Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Pegasus-forritið: Hleranir, ofsóknir og morð

Rúm­lega 80 blaða­menn störf­uðu í tæpt ár við að fletta of­an af ísra­elska fyr­ir­tæk­inu NSO. Njósna­for­riti þess var kom­ið fyr­ir í sím­um fjölda blaða­manna, stjórn­mála­manna, lög­fræð­inga og full­trúa mann­rétt­inda­sam­taka.

<span>Pegasus-forritið:</span> Hleranir, ofsóknir og morð

Ísraelskt fyrirtæki hefur í tæpan áratug selt vafasömum ríkisstjórnum um allan heim aðgang að hinu öfluga njósnaforriti Pegasus. Ný rannsókn fjölmiðla og mannréttindasamtaka sýnir umfangsmikla misnotkun á forritinu og bendlar það meðal annars við morð á pólitískum andstæðingum og blaðamönnum.

Upphaf rannsóknarinnar má rekja til þess að í fyrra komust mannréttindasamtökin Amnesty International yfir lista sem var sagður sýna 50 þúsund símanúmer einstaklinga sem væru undir eftirliti með notkun öflugs njósnabúnaðar frá ísraelska fyrirtækinu NSO. Amnesty deildi upplýsingunum með 17 virtum fjölmiðlum á borð við Guardian, Washington Post, Le Monde, Radio France, Die Zeit, Haaretz og fleiri.

Rúmlega 80 blaðamenn störfuðu í tæpt ár við að fletta ofan af þessu umfangsmikla máli og leiddi rannsókn þeirra í ljós að njósnaforriti frá NSO hafði verið komið fyrir í símum fjölda blaðamanna, stjórnmálamanna, lögfræðinga og fulltrúa mannréttindasamtaka. Forritið nefnist Pegasus og samkvæmt gögnum frá Wikileaks hefur það verið í notkun í að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu