Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

Kvik­mynda­skóli Ís­lands hef­ur gjör­breytt lands­lag­inu í ís­lenskri kvik­mynda­gerð, enda hika nem­end­ur ekki við að greiða rán­dýr skóla­gjöld­in til að láta drauma sína ræt­ast. Ung­ar kon­ur sem hafa far­ið í gegn­um leik­list­ar­nám­ið segja hins veg­ar frá marka­leysi og óvið­eig­andi sam­skipt­um við kenn­ara, að­gerð­ar­leysi stjórn­enda og karllæg­um kúltúr þar sem nem­end­um var kennt að brjóst selja.

„Ég er heppin,“ segir Tanja Björk Ómarsdóttir, „af því að ég lenti ekki í neinu.“ Hún hefur varla sleppt orðinu þegar hún segir fyndið að hún taki þannig til orða, hún sem var 22 ára gömul, nýbyrjuð í skólanum og blaut á bakvið eyrun en með mikla drauma um leikferil þegar kennarinn hennar, miðaldra maður, bauð henni á barinn til þess að ræða bransann og ferilinn. Hún þáði boðið fegins hendi. „Ég var alveg græn, vissi ekkert um bransann og vildi þiggja góð ráð frá honum. Ég var svo ánægð með að hann væri að bjóðast til að hjálpa mér. Ég man að mér fannst skrítið að hann vildi fara yfir þetta á bar, seint að kvöldi, þar sem við værum bara tvö ein, en hugsaði ekki mikið út í það, enda átti ég ekki von á neinu. Hann hafði alltaf verið næs og virtist vita um hvað hann væri …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu