Á undanförnum árum hafa mál flestra þeirra fjölskyldna sem fengið hafa synjun um efnismeðferð hér á landi, á grundvelli þess að þær hafi nú þegar alþjóðlega vernd í Grikklandi, runnið út á tíma. Það hefur orðið þeim til happs, því það þýddi að tólf mánuðir liðu frá því að þær sóttu um vernd hér þar til að kom að þeim degi að senda átti þær úr landi, sem leiddi samkvæmt lögum til þess að þær fengu efnismeðferð hér á landi og í kjölfarið alþjóðlega vernd hér. Þetta gildir meðal annars um margar af þeim barnafjölskyldum sem verið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum. Nærtækasta dæmið er mál íranska transdrengsins Maní, en einnig má nefna mál barnanna Hanye Maleki, Zainab Safari, Sarwari-bræðra og fjölskyldna þeirra. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um útlendinga girða fyrir þann möguleika að börn í sambærilegri stöðu og þau voru í fengju efnislega meðferð hér, þrátt fyrir að hafa ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir