Vilja minnka umsvif ríkisins en svara því ekki hvernig á að afla tekna
Efnahagsstefna Viðreisnar inniheldur fáar útfærðar áherslur aðrar en að Ísland gangi í ESB og taki upp evru. Mikið púður er lagt í umhverfisstefnu flokksins en stefnur í öðrum málaflokkum meira á reiki. Flokkurinn vill heimila dánaraðstoð og lögleiða fíkniefni.
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
Fréttir
3
Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga
Orkuveita Reykjavíkur gerði gjaldmiðlaskskiptasamninga við Glitni banka árið 2008 sem deilt hefur verið um fyrir dómi. Þessir samningar voru gerðir til þess að verja fyrirtækið fyrir gengisbreytingum krónunnar. Nú loks, 15 árum eftir að samningarnir voru gerðir, koma eftirstöðvar samninganna til greiðslu eftir að Orkuveita Reykjavíkur tapaði dómsmáli út af þeim. 2,6 milljarðar króna fóru úr bókum Orkuveitu Reykjavíkur út af uppgreiðslu samninganna samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins nú í maí.
5
GreiningLaxeldi
Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi
Nú stendur yfir þriðja bylgja laxeldis á Íslandi en hinar tvær tilraunirnar fóru út um þúfur á árum áður. Þessi tilraun til að koma laxeldi á hér á landi hefur gengið betur en hinar. Fyrir vikið hafa nokkrir fjárfestar selt sig út úr laxeldisiðnaðnum fyrir metfé eða halda nú á hlutabréfum sem eru mjög mikils virði.
6
Pistill
3
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
7
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. júlí.
Vilja inn í ESBÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir og flokksfélagar hennar í Viðreisn, hvar hún er formaður, telja það inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru besta skref sem Ísland getur tekið í efnahagsmálum.
Draga á úr ríkisumsvifum og lækka skuldir ríkissjóðs, beita hóflegri og réttlátri skattlagningu, beita einkarekstri í meira mæli og taka upp veggjöld í stað skattheimtu til vegaframkvæmda. Þá á að gera Ísland kolefnishlutlaust árið 2040.
Þetta er meðal helstu áherslumála Viðreisnar fyrir komandi kosningar. Í mörgum tilvikum er orðalag í stefnu flokksins mjög almennt og mikið vantar upp á að útfærðar séu leiðir til að fjármagna framkvæmdir eða verkefni sem flokkurinn vill að ráðist verði í, komist hann í aðstöðu til þess að afloknum kosningum. Segja má með sanngirni að í efnahagsstefnu flokksins sé að finna hvað fæstar skýrar áherslur en meira um almennar leiðir. Það er þó stefna flokksins að Ísland ætti ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, og með því væri stigið mikilvægt skref í átt að bættum lífskjörum og auknum kaupmætti almennings með lægra vaxtastigi auk annars.
Þó margt í stefnu flokksins sé almennt orðað eins og fyrr segir má þó finna handföst málefni sem flokkurinn talar fyrir. Þannig er umhverfisstefna flokksins ítarleg en vikið verður að henni síðar. Annað sem vekur athygli í stefnu Viðreisnar er vilji þeirra til að lögleiða fíknefni, heimila dánaraðstoð, taka upp uppboðskerfi með fiskveiðiheimildir og innleiða sveigjanleg starfslok, svo eitthvað sé nefnt.
Hvað er réttlát og hófleg skattlagning?
Því sem næst hvergi í stefnuskrá Viðreisnar er að finna útfærðar hugmyndir um það hvernig beri að afla ríkissjóði fjár. Í umfjöllun flokksins um efnahagsmál kemur fram að Viðreisn vill draga úr ríkisumsvifum, lækka skuldir hins opinbera og einfalda stjórnsýslu. Ekki er tilgreint hvaða ríkisumsvifum væri hægt að draga úr né með hvaða hætti eigi að einfalda stjórnsýslu. Þá eru engar leiðir kynntar í þeim efnum að lækka skuldir hins opinbera. Vissulega má þó sjá fyrir sér að skuldir hins opinbera gætu lækkað ef ríkið hættir að sinna útgjaldafrekri þjónustu, til að mynda.
Hvað varðar tekjuöflun ríkissjóðs vill Viðreisn að hún byggist á réttlátri og hóflegri skattlagningu, þar sem allir beri réttlátar byrðar. Engin tilraun er gerð til að skilgreina hvað sé réttlát eða hófleg skattlagning, eða hvernig réttlátt sé að byrðarnar skiptist. Ekki er vikið orði að því hvort þrepaskipta eigi skattkerfinu í meira mæli en nú er gert eða hvort einfalda eigi það, hvergi er rætt um skattprósentur og ekki er fjallað um persónuafslátt eða skattleysismörk. Þá er hvergi fjallað um skatt á fjármagnstekjur eða eignir og engin tilraun gerð til að leggja mat á það hverjar skatttekjur ríkissjóðs gætu orðið eða þyrftu að vera, til að standa undir verkefnum eða til að lækka skuldir hins opinbera.
Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040
Umhverfisstefna Viðreisnar er víðtæk og í henni eru sett fram tímasett markmið í mörgum liðum. Þannig vill flokkurinn að heildarlosun á gróðurhúsalofttegundum verði helminguð á hverjum áratug og að árið 2030 verði losun á beinni ábyrgð Íslands 60 prósentum lægri en hún var árið 2005. Draga ætti úr losun frá staðbundnum iðnaði sem falli undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir um 43 prósent árið 2030 miðað við 2005. Losun vegna landnotkunar á að nema helmingi af því sem hún var árið 2020 þegar kemur fram á árið 2030 og stefnt er að því að Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.
Til þess að af þessu verði vill flokkurinn beita ýmsum leiðum. Fyrir árið 2040 ætti Ísland að vera laust við jarðefnaeldsneyti og í því skyni á að hætta nýskráningum bensín og díselbíla árið 2025, eftir fjögur ár. Viðreisn vill jafnframt að leit að, og vinnsla, jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu verði bönnuð. Setja á þau markmið að fyrir árið 2030 verði endurnýjanleg orka í skipum orðin 50 prósent.
„Viðreisn leggur áherslu á tekjuhlutleysi í stað aukinnar skattheimtu þannig að kolefnisgjöldum verði mætt með samsvarandi lækkun á öðrum sköttum og gjöldum“
Stuðla þarf að hröðum orkuskiptum á öllum sviðum. Viðreisn telur skilvirkasta og öflugasta verkfæri stjórnvalda til þess vera hagræna hvata á borð við kolefnisgjald, sem leggist á alla losun. „Viðreisn leggur áherslu á tekjuhlutleysi í stað aukinnar skattheimtu þannig að kolefnisgjöldum verði mætt með samsvarandi lækkun á öðrum sköttum og gjöldum. Þannig verði hægt að ná mikilvægri sátt um loftslagsaðgerðir og tryggja að þeir borgi sem mengi.“
Með þeim markmiðum sem sett eru fram um samdrátt verði leitast við að ná hið minnsta 7,6 prósenta árlegum samdrætti á heildarlosun. Auk þessara þátta er yfirgripsmikil umfjöllun um umhverfis- og loftslagsmál í stefnu Viðreisnar. Þar er meðal annars tæpt á því að Ísland verði að axla sína ábyrgð og taka á móti fleira kvótaflóttafólki sem er á flótta vegna loftslagsbreytinga. Koma þurfi á skilvirku hringrásarhagkerfi, þar sem dregið verði úr myndun úrgangs og endurvinnsla aukin, meðal annars með því að draga úr matarsóun um 60 prósent árið 2030 miðað við yfirstandandi ár. Stefna Viðreisnar er þá að nýta náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, vernda og endurheimta vistkerfi, meðal annars endurheimt votlendis og útbreiðslu náttúruskóga.
Þó stefna Viðreisnar í umhverfis- og loftslagsmálum sé bæði ítarleg og víðtæk kemur lítið fram um hvernig fjármagna eigi þær aðgerðir sem nauðsynlegt er að grípa til. Vissulega er það stefna flokksins að þeir sem mengi borgi fyrir það en ýmsar aðrar aðgerðir sem flokkurinn vill grípa til verða þó vart fjármagnaðar nema með fjármunum úr ríkissjóði. Hvergi kemur fram mat á því hvað umræddar aðgerðir gætu kostað.
Vilja fara uppboðsleið í sjávarútvegi
Þegar kemur að utanríkismálum er það stefna Viðreisnar að Ísland gangi í Evrópusambandið. Því vill flokkurinn að samningaviðræðum um aðild verði lokið og samningur verði lagður í dóm þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu. Þá vill Viðreisn að gengi krónunnar verði bundið við evru, með samningi við Seðlabanka Evrópu, sem fyrsta skref að upptöku evru.
Í umfjöllun um atvinnumál kemur meðal annars fram að Viðreisn lítur svo á að sjávarauðlindin sé þjóðareign og réttur til veiða skuli bundin tímabundnum leigusamningum til tveggja til þriggja áratuga. Hluti kvóta verði boðin upp á markaði ár hvert og útgerðin greiði fyrir afnot af fiskimiðunum í samræmi við markaðsverðmæti aflaheimilda. Þannig náist sanngjarnt gjald og meiri arðsemi í greininni án þess að kerfinu sé kollvarpað. Ekki er gerð tilraun til að leggja mat á hverju slík uppboðsleið myndi skiila þjóðarbúinu.
Fiskeldi þarf að byggja upp sem sterka atvinnugrein á þeim svæðum þar sem tilskilin leyfi liggja þegar fyrir. Þó verði vitanlega að huga að umhverfisáhrifum.
Horfið verði frá framleiðslutengdu styrkjakerfi í landbúnaði
Byggja þarf ferðaþjónustuna upp með skýrri framtíðarsýn til að tryggja sjálfbærni greinarinnar til lengri tíma. Fjárfesta þarf í innviðum á ferðamannastöðum um allt land, til að vernda umhverfi og náttúru og tryggja jafnari dreifingu ferðamanna um landið. Ekki er nefnt með hvaða hætti á að fjármagna uppbyggingu innviða og ekki er fjallað um heimildir til innheimtu gjalda sérstaklega, utan að í stefnunni segir að innheimta gjalda verði samræmd á svæðum sem heyra undir hið opinbera.
Viðreisn vill þá að styrkjakerfi landbúnaðar verði endurskoðað til að efla greinina og auka sjálfbærni. „Mikilvægt er að ýta undir aukna fjölbreytni og nýsköpun með stuðningi við verkefni á borð við skógrækt, lífrænan landbúnað, landgræðslu, vöruþróun, endurheimt votlendis, smávirkjanir og ferðaþjónustu.“ Styrkjakerfið verði umhverfismiðað fremur en framleiðslutengt og fjallað er sérstaklega um landbúnað einnig í umhverfisstefnu flokksins í þessu samhengi. Ekki er vikið að því hvort sambærilegar upphæðir verði greiddar í geiranum og gert er í dag eða hvort stefna flokksins sé að draga þar úr eða auka við.
Boða aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Í umfjöllun um heilbrigðismál leggur Viðreisn áherslu á að heilbrigðisþjónusta eigi að standa öllum til boða óháð efnahag. Veita á fólki þjónustuna, óháð því hvaða rekstrarform er nýtt til þess. Er hér átt við að einkrekstur í heilbrigðisþjónustu verði nýttur samhliða opinberum rekstri. „Einkarekstur innan opinbers kerfis er ekki það sama og einkavæðing,“ segir í stefnu flokksins. Blönduð leið sé best og „þess vegna hafnar Viðreisn aðför núverandi ríkisstjórnar að sjálfstætt starfandi stofum og sérfræðingum.“ Afleiðingar þess séu óboðlegir biðlistar og aukinn kostnaður. Væntanlega er hér meðal annars verið að vísa til þess að ekki hefur verið samið við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna auk þess sem deilur hafa staðið milli sjúkraþjálfara og annarra greina innan heilbrigðiskerfisins við Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið um greiðsluþátttöku og samninga.
„Einkarekstur innan opinbers kerfis er ekki það sama og einkavæðing“
Landspítalinn verður að fá nauðsynlega fjármuni til að standa undir kröfum sem til hans eru gerðar að mati Viðreisnar. Ótækt er að sóttvarnaraðgerðir séu óþarflega íþyngjandi vegna fjárskorts heilbrigðiskerfisins. Ekki kemur fram hversu miklum fjármunum þurfi að veita til þess að svo megi verða, hvorki til Landspítalans eða til heilbrigðiskerfisins í heils. Þá vill Viðreisn að aðgegni að hraðprófum vegna Covid-19 verði stóraukið til að hægt sé að létta á takmörkunum.
Viðreisn vill að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og að sjúkratryggingar fái fjármagn til að semja við sjálfstætt starfandi meðferðaraðila. Ekki kemur fram hversu mikið flokkurinn vill niðurgreiða þjónustuna eða hvað það gæti kostað ríkissjóð.
Stefna að almennri upptöku veggjalda
Í velferðamálum vill Viðreisn að allir lífeyrisþegar almannatrygginga fái lægri heildartekjur en sem nemur lágmarkslaunum. Þá skal skerðingum hætt. Ekki kemur fram hvaða kostnaður verði þessu fylgjandi.
Þegar horft er sérstaklega til málefna eldra fólks vill flokkurinn að framboð af hjúkrunarheimilum þarf að vera í samræmi við fyrirsjáanlega þörf og að tryggja þarf búsetuúrræði fyrir eldra fólk. Ekki er lagt mat á það hversu mörg hjúkrunarými vanti eða hvaða fjármunir þurfi að koma til svo hægt sé að tryggja nauðsynlegan fjölda þeirra í bráð og lengd.
Viðreisn vill þá lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjölga á samningum um notendastýrða persónulega aðstoð.
„Taka skal upp beina gjaldtöku af vegamannvirkjum í stað núverandi gjaldstofna“
Sveitarstjórnarstigið á að styrkja með sameiningu og samvinnu sveitarfélaga. Ekki kemur fram hvort Viðreisn boði lögþvingaðar sameiningar með þessari áherslu. Hóflegar álögur á að leggja á íbúa og fyrirtæki og tala fyrir skattalækkunum þegar við á. Þá vill flokkurinn tryggja dagvistun barna frá 12 mánaða aldri.
Sveitarfélög eiga jafnframt ekki að standa í samkeppnisrekstri. Ekki er útskýrt hvað átt er við hér en benda má á að ýmis sveitarfélög standa í samkeppnisrekstri þegar kemur að raforkuvinnslu, í úrgangsmálum og öðrum málaflokkum. Því ætti til að mynda að slíta byggðasamlaginu Sorpu á þessum grundvelli, en fyrirtækið er sannarlega að hluta í samkeppnisrekstri.
Ráðast á í stórátak í innviðafjárfestingum að mati Viðreisnar. Þannig þarf að ráðast í stórátak í uppbyggingu dreifikerfis rafmagns og hraða þrífösun í dreifbýli. Fjárfesta á í samgöngukerfinu og horfa beri til aðkomu einkaaðila í slíkum verkefnum. „Taka skal upp beina gjaldtöku af vegamannvirkjum í stað núverandi gjaldstofna og láta slíka gjaldtöku taka mið, m.a. af umhverfisáhrifum og álagi á vegakerfið,“ segir í stefnu Viðreisnar. Sé tekið mið af orðanna hljóðan virðist flokkurinn vera að boða að veggjöld verði tekin upp á þjóðvegum almennt. Þegar vísað er til núverandi gjaldstofna er væntanlega verið að vísa til tekjustofna á borð við bifreiðagjald, olíugjald, sérstakt vörugjald af bensíni auk annarra gjaldstofna. Þess ber þó að geta að frá árinu 2016, með upptöku laga um opinber fjármál, markast útgjöld til samgönguframkvæmda ekki lengur af umræddum gjaldstofnum heldur af ríkistekjum almennt. Þó eru umrædd gjöld enn innheimt.
Ríki og kirkja verði aðskilin
Í innanríkismálum styður Viðreisn að verulegar endurbætur verði gerðar á stjórnarskrá og að litið verði til tillagna stjórnlagaráðs en einnig annarra hugmynda sem komið hafa fram siðan. Aðskilja eigi ríki og kirkju og ríkið hætti innheimtu og greiðslu sóknargjalda til trú- og lífsskoðunarfélaga.
Viðreisn vill að skref verði tekin í átt að lögleiðingu vímuefna og afglæpavæðing þeirra sé rökrétt fyrsta skref í þeim efnum. Ekki kemur fram hvort Viðreisn sé þeirrar skoðunar að lögleiða eigi öll fíkniefni, hörð efni á borð við kókaín og amfetamín jafnt sem kannabisefni til að mynda.
„Fólk á flótta og hælisleitendur eiga að vera jafn velkomin og aðrir“
Í umfjöllun um mannréttindamál segir að tryggja verði fólki á flótta og hælisleitendum mannsæmandi skjól hér á landi. „Fólk á flótta og hælisleitendur eiga að vera jafn velkomin og aðrir.“ Byggja eigi upp réttlátt fjölmenningarsamfélag hér á landi.
Mikil áhersla er lögð á jafnréttismál í stefnu flokksins, þar sem allri mismunun er hafnað. Undirstrikað er í stefnu Viðreisnar að kynbundið ofbeldi sé ólíðandi. „Kynbundið ofbeldi skal uppræta með opinni umræðu, ásamt forvörnum og fræðslu. Lögregla, ákæruvald og dómstólar þurfa að vera í stakk búin til að sinna þessum mikilvægu og viðkvæmu málum og þjónusta þarf að vera til staðar fyrir þolendur um land allt. Brýnt er að tryggja þolendum ofbeldis nauðsynlegan stuðning og þjónustu. Mikilvægt er að styrkja réttarstöðu brotaþola og efla traust þeirra á kerfinu, veita þeim aðild í sakamálum og skerpa hlutverk réttargæslumanna. Auka þarf aðgengi þeirra sem beita ofbeldi að úrræðum til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Þá þarf að veita þolendum mansals fullnægjandi réttarvernd og stuðning.“
Í nýjustu skoðankönnun á fylgi flokka fyrir alþingiskosningarnar, þjóðarpúls Gallup sem Rúv greindi frá fyrir þremur dögum, mældist Viðreisn með stuðning 10,6 prósenta aðspurðra. Það myndi skila flokknum sjö þingmönnum. Í könnun MMR fyrir Morgunblaðið frá 26. ágúst mældist flokkurinn með 10,4 prósenta fylgi og sex þingmenn. Í könnun Maskínu fyrir Stöð 2 24. ágúst mældist flokkurinn með 10,7 prósenta stuðning. Í alþingiskosningunum 2017 fékk Viðreisn 6,7 prósent greiddra atkvæða og fjóra menn kjörna á þing.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
Fréttir
1
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
Fréttir
3
Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga
Orkuveita Reykjavíkur gerði gjaldmiðlaskskiptasamninga við Glitni banka árið 2008 sem deilt hefur verið um fyrir dómi. Þessir samningar voru gerðir til þess að verja fyrirtækið fyrir gengisbreytingum krónunnar. Nú loks, 15 árum eftir að samningarnir voru gerðir, koma eftirstöðvar samninganna til greiðslu eftir að Orkuveita Reykjavíkur tapaði dómsmáli út af þeim. 2,6 milljarðar króna fóru úr bókum Orkuveitu Reykjavíkur út af uppgreiðslu samninganna samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins nú í maí.
5
GreiningLaxeldi
Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi
Nú stendur yfir þriðja bylgja laxeldis á Íslandi en hinar tvær tilraunirnar fóru út um þúfur á árum áður. Þessi tilraun til að koma laxeldi á hér á landi hefur gengið betur en hinar. Fyrir vikið hafa nokkrir fjárfestar selt sig út úr laxeldisiðnaðnum fyrir metfé eða halda nú á hlutabréfum sem eru mjög mikils virði.
6
Pistill
3
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
7
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
Mest deilt
1
Fréttir
15
Fiskistofa tilkynni útgerðunum þegar hún ætlar í eftirlitsflug
Atvinnuveganefnd vill gera Fiskistofu skylt að tilkynna um það þegar hún sendir eftirlitsdróna á loft. Fjöldi mála sem varða brottkast á íslenskum fiskiskipum hefur margfaldast með tilkomu eftirlitsins. Persónuvernd sjómanna ræður mestu um breytingarnar sem nú eru boðaðar.
2
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
3
Leiðari
12
Jón Trausti Reynisson
Meistarar málamiðlana
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
4
Fréttir
1
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
5
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
6
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
7
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
1
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
3
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
1
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
Kona sem vistuð var á meðferðarheimilinu Varpholti og ber að hafa verið beitt ofbeldi af Ingjaldi Arnþórssyni, forstöðumanni þar, segir vinnubrögð nefndar sem rannsaka á heimilið fyrir neðan allar hellur. Aldrei hafi verið haft samband við hana til að upplýsa um gang mála eða kanna líðan hennar. „Mér finnst að það hefði átt að útvega okkur sálfræðiþjónustu,“ segir Anna María Ingveldur Larsen. Hún hefur misst alla trú á rannsókninni.
4
GreiningLaxeldi
4
11,5 milljarðar fara til Kýpur eftir sölu á auðlindafyrirtækinu
Íslenska stórútgerðin Síldarvinnslan er orðin stór fjárfestir í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Ísafirði eftir að hafa keypt sig inn fyrir 13,7 milljarða króna. Hlutabréfin voru að langmestu leyti í eigu fyrirtækis á Kýpur sem pólski fjárfestirinn Jerzy Malek. Í kjölfarið er útgerðarfélagið Samherji beint og óbeint orðin einn stærsti hagsmunaðilinn í íslensku landeldi og sjókvíaeldi á eldislaxi.
5
Greining
Þórður Már sver af sér ábyrgð á aðkomu að starfslokum Eggerts
Þórður Már Jóhannesson, hluthafi og fyrrverandi stjórnarformaður í Festi, vísar á tilkynningu almenningshlutafélagsins þegar hann er spurður um aðkomu sína að starfslokum Eggerts Þórs Kristóferssonar. Stjórn Festar sagði Eggerti upp í byrjun júní af óljósum ástæðum. Villandi tilkynningar voru sendar til Kauphallar Íslands út af starfslokum hans.
6
Flækjusagan
Paul McCartney og krakkarnir hans
Góður hluti af heimsbyggðinni fagnar nú áttræðisafmæli Pauls McCartneys sem einu sinni var ímynd æskuljómans en er nú jafn öflug ímynd virðulegrar og fallegrar elli. Hér lítum við á börnin hans fimm. Paul gekk í hjónaband með Lindu Eastman árið 1969. Paul og Heather McCartney, kjör Linda átti þá sex ára gamla dóttur af fyrra hjónabandi sem Heather hét og...
7
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
Mest lesið í mánuðinum
1
Viðtal
2
Að deyja úr fordómum
Elísabet Jökulsdóttir er með nýrnabilun á lokastigi eftir röð læknamistaka. Ríkið hefur þegar viðurkennt mistökin og ekki síður þá staðreynd að einkenni og beiðnir Elísabetar um aðstoð voru hunsaðar árum saman. Lögmaður hennar segir að í málinu kristallist fordómar gegn geðsjúkum sem talsmaður Geðhjálpar segir allt of algenga.
2
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
3
Úttekt
3
Varar fólk við dimmum íbúðum í nýjum hverfum
Ekkert hámark er á þéttingu byggðar nærri Borgarlínu. Ásta Logadóttir, einn helsti sérfræðingur í ljósvist á Íslandi, reynir að fá sólarljós og dagsbirtu bundna inn í byggingarreglugerðina. Hún segir það hafa verið sett í hendurnar á almenningi að gæta þess að kaupa ekki fasteignir án heilsusamlegs magns af dagsbirtu.
4
Fréttir
1
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
5
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
6
ÚttektHeilbrigðisþjónusta transbarna
3
„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“
Sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum kynþroskabælandi lyfjagjafir og hormónameðferðir til transbarna og -ungmenna undir 18 ára aldri. Meðferðirnar eru taldar vera of áhættusamar þar sem vísindalegan grundvöll fyrir þeim skorti. Ekki stendur til að breyta meðferðunum á Íslandi segir Landspítalinn, sem neitar að gefa upp fjölda þeirra barna sem hafa fengið lyfin sem um ræðir.
7
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
Nýtt á Stundinni
MenningHús & Hillbilly
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
Covid-faraldurinn birtist ljóslifandi á nýjasta listaverki listakonunnar Eirúnar Sigurðardóttur, Rauntímareflinum, sem var saumaður meðan á faraldrinum stóð. Refillinn tók mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma og var lokaútkoman því ekki fyrirfram ákveðin.
Pistill
3
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
ÞrautirSpurningaþrautin
790. spurningaþraut: Úr hvaða kvikmyndum eru skjáskotin?
Þemaþraut dagsins snýst um erlendar kvikmyndir. Aukaspurningarnar eru um íslenska sjónvarpsþætti. * Fyrri aukaspurning: Hér fyrir ofan er auglýsing fyrir íslenska sjónvarpsþætti sem nefndust ... ? Aðalspurningar: 1. Úr hvaða bíómynd er þetta? 2. Úr hvaða mynd er þetta? * 3. Kannski hafa ekki margir séð þessa mynd núorðið. En þið ættuð samt að þekkja hana með nafni....
GreiningLaxeldi
Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi
Nú stendur yfir þriðja bylgja laxeldis á Íslandi en hinar tvær tilraunirnar fóru út um þúfur á árum áður. Þessi tilraun til að koma laxeldi á hér á landi hefur gengið betur en hinar. Fyrir vikið hafa nokkrir fjárfestar selt sig út úr laxeldisiðnaðnum fyrir metfé eða halda nú á hlutabréfum sem eru mjög mikils virði.
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
Fréttir
1
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
Fréttir
Fleiri þolendur kynferðisofbeldis tilkynna til lögreglu
Fleiri þolendur kynferðisbrota tilkynntu þau síðustu ár en áður samkvæmt nýrri rannsókn. Leitt er líkum að því að aukin umræða hafi þar haft áhrif. Þó tilkynna hlutfallslega mjög fáir þolendur til lögreglu að brotið hafi verið á þeim. Kerfisbundin skekkja er til staðar í opinberri afbrotatölfræði.
ÞrautirSpurningaþrautin
4
789. spurningaþraut: Hér þurfiði að kunna lotukerfið utanbókar. Nei, djók!
Fyrri aukaspurning: Hvaða hljómsveit er þetta? * Aðalspurningar: 1. Hver hannaði glerhjúpinn á hliðum tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík? 2. Merrick Garland er Bandaríkjamaður sem Obama forseti tilnefndi til ákveðins embættis vestanhafs en Repúblikanar komu í veg fyrir að tilnefningin næði fram að ganga. Hvar vildi Obama koma Garland í starf? 3. En við starfar Garland núna? 4. Owada heitir kona...
Fréttir
3
Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga
Orkuveita Reykjavíkur gerði gjaldmiðlaskskiptasamninga við Glitni banka árið 2008 sem deilt hefur verið um fyrir dómi. Þessir samningar voru gerðir til þess að verja fyrirtækið fyrir gengisbreytingum krónunnar. Nú loks, 15 árum eftir að samningarnir voru gerðir, koma eftirstöðvar samninganna til greiðslu eftir að Orkuveita Reykjavíkur tapaði dómsmáli út af þeim. 2,6 milljarðar króna fóru úr bókum Orkuveitu Reykjavíkur út af uppgreiðslu samninganna samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins nú í maí.
ÞrautirSpurningaþrautin
788. spurningaþraut: Hve langt er flug til New York, ef við kjósum að fljúga þangað?
Fyrri aukaspurning: Hver málaði málverkið hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Undir hvaða nafni er Steinþór Hróar Steinþórsson þekktastur? 2. Nú í byrjun júlí hefst Evrópumeistaramót kvenna í fótbolta. Ísland verður meðal þátttakenda. Hvar fer mótið fram? 3. Síðasta mót var haldið í Hollandi 2017. Þá var Ísland líka með en gekk ekki sem skyldi. En hvaða þjóð varð þá Evrópumeistari?...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir