Þessi grein er rúmlega 8 mánaða gömul.
Þar sem konurnar stýra samfélaginu
Sveitarstjórinn, presturinn, organistinn, útibússtjóri Landsbankans, verslunarstjórinn í Kjörbúðinni, félagsmálastjórinn, fræðslustjórinn, hjúkrunarforstjóri hjúkrunarheimilisins Sæborgar, hafnarvörðurinn og forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra, sem er stærsti atvinnurekandi svæðisins, eru allt konur, að ógleymdum stjórnendum allra skólanna – grunnskólans, leikskólans og tónlistarskólans. Á Skagaströnd gegna konur langflestum af helstu ábyrgðarstöðum sveitarfélagsins.
Athugasemdir