Gunnar Smári segir konur í borgarstjórn hlýða flokksaganum
Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir kvenkyns borgarfulltrúa starfa gegn eigin sannfæringu. „Batnar heimurinn ekkert þó fleiri konur komist til valda?“ spyr hann.
FréttirKjaramál
Heiðveig hyggst leita réttar síns: „Þeir eru með félagið í gíslingu“
Heiðveig María Einarsdóttir segir núverandi stjórn Sjómannafélags Íslands vera með félagið í gíslingu. Hún hlær að þeim samsæriskenningum sem fram komu í greinargerð trúnaðarmanna félagsins þess efnis að framboð hennar væri á vegum Sósíalista og Gunnars Smára Egilssonar. Hún hyggst leita réttar síns vegna brottvikningar úr félaginu.
Fréttir
Segir yfirlýsingar Gunnars Smára tilefni til meiðyrðamáls
Lögfræðingur Kristjönu Valgeirsdóttur, fjármálastjóra Eflingar, segir Gunnar Smára Egilsson fara fram með rangfærslur og óhróður.
Fréttir
Segja orðalag í fjármálaáætlun til marks um veruleikafirringu
Lélegt fjármálalæsi hjá almenningi sagt ein ástæða þess að ungt, tekjulágt fólk lendi í fjárhagsörðugleikum. Orðalagið hefur vakið mikla reiði og það sagt sýna skilninsleysi stjórnvalda á stöðu lágtekjufólks.
Pistill
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Skuldaskil Gunnars Smára Egilssonar við sósíalismann og Fréttatímann
Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á Fréttatímanum, skrifar um framkomu útgefanda blaðsins við starfsfólk á sama tíma og hann stofnar stjórnmálaflokk fyrir launþega.
FréttirFjölmiðlamál
Gunnar Smári sakar Viðskiptablaðið um „tóma þvælu“
Fréttatíminn verður settur í þrot á næstu dögum samkvæmt ákvörðun hluthafa. Gunnar Smári Egilsson segir frétt um að hann eigi 40 milljóna króna kröfu í útgáfufélag Fréttatímans þvælu.
Pistill
Jón Trausti Reynisson
Það hættulega við sósíalíska stjórnmálamenn
Spurningar um trúverðugleika Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokks Íslands, hafa kallað fram viðbrögð frá honum sem kveikja viðvörunarbjöllur. Svar hans við gagnrýni er að stilla upp óvinaliði sem hann útmálar og skilgreina gagnrýni á leiðtogann sem árás á fólkið.
ÚttektFjölmiðlamál
Sannfæringarkraftur Gunnars Smára
Karl Th. Birgisson hefur fylgst með kaflaskrifum Gunnars Smára Egilssonar í íslenskri fjölmiðlasögu, allt frá því að hann fór að vinna fyrir hann á Pressunni árið 1991. Af öllum þeim hugmyndum sem Gunnar Smári hefur hrint í framkvæmd lifa Fréttablaðið og Vísir.is lengst, en sannfæringin, sannfæringarkrafturinn og engar efasemdir einkenna Gunnar Smára. Og vitaskuld reiknivélin og Excel-skjölin til að telja fólki trú um að sannfæringin skili líka arði. Sem hún gerir í fæstum tilvikum.
Fréttir
Svikna kynslóðin
Aldamótakynslóðin hefur verið svikin um betri lífsgæði. Í fyrsta skipti frá iðnvæðingu hefur ungt fólk það verra en forverar þeirra. Ójöfnuður á milli kynslóða eykst og eldra fólk hefur úr meiru að moða en áður. Hvernig munu aldamótakrakkarnir bregðast við?
Úttekt
Bankarnir græddu 1,4 milljónir á hvern Íslending
Hagnaður íslensku viðskiptabankanna þriggja á hvern landsmann er talsvert meiri en hagnaður stóru bankanna á Norðurlöndunum. Tveir þeirra græddu um 90 þúsund á hvern Íslending hvor um sig. Samanlagður hagnaður íslensku bankanna var rúm 4 prósent af landsframleiðslu í fyrra en 8 prósent í Bandaríkjunum. Stundin skoðaði hagnað bankanna á liðnum árum í norrænu samhengi og fékk fulltrúa þeirra til að tjá sig um hagnaðartölurnar.
Fréttir
Aðstoðarmaður forsætisráðherra fer með rangt mál
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, fullyrðir að Sigmundur sé eini stjórnmálaforinginn sem talaði um að svigrúm myndi myndast í samningum við kröfuhafa. Fullyrðingin stenst ekki skoðun.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.