Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Blaðamaður

Móttökuviðtal ætti að vera skylda

Móttökuviðtal ætti að vera skylda

·

Félagsleg einangrun og villandi upplýsingar um íslensk lög og samfélag einkenna stöðu margra þeirra kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar við að skilja við ofbeldisfulla maka. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem vill að allir innflytjendur fái móttökuviðtal, þar sem þeim eru kynnt réttindi sín og skyldur.

Elti drauminn um aukið frelsi og jafnrétti

Elti drauminn um aukið frelsi og jafnrétti

·

Elena frá Suður-Ameríku sá fyrir sér gefandi fjölskyldulíf með íslenskum manni, sem seldi henni hugmyndina um jafnréttisparadísina Ísland. Í staðinn beið hennar einangrun, andlegt og líkamlegt ofbeldi sem varði svo árum skipti án þess að nokkur rétti henni hjálparhönd.

Þú getur selt sömu manneskjuna mörgum sinnum

Þú getur selt sömu manneskjuna mörgum sinnum

·

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, bendir á að hlutfall bæði þolenda og gerenda í heimilisofbeldismálum sé hærra meðal fólks af erlendum uppruna en hjá öðrum. Sú staðreynd gefi fullt tilefni til þess að gefa hópnum betri gaum.

Slæmt að binda fólk mökum sínum

Slæmt að binda fólk mökum sínum

·

Konur sem koma frá löndum utan EES-svæðisins eru í viðkvæmari stöðu en aðrar, þar sem dvalarleyfi þeirra hér á landi er oftast nær bundið mökum þeirra. Tengingin er vopn í höndum ofbeldisfullra manna, sem þeir nota markvisst til að stjórna eiginkonum sínum.

„Ég var nútímaþræll“

„Ég var nútímaþræll“

·

Þetta var eins og að verða nauðgað, aftur, aftur og aftur, segir kona af afrískum uppruna sem var haldið fanginni í hjónabandi með stöðugum hótunum um brottvísun. Hún lét þvingunina og ofbeldið yfir sig ganga í nokkur ár, þangað til hún var orðin viss um að fá ríkisborgaraétt á Íslandi.

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·

Í fyrra höfðu tíu tekjuhæstu karlarnir í Reykjavík meira en þrefalt hærri heildartekjur samanlagt en tíu tekjuhæstu konurnar í höfuðborginni, eða 8,4 milljarða samanborið við 2,5 milljarða kvennanna. Horft til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er minnstur munur á heildartekjum tekjuhæstu karlanna og kvennanna í Hafnarfirði.

Öryggið verður ekki metið til fjár

Öryggið verður ekki metið til fjár

·

Hjónin Maríana og Jesús fluttu til Íslands frá Mexíkó í leit að öryggi og bjartri framtíð fyrir samkynhneigðan unglingsson sinn og tvær dætur. Þau kollvörpuðu lífi sínu, lifa við talsvert þrengri kost en áður en hafa fundið sinn stað í tilverunni hér á landi.

„Svona drekkum við kaffið í Aleppo“

„Svona drekkum við kaffið í Aleppo“

·

Fyrir fimm árum kom sýrlenski bakarinn Youssef Jalabai til Íslands sem flóttamaður ásamt eiginkonu og tveimur börnum. Á morgun opnar hann ásamt félaga sínum fyrsta sýrlenska kaffihúsið í Reykjavík, Aleppo Café, þar sem bragða má baklava og aðrar framandi kræsingar, gerðar frá grunni.

Að virða fyrir sér skúlptúr er eins og að horfa á dans

Að virða fyrir sér skúlptúr er eins og að horfa á dans

·

Skúlptúrar á höfuðborgarsvæðinu skipta hundruðum. Þeir eru af öllum stærðum og gerðum en vegfarendur taka misjafnlega vel eftir þeim þegar þeir sinna sínum daglegu erindum. Myndhöggvarinn Carl Boutard bauð blaðamanni og ljósmyndara Stundarinnar í bíltúr og opnaði augu þeirra fyrir ýmsu forvitnilegu sem farið hafði framhjá þeim og eflaust mörgum öðrum á ferðinni um borgarlandslagið.

Ísland í hnotskurn gegnum sópransöng

Ísland í hnotskurn gegnum sópransöng

·

Tónleikaröðin Uppi og niðri og þar í miðju - úr alfaraleið fer fram á sérvöldum íslenskum stöðum í júlí.

Refsað fyrir sannleikann

Refsað fyrir sannleikann

·

Síðastliðið haust settist Kristinn Hrafnsson í ritstjórastól WikiLeaks, eftir að hafa helgað samtökunum stærstan hluta síðustu tíu ára. Kristinn ræddi við Stundina um Wikileaks-ævintýrið, andvaraleysi blaðamanna og almennings gagnvart hættu sem að þeim steðjar og söknuðinn gagnvart fegursta stað á jarðríki, Snæfjallaströnd, þar sem hann dreymir um að verja meiri tíma þegar fram líða stundir.

Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson

Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson

·

María Kristín Jónsdóttir, vöruhönnuður og ritstjóri HA, fannst hún þekkja söguna áður en hún hóf lesturinn.

Glerþakið er lægra fyrir erlendar konur

Glerþakið er lægra fyrir erlendar konur

·

Nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands, Tatjana Latinovic, er með fleiri járn í eldinum en velflestir aðrir. Auk þess að stýra hinu rótgróna félagi sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir og fleiri kjarnakonur stofnuðu fyrir 112 árum er Tatiana yfirmaður hugverkasviðs Össurar, situr í Innflytjendaráði og hvílir hugann með því að þýða íslenskar bókmennir yfir á serbnesku og króatísku.

Allt er gott og ekkert skiptir máli

Allt er gott og ekkert skiptir máli

·

Það er hin fullkomna núvitund að gleyma sér í söng. Þetta segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur af tveimur kórstýrum kvennakórsins Kötlu. Í kórnum eru sextíu konur sem taka sér pláss, hamfletta sig og rífa jafnvel úr sér hjartað – allt fyrir sönginn, samveruna og samstöðuna.

Hversdagslíf Grænlendinga frá sjónarhorni þeirra sjálfra

Hversdagslíf Grænlendinga frá sjónarhorni þeirra sjálfra

·

Grænlendingar eru ekki eins exótískir og umheimurinn virðist halda. Þetta segir ljósmyndarinn Inuuteq Storch, sem hefur gert nokkrar bækur byggðar á myndaalbúmum og bréfaskriftum fjölskyldu sinnar. Hann vill leggja sitt af mörkum til að dýpka skilning á Grænlandi nútímans.

Reynir að horfa á jákvæðu hliðar breytinganna í miðbænum

Reynir að horfa á jákvæðu hliðar breytinganna í miðbænum

·

Ari Gísli Bragason bóksali stendur vaktina á Hverfisgötu, þótt aðrir kaupmenn hverfi á braut.