Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Ég má ekkert segja“ – Stúlkan Halldóra

Hörm­ung­ar­saga ungr­ar konu sem hvarf á Eski­firði.

Þegar börnin komu hlaupandi neðan af bryggjunni á Eskifirði og sögðu, óðamála, að það væri mannvera í sjónum við bryggjuna við Framkaupstað, tóku menn það alvarlega. Í hálfan mánuð hafði verið leitað að Halldóru Bjarnadóttur vinnukonu, sem hafði horfið sporlaust, svo að menn grunaði hið versta.

Þetta var 30. september 1936 og tíðindin um leitina að Halldóru höfðu farið víða og frá sviplegu hvarfi hennar greint í landsblöðum, útvarpi og landshlutablöðum.

Það höfðu farið af stað miklar sögur um atlæti og aðbúnað áður en hún hvarf sem settu þann beyg að mönnum að hvarf hennar hefði borið að með sviplegum hætti.

Börnunum var bægt frá og menn á vegum yfirvaldsins á staðnum slæddu botninn undan bryggjunni og áður en langt um leið lyftist lík hennar úr köldum sjónum sem hafði greinilega geymt það í einhverja daga; hversu lengi var ekki vitað fyrir víst og átti það síðar eftir að skapa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu