Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn

Nor­eg­ur og Sví­þjóð veittu Stund­inni ít­ar­legt yf­ir­lit yf­ir akst­urs­gjöld þing­manna sinna. Dan­mörk, eins og Ís­land, veit­ir ekki þess­ar upp­lýs­ing­ar en þar eru greiðsl­ur lægri og regl­ur skýr­ari. Ásmund­ur Frið­riks­son er að öll­um lík­ind­um Norð­ur­landa­meist­ari í akstri á eig­in bif­reið í vinn­unni. End­ur­greiðsl­ur til ís­lenskra þing­manna á hvern keyrð­an kíló­metra eru miklu hærri á Ís­landi en í Sví­þjóð og Nor­egi.

Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn
Ökuglaðastur á Norðurlöndunum 2017 Samanburður Stundarinnar á akstursgjöldum þingmanna á Íslandi og Svíþjóð og Noregi bendir til þess að Ásmundur Friðriksson hafi verið ökuglaðasti þingmaður Norðurlandanna 2017 þar sem hann keyrði mest og fékk hæstu endurgreiðslurnar fyrir að nota bílinn sinn í vinnunni. Ásmundi, og öðrum þingmönnum á Íslandi til varnar, eru aðrir samgöngumátar eins og flug eða lest lakari eða ekki fyrir hendi á Íslandi. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Heildarkostnaður danska þjóðþingsins, Folketinget, vegna aksturs 179 þingmanna þess á eigin bifreiðum nam tæplega 46 milljónum króna árið 2016 en kostnaður íslenska ríkisins vegna aksturs tíu þingmanna nam tæpum 38 milljónum króna á sama tímabili. Danska þingið neitar hins vegar að veita upplýsingar um akstursgreiðslur einstakra þingmanna með nöfnum þeirra. Raunar var það svo á Íslandi að þeir tíu þingmenn sem keyrðu mest árið 2016 – Alþingi hefur neitað að upplýsa nöfn þeirra – fengu alla þá fjármuni sem íslenska ríkið greiddi til þingmanna vegna aksturs þeirra á eigin bifreiðum, 37.791.690 krónur.  

Norska þingið veitir hins vegar þessar upplýsingar, rétt eins og sænska þingið hefur gert, og sendi Stundinni yfirlit í rúmlega 5.000 þúsund bókhaldsfærslum um allar akstursgreiðslur til allra 169 norsku þingmannanna í fyrra auk samantekinna upplýsinga um árin 2015 og 2016. Skoðun Stundarinnar á yfirlitinu yfir akstur norskra þingmanna sýnir fram á að ökuglaðasti norski þingmaðurinn, Bård Hoksrud, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu