Pabbi systranna Pálínu Mjallar og Guðrúnar Huldu greindist með Alzheimer fyrir sjö árum en þær segja erfitt að segja til um hvenær fyrstu einkenna sjúkdómsins varð vart. Síðan þá hefur fjölskyldan tekist á við sjúkdóminn í ferli sem systurnar lýsa sem afar lýjandi. Þær eru þakklátar fyrir kærleiksríka umönnun pabba síns en segja afar brýnt að bæta stuðning við nánustu aðstandendur.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
2
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
5
MenningHús & Hillbilly
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
Covid-faraldurinn birtist ljóslifandi á nýjasta listaverki listakonunnar Eirúnar Sigurðardóttur, Rauntímareflinum, sem var saumaður meðan á faraldrinum stóð. Refillinn tók mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma og var lokaútkoman því ekki fyrirfram ákveðin.
6
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
7
Fréttir
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. júlí.
Guðrún og PálínaSysturnar kannast báðar við þá tilfinningu að hafa samviskubit gagnvart pabba sínum. Þær syrgja hann en finna til samviskubits yfir þeirri tilfinningu, enda sé hann ekki dáinn. Þeim þyki stundum erfitt að heimsækja hann og fái samviskubit yfir því að finnast það ekki alltaf gefandi.Mynd: Heiða Helgadóttir
Þegar systurnar Pálína Mjöll og Guðrún Hulda heimsækja pabba sinn á hjúkrunarheimilið Skjól finnst þeim hann stundum þekkja þær, en stundum ekki. Hann er nær hættur að tjá sig og myndar ekki augnsamband við þær nema endrum og eins. Hann er ekki lengur pabbinn sem þær þekktu en hefur þó haldið í hlýjuna og blíðuna sem einkenndi hann líka þegar hann var heilbrigður. Þær eru fegnar því.
Sjö ár eru frá því að hann greindist með Alzheimer en þá voru þrjú ár frá því hann leitaði til læknis því hann fann að eitthvað var hann ólíkur sér. Um svipað leyti tók hann sjálfur ákvörðun um að hætta störfum. Fjölskyldan hefur því tekist á við veikindi hans í áratug, sem þær systur lýsa sem afar átakanlegu ferli.
„Mér finnst þetta eins og að missa hann rosalega hægt. Það koma punktar þegar maður áttar sig á að eitthvað er farið og þá hellist yfir mann sorgin enn eina ferðina. Þegar hann þekkti mig ekki í fyrsta sinn, það er dæmi sem var mér erfitt. Þetta er í raun löng dauðaganga og sorgin er viðvarandi,“ útskýrir Pálína.
Guðrún tekur undir það. „Ætli við höfum ekki farið mörgum sinnum í gegnum sorgarferlið. Þetta er löng og lýjandi ganga. Við erum búnar að missa pabba okkar að vissu leyti, en hann er enn hér í veikri mynd, sem við vitum að er ekki sá maður sem hann vill að við munum. Hann er í annarri tilveru, svona óminnisheimi. Nú höldum við bara í litlu augnablikin með honum, handaböndin, knús og kossa og reynum að sjá til þess að honum líði ágætlega og finni að hann er elskaður og að við séum hjá honum.“
„Ætli við höfum ekki farið mörgum sinnum í gegnum sorgarferlið“
Pálína: „Já, hann er að vissu leyti farinn og við vitum að hann myndi alls ekki vilja vera fastur í fjötrunum sem hann er í á þessari stundu. Við vitum að það verður mikil sorg þegar hann fer en að öðru leyti verð ég örugglega líka fegin að hann fái að losna undan þessu. Mér fannst í raun erfiðast þegar hann var meðvitaður um veikindi sín sjálfur. Það var mjög þungur og langur tími, þar sem við fundum að honum leið illa. Hann missti málið svo fljótt, sem var erfitt fyrir hann, maður fann að honum fannst vont að geta ekki tjáð sig, að finna ekki orðin. Mér fannst að vissu leyti léttir þegar hann var farinn inn í annan heim, þegar mér fannst hann ekki átta sig á því sjálfur að hann væri veikur.“
Erfitt að benda á upphafið
Þær systurnar segja erfitt að segja til um hvenær fyrstu einkenna sjúkdómsins varð vart hjá pabba þeirra. „Hann var alltaf mikill skynsemismaður og vildi hafa öryggi, allt á hreinu og lagði áherslu á stundvísi. Hann var svolítið gamaldags, átti alltaf mjög erfitt með að tileinka sér nýja tækni og keyrði alltaf vel undir hámarkshraða svo dæmi sé tekið,“ segir Pálína.
„Hann gerði ýmsa hluti í ákveðinni röð og reglu líka, en svo fóru þessar venjubundnu daglegu athafnir að verða endurtekningasamari, til dæmis vildi hann helst ganga nákvæmlega sama hring með hundinn á hverjum degi og öll frávik frá daglegu flæði voru greinilega kvíðavaldandi. Eftir á að hyggja sér maður að sjúkdómurinn hefur örugglega verið að láta á sér kræla í lengri tíma og að þessi þörf fyrir að hafa hlutina á ákveðinn hátt var skynsamleg atlaga að því að viðhalda ákveðinni stjórn á óreiðunni sem var að eiga sér stað í höfðinu á honum,“ segir Guðrún.
Sjúkdómurinn sé afar persónubundinn og hafi lagst þannig á pabba þeirra að hann hafi fljótt fengið málstol en verið afar frískur líkamlega, meðal annars farið á hestbak fram eftir öllu. „Ég hjálpaði honum bara við að setja reiðtygin á og svo reið hann eins og vindurinn,“ rifjar Guðrún upp.
Pálína segir þær heppnar með hversu vel hann hafi haldið í sitt góða skap. „Hann hefur alltaf verið svo skapgóður og það hefur sem betur fer haldist. Við erum þakklátar fyrir það, höfum heyrt um sorgleg dæmi þar sem persónuleiki Alzheimersjúkra breytist alveg og fólk getur orðið mjög reitt og jafnvel árásargjarnt. Hann er alltaf jafnblíður og við finnum það líka á fólki sem hefur annast hann að það skynjar hann sem þann hlýja mann sem hann hefur alltaf verið.“
„Hann hefur alltaf verið svo skapgóður og það hefur sem betur fer haldist“
Þær lýsa því að núorðið, eftir að pabbi þeirra fór á hjúkrunarheimili, fari þær yfirleitt einar og sjaldnar með börnin sín að heimsækja hann, enda eigi þau erfitt með að skilja að hann tali ekki og bregðist ekki við. „En þegar sonur minn var lítill áttu þeir afar fallegt samband. Þeir léku sér saman og kunnu hvorugur að tala. Þá lifnaði alltaf yfir pabba að sjá börnin, hann hefur alltaf verið mikill barnakarl,“ segir Pálína.
Starfsfólkið á heiður skilinn
Þegar talið berst að kerfinu vilja þær Pálína og Guðrún báðar tvær leggja áherslu á hversu góða aðhlynningu pabbi þeirra hafi alla tíð fengið. Hann fór í gegnum ýmis þjónustustig, sem í boði eru, áður en hann fluttist alfarið á hjúkrunarheimili. Hann var lengi vel heima, var svo í dagþjálfun í Hlíðabæ í nokkur ár, flutti síðar á sambýlið Laugaskjól, þar sem hann bjó við afar gott atlæti þar til læknir mat það svo að tími væri kominn á hjúkrunarheimili. „Dagþjálfun í Hlíðabæ var mjög góð og hann var mjög ánægður þar,“ rifjar Pálína upp og Guðrún bætir við: „Já, hann hefði mátt fara þangað fyrr, ef það hefði verið hægt.“
Báðum finnst þeim umræðan um þjónustu á hjúkrunarheimilum stundum óþarflega neikvæð. Til að mynda hafi heimsóknarbann vegna COVID-19 valdið mörgum hugarangri, en systurnar hafi verið ánægðar með þær aðgerðir og fegnar að pabbi þeirra væri öruggur. Aðdáunarvert hafi verið að fylgjast með því úr fjarlægð hversu miklu meira starfsfólkið gaf af sér þegar aðstandenda naut ekki við.
Pálína: „Þau lögðu mikið á sig á þessum tíma til að fólkinu liði vel og við fengum daglegar fréttir. Það var alltaf verið að brjóta upp hversdaginn, einn daginn var það fótanudd og þann næsta bakaðar vöfflur og lesnar framhaldssögur svo eitthvað sé nefnt. Við tökum ofan af fyrir starfsmönnum hjúkrunarheimila. Maður sér auðvitað alveg að það vantar fjármagn í starfsemina og að það er flókið að sinna svona veikum einstaklingum en þau gera það svo ótrúlega vel. Ég vona að ekki hafi verið horft fram hjá starfsmönnum í umönnun við aukagreiðslur framvarðarsveita vegna kófsins og þeir hafi fengið veglega launauppbót fyrir.“
Guðrún: „Í mínum draumaheimi væri starfsfólk í umönnun hæstlaunaða fólkið í samfélaginu, Maður vill að allir fái að feta síðustu sporin sín með reisn. Til þess að geta það þarf ótrúlega gefandi fólk til að aðstoða þau við það. Það ætti að vera metið að verðleikum.“
Þær segjast þó vissar um að starfsfólkið vildi gjarnan gera enn meira, til að mynda hafa rými til að setjast niður og reyna að spjalla eða spila við skjólstæðinga. Þau hafi ekki rými né tíma til þess, vegna undirmönnunar og álags, sem sé synd. „Það mætti auðvitað vera persónubundnari umönnun og maður myndi gjarnan vilja sjá svo miklu öflugra starf. Ég er líka viss um að það er margt fólk þarna úti í einhverjum allt öðrum störfum sem myndi svo gjarnan vilja vinna umönnunarstörf en gera það ekki út af laununum,“ segir Pálína.
Tíminn eftir greiningu erfiðastur
Stuðningur við aðstandendur Alzheimersjúklinga frá greiningu er systrunum hugleikinn. Þeim þykir skortur á utanumhaldi nokkuð ámælisverður. Þær hafa, því miður, samanburð.
Í fyrra greindist mamma þeirra Pálínu og Guðrúnar með krabbamein. Þær segja það hafa verið mikið áfall en gríðarlegur munur hafi verið á því hvernig kerfið greip fjölskylduna, þegar pabbi þeirra greindist annars vegar og þegar mamma þeirra greindist hins vegar.
„Munurinn á þessu tvennu var í raun alveg ótrúlegur,“ rifjar Guðrún upp. „Þegar mamma greindist vorum við strax boðaðar á fræðslufund og bent á hvaða stuðningsþjónusta væri í boði fyrir okkur, við getum sótt fræðslufundi, farið í aðstandendahópa, fengið fría sálfræðiþjónustu, bara til að nefna dæmi.“
Þegar pabbi þeirra greindist hafi hins vegar verið litla sem enga slíka aðstoð að sækja. Þær taka það fram að nokkur ár séu liðin og aðstæður séu eflaust betri í dag. „En þessi tími, frá greiningu og þar til eitthvað annað tekur við, var mjög erfitt og flókið tímabil,“ segir Pálína.
„Við virtumst þurfa að finna út úr svo mörgu sjálfar, aðstæður sem þessar eru svo marglaga og um leið og við vorum bugaðar, að takast á við óvissu, virtumst við ekki geta leitað ráða neins staðar. Það er undarlegt að fólk sé ekki gripið á einhvern hátt, í ljósi þess hversu margir í samfélaginu eru í þessum sömu sporum,“ segir Guðrún.
Mæðir langmest á mömmu þeirra
Þær leggja þó áherslu á að langmest hafi mætt á mömmu þeirra, sem hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir, sem hefði verið gott fyrir hana að fá meiri aðstoð við að taka. „Það er til dæmis bara mjög stórt og þungbært skref að taka ákvörðun um að senda manninn sinn af heimilinu,“ nefnir Pálína sem dæmi. „Það var enginn formlegur vettvangur til staðar fyrir aðstandendur til að tala sín á milli, þar sem þeir gátu speglað reynslu sína og leitað ráða, en mamma í félagi við annan aðstandanda, sköpuðu slíkan vettvang, sem ég held að hafi verið mjög mikilvægt skref,“ segir hún.
Þörf á meiri stuðningiSystrunum hefur þótt mikið mæða á mömmu þeirra. Þær segja rannsóknir sýna að makar Alzheimersjúkra séu oft algjörlega bugaðir og þeir séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega og deyja óvænt, sem sé óásættanlegt.
Mynd: Heiða Helgadóttir
„Mamma og pabbi voru, á þeim tíma sem pabbi greinist, farin að sjá fyrir sér að eiga góð efri ár saman, ferðast og eiga notalegar stundir. Mamma þurfti að hætta á vinnumarkaðinum til að fylgja honum inn í veikindin sín, horfa upp á hann missa færnina í lífinu, upplifa eiginmann sinn og besta vin hverfa smám saman ofan á það að sætta sig við að sameiginleg framtíðarsýn þeirra myndi aldrei verða að veruleika,“ segir Guðrún.
„Það þarf að taka miklu betur utan um makana og þá aðstandendur sem mæðir mest á“
Hún bendir á að rannsóknir sýni að makar fólks með Alzheimer veikist oft í kjölfar veikinda maka þeirra. „Alzheimersjúkdómurinn er einn mest íþyngjandi sjúkdómur fyrir efnahag og heilbrigðiskerfi í heiminum. Ferlið er ofsalega langt, fólk er að greinast á miðjum aldri og lifir oft mjög lengi með sjúkdóminn og er innan heilbrigðiskerfisins svo árum skiptir. Það er ekki að ástæðulausu að kapp sé lagt á að finna einhverjar fyrirbyggjandi meðferðir og lyf við sjúkdómnum og það er aðkallandi. Kerfin eru að sligast undan fjölda veikra einstaklinga með mikla þjónustuþörf. Aðferðin sem nú er viðhöfð er að hafa fólk úti í samfélaginu og heima eins lengi og mögulegt er, sem er auðvitað gott að vissu leyti. En við verðum að gera okkur grein fyrir því að það er á kostnað heilsu og lífs maka. Rannsóknir sýna að makar Alzheimersjúkra eru algjörlega bugaðir, þeir eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega og deyja óvænt. Það er óásættanlegt. Það þarf að taka miklu betur utan um makana og þá aðstandendur sem mæðir mest á, alveg frá því einstaklingur greinist með Alzheimer,“ segir Guðrún.
Samskipti í þögninni
Systurnar kannast báðar við þá tilfinningu að hafa samviskubit gagnvart pabba sínum. Þær syrgja hann en finna til samviskubits yfir þeirri tilfinningu, enda sé hann ekki dáinn. Þeim þyki stundum erfitt að heimsækja hann og fái samviskubit yfir því að finnast það ekki alltaf gefandi. „Það eru alls konar skrýtnar tilfinningar sem fylgja þessu,“ segir Pálína.
„Þegar ég fór til hans í fyrsta sinn eftir heimsóknarbannið var ég hrædd um að hann tengdi ekki við mig eftir alla þessa fjarveru. Eftir kaffi- og kökustund lagðist hann upp í rúmið sitt og ég kveikti á tónlist og strauk honum um höfuðið. Þá vöknaði honum um augu og tók rosalega fast um höndina mína. Það skiptir mig mestu máli að hann skynji að við séum enn með honum í þessu,“ segir Guðrún.
Þær sakna innihaldsríkra samskipta við pabba sinn. Þótt hann hafi aldrei verið maður margra orða sé vont að geta ekki talað við hann. „Maður átti samskipti við hann í þögninni. Hann var aldrei mjög opinn en manni fannst maður samt vera náinn honum. Hann var líka svolítið sérstakur pabbi af þessari kynslóð, hann gekk í öll heimilisstörf, eldaði matinn og þreif og sá um okkur alveg jafnmikið og mamma,“ segir Pálína.
Deila
stundin.is/FCxM
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Starfsfólk hjúkrunarheimila þarf meiri fræðslu um heilabilun
Samræma þarf þjónustu við einstaklinga með heilabilun á hjúkrunarheimilum, þannig að jafnræðis sé gætt. Þá þarf að bæta aðstöðu á þeim hjúkrunarheimilum þar sem enn er þröngbýlt. Þetta er meðal þess sem stefnt er að og lesa má úr aðgerðaráætlun stjórnvalda í þjónustu við fólk með heilabilun.
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar
„Þetta er langvarandi sorg“
Eiginmaður Guðnýjar Helgadóttur lést úr Alzheimer fyrir þremur árum, eftir margra ára baráttu við sjúkdóminn. Guðný segist sjálf ekki hafa áttað sig á álaginu sem fylgdi veikindum hans, fyrr en eftir að hann var fallinn frá. Hún segir sjúkdóminn smám saman ræna fólk öllum sínum fallegu eiginleikum sem sé erfitt að horfa upp á.
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar
Brýnt að bæta þjónustu við ungt fólk með heilabilun
Í bígerð er að opna miðstöð fyrir ungt fólk sem greinst hefur með heilabilun. Á hverju ári greinast um 20 manns undir 65 ára aldri með heilabilun á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að rúmlega hundrað manns auk aðstandenda myndu á hverjum tíma geta nýtt sér þjónustumiðstöðina, sótt þar meðal annars félagsskap, jafningjastuðning, þjónustu sálfræðings og annarra sérfræðinga.
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar
„Lífið er rólegra núna en við njótum þess“
Tæplega fjögur ár eru frá því að Ellý Katrín Guðmundsdóttir greindist með Alzheimer, aðeins 51 árs. Nýverið hófst nýr kafli í hennar lífi, þegar hún hætti að vinna hjá Reykjavíkurborg og sneri sér alfarið að dagþjálfun í Hlíðabæ. Hún og eiginmaður hennar, Magnús Karl Magnússon, standa nú sem fyrr þétt saman og hafa einsett sér að njóta einföldu og kunnuglegu hlutanna í lífinu.
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar
Pabbi þeirra varð bráðkvaddur skömmu eftir að mamma þeirra fór á hjúkrunarheimili
Foreldrar systkinanna Ernu Rúnar, Berglindar Önnu og Hjalta., þau Hjörtfríður og Magnús Andri, létust með tveggja ára millibili áður en þau náðu sextugu. Hjörtfríður hafði glímt við Alzheimer frá árinu 2012 og naut stuðnings Magnúsar, sem sinnti henni dag og nótt. Aðeins fáeinum mánuðum eftir að hún flutti á hjúkrunarheimili varð hann bráðkvaddur. Systkinin eru þakklát stuðningi samfélagsins í Grindavík og segja áföllin hafa þjappað þeim saman og breytt afstöðu þeirra til lífsins. Þeim þyki lífið ekki lengur vera sjálfsagt.
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar
„Fólk heldur að maður sé orðinn alveg kexruglaður“
Skipstjórinn Jónas Jónasson var ekki nema 53 ára þegar hann greindist með Alzheimer fyrir tveimur árum. Greiningin var honum og fjölskyldunni högg, ekki síst vegna þess að honum var umsvifalaust sagt upp vinnunni og margir félagar hans hættu að hafa samband. „Hann var alltaf í símanum, það var aldrei hægt að ná í hann,“ segir dóttir hans. „En svo bara hætti síminn að hringja.“
Mest lesið
1
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
2
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
5
MenningHús & Hillbilly
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
Covid-faraldurinn birtist ljóslifandi á nýjasta listaverki listakonunnar Eirúnar Sigurðardóttur, Rauntímareflinum, sem var saumaður meðan á faraldrinum stóð. Refillinn tók mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma og var lokaútkoman því ekki fyrirfram ákveðin.
6
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
7
Fréttir
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Mest deilt
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
3
Leiðari
13
Jón Trausti Reynisson
Meistarar málamiðlana
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
4
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
5
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
6
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
7
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
3
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
4
GreiningLaxeldi
4
11,5 milljarðar fara til Kýpur eftir sölu á auðlindafyrirtækinu
Íslenska stórútgerðin Síldarvinnslan er orðin stór fjárfestir í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Ísafirði eftir að hafa keypt sig inn fyrir 13,7 milljarða króna. Hlutabréfin voru að langmestu leyti í eigu fyrirtækis á Kýpur sem pólski fjárfestirinn Jerzy Malek. Í kjölfarið er útgerðarfélagið Samherji beint og óbeint orðin einn stærsti hagsmunaðilinn í íslensku landeldi og sjókvíaeldi á eldislaxi.
5
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
6
Fréttir
„Ég lifði tvöföldu lífi þar sem ég þóttist vera harður gaur“
Antonía Arna lýsir léttinum við að koma út sem trans og þungbærri bið eftir kynleiðréttandi aðgerð. Hún hefur beðið í hátt í á þriðja ár. Biðin tærir upp trans fólk og getur valdið alvarlegum andlegum veikindum. Dæmi eru um að trans fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús sökum þunglyndi vegna þess.
7
Fréttir
Skip Vinnslustöðvarinnar selt til ónefnds fyrirtækis í Hong Kong
Vinnslustöðin vill ekki gefa upp nafn fyrirtækisins sem kaupir Sighvat Bjarnason.
Mest lesið í mánuðinum
1
Viðtal
2
Að deyja úr fordómum
Elísabet Jökulsdóttir er með nýrnabilun á lokastigi eftir röð læknamistaka. Ríkið hefur þegar viðurkennt mistökin og ekki síður þá staðreynd að einkenni og beiðnir Elísabetar um aðstoð voru hunsaðar árum saman. Lögmaður hennar segir að í málinu kristallist fordómar gegn geðsjúkum sem talsmaður Geðhjálpar segir allt of algenga.
2
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
3
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
4
Úttekt
3
Varar fólk við dimmum íbúðum í nýjum hverfum
Ekkert hámark er á þéttingu byggðar nærri Borgarlínu. Ásta Logadóttir, einn helsti sérfræðingur í ljósvist á Íslandi, reynir að fá sólarljós og dagsbirtu bundna inn í byggingarreglugerðina. Hún segir það hafa verið sett í hendurnar á almenningi að gæta þess að kaupa ekki fasteignir án heilsusamlegs magns af dagsbirtu.
5
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
6
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
7
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
Nýtt á Stundinni
Fréttir
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Karlmennskan#96
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
„Það er erfitt fyrir mig að kjarna gagnrýni á Jordan Peterson því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það vanhæfni hans til að setja sig í spor jaðarsettra hópa eða kvenna.“ segir Unnur Gísladóttir mannfræðingur og framhaldsskólakennari. Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn. Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson.
Fyrir þau sem ekki kannast við manninn þá er hann afar umdeildur prófessor í sálfræði sem virðist ná sérstaklega vel til karlmanna og er vinsæll fyrirlesari um heim allan og kom m.a. fram í Háskólabíó um liðna helgi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði bakhjarla Karlmennskunnar, Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
FréttirPlastið fundið
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
ÞrautirSpurningaþrautin
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
Fyrri aukaspurning: Hvað er að gerast á þessari mynd hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvaða fyrrverandi þingmaður tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins í fyrra? 2. William Henry Gates III fæddist í Bandaríkjunum 1952. Faðir hans var vel metinn lögfræðingur og móðir hans kennari og kaupsýslukona. Bæði létu heilmikið að sér kveða í baráttu fyrir skárra samfélagi. En hvað afrekaði...
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
ÞrautirSpurningaþrautin
791. spurningaþraut: Picasso málaði portrett af ... hvaða konu?
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir þetta fjall? * Aðalspurningar: 1. Hvaða vinsæla hljómsveit sendi frá sér plötuna Their Satanic Majesties Request árið 1967? 2. Hver var þá aðal gítarleikari hljómsveitarinnar? 3. Dönsk yfirvöld og sér í lagi forsætisráðherrann hafa nú fengið skömm í hattinn hjá opinberri rannsóknarnefnd í Danmörku vegna framgöngu sinnar í máli sem snerist um ákveðna dýrategund. Hvaða dýr voru...
MenningHús & Hillbilly
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
Covid-faraldurinn birtist ljóslifandi á nýjasta listaverki listakonunnar Eirúnar Sigurðardóttur, Rauntímareflinum, sem var saumaður meðan á faraldrinum stóð. Refillinn tók mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma og var lokaútkoman því ekki fyrirfram ákveðin.
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
ÞrautirSpurningaþrautin
790. spurningaþraut: Úr hvaða kvikmyndum eru skjáskotin?
Þemaþraut dagsins snýst um erlendar kvikmyndir. Aukaspurningarnar eru um íslenska sjónvarpsþætti. * Fyrri aukaspurning: Hér fyrir ofan er auglýsing fyrir íslenska sjónvarpsþætti sem nefndust ... ? Aðalspurningar: 1. Úr hvaða bíómynd er þetta? 2. Úr hvaða mynd er þetta? * 3. Kannski hafa ekki margir séð þessa mynd núorðið. En þið ættuð samt að þekkja hana með nafni....
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir