Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Blaðamaður

„Konur eru ekkert minna áberandi en karlkyns höfundar í dag – nema síður sé“

„Konur eru ekkert minna áberandi en karlkyns höfundar í dag – nema síður sé“

Konur eru teknar alvarlega sem skáld í dag, ólíkt því sem var þegar Soffía Auður Birgisdóttir var að stíga sín fyrstu skref sem bókarýnir fyrir rúmlega þrjátíu árum. Í nýrri bók sem kemur út í tilefni af sextíu ára afmæli Soffíu bregður hún upp fjölbreyttri mynd af konum í íslenskum bókmenntum.

Fær loks að starfa sem tannlæknir eftir fimm ára bið

Fær loks að starfa sem tannlæknir eftir fimm ára bið

Fólkið sem fékk að vera

Nær fimm ár eru frá því að sýrlenski tannlæknirinn Lina Ashouri kom til landsins ásamt sonum sínum sem flóttamaður. Frá fyrsta degi var hún staðráðin í að vinna ekki við annað en tannlækningar hér, fagið sem hún hafði unnið við í tuttugu ár áður en hún þurfti að flýja heimaland sitt. Það tók lengri tíma en hún átti von á en ef allt gengur eftir verður hún orðin fullgildur tannlæknir fyrir árslok.

Yfirlæknir fæðingaþjónustu segir „óskynsamlegt“ að hunsa ráðleggingar

Yfirlæknir fæðingaþjónustu segir „óskynsamlegt“ að hunsa ráðleggingar

„Það eru tvö líf í húfi þegar þunguð kona flýgur,“ segir starfandi yfirlæknir fæðingaþjónustu Landspítalans. Hún segir lækna deildarinnar ekki gefa út vottorð af ástæðulausu. Alvarlegt sé ef ekki sé tekið mark á leiðbeiningum frá læknum Landspítalans.

Landlæknir lítur brottflutning óléttrar konu „alvarlegum augum“

Landlæknir lítur brottflutning óléttrar konu „alvarlegum augum“

Landlæknisembættið skoðar mál konu sem var handtekin og flutt úr landi, komin 36 vikur á leið.

Komu sem flóttamenn en eru sögð of upptekin til að lifa: „Þetta er lífið“

Komu sem flóttamenn en eru sögð of upptekin til að lifa: „Þetta er lífið“

Fólkið sem fékk að vera

Hjónin Zahra Mesbah Sayed Ali og Hassan Raza Akbari, sem bæði komu til Íslands sem flóttamenn, reka nú túlkaþjónustu og veitingastað, auk þess sem hann keyrir leigubíl og hún stundar fullt háskólanám. Þar að auki eiga þau eina litla dóttur og eiga von á öðru barni. Vinir þeirra hafa áhyggjur af því að þau séu of upptekin til að lifa lífinu. Þau blása á það, taka ólíkum áskorunum opnum örmum og segja: „Þetta er lífið!“

Nýir skáldsagnahöfundar

Nýir skáldsagnahöfundar

Á hverju hausti spretta nýir skáldsagnahöfundar fram í dagsljósið og demba sér í jólabókaflóðið. Eftirfarandi verk eru nýkomin í verslanir og eiga það sameiginlegt að vera fyrstu skáldsögur höfunda sinna.

„Allir í skólanum eru vinir mínir“

„Allir í skólanum eru vinir mínir“

Fólkið sem fékk að vera

Ljósmyndin af litla langveika drengnum sem stóð í dyrunum, horfði út í myrkrið og beið þess að lögreglan færði hann úr landi, hreyfði við mörgum. Hún átti þátt í að fjöldi fólks mótmælti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun. Þrýstingurinn bar árangur og fjölskyldan sneri aftur. Í dag gengur börnunum vel í skóla og eiga marga vini, Kevin er frískur því hann fær læknisþjónustu og foreldrarnir reka sitt eigið fyrirtæki.

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

Barnsmóðir mannsins sem nýverið var dæmdur í sjö ára fangelsi vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn þá barnungum syni sínum hefur engar upplýsingar fengið um hvar sonur þeirra eigi að búa þegar faðirinn fer í fangelsi. Sonurinn, sem er yngri bróðir þess sem brotið var á, er þrettán ára og býr enn hjá dæmdum föður sínum, sem fer einn með forsjá hans.

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

Einn þyngsti dómur sem fallið hefur, vegna kynferðisbrots foreldris gegn barni sínu, féll í Héraðsdómi Reykjavíkur nýverið. Þá hlaut faðir sjö ára dóm fyrir áralanga og grófa misnotkun á syni sínum. Þrátt fyrir alvarleika brotanna sat maðurinn ekki í gæsluvarðhaldi og hann fer enn einn með forsjá yngri sonar síns.

Hamingjan er bæði skin og skúrir

Hamingjan er bæði skin og skúrir

Samband þeirra Fanneyjar Hrundar Hilmarsdóttur og Steinþórs Runólfssonar hófst með nokkurra vikna skeytasendingum, áður en þau hittust í fyrsta sinn í eigin persónu. Á þeirri stundu vissu þau að þau ætluðu að vera saman. Síðan hafa þau ferðast víða og verið óhrædd við að hrista upp í lífinu í leitinni að lífsfyllingu.

Listin og lífið renna saman

Listin og lífið renna saman

Heiðurslistamaður Sequences þetta árið er Kristinn Guðbrandur Harðarson sem hefur átt langan feril. Hann segist aldrei hafa séð eftir því að feta veg myndlistarinnar, enda hafi hann aldrei átt val. Samhliða Sequences gefur hann út bókverk, þar sem texti og myndir eiga í samtali á síðunum.

Stabílitet í stúdíóinu

Stabílitet í stúdíóinu

Amanda Riffo gerir sjónrænar tilraunir með list sína til að næra forvitni sína og koma sjálfri sér á óvart. Hún segir að listin sé stöðugur díalógur sem aldrei stoppi og þess vegna geti hún ómögulega svarað því hvaða gildi hún hafi fyrir líf sitt.

Heldur móttökuskilyrðunum opnum

Heldur móttökuskilyrðunum opnum

Listin er samofin lífi Margrétar Bjarnadóttur, sem er er ein fjögurra listamanna sem koma að Sequences með textaverk í ár. Hún sækir sinn innblástur í hversdagslega viðburði og ókunnugt fólk sem hún mætir á götu.

Sköpunin er uppspretta tilfinninga

Sköpunin er uppspretta tilfinninga

Með því að velja sér myndlist að ævistarfi er það um leið lífsstílsval. Það segir Margrét Helga Sesseljudóttir, sem gerir stóra og þrívíða skúlptúra sem tengjast rýmum, ástandi og tilfinningu.

Snúið upp á tímann og raunveruleikann

Snúið upp á tímann og raunveruleikann

Á fjórða tug listamanna taka þátt í listahátíðinni Sequences sem verður haldin í níunda sinn dagana 11.–20. október víðs vegar um Reykjavík. Listamennirnir koma úr fjölbreyttum áttum og spannar framlag þeirra tónlist, texta, kvikmyndir, innsetningar, teikningar og skúlptúra.

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

Tvö ár eru liðin frá því að ungur maður gekk inn á lögreglustöðina í Reykjavík og lagði fram kæru á hendur föður sínum fyrir gróf kynferðisbrot í æsku. Þegar kæran var lögð fram voru þrjú yngri systkini hans búsett hjá föðurnum. Þar búa þau enn, þrátt fyrir að maðurinn hafi nú verið dæmdur í sjö ára fangelsi vegna brotanna.