Þessi grein er rúmlega 10 mánaða gömul.

Sjálfstæðisflokkurinn sér „efnahagsleg tækifæri“ vegna loftslagsbreytinga

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn legg­ur mik­ið upp úr því að fylgja eigi áfram þeirri efna­hags­stefnu sem mót­uð hafi ver­ið und­ir for­ystu flokks­ins. Eng­ar til­greind­ar til­lög­ur eru sett­ar fram um breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu en lögð áhersla á auk­ið vægi einkafram­taks­ins og að rík­ið dragi úr að­komu sinni.

Sjálfstæðisflokkurinn sér „efnahagsleg tækifæri“ vegna loftslagsbreytinga
Bjarni hringir í kjósendur Sjálfstæðisflokkurinn telur heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar samræmast illa sjónarmiðum um réttaröryggi og fyrirsjáanleika. Mynd: xd.is

Í loftslagsbreytingum felast ekki ógnir heldur tækifæri og efnahagslegur ávinningur. Þetta er inntak kosningaáherslna Sjálfstæðisflokksins í loftslags- og umhverfismálum. Flokkurinn telur þannig að í loftslagsmálum séu tækifæri fyrir bændur til að ná fram aukinni arðsemi og að í aðgerðum sem ráðast þurfi í til að stemma stigu við loftslagsbreytingum felist „efnahagsleg tækifæri“. Hvergi er minnst á samdrátt í neyslu og engin markmið eru sett fram um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki nýta „boð og bönn“ til að draga úr mengun eða sóun heldur „jákvæða hvata“.

Auka á einkarekstur og veg einkaframtaksins, einfalda á regluverk, fækka á ríkisstofnunum og draga ríkið út úr fyrirtækjarekstri, tryggja samkeppnishæfni og beita jákvæðum hvötum en ekki boðum og bönnum. Þetta eru leiðarstefin í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins í flestum málaflokkum. Hins vegar er sjaldnast nefnt hvernig einfalda eigi regluverk, hvaða ríkisstofnanir megi missa sín, með hvaða hætti samkeppnishæfni verði tryggð eða hvaða jákvæðu hvötum skuli beita.

Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um liðna helgi og samþykkti þar stjórnmálaályktun sem jafnframt inniheldur kosningaáherslur flokksins. Mikið er lagt upp úr því að flokkurinn hafi mótað þá efnahagsstefnu sem fylgt hafi verið á Íslandi frá árinu 2013 og áfram eigi að vinna eftir þeirri stefnu.

Sóttvarnaraðgerðir miðist ekki við stöðu Landspítala

Fyrst er þó tiltekið að flokkurinn telur að slaka verði á sóttvarnaraðgerðum í ljósi þess að nær öll þjóðin sé bólusett. „Sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma geta ekki tekið mið af stöðu Landspítala heldur þarf skipulag og stjórnun spítalans að taka mið af aðstæðum á hverjum tíma,“ segir í stjórnmálaályktuninni en tilgreint að auka verði svigrúm heilbrigðiskerfisns, bæði fjárhagslega og skipulagslega. Ekki kemur fram hversu mikið eigi að auka svigrúmið fjárhagslega, né hvert það fjármagn á að renna.

Í ályktuninni er vikið nánar að skipulagi heilbrigðisþjónustu og þar er tiltekið að draga þurfi úr annarri starfsemi Landspítala en bráðalækningum rannsóknum og háskólakennslu, sem og stærri og flóknari aðgerðum og sóttvörnum. Til þess að svo megi vera þurfi að styrkja samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir, sérfræðilækna og aðra sjáflstætt starfandi aðila.

Í umfjöllun um heilbrigðismál er ítrekað að nýta eigi einkaframtakið mun betur og markvissar, meðal annars svo almenningur og heilbrigðisstarfsfólk eigi kost á fleiri en einum valkosti þegar kemur að sjúkrahússtarfsemi og almennri heilbrigðisþjónustu. Hins vegar segir einnig að „langir biðlistar og tvöfalt heilbrigðiskerfi eru þjóðarskömm í velferðarsamfélagi þar sem allir eiga að njóta góðrar þjónustu án tillits til efnahags eða þjóðfélagsstöðu“. Ganga þurfi frá samningum við rekstraraðila í heilbrigðisþjónustu segja á lögbundna þjónustutryggingu. „Sjúkratryggingar beri ábyrgð á því að sá sem þarf á þjónustu að halda fái hana innan ákveðins tíma – ásættanlegs biðtíma.“

Boða sérstaka lífeyrisuppbót

Hvað varðar velferðarmál boðar Sjálfstæðisflokkurinn að taka eigi upp sérstaka lífeyrisuppbót til fólks sem hafi áunnið sér takmörkuð lífeyrisréttindi með viðbótargreiðslu úr lífeyrissjóði sem skerðist ekki vegna annarra tekna fólks. Ekki kemur fram hver sú upphæð gæti orðið né við hvaða mörk lífeyrisgreiðslna á að miða, og þar af leiðandi er ekkert mat lagt á hver kostnaður gæti skapast með slíkum uppbótargreiðslum.

Í frekari umfjöllun um málefni eldri borgara segir ennfremur að byggja verði upp öfluga dagþjónustu, fjölga þjónustuíbúðum og hjúkrunarrýmum. Ekki er tilgreint hver flokkurinn telur vera þörfina á rýmum á hjúkrunarheimilum eða nauðsynlega fjölgun þjónustuíbúða. Þá er ekki tiltekið hversu háum fjárhæðum ætti að veita til þessara verkefna. Hins vegar er tiltekið að ástæða sé til að nýta í meira mæli sjálfstætt starfandi fyrirtæki á þessu sviði.

Sjálfstæðisflokkurinn telur þörf á að bæta kjör öryrkja, með því að endurskoða tryggingakerfi þeirra frá grunni og tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Ekkert kemur fram um hækkun á lífeyri í þeim efnum en flokkurinn vill að stuðlað sé að því að öryrkjar hafi ávinning af því að afla sér tekna á almennum vinnumarkaði, án þess að verða fyrir skerðingu á örorkulífeyri.  

Rekstur ríkissjóðs verði jákvæður við lok kjörtímabilsins

Í umfjöllun um efnahagsmál segir að markmiðið sé að rekstur ríkissjóðs verði orðinn jákvæður fyrir lok næsta kjörtímabils. Það verði fyrst og fremst gert með auknum útflutningstekjum og umbótum í opinberum rekstri. Hverjar þær auknu útflutningstekjur eiga að vera er ekki tilgreint en að öllum líkindum er ekki síst verið að vísa til ferðaþjónustunnar. Í sérstökum kafla um hana er enda sagt að ferðaþjónusta sé og verði einn af máttarstólpum íslenskrar atvinnusköpunar og gjaldeyrisöflunar og tryggja verði samkeppnishæfni hennar og stilla gjaldheimtu í hóf. Ekkert kemur fram um hvernig samkeppnishæfni greinarinnar verði tryggð og með öllu er óljóst til hvaða gjaldheimtu er verið að vísa.

Í frekari umfjöllun um efnahagsmál er tiltekið að forgangsraða þurfi verkefnum og virkja einkaframtakið betur við veitingu opinberrar þjónustu. Hvaða forgangsröðun er um að ræða er ekki nefnt sérstaklega en víða í kosningastefnunni er hins vegar fjallað um einkaframtakið og aukna aðkomu einkaaðila að verkefnum hins opinbera. Nefnt er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft forgöngu um að fækka ríkisstofnunum og miðað við hversu mikil áhersla er lögð á að halda eigi áfram á þeirri vegferð sem flokkurinn hafi leitt í efnahagsmálum síðustu átta árin má gera ráð fyrir að ríkisstofnunum verði áfram fækkað fái Sjálfstæðisflokkurinn ráðið. Hvaða ríkisstofnanir geti átt von á að lenda undir hnífnum er ekki tilgreint, nema að möguleg sameining Samkeppniseftirlitsins og Neytendastofu er nefnd. Hvergi er talað um beinan niðurskurð á ríkisútgjöldum í kosningastefnunni.

Vilja einfalda regluverk en nefna fá dæmi

Í stjórnmálaályktuninni hreykir Sjálfstæðisflokkurinn sér af því að skattkerfisbreytingar sem hann hafi haft forystu um frá árinu 2013 hafi miðað að því að létta byrðar launafólks og styrkja afkomu fyrirtækja. Í kosningastefnu flokksins eru hins vegar ekki boðaðar handfastar aðgerðir í skattamálum, hvorki lækkun skatta, hækkun eða aðrar breytingar á skattkerfinu. Þá er ekki að finna stefnumál sem augljóst er að muni afla ríkissjóði beinharðra tekna.

Í umfjöllun um atvinnulíf er lögð mikil áhersla á að einfalda regluverk. Almennt er talað með þeim hætti en fá dæmi tiltekin um hamlandi regluverk sem þurfi að breyta. Þó er tilgreint í kafla um landbúnaða að regluverk megi ekki hamla nýsköpun, svo sem sölu afurða beint frá býli.

„Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að leiða útgönguna út úr frumskógi reglugerða og hamlandi opinberra afskipta af byggingariðnaðinum“

Þá er einnig fjallað um byggingageirann og vill Sjálfstæðisflokkurinn lækka byggingakostnað, sem sé einn sá hæsti í Evrópu og fasteignaverð því hærra en það þurfi að vera. „Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að leiða útgönguna út úr frumskógi reglugerða og hamlandi opinberra afskipta af byggingariðnaðinum.“ Ekki er fjallað um hvað í regluverkinu sé svo hamlandi.

Ekki ógn heldur tækifæri

Í landbúnaðarkaflanum er sett fram sú skoðun að loftslagsmál séu ekki ógn heldur tækifæri. Landbúnaður sé mikilvægur í aðgerðum í loftslagsmálum og ekki verði um það deilt að loftslagsmál muni leika lykilhlutverk í þróun íslensks landbúnaðar. „Hér er ekki um ógn að ræða heldur tækifæri fyrir bændur til að ná fram aukinni hagkvæmni og arðsemi.“

„Í aðgerðunum felast efnahagsleg tækifæri“
um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.

Svo vikið sé að loftslagsmálum og náttúruvernd, eins og þeir málaflokkar eru kynntir í stefnu flokksins, birtist ítrekað sú skoðun að í loftslagsmálum felist miklir möguleikar. Þannig segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé og ætli áfram að vera leiðandi í aðgerum sem séu nauðsynlegar til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. „Í aðgerðunum felast efnahagsleg tækifæri,“ segir í ályktun flokksins.

Fullyrt er að loftslagsmál og orkumál verði ekki skilin að og að staða Íslands sé í flestu öfundsverð enda séu ómetanleg tækifæri fyrir landið til að verða leiðandi í grænni orkubyltingu, hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis og taka upp umhverfisvæna orkugjafa. Efnahagslegur ávinningur þess sé mikill enda verji Íslendingar árlega á bilinu 80 til 120 milljörðum í kaup á eldsneyti.

Hvergi er fjallað um tímasetningar er varða orkuskipti. Engin loftslagsmarkmið eru heldur nefnd í stefnunni, ekki er fjallað um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, hvorki er varðar hlutafall eða tímamörk.

Að mati Sjálfstæðisflokksins er eignarrétturinn og einkaframtakið besta náttúruverndin og ber að virkja einstaklinginn með jákvæðum hvötum í þeim efnum. Þá er tilgreint að ráðast þurfi í markvissar aðgerðir til að draga úr plastmengun, „án boða og banna. Hvatar til breyttrar umgengni um plast eru hvað árangursríkastir.“ Ekki kemur fram hvaða hvata á að nýta í þeim efnum.

Flokknum er tíðrætt um jákvæða hvata enda segir í næstu málsgrein um umhverfismál að á „grunni jákvæðra hvata“ geti framleiðendur, smásalar og neytendur minnkað matarsóun „um helming á næstum [svo] tíu árum.“ Hvaðan það mat er fengið kemur ekki fram og ekki er heldur tilgreint hvaða jákvæðu hvata flokkurinn vill nota í þessum efnum.

Hóflegt og sanngjarnt gjald

Í umfjöllun um sjávarútveg er lögð áhersla á að um sé að ræða burðarás í atvinnulífi um land allt. „Nauðsynlegt er að gjaldheimta í sjávarútvegi dragi ekki úr samkeppnishæfni á alþjóðamarkaði og fjárfestingu í greininni.“ Frekar er fjallað um nýtingu auðlinda síðar í ályktuninni og þar er tilgreint að „þær atvinnugreinar sem nýta náttúruauðlindir í eigu hins opinbera eiga að greiða hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir. Þá þarf að gæta þess að nýtingar- og eignarréttur sé virtur í hvívetna.“ Ekki er tilgreint hvað sanngjarnt gjald eða hóflegt sé og ekki er minnst á neinar breytingar á afgjaldi fyrir fiskveiðiauðlindina sérstaklega.

„Nauðsynlegt er að gjaldheimta í sjávarútvegi dragi ekki úr samkeppnishæfni á alþjóðamarkaði og fjárfestingu í greininni“

Sem fyrr er það eitt grunnstefið í stefnu flokksins að afskipti ríkisins af atvinnumálum séu með minnsta móti. Þannig eigi ríkið ekki að standa í fyrirtækjarekstri og draga eigi það út úr samkeppnisrekstri. Því sé mikilvægt að ríkið selji eignarhluti sína í fjármálafyrirtækjum á næstu árum.

Í stefnu flokksins er varðar samgöngur kemur fram að flokkurinn fagni áformum um stóraukin framlög til samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Ráðst eigi í það sem flokkurinn kallar flýtiframkvæmdir í samgöngum „á grundvelli fjölbreyttari fjármögnunar og samstarfs við einkaaðila, en þannig er hægt að ná fram hraðari uppbyggingu samgöngumannvirkja“. Er Sundabraut sérstaklega nefnd í þessu samhengi. Reykjavíkurflugvöllur á þá að verða óskertur í Vatnsmýri þar til annar jafn góður eða betri kostur sé tilbúinn til notkunar. Ekki er því tekið fyrir að flugvöllurinn verði færður.

Vilja draga verulega úr umfangi RÚV

Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja áherslu á öruggt húsnæðiskerfi, hvort sem er til eignar eða leigu. „Sjálfstæðisflokkurinn mun fjarlægja hindranir og auðvelda ungu fólki að eignast eigið húsnæði, en einnig stuðla að virkum leigumarkaður eins og þekkist víðast hvar í nágrannalöndunum.“ Hverjar þær hindranir eru kemur ekki fram og ekki er heldur tekið fram hvernig auðvelda eigi ungu fólki að eignast eigið húsnæði, eða hvernig stuðlað verður að virkum leigumarkaði. Þó vill flokkurinn að heimild til að ráðstafa sérseignarsparnaði inn á íbúðalán verði lögfest til frambúðar með sömu reglum og teknar hafa verið upp vegna fyrstu íbúðakaupa.

Í umfjöllun um málefni sveitarfélaga segir í ályktun Sjálfstæðisflokksins að endurskoða þurfi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Ekki er frekar skýrt með hvaða hætti sú endurskoðun á að fara fram eða til hvaða þátta hún myndi ná, hvort að verkefni yrðu færð í meira mæli til sveitarfélaganna eða hvort ríkið tæki til sín verkefni.

Nýta á kosti einkframtaksins meðfram opinberum rekstri í menntamálum, að því er segir í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn vill að ríkið greiði hið sama með hverjum námsmanni óháð því rekstrarformi sem á við um hvern skóla. Þá eigi grunnskólar að leggja aukna áherslu á list- og tæknigreinar og tryggja að menntastofnanir geti mætt auknum áhuga og sívaxandi þörf fyrir iðn- og tæknimenntað starfsfólk.

Fjallað er um stöðu fjölmiðla í stefnu flokksins og kemur þar fram að Sjálfstæðisflokkurinn leggist gegn beinum ríkisstyrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Takmarka eigi hins vegar verulega umfang Ríkisútvarpsins og bæta skattaumhverfi fjölmiðla, í því skyni að tryggja rekstur þeirra.

Styrkja á lögregluna

Sjálfstæðisflokkurinn er þeirrar skoðunar að styrkja þurfi lögregluna með því að fjölga lögreglumönnum og bæta aðstöðu þeirra og búnað. „Áfram þarf að taka á kynbundnu ofbeldi og leggja áherslu á að stytta ferli réttarvörslukerfisins og auka traust til þess,“ segir ennfremur um löggæslu og réttarkerfið.

„Útlendingalöggjöfina þarf að þróa áfram af ábyrgð, raunsæi og mannúð“

Fjallað er um innflytjendur í stefnum flokksin og þeir sagðir auðga bæði menningu og efnahag. Flokkurinn vill að fólki utan Evrópska efnahagssvæðisin sem getur fengið störf hér á landi verði auðveldað að koma til landsins. Stytta þurfi og einfalda ferla og kerfi er varði umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Útlendingalöggjöfina þarf að þróa áfram af ábyrgð, raunsæi og mannúð.“

Áfram pólitískur ómöguleiki?

Hvað varðar utanríkismál áréttar Sjálfstæðisflokkurinn þá skoðun að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. „Mikilvægt er að tryggja að aðildarviðræður verði ekki teknar upp að nýju án samþykkis í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í stefnunni. Fyrir kosningar árið 2013 var það lofuðu helstu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Bjarni Benediktsson formaður flokksins, því ítrekað að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið, og þá helst á fyrri hluta þess kjörtímabils. Í viðtali við Bjarna í Kastljósi RÚV í febrúar 2014 var hins vegar annað hljóð komið í strokkinn. Þar sagði Bjarni: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“ Umrædd þjóðaratkvæðagreiðsla fór aldrei fram og Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, dró umsóknina í reynd til baka með bréfi til sambandsins 1. mars árið 2015.

„Heildarendurskoðun sem umturnar öllum ákvæðum stjórnarskrárinnar samræmist illa sjónarmiðum um réttaröryggi og fyrirsjáanleika“

Enn fremur kemur fram í stefnu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum að Ísland eigi áfram að eiga aðilda að NATO en aðildin og varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna tryggi öryggi landsins.

Stefna Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrármálum er sú að tilefni sé til endurskoðunar ákveðinna þátta stjórnarskrárinnar. Hins vegar þurfi að hyggja vel að þeim breytingum og gefa ráðrúm innan þings sem utan til að gaumgæfa tillögur um breytingar. „Heildarendurskoðun sem umturnar öllum ákvæðum stjórnarskrárinnar samræmist illa sjónarmiðum um réttaröryggi og fyrirsjáanleika.“

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 24,2 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem RÚV greindi frá í gær. Það myndi skila flokknum 17 þingmönnum. Miðað við könnunina myndi núverandi ríkisstjórn ekki halda, fengi 31 þingmann kjörinn.

Í könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem birtist 26. ágúst mældist flokkurinn með því sem næst sama stuðning, 23,9 prósent, og einnig 17 þingmenn. Í könnun Maskínu fyrir Stöð 2 sem var birt 24. ágúst mældist stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn 23,4 prósent. Í alþingiskosningunum 2017 fékk flokkurinn 25,2 prósent atkvæða og 16 kjörna þingmenn.  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
1
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
2
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Skýrslan um Laugaland frestast enn
3
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
4
Greining

Hæstrétt­ur Banda­ríkj­anna með fleiri rétt­indi í skot­sigt­inu

Ell­efu ríki Banda­ríkj­anna, und­ir for­ystu Re­públi­kana, hafa þeg­ar bann­að þung­un­ar­rof og allt að tólf til við­bót­ar gætu gert það á næstu dög­um. Íhalds­menn eru með yf­ir­burð­ar­stöðu í hæsta­rétti í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir þrjár skip­an­ir á for­seta­tíð Trumps. Skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafa ít­rek­að breytt sögu og sam­fé­lagi Banda­ríkj­anna eft­ir að rétt­ur­inn tók sér sjálf­ur ein­vald til að túlka stjórn­ar­skrá lands­ins.
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
5
Fréttir

Bens­ín, ol­ía og hús­næði hækka og draga verð­bólg­una með sér í hæstu hæð­ir

Verð­bólga mæl­ist 8,8 pró­sent og spila verð­hækk­an­ir á olíu og bens­íni einna stærst­an þátt auk hins klass­íska hús­næð­is­lið­ar. Það kostaði 10,4 pró­sent meira að fylla á tank­inn í júní en það gerði í maí.

Mest deilt

„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
1
Fréttir

„Ég mun aldrei fyr­ir­gefa þeim“

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir seg­ist aldrei muni fyr­ir­gefa sam­fé­lag­inu í Garði fyr­ir að hafa brugð­ist dótt­ur henn­ar og út­hróp­að sem lyg­ara eft­ir að hún greindi frá því þeg­ar hún var tólf ára að mað­ur í bæn­um hefði beitt hana kyn­ferð­isof­beldi, fyrst þeg­ar hún var átta ár göm­ul. Mað­ur­inn sem var á sex­tugs­aldri á þess­um tíma var dæmd­ur í átján mán­aða fang­elsi fyr­ir að hafa ít­rek­að beitt Lilju, dótt­ur Krist­ín­ar Sól­eyj­ar, of­beldi.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
2
Fréttir

Son­ur­inn varð sterk­ari eft­ir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
3
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
Jón Trausti Reynisson
4
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Meist­ar­ar mála­miðl­ana

Hvers vegna skil­ur fólk ekki fórn­ir Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur?
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
5
Fréttir

Kon­ur í Banda­ríkj­un­um hafa ver­ið svipt­ar rétt­in­um til þung­un­ar­rofs

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna snéri við fyrri nið­ur­stöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa með­göngu. Rétt­ur­inn var tryggð­ur fyr­ir fimm­tíu ár­um síð­an í máli Roe gegn Wade en nú hef­ur dóm­stóll­inn ákveð­ið að stjórn­ar­skrá lands­ins tryggi ekki sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt kvenna. Fóst­ur­eyð­ing­ar urðu sjálf­krafa bann­að­ar í fjölda fylkja við upp­kvaðn­ingu dóms­ins.
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
6
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
7
Menning

Fundu týnd­ar dag­bæk­ur Bíbí­ar: „Hún fékk aldrei séns“

Sagn­fræð­ing­arn­ir Sól­veig Ólafs­dótt­ir og Sig­urð­ur Gylfi Magnús­son og pró­fess­or­inn Guð­rún Val­gerð­ur Stef­áns­dótt­ir fundu nýj­ar heim­ild­ir eft­ir Bjargeyju Kristjáns­dótt­ur, eða Bíbí, þeg­ar þau voru að kynna nýja bók henn­ar í Skaga­firði. Saga Bjargeyj­ar er átak­an­leg en henni var kom­ið fyr­ir á öldrun­ar­heim­ili á Blönduósi þeg­ar hún var á fer­tugs­aldri en hún var með efna­skipta­sjúk­dóm sem lít­il þekk­ing var á ár­ið 1927 þeg­ar hún fædd­ist.

Mest lesið í vikunni

„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
1
Fréttir

„Ég mun aldrei fyr­ir­gefa þeim“

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir seg­ist aldrei muni fyr­ir­gefa sam­fé­lag­inu í Garði fyr­ir að hafa brugð­ist dótt­ur henn­ar og út­hróp­að sem lyg­ara eft­ir að hún greindi frá því þeg­ar hún var tólf ára að mað­ur í bæn­um hefði beitt hana kyn­ferð­isof­beldi, fyrst þeg­ar hún var átta ár göm­ul. Mað­ur­inn sem var á sex­tugs­aldri á þess­um tíma var dæmd­ur í átján mán­aða fang­elsi fyr­ir að hafa ít­rek­að beitt Lilju, dótt­ur Krist­ín­ar Sól­eyj­ar, of­beldi.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
2
Fréttir

Son­ur­inn varð sterk­ari eft­ir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
3
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
„Það bara hrundi allt“
4
Eigin Konur#93

„Það bara hrundi allt“

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir, mamma Lilju Bjark­lind sem sagði sögu sína í Eig­in kon­um fyr­ir nokkr­um vik­um, stíg­ur nú fram í þætt­in­um og tal­ar um of­beld­ið sem dótt­ir henn­ar varð fyr­ir og af­leið­ing­ar þess. Hún seg­ir að allt hafi hrun­ið þeg­ar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að mað­ur sem stóð til að myndi flytja inn til fjöl­skyld­unn­ar, hefði beitt hana kyn­ferð­is­legu of­beldi. Krist­ín Sól­ey seg­ir mik­il­vægt að öll fjöl­skyld­an fái við­un­andi að­stoð eft­ir svona áföll því fjöl­skyld­ur skemm­ist þeg­ar börn eru beitt of­beldi. Hún seg­ir að sam­fé­lag­ið hafi brugð­ist Lilju og allri fjöl­skyld­unni.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Þeg­ar full­orð­ið fólk ger­ir sig að fífli

Rétt eins og flokk­ur­inn hef­ur þeg­ar sann­að að hann er ekki leng­ur vinstri­hreyf­ing með þjónk­un sinni við efna­hags­stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þá er nú morg­un­ljóst að hann er ekki held­ur grænt fram­boð, skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son um Vinstri græn.
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
6
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi
7
GreiningLaxeldi

Lax­eldisk­vótakóng­arn­ir sem hafa grætt á sjókvía­eldi á Ís­landi

Nú stend­ur yf­ir þriðja bylgja lax­eld­is á Ís­landi en hinar tvær til­raun­irn­ar fóru út um þúf­ur á ár­um áð­ur. Þessi til­raun til að koma lax­eldi á hér á landi hef­ur geng­ið bet­ur en hinar. Fyr­ir vik­ið hafa nokkr­ir fjár­fest­ar selt sig út úr lax­eld­is­iðn­aðn­um fyr­ir met­fé eða halda nú á hluta­bréf­um sem eru mjög mik­ils virði.

Mest lesið í mánuðinum

Hvað kom fyrir Kidda?
1
Rannsókn

Hvað kom fyr­ir Kidda?

Hálfri öld eft­ir að til­kynnt var um bíl­slys í Óshlíð á milli Bol­ung­ar­vík­ur og Ísa­fjarð­ar er lög­regl­an loks að rann­saka hvað átti sér stað. Lík Krist­ins Hauks Jó­hann­es­son­ar, sem lést í slys­inu, var graf­ið upp og bein hans rann­sök­uð. Son­ur og hálf­bróð­ir Krist­ins urðu til þess yf­ir­völd skoða loks­ins, marg­saga vitni og mynd­ir af vett­vangi sem urðu til þess að mál­ið var tek­ið upp að nýju.
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
2
Fréttir

„Ég mun aldrei fyr­ir­gefa þeim“

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir seg­ist aldrei muni fyr­ir­gefa sam­fé­lag­inu í Garði fyr­ir að hafa brugð­ist dótt­ur henn­ar og út­hróp­að sem lyg­ara eft­ir að hún greindi frá því þeg­ar hún var tólf ára að mað­ur í bæn­um hefði beitt hana kyn­ferð­isof­beldi, fyrst þeg­ar hún var átta ár göm­ul. Mað­ur­inn sem var á sex­tugs­aldri á þess­um tíma var dæmd­ur í átján mán­aða fang­elsi fyr­ir að hafa ít­rek­að beitt Lilju, dótt­ur Krist­ín­ar Sól­eyj­ar, of­beldi.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
3
Fréttir

Son­ur­inn varð sterk­ari eft­ir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
4
ViðtalÚkraínustríðið

Ís­lenski frétta­rit­ar­inn í boðs­ferð með Rúss­um: „Ís­land ekki á góðri leið“

Hauk­ur Hauks­son hef­ur ver­ið frétta­rit­ari í Moskvu í þrjá ára­tugi og hef­ur nú far­ið í þrjár boðs­ferð­ir með rúss­neska hern­um í Aust­ur-Úkraínu. Hauk­ur tel­ur fjölda­morð Rússa í Bucha „hlægi­legt dæmi“ um „setup“, en trú­ir því ekki að rúss­neski her­inn blekki hann.
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
5
FréttirSamherjaskjölin

Topp­ar ákæru- og lög­reglu­valds í Namib­íu á Ís­landi vegna Sam­herja­máls

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu og yf­ir­mað­ur namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, hafa ver­ið á Ís­landi frá því fyr­ir helgi og fund­að með hér­lend­um rann­sak­end­um Sam­herja­máls­ins. Fyr­ir viku síð­an fund­uðu rann­sak­end­ur beggja landa sam­eig­in­lega í Haag í Hollandi og skipt­ust á upp­lýs­ing­um. Yf­ir­menn namib­ísku rann­sókn­ar­inn­ar hafa ver­ið í sendi­nefnd vara­for­set­ans namib­íska, sem fund­að hef­ur um framsals­mál Sam­herja­manna við ís­lenska ráð­herra.
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
6
Menning

Fundu týnd­ar dag­bæk­ur Bíbí­ar: „Hún fékk aldrei séns“

Sagn­fræð­ing­arn­ir Sól­veig Ólafs­dótt­ir og Sig­urð­ur Gylfi Magnús­son og pró­fess­or­inn Guð­rún Val­gerð­ur Stef­áns­dótt­ir fundu nýj­ar heim­ild­ir eft­ir Bjargeyju Kristjáns­dótt­ur, eða Bíbí, þeg­ar þau voru að kynna nýja bók henn­ar í Skaga­firði. Saga Bjargeyj­ar er átak­an­leg en henni var kom­ið fyr­ir á öldrun­ar­heim­ili á Blönduósi þeg­ar hún var á fer­tugs­aldri en hún var með efna­skipta­sjúk­dóm sem lít­il þekk­ing var á ár­ið 1927 þeg­ar hún fædd­ist.
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
7
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.

Nýtt á Stundinni

796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!
MannlýsingSpurningaþrautin

796. spurn­inga­þraut: Það er kom­inn júlí! Ár­ið er hálfn­að!

Fyrri auka­spurn­ing: Af­mæl­is­barn dags­ins. Hvað heit­ir stúlk­an á mynd­inni hér of­an, en hún fædd­ist 1. júlí 1961.  * 1.  Fyrsti júlí er í dag, við höf­um spurn­ing­arn­ar um þá stað­reynd að mestu, en við hvað eða hvern eða hverja er júlí kennd­ur? 2.  Tveir kon­ung­ar Dan­merk­ur (og þar með Ís­lands) fædd­ust 1. júlí — ann­ar 1481 en hinn 1534. Báð­ir báru...
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Greining

Hæstrétt­ur Banda­ríkj­anna með fleiri rétt­indi í skot­sigt­inu

Ell­efu ríki Banda­ríkj­anna, und­ir for­ystu Re­públi­kana, hafa þeg­ar bann­að þung­un­ar­rof og allt að tólf til við­bót­ar gætu gert það á næstu dög­um. Íhalds­menn eru með yf­ir­burð­ar­stöðu í hæsta­rétti í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir þrjár skip­an­ir á for­seta­tíð Trumps. Skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafa ít­rek­að breytt sögu og sam­fé­lagi Banda­ríkj­anna eft­ir að rétt­ur­inn tók sér sjálf­ur ein­vald til að túlka stjórn­ar­skrá lands­ins.
795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
ÞrautirSpurningaþrautin

795. spurn­inga­þraut: Hvað er Dan­mörk stór hluti Ís­lands?

Fyrri auka­spurn­ing: Af hverj­um er — eða öllu held­ur var — þessi stytta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er stærst Norð­ur­land­anna? 2.  En þá næst stærst? 3.  Um það er hins veg­ar eng­um blöð­um að fletta að Dan­mörk er minnst Norð­ur­land­anna (ef Græn­land er ekki tal­ið með, vit­an­lega). En hvað telst Dan­mörk vera — svona nokk­urn veg­inn — mörg pró­sent af...
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Fréttir

Bens­ín, ol­ía og hús­næði hækka og draga verð­bólg­una með sér í hæstu hæð­ir

Verð­bólga mæl­ist 8,8 pró­sent og spila verð­hækk­an­ir á olíu og bens­íni einna stærst­an þátt auk hins klass­íska hús­næð­is­lið­ar. Það kostaði 10,4 pró­sent meira að fylla á tank­inn í júní en það gerði í maí.
794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?
ÞrautirSpurningaþrautin

794. spurn­inga­þraut: Bóf­ar, þing­menn, lög­fræð­ing­ar, hljóm­sveit eða eyj­ar?

Fyrri auka­spurn­ing: Ég ætla ekk­ert að fara í fel­ur með hvað það góða fólk heit­ir sem sjá má á sam­settu mynd­inni hér að of­an. Þau heita: Árel­ía Ey­dís Guð­munds­dótt­ir, Að­al­steinn Hauk­ur Sverris­son og Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir. Spurn­ing­in er hins veg­ar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkast­ið? — og hér þarf svar­ið að vera þokka­lega ná­kvæmt. * Að­al­spurn­ing­ar: 1. ...
Skýrslan um Laugaland frestast enn
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
ÞrautirSpurningaþrautin

793. spurn­inga­þraut: Nú er eins gott að þið þekk­ið heið­hvolf­ið

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða skáld­sögu Hall­dórs Lax­ness má lesa um per­són­una Ástu Sóllilju? 2.  Hvað heit­ir am­er­íska teikni­myndaserí­an Pe­anuts á ís­lensku? 3.  Í hve mik­illi hæð yf­ir yf­ir­borði Jarð­ar byrj­ar heið­hvolf­ið (á ensku stratosph­ere)? 4.  Hvað hét eig­in­mað­ur Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar hinn­ar seinni? 5.  Hver gaf út hljóm­plöt­una Vespert­ine fyr­ir 21 ári?...
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.