Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Landið sem auðmenn eiga

Auð­menn, bæði ís­lensk­ir og er­lend­ir, hafa keypt upp fjölda jarða um land allt und­an­farna ára­tugi. Stór­tæk­ast­ir eru James Ratclif­fe og Jó­hann­es Krist­ins­son á Norð­aust­ur­landi.

Þó stærstur hluti jarðnæðis á Íslandi sé í eigu íslenskra bænda, ríkis, kirkna og sveitarfélaga er þó verulegur hluti í eigu stórefnafólks sem, í sumum tilfellum, hefur safnað að sér fjölda jarða að hluta eða í heild. Þá hafa erlendir auðmenn keypt upp jarðir á ákveðnum stöðum á landinu, ýmist einir eða með viðskiptafélögum sínum.

Lang stórtækastur í þeim efnum er breski auðkýfingurinn James Ratcliffe, sem talsvert hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, meðal annars í Stundinni. Ratcliffe og viðskiptafélagi hans, Jóhannes Kristinsson, sem var lengi kenndur við Fons og Iceland Express, eiga saman hátt í fjörutíu jarðir að hluta eða heild og eru þær allar á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi. Erfitt er að ná að fullu utan um hvert eignarhald þeirra jarða er sökum þess að þeir Ratcliffe og Jóhannes eru ekki skráðir eigendur þeirra heldur ýmis félög í þeirra eigu. …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár