Mest lesið

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
1

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
2

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“
3

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil
4

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak
5

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi
6

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er rúmlega 3 mánaða gömul.

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin er að birtast okkur

„Fallegt veður, finnst mér hérna úti,“ svaraði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja um mútumálið, áður en hann kvartaði undan einhliða umfjöllun. Þingmenn og fyrrverandi dómsmálaráðherrar tóku sig síðan til við að veita Samherja skjól og gott veður.

Jón Trausti Reynisson

„Fallegt veður, finnst mér hérna úti,“ svaraði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja um mútumálið, áður en hann kvartaði undan einhliða umfjöllun. Þingmenn og fyrrverandi dómsmálaráðherrar tóku sig síðan til við að veita Samherja skjól og gott veður.

Hin stóra fréttin er að birtast okkur
Í hringiðu Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóra Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri í leyfi, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður, Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips, Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafa öll blandað sér í málefni Samherja. 

Nú þegar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur svarað sjávarútvegsráðherra um líðan sína og verið faðmaður af fiskverkafólki – „þessum árásum á ykkur verður að linna“ – er að teiknast upp hin stóra fréttin í mútu- og spillingarmáli Samherja. 

Ekkert samfélag er óhult frá mögulegum spillingarmálum, en það sem skilur á milli eru viðbrögð samfélagsins við þeim.

Þeir þrír samstarfsmenn og mútuþegar Samherja sem komu til Íslands á vegum félagsins og hittu meðal annars óvart Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra með Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra, hafa allir þurft að segja af sér. Einn af þeim er dómsmálaráðherra Namibíu, Sacky Shangala.

Þau sem við treystum fyrir réttlætinu

Tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Íslands hafa gert lítið úr því að eitt stærsta fyrirtæki landsins var staðið að mútugreiðslum.

„Enn einu sinni er skollinn á fjölmiðlastormur vegna atlögu fréttastofu ríkisútvarpsins að stórfyrirtækinu Samherja,“ skrifaði Björn Bjarnason.

Þarna talar fyrrverandi blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í 18 ár, ráðherra menntamála í sjö ár og dómsmálaráðherra í sex ár, fram yfir efnahagshrunið 2009. Hann lýsir mútumálinu sem vandamáli tengdu fjölmiðlum, og atferli Samherja sem nýtingu á viðskiptatækifæri vegna þróunaraðstoðar.

„Eins og almennt tíðkast urðu þá til viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki í landinu sem aðstoðina veitti. Nýtti Samherji sér þau með þeim afleiðingum sem þrír aðilar keppast nú við að lýsa á dramatískan hátt, Kveikur, fréttaskýringaþáttur ríkisútvarpsins, vefsíðan Stundin og WikiLeaks.“

Sökudólgurinn? Þróunaraðstoð

Annar dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen, sem lét af störfum í fyrra eftir að hafa brotið lög við að skipa tengda aðila sem dómara í nýjan dómstól, velti því upp í grein sinni „Fréttir frá fjarlægu landi“ hvort að þróunaraðstoð Íslendinga hafi verið vandamálið. Hjá henni sat síðan eftir að í umfjöllun um málið hafi verið „... dregin upp dökk mynd af þeim kröfum sem namibískir ráðamenn gera til þeirra sem vilja stunda fiskveiðar við landið, þar á meðal til fyrirtækja í eigu Íslendinga ... Getur verið að opinber þróunaraðstoð festi fremur spillingu í sessi en að draga úr henni?“

Formaður stjórnmálaflokks Sigríðar og Björns, Bjarni Benediktsson, vildi færa ábyrgðina og áhersluna langt í burtu, eins og Sigríður Andersen. „Okk­ur tókst ekki að upp­ræta þann djúp­stæða und­ir­liggj­andi vanda sem er greini­lega land­læg spill­ing í stjórn­kerf­inu,“ sagði Bjarni um Namibíu.

Sökudólgurinn? Fjölmiðlar

Viðbrögð Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, vegna frétta af mútugreiðslum Samherja, voru að lýsa því yfir að hann og flokkurinn hans vilja stöðva fyrirhugaða styrki til einkafjölmiðla, sem stendur til að lögleiða fyrir áramót að norrænni fyrirmynd.

Í grein sinni í Morgunblaðinu um mútumálið lagði Gunnar Bragi áherslu á vandamálið, að Ríkisútvarpið og Stundin væru að stunda „æsifréttir“ „til þess eins að gera hlutina enn verri“. 

„Fjölmiðlar verða að geta starfað án ríkisstyrkja,“ sagði hann. En Gunnar Bragi nefndi ekki þá 2,2 milljarða króna sem útgerðarfyrirtæki hafa niðurgreitt Morgunblaðið um á síðustu níu árum, um tvöfalt hærri upphæð en mútugreiðslurnar í Namibíu. Það er þó bara örlítið brot af hagnaði útgerðarfyrirtækja. Stærstu útgerðirnar högnuðust um 27 milljarða króna af nýtingu auðlindarinnar í fyrra. Morgunblaðið var niðurgreitt um 415 milljónir króna sama ár, sem nemur 1,5% af hagnaði útgerðarfélaga.

„Þurfum að fara núna í LÍÚ,“ sagði Gunnar Bragi í sms-skilaboðum til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, árið 2011, um fund sem hann átti með hagsmunasamtökum sjávarútvegsins, Landssambandi íslenskra útvegsmanna. „Erum að fara á leyndófund LÍÚ segi þér síðar,“ ítrekaði hann síðan við samflokkskonu sína, Vigdísi Hauksdóttur.

Fréttir af mútumálinu hafa hins vegar verið á forsíðum blaða í Namibíu og Noregi í „stríðsfyrirsögnum“, enda á varla að vera neitt leyndarmál að stórfyrirtæki borgi mútur og noti órekjanlegt net skattaskjóla í viðskiptum sínum.

Sem samfélag stöndum við því eftir með fólk í háttsettum trúnaðarstöðum sem bregst við mútugreiðslum eins stærsta fyrirtækis landsins með því að kvarta undan fjölmiðlaumfjöllun um málið.

Vandamálið? Árásir og áburður

Þegar Þorsteinn Már Baldvinsson og arftaki hans, Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi stjórnarformaður Íslandsstofu, ræddu við starfsfólk Samherja í Dalvík á dögunum mátti greina fyrirtækjamenninguna sem oft á sér hliðstæðu í íslenskri umræðu. Þeir töluðu við starfsfólkið í boðhætti og sögðu starfsfólkinu ítrekað að „vera stolt“ af fyrirtækinu og að þau ættu að standa með þeim. „Ég held að núna þá standið þið bara með mér og fyrirtækinu, eins og þið hafið alltaf gert,“ sagði Þorsteinn Már. Eins og til að viðhalda „byrgishugarfari“ (bunker mentality) sagði hann að „þessum árásum á ykkur verði að linna“. Eftirmaðurinn Björgólfur tók í sama streng.

„Ég treysti, eins og Þorsteinn sagði áðan, á ykkar stuðning, alla daga og allar nætur“

„Við eigum ekki að vera að hlusta á neikvæðar fréttir um félagið, sem margar hverjar eru ekki réttar ... Það er bara verk að vinna og hreinsa þann áburð sem er í gangi og við þurfum að vanda okkur í þeirri vinnu og sýna fram á það hvað er rétt og hvað er rangt. Og ég treysti, eins og Þorsteinn sagði áðan, á ykkar stuðning, alla daga og allar nætur.“

Óháð rannsókn

Nýi forstjóri Samherja, sem á að veita forystu í óháðri sjálfskoðun fyrirtækisins, hefur þannig þegar úrskurðað um að það sé „áburður“ í gangi. Og hann furðaði sig hreinlega á því í viðtali við Viðskiptablaðið að fólk varpi efasemdum á rannsóknina sem Samherji pantaði á sjálfum sér frá norskri lögfræðistofu. 

Lögfræðistofur hafa það hlutverk að verja skjólstæðing sinn, og það verður því að teljast ólíkleg niðurstaða að lögfræðingar Samherja ákveði að gera annað en að gæta hagsmuna Samherja, sem greiðir fyrir þjónustuna.

Stundin lýsir því í dag hvernig rannsóknarlögreglumaðurinn frá sérstökum saksóknara, sem forstjóri Samherja sagðist hafa sent til Namibíu, í síðustu yfirlýstu tilraun til að hreinsa sig, rannsakaði meðal annars hvernig mætti losna við að borga tekjuskatt af namibísku starfsfólki. Því það var ekki nóg að aðrar launagreiðslur rynnu í gegnum aflandsfélaganetið, meðal annars í gegnum Marshall-eyjar, þar sem er enginn skattur greiddur, um félag sem var slitið stuttu eftir að Samherji fékk spurningar um málið í haust.

Samherji byggði upp starfsemi sína með því markmiði að borga ekki skatt af starfsfólki og spara þannig hundruð milljóna króna, sem hefðu annars runnið til dæmis til Namibíu. Samherji hélt sjómönnum sínum sem verktökum, en sumir þeirra lentu í alvarlegum skattavandræðum.

Trúnaður Samherja hefur ekki alltaf legið hjá starfsfólkinu, eins og sást á viðskiptahugmyndum Baldvins Þorsteinssonar, sonar Þorsteins og nú stjórnarformanns Eimskips. „Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna,“ lýsti hann í bréfi um viðskiptin í gegnum Kýpur.

En, þið standið áfram með mér og fyrirtækinu, sagði Þorsteinn við starfsfólkið í síðustu viku.

Gott veður fyrir Samherja

Þegar Þorsteinn Már Baldvinsson hafði lokið sér af í viðtali við Bylgjuna í lok október, meðal annars sakað starfsfólk fjölmiðla og Seðlabankans um alvarleg óheilindi – enda vildi hann fangelsa fólk í Seðlabankanum fyrir að rannsaka hann – svaraði hann spurningum fréttamanns Kveiks um mútumálið, með tilvísun í veðrið. „Fallegt veður, finnst mér hérna úti. Fallegt veður hérna bara,“ sagði hann. 

Síðar bauð hann fréttastjóra RÚV á trúnaðarfund í London, en hélt því seinna fram að umfjöllunin hefði verið einhliða. 

Samherji vill gott veður. Það var gott veður í Namibíu, á meðan það var borgað fyrir það og ekki sagt frá því. Líka í Angóla. Það var fallegt veður við Vestur-Sahara, þegar Samherji hagnaðist á veiðum úr auðlind ósjálfstæðrar þjóðar. Í Máritaníu var gott veður. Marshall-eyjar í Kyrrahafinu státa af frábæru veðri.

Nú vilja háttsettir Íslendingar bjóða Samherja gott veður í mútumálinu. En það má blása á þá sem segja frá.

Við hin verðum hins vegar að halda áfram. Ekki með því að standa blindandi með forstjóranum, svo sólin skíni örugglega alltaf á hann, rigni aldrei á hann og gusti bara frá honum en ekki að honum, þar til við finnum okkur í eyðimörk. Heldur að standa með því sem er rétt gegn því sem er rangt. Það er ekki vanþörf á þegar peningarnir þrýsta á að snúa því við. Leiðin sem við höfum er að setja mörk með umræðu og afstöðu og skapa þannig heilbrigða menningu.


Með áskrift að Stundinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku. 

Tengdar greinar

Leiðari

Íslenskt réttlæti 2020

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Jón Trausti Reynisson

Þrír hópar leita leiðréttingar. Frá þjóðarsáttinni hefur karl í efstu tekjutíund hækkað tekjur sínar um 475 þúsund krónur á mánuði með öllu. Týpísk Eflingarkona hefur á sama tíma hækkað launin um einn tíunda þess.

Þegar lögreglan er upptekin

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þrjár konur, þrjár sögur. Allar áttu þær það sameiginlegt að vera undir áhrifum áfengis- eða vímuefna þegar neyðarkalli þeirra var ekki svarað. Afleiðingarnar voru skelfilegar.

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Tákn um aukna efnishyggju birtast í menningunni. Afleiðingarnar eru að hluta til fyrirsjáanlegar.

Árið sem við misstum sakleysið

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Árið sem við misstum sakleysið

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Nú þegar árið er að líða er ágætt að rifja upp hvað gerðist, hvað við lærðum og hvað við getum gert betur.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
1

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
2

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“
3

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil
4

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak
5

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi
6

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
3

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
3

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Höft, skömmtun, og spilling

Stefán Snævarr

Höft, skömmtun, og spilling

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þorvaldur Gylfason

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik