Það var fyrir nokkrum árum, um það leyti sem Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir hafði nýlega stofnað Heilsufélagið, að hún setti saman Lífsgæðadagbókina og gaf hana út á eigin kostnað. Markmiðið var að aðstoða viðskiptavini hennar, sem margir voru stjórnendur í íslensku atvinnulífi, við að koma reiðu á líf sitt. Bókin var mikið nýtt og fyrr en varði stóð kassinn sem áður hafði verið fullur af bókum tómur á skrifstofunni hjá henni. Þegar Ragnheiður svo kynntist Dögg Hjaltalín, eiganda bókaútgáfunnar Sölku, barst Lífsgæðadagbókin í tal og var þá tekin ákvörðun um að gefa bókina út á ný. Bókin nýtist að sögn Ragnheiðar meðal annars þeim sem hafa þörf á að koma jafnvægi á vinnu og einkalíf. „Margir sem hafa leitað til mín eru í skuld við sjálfa sig og aðra. Margir þeirra hafa gengið of mikið á sín gæði til að geta notið hversdagsins. Það er því miður algengt að ætla sér …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir