Svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans

Sverrir Örn Sverrisson lést 26 ára gamall, um sólarhring eftir að eftirlit með honum var lækkað með þeim tilmælum að hann ætti sjálfur að láta vita ef líðanin versnaði, jafnvel þótt hann lýsti leiðum til sjálfsvígs inni á deildinni. Tíu dögum áður hafði annar ungur maður framið sjálfsvíg á geðdeild, en spítalinn varaði við umfjöllun um málið. „Við héldum að hann væri kominn á öruggan stað,“ segja bræður hans, sem greina frá því sem gerðist.

ingibjorg@stundin.is

Sverrir Örn Sverrisson lét lífið á geðdeild Landspítalans þann 24. ágúst 2017, tíu dögum eftir að annar ungur maður hafði fyrirfarið sér á öryggisgangi geðdeildar. Í millitíðinni hafði spítalinn ekki gripið til neinna ráðstafana til að tryggja að slíkt gæti ekki endurtekið sig og í svörum frá spítalanum er ekki tekin afstaða til þess hvort spítalinn geti tryggt öryggi sjúklinga í sjálfsvígshættu.

Fjölskylda Sverris stóð hins vegar í þeirri trú að hann væri í öruggum höndum inni á geðdeild og var full bjartsýni varðandi framhaldið. „Það síðasta sem ég sagði við bróður minn var að þetta væri enginn heimsendir, þetta væri bara byrjunin á betra lífi,“ segir Ómar Örn Sverrisson, bróðir hans.

Saga sem þarf að heyrast

Saga Sverris ber vitni um brotalamir í kerfinu sem á að grípa fólkið okkar þegar það þarf mest á því að halda. „Eftir að hafa lesið sjúkraskýrslurnar hans finnst mér greinilegt að það var ekki allt eins og það átti að vera varðandi það hvernig var tekið á hans málum eða hvernig það endaði. Sérstaklega ekki í ljósi þess sem gerðist nokkrum dögum áður,“ segir Heimir Sverrisson.

Bræðurnir lýsa báðir furðu sinni á vinnubrögðum, viðbrögðum og aðbúnaði geðdeildarinnar. Fyrst Sverrir þurfti að deyja þá þurfa aðrir að fá að heyra hvernig þetta var.

„Því miður er þetta saga sem þarf að heyrast og er kannski bara ein af mörgum varðandi þennan málaflokk,“ segir Heimir. „Þetta er málaflokkur sem mér finnst ekki nógu mikið unnið í og sinnt nógu vel. Þessi mál hafa setið á hakanum og það er eiginlega alveg óþolandi að ekki sé meira gert á þessu sviði í heilbrigðiskerfinu. Þessi saga og fleiri þurfa að heyrast. Fólk þarf að átta sig á því hvað þetta ástand er alvarlegt,“ segir Heimir.

Hann er ekki einn um að hafa áhyggjur af ástandinu hér á landi. Í fyrra steig þáverandi landlæknir og núverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra fram og sagði geðheilbrigðiskerfið nánast vera í molum.

Viðbrögð spítalans  

Aðeins degi eftir að Sverrir var metinn í bráðri sjálfsvígshættu var hann færður inn á almenna deild þar sem ástand hans þótti stöðugt. Næsta dag fannst hann látinn inni í herbergi sínu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

·
Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Nýir tímar á Norðurslóðum?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Nýir tímar á Norðurslóðum?

·