Helmingur sagðist hafa orðið var við falsfréttir: „Ásmundur Einar Daðason er ekki Guð“
Fjölmiðlanefnd segir að um helmingur fólks hafi orðið var við falsfréttir og rangar upplýsingar í aðdraganda síðustu þingkosninga. Aðeins tæpur helmingur fólks segist treysta upplýsingum í fjölmiðlum.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki vilja bregðast við tölvupósti þar sem frambjóðandi flokksins er sakaður um að hafa brotið ítrekað á konum í gegnum tíðina. Hún segist ekki vita um hvað málið snýst og ætli því ekki að aðhafast. Hún segist þó hafa fengið ábendingu um sama mál nokkrum dögum fyrir kosningar. Mismunandi er eftir flokkum hvaða leiðir eru í boði til þess að koma á framfæri ábendingu eða kvörtun um meðlimi flokksins. Flokkur fólksins er til að mynda ekki með slíkar boðleiðir.
FréttirAlþingiskosningar 2021
6
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna framkvæmd kosninga í Suðvesturkjördæmi. Hann vill að lögregla rannsaki kjörgögn áður en þeim er eytt, vegna fullyrðinga umboðsmanns Sósíalistaflokksins um mismunandi stærð kjörseðla.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Auka atkvæði fannst í vettvangsferð í Borgarnesi
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fór í aðra vettvangsferð í Borgarnes síðastliðinn miðvikudag þar sem fannst gilt atkvæði í bunka merktum auðum atkvæðum. Grunur leikur á að talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi hafi hafist áður en kjörstöðum lokaði. Slíkt er óheimilt.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Starfsmenn Hótel Borgarnes höfðu óheftan aðgang að óinnsigluðum atkvæðum í auðum sal hótelsins meðan yfirkjörstjórn var ekki á staðnum eftir að fyrstu talningu lauk. Lögreglan getur ekki staðfest hvort að starfsmennirnir hafi farið að svæðinu sem kjörgögnin voru geymd vegna þess að starfsmennirnir hverfa úr sjónarsviði eftirlitsmyndavéla. Þrír starfsmenn tóku myndir af salnum og þá atkvæðum.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Yfirkjörstjórn harmar mistök og biðst afsökunar
Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi harmar stöðuna sem upp er komin vegna mistalningar atkvæða í kjördæminu. Hún hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að ekki var farið í einu og öllu eftir lögum við meðferð atkvæðaseðla á milli talninga. Enginn í yfirkjörstjórn ætlar að tjá sig meira um málið.
Fréttir
Ætlar ekki að skoða upptökur úr öryggismyndavélum
Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að hann ætli ekki að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum á Hótel Borgarnesi til að vera viss um að enginn starfsmaður hótelsins hafi farið inn í talningasalinn þegar enginn annar var viðstaddur. Þar að auki segir hann að hann myndi ekki fá aðgang að gögnunum vegna persónuverndarlaga
Fréttir
Birti mynd af óinnsigluðum atkvæðum eftir að talningu lauk
Kona, með tengsl við hótelið í Borgarnesi þar sem talning atkvæða fór fram, birti mynd á Instagram eftir að talningu var lokið af óinnsigluðum atkvæðum. Konan sem tók myndina virtist vera ein í salnum.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Meðlimir í kjörstjórn lýsa óvarlegri meðferð atkvæða í kosningunum
Geir Guðmundsson og Hans Benjamínsson, meðlimir í kjörstjórn Kópavogs hafa gefið munnlega greinargerð um annmarka sem þeir fundu í meðhöndlun atkvæða í Kópavogi og ætla sér að skila inn skriflegri greinargerð til yfirkjörstjórnar Kópavogs um sama efni.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi sá ekki ástæðu til að láta umboðsmenn vita af „gæðatjékki“
Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segist ekki hafa séð neina ástæðu til þess að láta umboðsmenn lista í kjördæminu vita af því að framkvæmt yrði „gæðatjékk“ á vinnubrögðum yfirkjörstjórnarinnar sem meðal annars fól það í sér að fara aftur yfir atkvæðin.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Kosningarnar kærðar
Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið
að kæra kosningarnar í kjördæminu til kjörbréfanefndar Alþingis
og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að
nýju í Norðvesturkjördæmi. Karl Gauti Hjaltason, frambjóðandi Miðflokksins, kærir til lögreglu.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Lokaniðurstöður: Þau náðu kjöri
Listi yfir þá frambjóðendur sem hlutu kjör til Alþingis. Talsverðar breytingar urðu upp úr klukkan 18 þegar endurtalningu lauk í Norðvesturkjördæmi, sem hafði áhrif á úthlutun jöfnunarsæta innan hvers flokks.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.