Enginn kemur að heimsækja Guðnýju Helgadóttur þessa dagana, því enginn vill smita hana af COVID-19. Hún kann því hins vegar alls ekki illa að vera ein með sjálfri sér.
Fréttir
212
Forstjóri Ríkiskaupa: Rannsókn vegna brota hefði ekki haft áhrif á valið
Forstjóri Ríkiskaupa segir að það hefði ekki haft áhrif á niðurstöðu útboðs á kynningarherferð fyrir Ísland ef það lægi fyrir að auglýsingastofan M&C Saatchi sæti rannsókn vegna bókhaldsbrota. Liggja þurfi fyrir dómur eða staðfesting frá opinberum aðilum um að brot hafi átt sér stað. Íslenska auglýsingastofan Peel, samstarfsaðili M&C Saatchi hér á landi, fullyrðir að að meirihluti framleiðslunnar vegna verkefnisins muni fara fram hér á landi.
Viðtal
2133
Vona að fimm ára uppbygging sé ekki fyrir bí
Ljósmyndahjónin Heiðdís Gunnarsdóttir og Styrmir Kári hafa á undanförnum árum unnið baki brotnu að uppbyggingu fyrirtækis síns en þau sérhæfa sig í brúðkaupsljósmyndum. Þau voru með vel bókað fram í nóvember en á augabragði datt allt niður.
Viðtal
26
Skrifar bók í atvinnuleysinu
Á meðan fáir ferðamenn eru á ferli nýtir leiðsögumaðurinn Dóra Sigurðardóttir tímann í að skrifa bók sem hafði lengi blundað innra með henni. Hún er gagnrýnin á aðgerðir stjórnvalda og telur að ríki hefðu ekki átt að loka landamærum sínum til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Viðtal
21184
Missti vinnuna og nýtir tímann í að sinna sjálfum sér
Sölvi Breiðfjörð missti vinnuna sem lagerstjóri hjá ljósa- og húsgagnaversluninni Lumex vegna COVID-19. Hann óttast ekki framtíðina þó hann sjái eftir starfinu og vonist eftir að fá það aftur þegar atvinnulífið glæðist. Hann ætlar að nýta rólega tímann í að huga að heilsunni.
Viðtal
850
Langar ekki aftur til Spánar en finnur enga leið til að vera
Gema Borja Conde hefur staðið vaktina í ferðamannaverslun í miðbænum undanfarna mánuðina. Hún segir að það hafi verið undarleg tilfinning þegar ferðamennirnir hurfu úr miðborginni. Nú er hún búin að missa vinnuna og spariféð brátt á þrotum, svo hún fer líklegast aftur heim til Spánar fljótlega þó hana langi frekar að búa hér.
Viðtal
14212
„Huggun í því hvað við erum mörg í sömu sporum“
Myrra Leifsdóttir er með meistaragráðu í myndlist en hefur undanfarin ár unnið sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún var ein af þeim níu hundruð flugfreyjum félagsins sem sagt var upp í lok apríl. Hún segir eftirsjá af starfinu sem hún kunni vel að meta en íhugar að fara aftur í háskólann í haust.
Fréttir
10246
Íslendingar fastir erlendis: „Okkur langar að komast heim“
Yfir sex þúsund símtöl og fyrirspurnir hafa borist borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins síðustu vikur, meðal annars frá Íslendingum sem eru strandaglópar erlendis. Einn óskaði til að mynda um aðstoð við að finna uppskrift að fiskisúpu sem hann hafði fengið á Íslandi fyrir nokkrum árum.
Viðtal
621.634
„Við vorum sprengikraftur“
Fimmtíu ár eru í dag liðin síðan róttækar baráttukonur á rauðum sokkum tóku þátt í kröfugöngunni á baráttudegi verkalýðsins og stálu þar senunni, þótt þær gengju aftast. Á milli sín báru þær stærðarlíkneski af konu – Lýsiströtustyttuna – og höfðu strengt borða um hana miðja sem á stóð: „Manneskja en ekki markaðsvara“. Gjörningurinn markaði upphaf rauðsokkahreyfingarinnar sem átti eftir að hrista rækilega upp í fastmótuðu samfélagi næstu árin. Hér ræða fimm konur aðdraganda gjörningsins, áhrifum hreyfingarinnar og rauðsokkustimpilinn, sem þær bera enn í dag með stolti.
MyndirCovid-19
14274
Sjálfsaginn stærsta áskorunin
Samkomubann og tilheyrandi takmörkun á íþróttastarfi hefur sett strik í reikninginn hjá ungu íþróttafólki, sem margt hvert er vant að mæta á langar íþróttaæfingar daglega, eða jafnvel oftar. Íþróttafólkið sem hér deilir sögum sínum er hins vegar upp til hópa metnaðarfullt og hugmyndaríkt og á það sameiginlegt hvað með öðru að hafa beitt ýmsum brögðum til að halda áhuganum lifandi, líkamanum í formi og huganum sterkum meðan á samkomubanninu stendur.
Viðtal
731.101
„Styrkur stéttarinnar hefur komið í ljós“
Fjórir hjúkrunarfræðingar segja frá reynslunni af störfum á COVID-göngudeild Landspítalans en allar starfa þær við allt annars konar hjúkrun en þær hafa sinnt að undanförnu. Þær segja það standa upp úr að báknið Landspítalinn geti verið sveigjanlegt og tekið skjótum breytingum, sé þörf á því. Lykillinn að því hafi verið samvinna heilbrigðisstarfsfólks úr ólíkum stéttum, sem hafi snúið saman bökum og unnið eins og einn maður undanfarnar vikur.
VettvangurCovid-19
341.486
Bjartsýn þrátt fyrir gjörbreyttan rekstur á Laugavegi
Eigendur fjögurra verslana við Laugaveg sem eiga ekki allt sitt undir verslun við ferðamenn hafa gjörbreytt starfsháttum sínum til að lifa af COVID-krísuna. Þeir þakka því smæð sinni og sveigjanleika að geta haldið áfram rekstri og segjast allir bjartsýnir með að lifa af, þó að enn ríki mikil óvissa.
Fólkið í borginni
22
„Ástin getur dvínað en rúgbrauðið er alltaf traust“
Bíllinn hans Torfa Ásgeirssonar hefur fylgt honum í gegnum súrt og sætt.
Viðtal
18
Fór með hjartað í buxunum á fund átrúnaðargoðsins
Fyrir nokkrum mánuðum, þegar Þóri Snæ Sigurðarsyni áskotnaðist allra fyrsta hljómplatan sem Ragnar Bjarnason söng inn á, lét hann slag standa og hringdi í átrúnaðargoð sitt í þeirri von að fá áritun. Raggi tók vel á móti Þóri á heimili sínu, áritaði plötuna, sagði honum bransasögur og kvaddi að lokum með orðunum: „Gangi þér vel, elskan!“
ViðtalLærdómurinn af heimsfaraldrinum
947
Fjarstjórnun ekki síður mikilvæg en fjarvinna
Það er kúnst að reka fyrirtæki sem reiðir sig á fjarvinnu starfsmanna. Þetta segir Bjarney Sonja Ólafsdóttir Breidert, framkvæmdastjóri alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækisins 1xINTERNET. Hún segir að fólk verði jafnvel agaðra og afkastameira í fjarvinnu en í hefðbundnu vinnuumhverfi, að því gefnu að hún sé vel skipulögð og ferlar séu skýrir.
Viðtal
2207.158
Fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast sem hjarta- og lungnaskurðlæknir
„Ég ætla að verða læknir þegar ég verð stór,“ sagði Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir við ömmu sína, þegar hún var ekki nema tveggja ára. Nú, þrettán árum eftir að hún hóf læknanám við Háskóla Íslands, er hún orðin hjarta- og lungnaskurðlæknir, fyrst íslenskra kvenna.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.