Ég vinn hjá Veitum í fráveitukerfinu. Ég ætlaði að stoppa í eitt sumar en nú er þetta orðið rétt rúmlega ár – 23 ár nánar tiltekið. Ég byrjaði hjá Reykjavíkurborg og þegar Orkuveitan tók yfir allt kerfið fylgdi ég með.
Það er svo gott að vorið sé komið og við loks að komast út úr COVID-kjaftæðinu. Það hefur legið þungt á mér eins og öðrum. Það er vont að vera svona lokaður af frá öðrum. Mega ekki hitta félagana og ekki einu sinni vinnufélagana.
COVID samt minnkaði ekki vinnuna hjá okkur, þvert á móti. Við unnum heila vinnudaga og rúmlega það í gegnum þetta allt saman. Það varð allt vitlaust þegar allir fóru að fara í sturtu heima, þrífa sig og spritta með blautþurrkum og henda svo öllu beinustu leið í klósettið.
Eitt lítið snjókorn verður að stórum snjóbolta. Það er eins með blautþurrkurnar sem verða að stærðarinnar fituklumpi sem situr ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir