Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Blaðamaður

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·

Í fyrra höfðu tíu tekjuhæstu karlarnir í Reykjavík meira en þrefalt hærri heildartekjur samanlagt en tíu tekjuhæstu konurnar í höfuðborginni, eða 8,4 milljarða samanborið við 2,5 milljarða kvennanna. Horft til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er minnstur munur á heildartekjum tekjuhæstu karlanna og kvennanna í Hafnarfirði.

Öryggið verður ekki metið til fjár

Öryggið verður ekki metið til fjár

·

Hjónin Maríana og Jesús fluttu til Íslands frá Mexíkó í leit að öryggi og bjartri framtíð fyrir samkynhneigðan unglingsson sinn og tvær dætur. Þau kollvörpuðu lífi sínu, lifa við talsvert þrengri kost en áður en hafa fundið sinn stað í tilverunni hér á landi.

„Svona drekkum við kaffið í Aleppo“

„Svona drekkum við kaffið í Aleppo“

·

Fyrir fimm árum kom sýrlenski bakarinn Youssef Jalabai til Íslands sem flóttamaður ásamt eiginkonu og tveimur börnum. Á morgun opnar hann ásamt félaga sínum fyrsta sýrlenska kaffihúsið í Reykjavík, Aleppo Café, þar sem bragða má baklava og aðrar framandi kræsingar, gerðar frá grunni.

Að virða fyrir sér skúlptúr er eins og að horfa á dans

Að virða fyrir sér skúlptúr er eins og að horfa á dans

·

Skúlptúrar á höfuðborgarsvæðinu skipta hundruðum. Þeir eru af öllum stærðum og gerðum en vegfarendur taka misjafnlega vel eftir þeim þegar þeir sinna sínum daglegu erindum. Myndhöggvarinn Carl Boutard bauð blaðamanni og ljósmyndara Stundarinnar í bíltúr og opnaði augu þeirra fyrir ýmsu forvitnilegu sem farið hafði framhjá þeim og eflaust mörgum öðrum á ferðinni um borgarlandslagið.

Ísland í hnotskurn gegnum sópransöng

Ísland í hnotskurn gegnum sópransöng

·

Tónleikaröðin Uppi og niðri og þar í miðju - úr alfaraleið fer fram á sérvöldum íslenskum stöðum í júlí.

Refsað fyrir sannleikann

Refsað fyrir sannleikann

·

Síðastliðið haust settist Kristinn Hrafnsson í ritstjórastól WikiLeaks, eftir að hafa helgað samtökunum stærstan hluta síðustu tíu ára. Kristinn ræddi við Stundina um Wikileaks-ævintýrið, andvaraleysi blaðamanna og almennings gagnvart hættu sem að þeim steðjar og söknuðinn gagnvart fegursta stað á jarðríki, Snæfjallaströnd, þar sem hann dreymir um að verja meiri tíma þegar fram líða stundir.

Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson

Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson

·

María Kristín Jónsdóttir, vöruhönnuður og ritstjóri HA, fannst hún þekkja söguna áður en hún hóf lesturinn.

Glerþakið er lægra fyrir erlendar konur

Glerþakið er lægra fyrir erlendar konur

·

Nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands, Tatjana Latinovic, er með fleiri járn í eldinum en velflestir aðrir. Auk þess að stýra hinu rótgróna félagi sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir og fleiri kjarnakonur stofnuðu fyrir 112 árum er Tatiana yfirmaður hugverkasviðs Össurar, situr í Innflytjendaráði og hvílir hugann með því að þýða íslenskar bókmennir yfir á serbnesku og króatísku.

Allt er gott og ekkert skiptir máli

Allt er gott og ekkert skiptir máli

·

Það er hin fullkomna núvitund að gleyma sér í söng. Þetta segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur af tveimur kórstýrum kvennakórsins Kötlu. Í kórnum eru sextíu konur sem taka sér pláss, hamfletta sig og rífa jafnvel úr sér hjartað – allt fyrir sönginn, samveruna og samstöðuna.

Hversdagslíf Grænlendinga frá sjónarhorni þeirra sjálfra

Hversdagslíf Grænlendinga frá sjónarhorni þeirra sjálfra

·

Grænlendingar eru ekki eins exótískir og umheimurinn virðist halda. Þetta segir ljósmyndarinn Inuuteq Storch, sem hefur gert nokkrar bækur byggðar á myndaalbúmum og bréfaskriftum fjölskyldu sinnar. Hann vill leggja sitt af mörkum til að dýpka skilning á Grænlandi nútímans.

Reynir að horfa á jákvæðu hliðar breytinganna í miðbænum

Reynir að horfa á jákvæðu hliðar breytinganna í miðbænum

·

Ari Gísli Bragason bóksali stendur vaktina á Hverfisgötu, þótt aðrir kaupmenn hverfi á braut.

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·

Foreldrar Adríans Breka, sjö ára drengs með SMA, þurftu að pressa stíft á að hann fengið Spinraza. Hann er nú annað tveggja barna sem hefur hafið meðferð. Hvort meðferðin beri árangur á eftir að koma í ljós, því það tekur tíma að byggja upp vöðva. Fyrstu mánuðurnir lofa þó góðu. Hann þreytist ekki alveg jafn fljótt, og virðist eiga auðveldara með að fara í skó og klæða sig.

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·

Í lok síðasta árs hófu tvö íslensk börn notkun á Spinraza, fyrsta lyfinu sem nýtist gegn taugahrörnunarsjúkdómnum SMA. Fleiri fá ekki lyfið, því þau eru eldri en 18 ára. Íslensk stjórnvöld fylgja Norðurlöndunum í þeirri ákvörðun og líta framhjá því að lyfið hafi verið samþykkt fyrir alla aldurshópa víða um heim og að árangur af notkun þess geti verið töfrum líkastur, fyrir börn jafnt sem fullorðna.

Góðar mæður, slæmar mæður og saklaus börn

Góðar mæður, slæmar mæður og saklaus börn

·

Öll umræða um þungunarrof er nátengd hugmyndum fólks um móðureðlið – hvernig konur eigi að vera og hvaða tilfinningar þær eigi að bera í brjósti. Þrjú þemu eru áberandi í orðræðunni: Góðar mæður sem vilja ganga með og eiga börn sín, slæmar mæður sem hafna börnum sínum og eyða þeim og saklaus fóstur sem eru persónugerð og kölluð börn, því sem næst frá getnaði.

Hönnun sem viðfang safnara

Hönnun sem viðfang safnara

·

Verk 28 norrænna hönnuða og hönnunarteyma sem einkennast af tilraunum og leik má nú virða fyrir sér á sýningunni Núna norrænt í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Sýningarstjórar íslenska hluta sýningarinnar segja áberandi að hönnuðir leiti nú nýrra leiða og aðferða í framleiðslu og sköpun.

Af ástarlífi tjalda og annarra fugla

Af ástarlífi tjalda og annarra fugla

·

Það þarf ekki annað en að líta upp í himin, út á haf, upp í tré, niður í fjöru eða út í móa, til að átta sig á því að það er ást í loftinu. Úti um allar grundir eru fuglar og flestir í ástarhug. Ef vel er að gáð eru fuglaskoðarar líka skammt undan, sem rétt eins og fuglarnir sjálfir verða ölvaðir af náttúruást á þessum árstíma.