Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Blaðamaður

Barn unga afganska parsins fæddist á annan í jólum

Barn unga afganska parsins fæddist á annan í jólum

Afganska parinu, átján og nítján ára gömlum, sem fyrr í desember var synjað um efnislega meðferð á Íslandi, fæddist í gær lítil stúlka á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík. Litla fjölskyldan dvelur nú í húsnæði ætluðu hælisleitendum í Reykjanesbæ. Almenningur leggur fjölskyldunni lið með því að safna fyrir það nauðsynjum.

Ævintýraleg fjölskyldusaga Andra

Ævintýraleg fjölskyldusaga Andra

Þegar Andra Snæ Magnasyni rithöfundi datt í hug að nota sögur fjölskyldu sinnar í bók, sem átti að breyta skynjun lesenda á tímanum sjálfum, kom aldrei annað til greina en að saga ömmu hans yrði í forgrunni. Fjölskyldan sjálf efaðist um þá hugmynd, eins og kom fram í kaffispjalli á heimili ömmunnar, Huldu Guðrúnar, í Hlaðbænum á dögunum.

Átján og nítján ára sem eiga von á barni um jólin synjað um vernd

Átján og nítján ára sem eiga von á barni um jólin synjað um vernd

Kærunefnd útlendingamála synjaði fyrr í þessum mánuði ungu afgönsku pari um alþjóðlega vernd á Íslandi, á þeim grundvelli að þau hafi þegar vernd í Grikklandi. Parið á von á sínu fyrsta barni á næstu dögum. Rauði krossinn mótmælir harðlega endursendingum til Grikklands.

Fjórtán hælisleitendur tanngreindir á árinu

Fjórtán hælisleitendur tanngreindir á árinu

Háskólaráð og rektor Háskóla Íslands eiga að taka afstöðu til þess fyrir jól hvort umdeildur samningur við Útlendingastofnun um aldursgreiningar á hælisleitendum með tanngreiningu verður endurnýjaður. Frá gildistöku samningsins í lok mars hafa fjórtán beiðnir frá Útlendingastofnun verið afgreiddar.

Nóg að lesa fyrir börn og ungmenni

Nóg að lesa fyrir börn og ungmenni

Mikil gróska er í útgáfu barna- og ungmennabóka um þessar mundir, hvort sem er eftir íslenska eða erlenda höfunda. Í Bókatíðindum, sem Félag íslenskra bókaútgefenda gefur út, kemur fram að rétt tæplega helmingur barnabóka sem koma út nú fyrir jólin eru eftir íslenska höfunda. Eftirfarandi listi, sem tekið skal fram að er langt frá því að vera tæmandi, sýnir nokkur þeirra verka sem gefnar hafa verið út eftir íslenska höfunda sem skrifa fyrir börn eða ungmenni í ár.

Bækur eru hversdagsleg nauðsynjavara

Bækur eru hversdagsleg nauðsynjavara

Samtímis því að Sverrir Norland og Cerise Fontaine eignuðust dótturina Ölmu fæddist hugmyndin um að reka lítið bókaforlag á Íslandi, meðal annars svo þau gætu þýtt á íslensku eftirlætisbarnabækurnar sínar og lesið þær fyrir dóttur sína. Forlagið nefndu þau AM forlag og á vegum þess eru nýkomnar út þrjár bækur eftir Tomi Ungerer.

Grófari, seigari, dekkri og dýpri

Grófari, seigari, dekkri og dýpri

Fjöllistahópurinn Gusgus verður 25 ára á næsta ári og fagnar því með því að hóa saman fyrrum meðlimum á borð við Emilíönu Torrini, Högna Egilsson, Stephan Stephensen og marga fleiri á stórtónleikum í Eldborg. Þeir Birgir og Daníel Ágúst, sem sitja nú einir eftir í hópnum, ræða hér ferilinn, átök alpha-hunda, mögulega eftirsjá og galdra raftónlistar, sem geti hreyfi við dýpstu tilfinningum. Í dag gáfu þeir út nýja remix-plötu, Remixes Are More Flexible, pt. I. Hana má hlusta á í viðtalinu.

„Konur eru ekkert minna áberandi en karlkyns höfundar í dag – nema síður sé“

„Konur eru ekkert minna áberandi en karlkyns höfundar í dag – nema síður sé“

Konur eru teknar alvarlega sem skáld í dag, ólíkt því sem var þegar Soffía Auður Birgisdóttir var að stíga sín fyrstu skref sem bókarýnir fyrir rúmlega þrjátíu árum. Í nýrri bók sem kemur út í tilefni af sextíu ára afmæli Soffíu bregður hún upp fjölbreyttri mynd af konum í íslenskum bókmenntum.

Fær loks að starfa sem tannlæknir eftir fimm ára bið

Fær loks að starfa sem tannlæknir eftir fimm ára bið

Fólkið sem fékk að vera

Nær fimm ár eru frá því að sýrlenski tannlæknirinn Lina Ashouri kom til landsins ásamt sonum sínum sem flóttamaður. Frá fyrsta degi var hún staðráðin í að vinna ekki við annað en tannlækningar hér, fagið sem hún hafði unnið við í tuttugu ár áður en hún þurfti að flýja heimaland sitt. Það tók lengri tíma en hún átti von á en ef allt gengur eftir verður hún orðin fullgildur tannlæknir fyrir árslok.

Yfirlæknir fæðingaþjónustu segir „óskynsamlegt“ að hunsa ráðleggingar

Yfirlæknir fæðingaþjónustu segir „óskynsamlegt“ að hunsa ráðleggingar

„Það eru tvö líf í húfi þegar þunguð kona flýgur,“ segir starfandi yfirlæknir fæðingaþjónustu Landspítalans. Hún segir lækna deildarinnar ekki gefa út vottorð af ástæðulausu. Alvarlegt sé ef ekki sé tekið mark á leiðbeiningum frá læknum Landspítalans.

Landlæknir lítur brottflutning óléttrar konu „alvarlegum augum“

Landlæknir lítur brottflutning óléttrar konu „alvarlegum augum“

Landlæknisembættið skoðar mál konu sem var handtekin og flutt úr landi, komin 36 vikur á leið.

Komu sem flóttamenn en eru sögð of upptekin til að lifa: „Þetta er lífið“

Komu sem flóttamenn en eru sögð of upptekin til að lifa: „Þetta er lífið“

Fólkið sem fékk að vera

Hjónin Zahra Mesbah Sayed Ali og Hassan Raza Akbari, sem bæði komu til Íslands sem flóttamenn, reka nú túlkaþjónustu og veitingastað, auk þess sem hann keyrir leigubíl og hún stundar fullt háskólanám. Þar að auki eiga þau eina litla dóttur og eiga von á öðru barni. Vinir þeirra hafa áhyggjur af því að þau séu of upptekin til að lifa lífinu. Þau blása á það, taka ólíkum áskorunum opnum örmum og segja: „Þetta er lífið!“

Nýir skáldsagnahöfundar

Nýir skáldsagnahöfundar

Á hverju hausti spretta nýir skáldsagnahöfundar fram í dagsljósið og demba sér í jólabókaflóðið. Eftirfarandi verk eru nýkomin í verslanir og eiga það sameiginlegt að vera fyrstu skáldsögur höfunda sinna.

„Allir í skólanum eru vinir mínir“

„Allir í skólanum eru vinir mínir“

Fólkið sem fékk að vera

Ljósmyndin af litla langveika drengnum sem stóð í dyrunum, horfði út í myrkrið og beið þess að lögreglan færði hann úr landi, hreyfði við mörgum. Hún átti þátt í að fjöldi fólks mótmælti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun. Þrýstingurinn bar árangur og fjölskyldan sneri aftur. Í dag gengur börnunum vel í skóla og eiga marga vini, Kevin er frískur því hann fær læknisþjónustu og foreldrarnir reka sitt eigið fyrirtæki.

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

Barnsmóðir mannsins sem nýverið var dæmdur í sjö ára fangelsi vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn þá barnungum syni sínum hefur engar upplýsingar fengið um hvar sonur þeirra eigi að búa þegar faðirinn fer í fangelsi. Sonurinn, sem er yngri bróðir þess sem brotið var á, er þrettán ára og býr enn hjá dæmdum föður sínum, sem fer einn með forsjá hans.

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

Einn þyngsti dómur sem fallið hefur, vegna kynferðisbrots foreldris gegn barni sínu, féll í Héraðsdómi Reykjavíkur nýverið. Þá hlaut faðir sjö ára dóm fyrir áralanga og grófa misnotkun á syni sínum. Þrátt fyrir alvarleika brotanna sat maðurinn ekki í gæsluvarðhaldi og hann fer enn einn með forsjá yngri sonar síns.