„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu
RannsóknSamherjaskjölin

„Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur“ Sam­herja leit­aði allra leiða til að minnka skatt­greiðsl­ur í Namib­íu

For­svars­menn Sam­herja í Namib­íu, með­al ann­ars Jón Ótt­ar Ólafs­son „rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur“, leit­uðu allra leiða til að lækka skatt­greiðsl­ur. Sam­herji þurfti að bregð­ast við nýj­um lög­um um tekju­skatt í Namib­íu en sjó­menn fyr­ir­tæk­is­ins höfðu þá lent í vand­ræð­um gagn­vart skatt­in­um vegna þess að laun­in voru greidd út óskött­uð í gegn­um skatta­skjól.
Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu
Rannsókn

Sjálfs­varn­ar­nám­skeið fyr­ir kon­ur gagn­rýnt fyr­ir of­beld­is­dýrk­un og vill­andi kynn­ingu

Ís­lenskt sjálfs­varn­ar­nám­skeið þar sem kon­ur læra að lifa af hryðju­verka­árás­ir, mann­rán og heim­il­isof­beldi, er gagn­rýnt fyr­ir að nota of­beldi í aug­lýs­inga­skyni og tengja sig við lög­regl­una, þótt lög­regl­an hafni sam­starfi. Í kynn­ing­ar­efni frá nám­skeiðs­höld­ur­um nota kon­ur með­al ann­ars hríðskota­byss­ur, skamm­byss­ur og hnífa.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
Rannsókn

Þving­að­ar af sýslu­manni til að um­gang­ast föð­ur­inn sem mis­not­aði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

„Hæ, ... ég er níu ára. Þeg­ar ég var lít­il var ég mis­not­uð af pabba mín­um,“ seg­ir í dag­bókar­færslu ungr­ar stúlku. Fimm ára greindi hún frá kyn­ferð­is­legri mis­notk­un föð­ur síns. Engu að síð­ur var hún neydd til um­gengni við hann. Í kjöl­far­ið braut hann líka á yngri syst­ur henn­ar. Gögn sýna að stúlk­urn­ar vildu ekki um­gang­ast föð­ur sinn og frá­sagn­ir af kyn­ferð­isof­beldi bár­ust margoft til yf­ir­valda. Mál­ið var aldrei með­höndl­að sem barna­vernd­ar­mál.
Svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans
Rannsókn

Svipti sig lífi á geð­deild Land­spít­al­ans

Sverr­ir Örn Sverris­son lést 26 ára gam­all, um sól­ar­hring eft­ir að eft­ir­lit með hon­um var lækk­að með þeim til­mæl­um að hann ætti sjálf­ur að láta vita ef líð­an­in versn­aði, jafn­vel þótt hann lýsti leið­um til sjálfs­vígs inni á deild­inni. Tíu dög­um áð­ur hafði ann­ar ung­ur mað­ur fram­ið sjálfs­víg á geð­deild, en spít­al­inn var­aði við um­fjöll­un um mál­ið. „Við héld­um að hann væri kom­inn á ör­ugg­an stað,“ segja bræð­ur hans, sem greina frá því sem gerð­ist.
Rúmlega helmingur þjóðarinnar telur stéttaskiptingu vera mikla á Íslandi
RannsóknVelferðarmál

Rúm­lega helm­ing­ur þjóð­ar­inn­ar tel­ur stétta­skipt­ingu vera mikla á Ís­landi

Mark­tæk­ur mun­ur á við­horf­um kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar til stétta­skipt­ing­ar og ójöfn­uð­ar í sam­fé­lag­inu og kjós­end­um flestra annarra flokka. Kjós­end­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar telja fé­lags­leg­an jöfn­uð meiri en kjós­end­ur annarra flokka. Rann­sókn­ir sýna að ójöfn­uð­ur hef­ur auk­ist á Ís­landi síð­ast­lið­in 30 ár. Stund­in birt­ir við­horfs­könn­un um stétta­skipt­ingu á Ís­landi.
Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn
Rannsókn

Ásmund­ur fékk nærri fjór­um sinn­um meira í akst­urs­gjöld en ökugl­að­asti norski þing­mað­ur­inn

Nor­eg­ur og Sví­þjóð veittu Stund­inni ít­ar­legt yf­ir­lit yf­ir akst­urs­gjöld þing­manna sinna. Dan­mörk, eins og Ís­land, veit­ir ekki þess­ar upp­lýs­ing­ar en þar eru greiðsl­ur lægri og regl­ur skýr­ari. Ásmund­ur Frið­riks­son er að öll­um lík­ind­um Norð­ur­landa­meist­ari í akstri á eig­in bif­reið í vinn­unni. End­ur­greiðsl­ur til ís­lenskra þing­manna á hvern keyrð­an kíló­metra eru miklu hærri á Ís­landi en í Sví­þjóð og Nor­egi.
Hann saklaus en þær í sárum
Rannsókn

Hann sak­laus en þær í sár­um

Klofn­ing­ur varð í sam­fé­lag­inu á Sauð­ár­króki eft­ir að ung kona kærði vin­sæl­an fót­boltastrák fyr­ir nauðg­un. Stund­in hef­ur rætt við tólf kon­ur vegna máls­ins, sem kvarta all­ar und­an fram­göngu manns­ins og lýsa því hvernig hann fær öll tæki­fær­in og starf­aði sem fyr­ir­mynd barna á með­an þær glímdu við af­leið­ing­arn­ar. Stúlk­urn­ar segj­ast hafa ver­ið dæmd­ar af sam­fé­lag­inu, for­eldr­ar þeirra lýsa þögn­inni sem mætti þeim, en kær­um á hend­ur mann­in­um var vís­að frá.
„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands
RannsóknMetoo

„Skelfi­leg­ar sög­ur“ úr Kvik­mynda­skóla Ís­lands

Kvik­mynda­skóli Ís­lands hef­ur gjör­breytt lands­lag­inu í ís­lenskri kvik­mynda­gerð, enda hika nem­end­ur ekki við að greiða rán­dýr skóla­gjöld­in til að láta drauma sína ræt­ast. Ung­ar kon­ur sem hafa far­ið í gegn­um leik­list­ar­nám­ið segja hins veg­ar frá marka­leysi og óvið­eig­andi sam­skipt­um við kenn­ara, að­gerð­ar­leysi stjórn­enda og karllæg­um kúltúr þar sem nem­end­um var kennt að brjóst selja.

Mest lesið undanfarið ár