Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Starfsfólk hjúkrunarheimila þarf meiri fræðslu um heilabilun
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

Starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila þarf meiri fræðslu um heila­bil­un

Sam­ræma þarf þjón­ustu við ein­stak­linga með heila­bil­un á hjúkr­un­ar­heim­il­um, þannig að jafn­ræð­is sé gætt. Þá þarf að bæta að­stöðu á þeim hjúkr­un­ar­heim­il­um þar sem enn er þröng­býlt. Þetta er með­al þess sem stefnt er að og lesa má úr að­gerðaráætl­un stjórn­valda í þjón­ustu við fólk með heila­bil­un.
„Þetta er langvarandi sorg“
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

„Þetta er langvar­andi sorg“

Eig­in­mað­ur Guðnýj­ar Helga­dótt­ur lést úr Alzheimer fyr­ir þrem­ur ár­um, eft­ir margra ára bar­áttu við sjúk­dóm­inn. Guðný seg­ist sjálf ekki hafa átt­að sig á álag­inu sem fylgdi veik­ind­um hans, fyrr en eft­ir að hann var fall­inn frá. Hún seg­ir sjúk­dóm­inn smám sam­an ræna fólk öll­um sín­um fal­legu eig­in­leik­um sem sé erfitt að horfa upp á.
„Þetta er eins og að missa hann rosalega hægt“
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

„Þetta er eins og að missa hann rosa­lega hægt“

Pabbi systr­anna Pálínu Mjall­ar og Guð­rún­ar Huldu greind­ist með Alzheimer fyr­ir sjö ár­um en þær segja erfitt að segja til um hvenær fyrstu ein­kenna sjúk­dóms­ins varð vart. Síð­an þá hef­ur fjöl­skyld­an tek­ist á við sjúk­dóm­inn í ferli sem syst­urn­ar lýsa sem af­ar lýj­andi. Þær eru þakk­lát­ar fyr­ir kær­leiks­ríka umönn­un pabba síns en segja af­ar brýnt að bæta stuðn­ing við nán­ustu að­stand­end­ur.
„Það er ekki lengur töff að vera ómissandi“
Viðtal

„Það er ekki leng­ur töff að vera ómiss­andi“

Ný­ver­ið kom Lífs­gæða­dag­bók­in út hjá bóka­út­gáf­unni Sölku en markmið henn­ar er að hjálpa fólki að há­marka lífs­gæði sín og ná mark­mið­um án þess að vera stöð­ugt í kapp­hlaupi við tím­ann. Hug­mynd­ina að bók­inni á Ragn­heið­ur Dögg Agn­ars­dótt­ir, stofn­andi Heilsu­fé­lags­ins, en hún hef­ur sjálf nýtt að­ferð­ir bók­ar­inn­ar í störf­um sín­um sem ráð­gjafi og til þess að há­marka sín eig­in lífs­gæði.
Blómleg flugeldasýning sem endist út sumarið
Viðtal

Blóm­leg flug­elda­sýn­ing sem end­ist út sumar­ið

Eld­blóm, inn­setn­ing Sig­ríð­ar Soffíu Ní­els­dótt­ur í Hall­ar­garð­in­um við Frí­kirkju­veg 11, sprett­ur af sjald­gæf­um yrkj­um al­gengra blóma­teg­unda á borð við bóndarós­ir, dal­í­ur og lilj­ur. Gangi allt að ósk­um blómstra þær hver af ann­arri í sum­ar. Þær eru því hæg­fara út­gáfa flug­elda­sýn­ing­ar­inn­ar sem lýs­ir upp him­in­inn á Menn­ing­arnótt.
Þar sem konurnar stýra samfélaginu
Viðtal

Þar sem kon­urn­ar stýra sam­fé­lag­inu

Sveit­ar­stjór­inn, prest­ur­inn, org­an­ist­inn, úti­bús­stjóri Lands­bank­ans, versl­un­ar­stjór­inn í Kjör­búð­inni, fé­lags­mála­stjór­inn, fræðslu­stjór­inn, hjúkr­un­ar­for­stjóri hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sæ­borg­ar, hafn­ar­vörð­ur­inn og for­stöðu­mað­ur Vinnu­mála­stofn­un­ar á Norð­ur­landi vestra, sem er stærsti at­vinnu­rek­andi svæð­is­ins, eru allt kon­ur, að ógleymd­um stjórn­end­um allra skól­anna – grunn­skól­ans, leik­skól­ans og tón­list­ar­skól­ans. Á Skaga­strönd gegna kon­ur lang­flest­um af helstu ábyrgð­ar­stöð­um sveit­ar­fé­lags­ins.
Þegar konur tóku völdin á útgáfunni
Viðtal

Þeg­ar kon­ur tóku völd­in á út­gáf­unni

Lengi vel átti það við hér á landi að karl­ar skrif­uðu bæk­ur sem aðr­ir karl­ar gáfu út. Kon­ur hafa hins veg­ar alla tíð ver­ið á með­al les­enda bóka og lesa sam­kvæmt rann­sókn­um tals­vert meira en karl­menn í dag. Það var því eðli­leg þró­un þeg­ar kon­um tók að fjölga á með­al út­gef­enda, sem hugs­an­lega hef­ur átt sinn þátt í því að kon­ur í hópi rit­höf­unda eru nú ekki síð­ur áber­andi en karl­ar. Ell­efu kon­ur sem stýra níu út­gáfu­fé­lög­um komu sam­an á dög­un­um og ræddu breyt­ing­ar á bóka­brans­an­um, sem þær segja heil­brigð­ari og fjöl­breytt­ari í dag en áð­ur.
Brýnt að bæta þjónustu við ungt fólk með heilabilun
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

Brýnt að bæta þjón­ustu við ungt fólk með heila­bil­un

Í bí­gerð er að opna mið­stöð fyr­ir ungt fólk sem greinst hef­ur með heila­bil­un. Á hverju ári grein­ast um 20 manns und­ir 65 ára aldri með heila­bil­un á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Áætl­að er að rúm­lega hundrað manns auk að­stand­enda myndu á hverj­um tíma geta nýtt sér þjón­ustumið­stöð­ina, sótt þar með­al ann­ars fé­lags­skap, jafn­ingj­astuðn­ing, þjón­ustu sál­fræð­ings og annarra sér­fræð­inga.
„Lífið er rólegra núna en við njótum þess“
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

„Líf­ið er ró­legra núna en við njót­um þess“

Tæp­lega fjög­ur ár eru frá því að Ellý Katrín Guð­munds­dótt­ir greind­ist með Alzheimer, að­eins 51 árs. Ný­ver­ið hófst nýr kafli í henn­ar lífi, þeg­ar hún hætti að vinna hjá Reykja­vík­ur­borg og sneri sér al­far­ið að dag­þjálf­un í Hlíða­bæ. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar, Magnús Karl Magnús­son, standa nú sem fyrr þétt sam­an og hafa ein­sett sér að njóta ein­földu og kunn­ug­legu hlut­anna í líf­inu.
Pabbi þeirra varð bráðkvaddur skömmu eftir að mamma þeirra fór á hjúkrunarheimili
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

Pabbi þeirra varð bráð­kvadd­ur skömmu eft­ir að mamma þeirra fór á hjúkr­un­ar­heim­ili

For­eldr­ar systkin­anna Ernu Rún­ar, Berg­lind­ar Önnu og Hjalta., þau Hjört­fríð­ur og Magnús Andri, lét­ust með tveggja ára milli­bili áð­ur en þau náðu sex­tugu. Hjört­fríð­ur hafði glímt við Alzheimer frá ár­inu 2012 og naut stuðn­ings Magnús­ar, sem sinnti henni dag og nótt. Að­eins fá­ein­um mán­uð­um eft­ir að hún flutti á hjúkr­un­ar­heim­ili varð hann bráð­kvadd­ur. Systkin­in eru þakk­lát stuðn­ingi sam­fé­lags­ins í Grinda­vík og segja áföll­in hafa þjapp­að þeim sam­an og breytt af­stöðu þeirra til lífs­ins. Þeim þyki líf­ið ekki leng­ur vera sjálfsagt.
„Fólk heldur að maður sé orðinn alveg kexruglaður“
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

„Fólk held­ur að mað­ur sé orð­inn al­veg kexrugl­að­ur“

Skip­stjór­inn Jón­as Jónas­son var ekki nema 53 ára þeg­ar hann greind­ist með Alzheimer fyr­ir tveim­ur ár­um. Grein­ing­in var hon­um og fjöl­skyld­unni högg, ekki síst vegna þess að hon­um var um­svifa­laust sagt upp vinn­unni og marg­ir fé­lag­ar hans hættu að hafa sam­band. „Hann var alltaf í sím­an­um, það var aldrei hægt að ná í hann,“ seg­ir dótt­ir hans. „En svo bara hætti sím­inn að hringja.“
Lagabreyting girðir fyrir veika von: Börnin sem hefði verið vísað burt
Fréttir

Laga­breyt­ing girð­ir fyr­ir veika von: Börn­in sem hefði ver­ið vís­að burt

Mörg þeirra barna sem feng­ið hafa al­þjóð­lega vernd hér á landi á und­an­förn­um ár­um hefðu ekki feng­ið að setj­ast að hér, væri fyr­ir­hug­uð laga­breyt­ing orð­in að veru­leika. Rauði kross­inn á Ís­landi ótt­ast að með laga­breyt­ing­unni fjölgi rétt­inda­lausu fólki hér sem hef­ur ekki kenni­tölu, má ekki vinna og hef­ur tak­mark­að­an að­gang að heil­brigðis­kerf­inu.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu