Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands
Réttarhöld yfir Paulo Macchiarini, ítalska skurðlækninum sem græddi plastbarka í þrjá sjúklinga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð eru hafin þar í landi. Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir er vitni ákæruvaldsins í málinu og á að segja frá blekkingum Macchiarinis. Plastbarkamálið tengist Íslandi með margs konar hætti.
ViðtalFlóttamenn
„Ég er ekki hrædd lengur“
Sara Mardini og systir hennar björguðu lífi 18 manns þegar þær stukku út í Miðjarðarhafið og drógu bát fullan af hælisleitendum í þrjá og hálfan tíma að landi. Sara flúði átök í heimalandi sínu, Sýrlandi, en á núna yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hún sakfelld af grískum dómstól fyrir þátttöku sína í hjálparstarfi á sama svæði og hún sjálf lenti í sjávarháska.
Fréttir
Verður daglega fyrir morðhótunum á netinu
Ung íslensk kona slapp naumlega undan manni sem réðst að henni á götu úti um hábjartan dag í Istanbúl fyrir nokkrum vikum. Maðurinn var vopnaður hnífi. Konan, sem er fædd í Sómalíu, er samfélagmiðlastjarna þar og birtir myndbönd og fyrirlestra undir heitinu MID SHOW. Hún verður daglega fyrir morðhótunum á samfélagsmiðlum vegna baráttu sinnar fyrir réttlæti til handa stúlkum og konum í fæðingarlandi hennar og víðar.
GreiningPegasus-forritið
Pegasus-forritið: Hleranir, ofsóknir og morð
Rúmlega 80 blaðamenn störfuðu í tæpt ár við að fletta ofan af ísraelska fyrirtækinu NSO. Njósnaforriti þess var komið fyrir í símum fjölda blaðamanna, stjórnmálamanna, lögfræðinga og fulltrúa mannréttindasamtaka.
Fréttir
Vill viðurkenna þjóðarmorð á Armenum nú á viðsjárverðum tímum
Alþjóðasamfélagið þrýstir á Tyrki að beita Armeníu ekki hernaði vegna deilu við Aserbaísjan. Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður telur mikilvægt að Ísland viðurkenni þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni.
Myndir
Viskubit
Heimskur, uppruni orðsins er sá sem heldur sig heima við, aflar sér ekki þekkingar á ferðum sínum. Páll Stefánsson heldur áfram að deila lærdómi í myndum af ferðum sínum um heiminn.
GreiningStríðið í Sýrlandi
Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
Bandaríkjastjórn sveik sína nánustu bandamenn gegn ISIS á dögunum með því að gefa Tyrkjum skotleyfi á varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi. Erdoğan Tyrklandsforseti er hins vegar kominn í stórkostleg vandræði og innrás hans er í uppnámi eftir að Kúrdar ventu kvæði sínu í kross og gerðu bandalag við Rússa og sýrlenska stjórnarherinn. Um leið og Bandaríkjaher er að hverfa á brott frá landinu virðist allt stefna í lokauppgjör í borgarastríðinu sem hefur geisað í átta ár.
Greining
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
Bandalagsríki Íslendinga í Nató hótar að láta 3,6 milljónir hælisleitenda „flæða“ yfir Evrópu ef árás Tyrkja á Sýrland verður skilgreind sem innrás. Stjórnarher Sýrlands, studdur af Írönum og Rússum, stefnir í átt að tyrkneskum hersveitum. Gagnrýni á innrásina hefur verið gerð refsiverð og tyrkneska landsliðið í knattspyrnu tekur afstöðu með innrásinni.
Fréttir
Trump gefur Tyrkjum skotleyfi á Norður-Sýrland
Bandarísk stjórnvöld kúventu í gær afstöðu sinni til innreiðar tyrkneska hersins í Norður-Sýrland. Haukur Hilmarsson er talinn hafa fallið í árásum Tyrkja á svæðinu. Donald Trump hefur dregið stuðning Bandaríkjanna við hersveitir Kúrda til baka.
Fréttir
Betri samskipti við Tyrkland vegna landsliðsins en Hauks: „Bara um að ræða mannslíf“
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, segir utanríkisráðuneytið telja mikilvægara að miðla málum vegna tyrkneska landsliðsins en að komast að hinu sanna um afdrif Hauks eftir loftárás tyrkneska hersins.
ViðtalStríðið í Sýrlandi
Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina
Varnarsveitir Kúrda hafa gefið það út að Haukur Hilmarsson hafi farist í árás Tyrklandshers þann 24. febrúar 2018. Snorri Páll Jónsson hefur síðastliðið ár reynt að komast til botns í því hvað varð um besta vin hans. Hann á erfitt með að taka hina opinberu sögu trúanlega enda stangast frásagnir félaga Hauks af vettvangi á við hana að verulegu leyti.
Fréttir
Stjórnvöld hættu að leita Hauks án þess að segja aðstandendum frá því
Utanríkisráðherra segist hafa gert allt sem í hans valdi stæði til að hjálpa til við leitina að Hauki Hilmarssyni. Segir staðfest að tyrknesk stjórnvöld telji Hauk af.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.