Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Bandaríkjastjórn sveik sína nánustu bandamenn gegn ISIS á dögunum með því að gefa Tyrkjum skotleyfi á varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi. Erdoğan Tyrklandsforseti er hins vegar kominn í stórkostleg vandræði og innrás hans er í uppnámi eftir að Kúrdar ventu kvæði sínu í kross og gerðu bandalag við Rússa og sýrlenska stjórnarherinn. Um leið og Bandaríkjaher er að hverfa á brott frá landinu virðist allt stefna í lokauppgjör í borgarastríðinu sem hefur geisað í átta ár.

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
Erdogan og Trump Ráða ráðum sínum á á fundi NATÓ í Brussel í fyrra. Samkomulag Trumps við Erdogan, sem sá fyrrnefndi gerði án þess að ráðfæra sig við ráðgjafa, gaf þeim síðarnefnda skotleyfi á Kúrda í Sýrlandi.  Mynd: Shutterstock
ritstjorn@stundin.is

Fornt kúrdískt máltæki segir: „Kúrdar eiga enga vini nema fjöllin.“ Í gegnum aldirnar hefur þjóðin ekki átt sitt eigið ríki heldur verið gestkomandi í grannríkjum sínum: Tyrklandi, Íran, Sýrlandi og Írak. Þar hafa Kúrdar sætt kúgun og ítrekað þurft að flýja til fjalla og taka upp vopn til að bjarga þjóðinni frá útrýmingu. 

Það hafa komið tímabil þar sem þjóðarbrotið hefur náð að rísa til metorða, t.d. Í Persaveldi og um tíma í Ottómanveldinu þar sem þeir voru mikilsmetnir hermenn, en eins og sagan segir eru Kúrdar vanir því að vera stungnir í bakið fyrr eða síðar og hafa alltaf verið sviknir um eigið ríki á endanum.

Kúrdar eru í dag að minnsta kosti 40 milljónir, þó að erfitt sé að festa á það tölu vegna þess hve dreifðir þeir eru. Rúmur þriðjungur þeirra býr í Tyrklandi þar sem þeir sæta sérstaklega mikilli kúgun í dag. Tyrkneska ríkið gerir ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Sýnum spillingunni kurteisi

Andri Sigurðsson

Sýnum spillingunni kurteisi

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rok í Reykjavík

Rok í Reykjavík

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Í upphafi var orðið

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Í upphafi var orðið

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Reyna að bjarga jólakettinum

Reyna að bjarga jólakettinum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap

Soffía Auður Birgisdóttir

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap