Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var innsetning Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, danshöfundar og flugeldahönnuðar með meiru, afhjúpuð í Hallargarðinum. Verkið byggir á hugmynd Sigríðar Soffíu sem hún hefur unnið að frá árinu 2017. Það er unnið í samstarfi við Torg í biðstöðu, verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem snýst um að lífvæða svæði í borginni með tímabundnum lausnum. Það er jafnframt á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, en það var Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, sem opnaði sýninguna í Hallargarðinum.
Innsetningin er í formi blómabeðs sem hlykkjast niður Hallargarðinn eins og lækur af blómum. Hægt er að horfa á beðið eins og á flugeldasýningu; það hefur upphaf, miðju og enda. Munurinn er að í þessu tilviki stendur sýningin yfir til sumarloka. Rétt eins og með flugeldasýningar í lofti er uppbyggingin spennandi og lokasenan verður ef allt gengur eftir tilkomumest. Því er beðið að miklu leyti grænt sem stendur, ef frá eru skilin stór og ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir