Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina

Varnarsveitir Kúrda hafa gefið það út að Haukur Hilmarsson hafi farist í árás Tyrklandshers þann 24. febrúar 2018. Snorri Páll Jónsson hefur síðastliðið ár reynt að komast til botns í því hvað varð um besta vin hans. Hann á erfitt með að taka hina opinberu sögu trúanlega enda stangast frásagnir félaga Hauks af vettvangi á við hana að verulegu leyti.

Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina
Með grískum anarkistasamtökum Haukur kom til Sýrlands á vegum grísku anarkistasamtakanna RUIS en hann lauk herþjálfun hjá tyrkneska marxistaflokknum, MLKP.  Mynd: Facebook
jonbjarki@stundin.is

Fyrir um ári síðan, eða þann 6. mars 2018, bárust fréttir þess efnis að Haukur Hilmarsson hefði fallið í árás Tyrklandshers á Afrin-hérað í Norðvestur-Sýrlandi, en þangað var Haukur kominn til að leggja Rojava-byltingu sýrlenskra Kúrda lið. Fyrstu fréttir af atburðum voru óljósar og sumar þversagnakenndar. Þannig var Haukur ýmist sagður hafa farist í sprengjuárás, skotárás eða loftárás Tyrklandshers auk þess sem tveir samherjar hans, sem voru sagðir arabískir í mörgum fréttum en tyrkneskir í öðrum frásögnum, áttu ýmist að hafa fallið með honum eða lifað árásina af. Þá virtust dagsetningar og staðsetningar atburðarins töluvert á reiki. Varnarsveitir Kúrda, YPG, gáfu síðar út opinbera yfirlýsingu þar sem því var haldið fram að Haukur hefði látist í sprengjuárás Tyrklandshers á víglínunni Badina-Dimilya þann 24. febrúar 2018, og hafa þeir haldið þeirri dagsetningu á lofti æ síðan.

Snorri Páll Jónsson og Steinunn Gunnlaugsdóttir, vinir Hauks til margra ára, hafa ásamt ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Ekki treysta Alþingi

Henry Alexander Henrysson

Ekki treysta Alþingi

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Ástin í franskri lauksúpu

Ástin í franskri lauksúpu

·
Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

·
Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp

Barnavernd gefst upp

·
Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

·
Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð

Guðmundur Hörður

Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð

·