Þáttaraðir

Bíóblaður
Bíóblaður
Hlaðvarp · 22 þættir
Bíó Tvíó
Bíó Tvíó
Hlaðvarp · 187 þættir
Flækjusagan
Flækjusagan
Hlaðvarp · 4 þættir
Hús & Hillbilly
Hús & Hillbilly
Hlaðvarp · 12 þættir
Karlmennskan
Karlmennskan
Sjónvarp · 9 þættir
Karlmennskan - hlaðvarp
Karlmennskan - hlaðvarp
Hlaðvarp · 15 þættir
Sögustundin
Sögustundin #6 · 16. desember 2020
Auður Ava Ólafsdóttir
Ljós og myrk­ur er við­fangs­efni Auð­ar Övu Ólafs­dótt­ur í Dýra­lífi, sem ger­ist á þrem­ur dög­um í vetr­ar­myrkri rétt fyr­ir jól, þeg­ar áð­ur óþekkt lægð er í að­sigi. Hún fjall­ar um yf­ir­gang manns­ins við jörð­ina, mýkt­ina þar sem kon­ur eru í að­al­hlut­verki og allt það sem er brot­hætt, sak­leysi og feg­urð.
Sögustundin
Sögustundin #5 · 15. desember 2020
Kristín Steinsdóttir
Ári eftir stríðslok fæddist Kristín Steinsdóttir sem ólst upp á Seyðisfirði þar sem lífið var litað af stríðinu löngu eftir að því lauk. Foreldrar hennar og eldri systkini upplifðu það og sjálf lék hún stríðsleiki í byrgi sem hafði verið byggt uppi á fjalli. Í bókinni Yfir bænum heima segir hún sögu stórfjölskyldu sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni.
Sögustundin
Sögustundin #4 · 14. desember 2020
Þóra Karítas Árnadóttir
„Það sem ég þráði var að glæða per­són­una lífi og gefa henni líf af því að það var tek­ið af henni,“ seg­ir Þóra Karítas Árna­dótt­ir um við­fangs­efni bók­ar­inn­ar Blóð­berg, sem dæmd var til dauða fyr­ir blóðskömm, hórdóm og mein­særi.
Bíó Tvíó
Bíó Tvíó #183 · 13. desember 2020
Tilbury
Andrea og Steindór horfa á mynd Viðars Víkingssonar frá 1987 byggða á sögu Þórarins Eldjárns, Tilbury.
Sögustundin
Sögustundin #3 · 11. desember 2020
Ófeigur Sigurðsson
Mað­ur er ekk­ert að svíkja draum­inn þótt mað­ur taki að­eins úr og bæti í, seg­ir Ófeig­ur Sig­urðs­son, sem sendi frá sér fjór­tán smá­sög­ur í Vá­boð­um. Ein þeirra fjall­ar um starfs­manna­leigu og birt­ist hon­um í draumi.
Karlmennskan - hlaðvarp
Karlmennskan - hlaðvarp #11 · 11. desember 2020
Umgengnis- og forsjármál - Líf án ofbeldis
„Nei, börn eru ekki vernduð fyrir ofbeldi á Íslandi,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona Lífs án ofbeldis. Umgengnis- og forsjármál eru oft lituð andstæðum sjónarmiðum í opinberri umræðu þar sem feður og mæður virðast takast á og við, dómstóll götunnar, erum krafin um afstöðu. Sigrún Sif vill aðgreina mál þar sem um ofbeldi er að ræða frá öðrum umgengnis- og forsjármálum og segir að feður þurfi að berjast fyrir breytingum á kerfinu. Hver er að gæta hagsmuna barna og hvernig vinnum við saman að bættari ramma í kringum þessi viðkvæmu mál, sem umgengnis- og forsjármálin eru? Það skal tekið fram að Félag um foreldrajafnrétti, áður Félag ábyrgra feðra, var boðið að taka þátt í þessum þætti en stjórn félagsins hafnaði því og vildi ekki eiga samtal um umgengnis- og forsjármál á þessum vettvangi.
Sögustundin
Sögustundin #2 · 10. desember 2020
Eyrún Ósk Jónsdóttir
Kon­an sem bank­ar kurt­eis­is­lega inn­an á kistu­lok­ið þeg­ar hún vakn­ar upp í sinni eig­in jarð­ar­för en vill ekki trufla at­höfn­ina, er við­fangs­efn­ið í Guð­rún­arkviðu eft­ir Eyrúnu Ósk Jóns­dótt­ur.
Sögustundin
Sögustundin #1 · 9. desember 2020
Þráinn Bertelsson og Theobald
Leit­ið og þér mun­uð finna, er boð­skap­ur­inn í nýrri bók Þrá­ins Bertels­son­ar, Hunda­líf. Eft­ir langvar­andi veik­indi eig­in­kon­unn­ar var þörf á skemmt­ana­stjóra á heim­il­ið og æv­in­dýr­ið Theobald gekk inn í líf þeirra. Bók­in inni­held­ur ör­sög­ur og ör­sam­töl um líf­ið og hvers­dags­leg æv­in­týr.
Bíó Tvíó
Bíó Tvíó #182 · 6. desember 2020
Hin helgu vé
Andrea og Steindór horfa á kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar frá 1993, Hin helgu vé.
Karlmennskan - hlaðvarp
Karlmennskan - hlaðvarp #10 · 4. desember 2020
Alkóhólismi og edrúmennska karla
„Gagnvart áfengi hef ég alltaf fúnkerað eins og bíll sem er bremsulaus, gleymdist að setja bremsurnar í mig?“ segir karlmaður á sextugsaldri sem hefur barist við alkóhólisma í 40 ár. Sá hefur núna verið edrú í 9 mánuði og lýsir baráttu sinni við edrúmennskuna. Auk þess heyrum við í karlmanni sem einnig er alkóhólisti en hefur haldið sér edrú í tæp 18 ár. Reynsla þeirra, edrúganga og lífssýn er umfjöllunarefni 10. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar.