Svæði

Sýrland

Greinar

„Ég er ekki hrædd lengur“
ViðtalFlóttamenn

„Ég er ekki hrædd leng­ur“

Sara Mar­dini og syst­ir henn­ar björg­uðu lífi 18 manns þeg­ar þær stukku út í Mið­jarð­ar­haf­ið og drógu bát full­an af hæl­is­leit­end­um í þrjá og hálf­an tíma að landi. Sara flúði átök í heimalandi sínu, Sýr­landi, en á núna yf­ir höfði sér 25 ára fang­elsi verði hún sak­felld af grísk­um dóm­stól fyr­ir þátt­töku sína í hjálp­ar­starfi á sama svæði og hún sjálf lenti í sjáv­ar­háska.
Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu
Erlent

Upp­ljóstr­ari for­dæm­ir rit­skoð­un efna­vopna­skýrslu

Wiki­leaks og Stund­in birta í dag tölvu­póst frá upp­ljóstr­ara inn­an Efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar í Haag, OPCW. Þar rek­ur hann hvernig yf­ir­menn hans hagræddu stað­reynd­um í skýrslu um meinta efna­vopna­árás í Sýr­landi í fyrra. Nið­ur­stöð­urn­ar komi ekki heim og sam­an við þau gögn sem hann og aðr­ir sér­fræð­ing­ar söfn­uðu á vett­vangi.
Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu
Úttekt

Efna­vopna­stofn­un sök­uð um að falsa Sýr­lands­skýrslu

Sér­fræð­ing­ar á veg­um Efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar OPCW gera al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fram­setn­ingu gagna sem þeir tóku þátt í að safna í Sýr­landi. Vafi ligg­ur á um hvort efna­vopn­um hafi í raun ver­ið beitt í borg­inni Douma í fyrra. Banda­ríkja­menn, Bret­ar og Frakk­ar gerðu loft­árás­ir á Sýr­lands­stjórn í refsiskyni áð­ur en nokkr­ar sann­an­ir lágu fyr­ir.
Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
GreiningStríðið í Sýrlandi

Rýt­ing­ur í bak Kúrda leið­ir til lo­ka­upp­gjörs í Sýr­landi

Banda­ríkja­stjórn sveik sína nán­ustu banda­menn gegn IS­IS á dög­un­um með því að gefa Tyrkj­um skot­leyfi á varn­ar­sveit­ir Kúrda í Sýr­landi. Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti er hins veg­ar kom­inn í stór­kost­leg vand­ræði og inn­rás hans er í upp­námi eft­ir að Kúr­d­ar ventu kvæði sínu í kross og gerðu banda­lag við Rússa og sýr­lenska stjórn­ar­her­inn. Um leið og Banda­ríkja­her er að hverfa á brott frá land­inu virð­ist allt stefna í lo­ka­upp­gjör í borg­ara­stríð­inu sem hef­ur geis­að í átta ár.
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
Greining

Gagn­rýni á inn­rás Tyrkja jafn­gild­ir hryðju­verk­um

Banda­lags­ríki Ís­lend­inga í Nató hót­ar að láta 3,6 millj­ón­ir hæl­is­leit­enda „flæða“ yf­ir Evr­ópu ef árás Tyrkja á Sýr­land verð­ur skil­greind sem inn­rás. Stjórn­ar­her Sýr­lands, studd­ur af Ír­ön­um og Rúss­um, stefn­ir í átt að tyrk­nesk­um her­sveit­um. Gagn­rýni á inn­rás­ina hef­ur ver­ið gerð refsi­verð og tyrk­neska lands­lið­ið í knatt­spyrnu tek­ur af­stöðu með inn­rás­inni.
Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina
ViðtalStríðið í Sýrlandi

Vin­ir Hauks ef­ast um op­in­beru frá­sögn­ina

Varn­ar­sveit­ir Kúrda hafa gef­ið það út að Hauk­ur Hilm­ars­son hafi far­ist í árás Tyrk­lands­hers þann 24. fe­brú­ar 2018. Snorri Páll Jóns­son hef­ur síð­ast­lið­ið ár reynt að kom­ast til botns í því hvað varð um besta vin hans. Hann á erfitt með að taka hina op­in­beru sögu trú­an­lega enda stang­ast frá­sagn­ir fé­laga Hauks af vett­vangi á við hana að veru­legu leyti.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu