Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Tillögur Flokks fólksins í skattamálum kosta ríkissjóð á annað hundrað milljarða

Flokk­ur fólks­ins vill hækka skatt­leys­is­mörk í 350 þús­und krón­ur. Ef það yrði nið­ur­stað­an myndu tekj­ur rík­is­ins skerð­ast gríð­ar­lega. Ekk­ert er í hendi með hvernig á að mæta slík­um tekju­sam­drætti en flokk­ur­inn lof­ar að „fjár­magna kosn­ingalof­orð­in“. Sé rýnt í þau lof­orð fæst ekki séð hvernig á að standa við þau.

Tillögur Flokks fólksins í skattamálum kosta ríkissjóð á annað hundrað milljarða
Kosta hundruð milljarða Kosningaloforð Flokks fólksins myndu kosta hið opinbera óheyrilega háar fjárhæðir, yrðu þau að veruleika. Mynd: Flokkur fólksins

Ef kosningaloforð Flokks fólksins um hækkun á skattleysismörkum launatekna myndi verða að veruleika gæti það skert tekjur ríkissjóðs um á annað hundrað milljarða króna. Heildartekjur hins opinbera á síðasta ári námu 1.246 milljörðum króna.

Í stefnuskrá Flokks fólksins segir að lágmarks framfærsla eigi að verða 350 þúsund krónur. Skattleysismörk verði færð upp í þá sömu upphæð en með því myndu skattleysismörk launatekna hækka um tæpar 182 þúsund krónur og skattleysismörk lífeyristekna hækka um 188.500 krónur.

Í september 2018 var birt skýrsla um jöfnuð í skattkerfinu sem dr. Haukur Arnþórsson vann fyrir Flokk fólksins. Þar var í útreikningum miðað við að ef skattleysismörk yrðu 300 þúsund krónur, með háuum en fallandi persónuafslætti, myndi hið opinbera verða af 32 milljörðum króna en að sama skapi myndi skattbyrði þeirra sem lægstar hafa tekjurnar minnka um allt að 54 milljarða króna. Tilfærsla skattbyrði tekjulágra til tekjuhárra yrði um 22 milljarðar króna. Ekki er að finna útreikning á því hversu mikið tekjutap hins opinbera yrði ef miðað er við 350 þúsund króna skattleysismörk en það yrði verulega mikið meira.

Í svari Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanns Flokks fólksins, frá því í september árið 2018 kemur hins vegar fram að yrðu skattleysismörk atvinnutekna hækkuð í 300 þúsund krónur á mánuði hefði ríkissjóður orðið af 149,3 milljörðum króna í tekjur árið 2017. Álagning tekjuskatts á einstaklinga árið 2017 var 168 milljarðar króna og hefðu skattleysismörk verið 300 þúsund krónur það ár hefði tekjuskattur rýrnað um 89 prósent.

Loforð án útfærslna rauði þráðurinn

Flokkur fólksins vill sömuleiðis að skerðingar í almannatryggingakerfinu verði afnumdar af atvinnutekjum undir 350 þúsund krónum. Þá hyggst flokkurinn hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur og að skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna verði afnumdar. Ekki kemur fram hvaða kostnaður myndi hljótast af þeim aðgerðum.

Samkvæmt svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í apríl árið 2019, myndu tekjur ríkissjóðs skerðast um 16 milljarða króna ef skerðingar ef frítekjumark lífeyristekna yrði fært í 100 þúsund krónur. 

Tryggja á öldruðum búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, að því er segir í stefnu Flokks fólksins. Í stefnu flokksins kemur ekki fram með hvaða hætti það verði gert, hver talin sé þörfin á uppbyggingu dvalar- og hjúkrunarrýma í bráð og lengd né heldur hversu kostnaðarsöm slík uppbygging geti orðið. Þá vill flokkurinn að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti og að aldraðir haldi fullum yfirráðum yfir eigin fjármálum.

Tillögur Flokks fólksins myndu kollvarpa lífeyrissjóðakerfinu

Flokkur fólksins vill að lífeyrisréttindi erfist við andlát. Með því yrði horfið frá því samtryggingarkerfi sem núverandi lífeyrissjóðskerfi byggist að mestu leyti á og í stað þess tekið upp hreint séreignarkerfi. Í umsögn Landssambands eldri borgara (LEB) frá því í nóvember 2020, um þingsályktunartillögu Flokks fólksins í þessa veru, segir að það sé „Ijóst að mati LEB að ekki er hægt að taka upp erfðarétt í samtryggingu miðað við þau lög og reglur sem lífeyrissjóðir starfa eftir, enda er um réttindi að ræða en ekki eign viðkomandi sjóðfélaga.“

Allir öryrkjar fái þá heimild til að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án nokkurra skerðinga á lífeyrisgreiðslum. „Við hvetjum einstaklinginn til sjálfsbjargar og munum aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir.“

Flokkur fólksins hyggst afnema verðtryggingu húsnæðislána og jafnframt verði almenningi heimilt að endurfjármagna verðtryggð lán með óverðtryggðum lánum án þess að undirgangast lánshæfis- og greiðslumat. „Við ætlum að afnema með öllu himinhá uppgreiðslugjöld á lánasamningum sem Íbúðalánasjóður gerði á sínum tíma,“ segir einnig í stefnunni.

Flokkurinn hyggst þá berjast gegn húsnæðisskorti með því að „skapa hvata til aukinnar uppbyggingar á nýju húsnæði“. Ekki kemur fram hverjir þeir hvatar eigi að verða.

„Kvótann aftur heim og fullt verð fyrir aðgang að sjávarauðlindinni!“

Flokkur fólksins hyggst tryggja fjármögnun heilbrigðiskerfisins að fullu og útrýma öllum biðlistum eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Hvernig það verður gert skýrir flokkurinn ekki og gerir ekki tilraun til að leggja mat á hvaða kostnaður myndi fylgja, né hvaðan ætti að sækja peningana.

Flokkurinn vill að allar fiskveiðiheimildir verði innkallaðar. „Kvótann aftur heim og fullt verð fyrir aðgang að sjávarauðlindinni!“ segir í stefnuskránni. Ekki kemur fram hvert það fulla verð ætti að vera. Fiskveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar, lögfesta eigi slíkt ákvæði í stjórnarskrá, og þjóðin eigi að njóta auðlindarinnar.

Aðgerðir í loftslagsmálum megi ekki bitna á almenningi

Í umhverfismálum vill Flokkur fólksins að Ísland axli ábyrgð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, „án þess að aðgerðir í þágu umhverfisverndar bitni á almenningi“. Sömuleiðis hyggst flokkurinn beita sér gegn grænum sköttum sem auki misskiptingu og fátækt. Þeir eigi að greiða mest sem mengi mest.

Ekkert kemur fram um hvaða grænu skattar það séu sem auki á misskiptingu og fátækt eða hvaða aðgerðir í þágu umhverfisverndar Flokkur fólksins telur að geti bitnað á almenningi. Hvergi er neitt að finna um aðgerðaáætlanir í loftslagsmálum, um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, orkuskipti, kolefnisjöfnun eða nokkuð annað er snýr að loftslagsmálum. Þó segir að flokkurinn vilji nýta hreinar orkuauðlindir landsins til að draga úr mengun.

Ekki skýrt hvernig á að fjármagna loforðin

Hvað varðar fjármögnun á kosningaloforðum, sem fjallað er um í sérkafla, er fátt ef nokkuð í hendi hjá flokknum. Vissulega er tiltekið að fullt verð verði innheimt fyrir aðgang að sjávarauðlindinni, eins og flokkurinn hamrar á, en engin tilraun er gerð til að leggja mat á hvert það verð eigi að vera eða hvaða fjárhæðum það muni skila.

Þá segir að færa eigi persónuafslátt frá hinum ríku til hinna efnaminni. Eins og fjallað er um hér að framan mun það hins vegar kosta ríkissjóð gríðarlegar fjárhæðir ef persónuafsláttur verður hækkaður svo skattleysismörk nái 350 þúsund krónum. Þó stuðst sé við útreikninga sem Flokkur fólksins lét gera fyrir sig, en ekki við mat fjármála- og efnahagsráðherra, þýðir það að ríkissjóður yrði hið minnsta af tugum milljarða króna í tekjur, svo trauðla yrðu slíkar aðgerðir til að fjármagna kosningaloforð flokksins.

Þá vill flokkurinn að iðgjöld í lífeyrissjóð verði skattlögð strax en ekki við útborgun úr sjóðunum. Það muni „skila ríkissjóði tugum milljarða króna árlega í auknar tekjur án þess að skerða lífeyrisréttindi fólksins.“ Þetta er ekki alls kostar rétt því um væri að ræða tilfærslu á fjármunum en ekki auknar tekjur. Þar með myndu lífeyrissjóðirnir einnig verða af fjármunum sem þeir gætu ávaxtað til að byggja upp lífeyrisréttindi, sem aftur yrði til þess að lífeyrisréttindi komandi kynslóða gætu skerst.

„Hreinsa til í kerfinu og draga úr hvers konar óþarfa útgjöldum ríkissjóðs“

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands til næstu fjörutíu ára mun hlutfall aldraðra þá aukast verulega næstu áratugum á sama tíma og draga mun úr fjölda fólks á vinnumarkaði. Útgjöld vegna málefna aldraðra munu því óhjákvæmilega aukast í framtíðinni. Ef af breytingunni sem Flokkur fólksins boðar yrði myndu tekjur ríkissjóðs vissulega aukast nú en dragast saman í framtíðinni þegar halda mætti því fram að enn meiri þörf væri á hærri tekjum vegna þess sem að framan er rakið.

Þá vill flokkurinn innleiða bankaskattinn að nýju, eftir því sem kemur fram í stefnuskrá flokksins. Óljóst er hvað átt er við hér þar eð bankaskattur er enn lagður á og skilaði tæpum 11 milljörðum króna í ríkissjóð á síðasta ári.

Að síðustu segir, í umfjöllun um hvernig Flokkur fólksins ætlar að fjármagna kosningaloforðin, að flokkurinn hyggist „hreinsa til í kerfinu og draga úr hvers konar óþarfa útgjöldum ríkissjóðs“. Alls óljóst er til hvers er verið að vísa hér, hver þessi óþarfa útgjöld séu og hversu mikið væri hægt að spara með því að draga úr þeim.

Flokkur fólksins mældist með 4,5 prósenta fylgi í nýjustu mælingu á fylgi flokka, sem MMR vann fyrir Morgunblaðið og birt var í morgun. Það myndi samkvæmt frétt blaðsins skila flokknum tveimur þingmönnum, báðum kjördæmakjörnum. Annar þeirra er Inga Sæland, formaður flokksins, sem væri síðasti kjördæmakjörni þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Á hitt ber að líta að vegna stærðar úrtaks könnunarinnar og vegna þess hversu margir flokkar næðu inn á þing, níu alls, er óvarlegt að treysta um of á slíkt niðurbrot.

Í þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var 30. ágúst sögðust 4,9 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Í alþingiskosningunum 2017 fékk flokkurinn 6,9 prósent atkvæða og fjóra þingmenn kjörna. Á kjörtímabilinu var tveimur þingmenn vísað úr flokknum og eru þingmenn hans því tveir nú.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár