsfyrirtækjum. „Í ljósi Samherjamálsins verði fimm stærstu útgerðarfyrirtækin rannsökuð til að kanna hvort þar hafi mútum verið beitt, fiskverð falsað, sjómenn hlunnfarnir, skotið undan skatti, arður af rekstrinum og auðlindinni falinn í aflöndum eða brotið með öðrum hætti gegn samfélaginu. Ef stórfelld svik koma í ljós við þessar rannsóknir verður efnt til rannsóknar á næstu fimm útgerðarfyrirtækjum.“

Flokkurinn vill þá að bundið verði í stjórnarskrá að fiskveiðiauðlindin sé eign þjóðarinnar. Almenningur, valinn með slembivali, móti fiskveiðistefnuna til lengri tíma, á svokölluðum fiskiþingum, með upplýsingum og greiningum frá sérfræðingum. Loka á núverandi kvótakerfi strax og taka upp dagakerfi þar til umtöluð fiskiþing hafa farið fram. Þá verði handfæraveiðar gefnar frjálsar fimm daga í viku frá mars til október. 

Ryðja dómstóla ef þörf krefur

Flokkurinn hyggst ráðast að rótum spillingar, eins og það er orðað. Með því er átt við að auka skuli gagnsæi hjá hinu opinbera og skráðum fyrirtækjum. Að skoðana- og tjáningarfrelsið verði styrkt með því að styrkja blaðamenn beint „í stað þess að styrkja ritstjórnir fjölmiðla í eigu auðfólks“. Flokkurinn vill auka sjálfstæði Ríkisútvarpsins og breyta rekstri þess frá því opinberu hlutafélagið yfir í stofnun að nýju. Efla á hagsmunaskráningu valdhafa, og auka raunverulega ábyrgð þeirra. Auka þarf virka vernd uppljóstrara að mati flokksins.

„Leggja af ráðherrabíla, einkabílstjóra og allt slíkt snobb og tildur“

Styrkja þarf sjálfstæði dómstóla eftir því sem kemur fram í stefnu Sósíalistaflokksins. „Ryðja dóma ef þess gerist þörf til að vinda ofan af spillingu liðinna áratuga.“ Með hvaða hætti hreinsa á út úr dómstólunum, hvernig lagt verði mat á hvort þess sé þörf eða hverjir taki þá ákvörðun, er ekki skýrt. Ekki er heldur skýrt í hverju spilling liðinna áratuga innan dómskerfisins felst.

Sósíalistar segja að auka þurfi sjálfstæði lögreglu og vernda hana gegn afskiptum framkvæmdavalds, styrkja efnahagsbrotadeildina, svo og skattrannsóknir. Auka á sjálfstæði ákæruvalds og vernda það gegn afskiptum framkvæmdavaldsins.

Undir yfirskriftinni „Burt með elítustjórnmál“ lofa Sósíalistar að þingmenn flokksins lækki laun sín, með því að gefa hluta þeirra til Vorstjörnunnar, styrktarsjóðs sem styður hagsmunabaráttu þeirra sem verr eru settir í samfélaginu. Við fyrsta tækifæri munu Sósíalistar síðan lækka laun kjörinna fulltrúa, „leggja af ráðherrabíla, einkabílstjóra og allt slíkt snobb og tildur.“

Vilja lækka álögur á jarðefnaeldsneyti

Í umhverfismálum vilja Sósíalistar að auknar kröfur verði settar á fyrirtæki um hraðari endurnýjun og úreldingu eldri ökutækja. Ekki eru sömu kröfur gerða á almenning þrátt fyrir að flokkurinn sé þeirrar skoðunar að almennt eigi að endurnýja bílaflotann. „Dregið verði úr álögum á eldsneyti þar sem mörg heimili eiga engan annan kost um sinn en að styðjast við ökutæki sem eru knúin mengandi orkugjöfum.“ Þessi stefna flokksins er að flestu leyti frábrugðin stefnum annarra flokka. Margir aðrir flokkar hafa á sinni stefnuskrá að láta þá sem menga greiða fyrir þá mengun, kerfisbreytingar séu í þá átt að draga úr losun en ekki í hina áttina. Þá gerir flokkurinn að tillögu sinni að hinir tekjulægstu verði styrktir beint til að kaupa, leigja eða nota farartæki sem gangi fyrir hreinni orku.

Flokkurinn vill stórbæta almenningssamgöngur, ekki síst milli landshluta, sem verði á vegum opinberra aðila en ekki með útboði. Hugað verði sérstaklega að bættum almenningssamgöngum milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.

Flokkurinn boðar nýtt grænt hagkerfi, þar sem allir sem vilja og geta fá störf í skógrækt. Verkefnið yrði hluti af atvinnuframboðstryggingu. Bændum sem vilji draga úr sauðfjárrækt bjóðist rausnarlegir styrkir til að hefja græna verðmætasköpun, meðal annars í skógrækt.

Lofa 30 þúsund íbúðum

Undir byggðamálakafla stefnuskrár Sósíalista fellir flokkurinn meðal annars heilbrigðismál og vill byggja upp gjaldfrjálst og ríkisrekið heilbrigðiskerfi á landsbyggðinni, svo fólk þurfi ekki að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg frá heimabyggð.

Byggja á upp þrjátíu þúsund íbúðir á 10 árum um land allt, með áherslu á ódýrt og gott íbúðarhúsnæði í félagslegum rekstri segir í stefnunni. Hvernig það verður gert kemur ekki fram í stefnu flokksins. Ekki er minnst á hvaðan lóðir undir umræddar þrjátíu þúsund íbúðir eigi að koma, ekki segir heldur hvort ríkið eigi að fjármagna byggingaframkvæmdirnar, hvort eingöngu sé um að ræða leiguíbúðir í félagslegum rekstri eða hvort einhverjar íbúðanna verði séreign. Ekki kemur fram hvernig dreifa eigi umræddum íbúðum um landið, hvort einkaaðilar í byggingageiranum muni byggja þær eða hvort Sósíalistar stefni að því að hið opinbera setji á fót byggingafyrirtæki.

Sósíalistar boða landbúnaðarstefnu þar sem áhersla er lögð á smærri og millistór býli og uppbyggingu fjölskyldurekinnar og samvinnurekinnar ferðaþjónustu. Ekki er frekar skýrt hvað átt er við með smærri og meðalstórum býlum og ekki er tilgreint hvaða búgreina verið er að vísa til. Sósíalistar vilja þá auka nýsköpun í landbúnaði, einkum ylrækt og lífræna framleiðslu. Veita á afslátt á raforkuverði til ylræktar. Flokkurinn vill setja búsetuskyldu eða aðrar kvaðir á jarðir sem seldar eru. 

Í samgöngumálum leggur flokkurinn áherslu á að vegakerfið allt verði gjaldfrjálst og framkvæmdir kostaðar úr ríkissjóði. 

Ráðast gegn ofbeldisfaraldrinum

Sósíalistaflokkur Íslands boðar aðgerðir til að stöðva það sem þau kalla ofbeldisfaraldurinn. Kominn sé tími á opinberar aðgerðir til að taka á kynbundnu ofbeldi, sem og stofnanabundnu ofbeldi. Flokkurinn vill setja á laggirnar ofbeldiseftirlit sem rannsaki eftir ábendingum eða að eigin frumkvæði vinnustaði, skóla og aðra opinbera staði og hafi vald til að bregðast við þar sem sýnt er að ofbeldi og áreitni grasserar „fjarlægja ofbeldismenn, svipta staði starfsleyfi og beita öðrum leiðum til að tryggja starfsfólki, nemum og gestum öryggi“.

Þá vill flokkurinn að sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun verði sett á laggirnar sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Brotaþolar fái gjafsókn til að reka einkamál. Ávallt á að fjarlægja brotamenn af heimilum ef um heimilisofbeldi er að ræða. Vernda þarf brotaþola fyrir brotamönnum. Reka á heimili fyrir brotamenn sem ekki sæta fangelsisvist eða gæsluvarðhaldi.

Þróa á námsefni í kynjafræði, um kynferðisofbeldi og annað ofbeldi og það innleitt fyrir alla árganga leik-, grunn- og framhaldsskóla. Auk þess á að vinna fræðsluefni fyrir allan almenning. Þróa á námskeið fyrir öll sem vinni með börnum, starfsfólk heilbrigðisstofnana og fólks sem vinnur með fötluðum til að auka þekkingu á merkjum um ofbeldi, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það og bregðast við. Allir sem starfa í umræddum geirum ljúki slíkum námskeiðum. Sömu kröfur verði gerðar til yfirmanna í opinberum stofnunum og til einkafyrirtækja sem eigi í viðskiptum við hið opinbera.

Tryggja á brotaþolum meðferð við áföllum og hið opinbera skal greiða sanngirnis- og miskabætur til þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi og skaða en geta ekki sótt bætur í einkamálum.

Sósíalistaflokkurinn hefur verið á talsverðri siglingu í skoðanakönnunum síðustu vikur. Flokkurinn bauð ekki fram til Alþingis við síðustu kosningar en fengi kjörna þingmenn í kosningunum 25. september næstkomandi ef marka má kannanir.

Í könnun Maskínu sem birt var á Vísi í gær mældist flokkurinn með 7,9 prósenta fylgi, sem myndi að líkindum skila flokknum fjórum til fimm alþingismönnum. Í könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem birt var 6. september mældist flokkurinn með 8,1 prósenta stuðning sem blaðið mat sem svo að myndi skila flokknum fjórum kjörnum þingmönnum. Í þjóðarpúlsi Gallup frá því 30. ágúst síðastliðnum mældust Sósíalistar með 8,2 prósenta fylgi sem myndi samkvæmt könnuninni duga til þess að fá fimm þingmenn kjörna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
6
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
7
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
9
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu