Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Heiðveig hyggst leita réttar síns: „Þeir eru með félagið í gíslingu“

Heið­veig María Ein­ars­dótt­ir seg­ir nú­ver­andi stjórn Sjó­manna­fé­lags Ís­lands vera með fé­lag­ið í gísl­ingu. Hún hlær að þeim sam­særis­kenn­ing­um sem fram komu í grein­ar­gerð trún­að­ar­manna fé­lags­ins þess efn­is að fram­boð henn­ar væri á veg­um Sósí­al­ista og Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar. Hún hyggst leita rétt­ar síns vegna brott­vikn­ing­ar úr fé­lag­inu.

„Eftir að hafa orðið vitni að atburðarrás síðustu vikurnar hef ég aldrei verið sannfærðari um að þetta félag þurfi á hreinsun að halda,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, í viðtali við Stundina. Óhætt er að segja að nafn Heiðveigar hafi skotist hratt upp á svið íslenskrar þjóðmálaumræðu síðustu misseri, ekki síst eftir að stjórn Sjómannafélags Íslands ákvað að víkja henni úr félaginu á þeim forsendum að hún hefði skaðað hagsmuni þess. Heiðveig hefur verið gagnrýninn á stjórnina, meðal annars vegna lagabreytinga sem hún hefur bent á að hafi verið keyrðar í gegn án þess að þær hafi farið fyrir aðalfund líkt og lög félagsins kveði á um.

Sitjandi formaðurJónas Garðarsson er sitjandi formaður Sjómannafélags Íslands en hann hefur sakað Heiðveigu um að vega að félaginu með orðum sínum.

Hún segir félagið í gíslingu Jónasar Garðarssonar, sitjandi formanns félagsins, og félaga hans í stjórn, sem hafi útbúið mikið „samsæriskenningaplagg“ í þeim tilgangi að koma henni úr félaginu. Þessir menn virðist ætla að fara sínu fram algjörlega óháð því hver sé lýðræðislegur vilji annarra félagsmanna. „Það er einfaldlega verið að reyna að tryggja það að ég fái ekki að bjóða mig fram þarna með nokkrum hætti, né kannski nokkrir aðrir heldur.“

Vafasamar lagabreytingar

Stuttu eftir að Heiðveig tilkynnti um það nú í byrjun október, að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjómannafélags Íslands, var lögum á heimasíðu félagsins breytt. Ein helsta breytingin fólst í því að nú væru þeir einir kjörgengir sem skráðir hefðu verið í félagið síðastliðin þrjú ár eða lengur. Heiðveig lýsti yfir miklum efasemdum með þessi vinnubrögð og gagnrýndi stjórnina harðlega í fjölmiðlum enda fól lagabreytingin í sér að hún gæti ekki lengur boðið sig fram líkt og hún hafði ráðgert.

Stjórnarmenn gagnrýndu svo aftur Heiðveigu fyrir þessa gagnrýni hennar og sökuðu hana um að vega að félaginu með orðum sínum. Gekk Jónas Garðarsson, sitjandi formaður Sjómannafélagsins, svo langt að saka Heiðveigu Maríu um að bera ábyrgð á því að hafa eyðilagt stærsta hagsmunamál félagsins – sameiningu þess og annarra sjómannafélaga. Þá hafna Jónas og félagar hans í stjórninni því að hafa breytt lögunum án heimildar og fullyrða að umrædd lagabreyting hafi verið samþykkt á aðalfundi í desember 2017. Hinsvegar hafi gleymst að uppfæra lög félagsins á heimasíðu þess.

Leitar réttar síns Heiðveig hyggst leita réttar síns vegna brottvikningarinnar.

Kjör sjómanna hjartans mál

Þann 24. október síðastliðinn lögðu svo fjórir trúnaðarmenn félagsins, þar á meðal Arngrímur Jónsson, ritari, auk þeirra Jóns Ragnarssonar, Steinþórs Hreinssonar og Steinars Haralds, fram tillögu fyrir trúnaðarráð um brottvikningu Heiðveigar úr félaginu. Í greinargerð fjórmenninganna, sem er níu síður og tekur meðal annars á því sem þeir telja vera ráðgerða yfirtöku Sósíalista á félaginu, er Heiðveig María sögð hafa brotið gegn 10. grein laga félagsins sem kveður á um að hver sá sem vinni gegn hagsmunum þess, valdi því tjóni eða geri því eitthvað til vansa, sé „brottrækur úr félaginu“. Tillagan var samþykkt með meirihluta atkvæða.

Heiðveig segir að kjör sjómanna hafi varðað hana alveg síðan hún fæddist. 

„Pabbi minn er sjómaður, mamma mín er sjómaður, systkini mín, ég sjálf var sjómannskona og ég er komin aftur á sjó núna sjálf og hef alltaf brunnið fyrir þessu.“

Hún biður um það eitt að fram fari lýðræðislegar kosningar svo að félagsmenn geti sjálfir ákvarðað hvaða forystu þeir vilja. Hún segir að talsmenn sjómanna hafi allt of lengi mætt talsmönnum útgerðanna á þeirra eigin velli og að þessu þurfi að snúa við. Til þess þurfi aukin kraft og samstöðu sem verði ekki til á meðan núverandi stjórn einbeiti sér aðallega að því að passa eigin stóla í stað þess að vinna að hagsmunum sjómanna.

„Samhengislaust samsæriskenningaplagg“

Í greinargerðinni sem var lögð fyrir trúnaðarmannaráð reka fjórmenningarnir málavexti eins og þeir horfa við þeim en svo virðist sem þeir telji Heiðveigu vera einhverskonar handbendi Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokks Íslands. Í þessu samhengi benda þeir á að Gunnar Smári hafi hringt inn á skrifstofu Sjómannafélagsins haustið 2017 til þess að spyrjast fyrir um tímasetningu stjórnarkjörs í félaginu auk þess sem vísað er til nafnlausra skrifa í Viðskiptablaðinu frá því í mars 2018 þar sem Gunnar Smári er sagður standa á bak við ætlaða yfirtöku á Sjómannafélaginu.

Vofa Gunnars SmáraÍ greinargerð fjórmenninganna er leitt að því líkum að Gunnar Smári standi á bak við framboð Heiðveigar og það sett í samhengi við Sovétríkin og uppgang sósíalismans á 20. öld.

„Vofa gengur nú ljósum logum um íslenska verkalýðshreyfingu – vofa Sósíalistaflokks Gunnars Smára Egilssonar. Fáum blandast hugur um að þar séu aðgerðir um yfirtöku verkalýðsfélaganna samræmdar og eftir stórsigur Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu skyldi enginn efast um getuna til þess,“ sagði í þessari umfjöllun Viðskiptablaðsins þar sem fullyrt var að nú væru það samtök sjómanna, sem sósíalistar horfðu helst til, „en þar hyggjast þeir tefla fram Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sjómanni og viðskiptalögfræðing.“

Þá er atburðarrásin öll sett í samhengi við uppgang sósíalismans á 20. öldinni: „Með uppgangi sósíalisma og stofnun Sovétríkjanna fyrir 100 árum og síðar stofnun Kommúnistaflokks Íslands hófst harðvítug flokkspólitísk valdabarátta innan verkalýðshreyfingarinnar. Nú vinnur Sósíalistaflokkur Íslands undir forystu fyrrnefnds Gunnars Smára, sem eitt sinn stýrði eignarheildsfélagi 365 miðla Baugs að nafni Dagsbrún, að því að taka yfir Sjómannafélag Íslands.“ Heiðveig hlær að greinargerðinni sem hún segir vera samhengislaust samsærisplagg sem byggi á litlu öðru en Facebook færslum og nafnlausum greiningum Viðskiptablaðsins.

Bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn 

„Hann [Jónas] hefur líklega haldið það að með því að breyta þessum lögum og reka mig úr félaginu myndi ég limpast niður og fara að grenja. En ég get algjörlega sagt það að ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn viss um eitthvað sem ég hef ákveðið að gera eins og akkúrat núna þar sem ég sit hér í dag,“ segir Heiðveig sem bætir við að þessi málflutningur sem og vinnubrögð séu ekki boðleg. Hún gerir lítið úr tengingunum við Sósíalista enda hafi hún aldrei verið flokksbundinn nema þá þegar hún bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006.

Heiðveig segir að fyrirhugað framboð hennar hafi verið búið að fá heilmikinn byr undir báða vængi og að einstaklingar víðsvegar að af landinu hafi verið búnir að setja sig í samband við hana. Þessi hópur hafi svo í raun verið tilbúin að bjóða sig fram með henni í komandi kosningum en þar hafi flokkapólitík alls ekki komið við sögu heldur viljinn til þess að vinna saman að þeim breytingum sem hún og félagar hennar eru sannfærðir um að þurfi að gera svo að hagsmunum sjómanna sé sem best borgið. „Jú, það var reyndar eitt skilyrði,“ bætir Heiðveig við og segir að þau hafi sérstaklega talað um að reyna að forðast það að fá svokallaða já-menn með sér í lið.

Finnur mikinn meðbyr

Heiðveig segist hafa fundið fyrir gríðarlegri samstöðu að undanförnu.

„Frá öðrum sjómönnum í mínu félagi, öðrum félögum, stjórnarmönnum í öðrum félögum, sjómannskonum, sjómannsfjölskyldum, fólki út um allt land.“

Þá segir hún fólk almennt orðlaust yfir þeirri atburðarrás sem hafi birst í fjölmiðlum að undanförnu, „að einhverjum hafi verið vikið úr stéttarfélagi fyrir að gagnrýna eitthvað sem liggur fyrir, að það er misræmi í lögunum.“

Gagnrýna stjórnina harkalegaSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eru á meðal þeirra Verkalýðsleiðtoga sem hafa gagnrýnt Sjómannafélagið harðlega.

Þá hafa ýmsir verkalýðsforkólfar gagnrýnt stjórn Sjómannafélags Íslands harðlega undanfarna daga. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, ASÍ, fordæmdi í gær það sem hún kallar aðför félagsins að Heiðveigu. Þá sendu formenn VR, Eflingar stéttarfélags, Framsýnar stéttarfélags og Verkalýðs Akraness, frá sér tilkynningu í morgun þar sem þeir fordæma vinnubrögð trúnaðarmannaráðs félagsins og brottrekstur Heiðveigar Maríu úr félaginu. Þar segja formennirnir meðal annars að skoðanaágreiningur og gagnrýni á störf stéttarfélags geti undir engum kringumstæðum flokkast undir brot sem kalli á brottrekstur.

„Alvarleg brot félagsmanna gegn félaginu eins og t.d. ef hann vinnur með atvinnurekendum gegn hagsmunum þess geta í alvarlegustu undantekningar tilvikum leitt til þess að hömlur verði settar á atkvæðisrétt og kjörgengi. Skoðanaágreiningur og gagnrýni á störf félagsins eru ekki slík brot heldur skýrt merki um lýðræðislega þátttöku í starfsemi félagsins,“ segir í tilkynningu formannanna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í stöðuuppfærslu á Facebook að atvikið sé eitthvert það dapurlegasta í sögu lýðræðis á Íslandi. 

Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, sagði í samtali við Mbl.is í gær að brottvikningin væri kolólögleg og að farið yrði með málið fyrir félagsdóm.

Farið fram á félagsfund

Fordæmir aðför að HeiðveiguForseti ASÍ, Drífa Snædal, fordæmdi í gær það sem hún kallar aðför Sjómannafélagsins að Heiðveigu.

Heiðveig segir að það verði fróðlegt að sjá hver niðurstaða Félagsdóms verði. Þá bendir hún á að verið sé að safna undirskriftum til þess að fara fram á félagsfund í félaginu en alls óljóst hvort og þá hvenær verði orðið við þeirri beiðni þar sem það sé í rauninni „búið að aftryggja allan lýðræðislegan rétt félagsmanna um að eiga nokkuð um þetta félag að segja. Þeir ákveða þetta.“ Heiðveig bætir við að henni finnist viðhorf stjórnenda félagsins vera á þann veg að þeir geti farið með félagið nákvæmlega eins og þeim sýnist. „Það er attitjútið sem er að koma frá þessum mönnum og ég krefst þess bara að félagsmenn mínir stappi nú niður fótum og segi hingað og ekki lengra.“

Hún segist mjög hugsi yfir stöðunni í félaginu, sérstaklega þegar litið er til framsetningar, rökstuðning og efni þess skjals sem lagt var fyrir trúnaðarmannaráð í þeim tilgangi að víkja henni úr félaginu. „Sér í lagi þegar maður hugsar til þess að staða þessarar stéttar hefur verið járn í járn í öllum samningum síðastliðin ár. Og mér finnst vinnubrögðin í þessu máli í rauninni skýra þessa stöðu að einhverju leyti, enda er ótrúlega erfitt fyrir fólk sem kemur fram með málefnaleg rök, kröfur og annað að eiga samskiptum við fólk sem er svona langt frá því í vinnubrögðum, alveg óháð því hvort menn eru sammála

eður ei,“ segir Heiðveig sem bætir við að það gefi augaleið að það verði alltaf erfiðara að komast að niðurstöðu þegar staðan sé svoleiðis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár