Alþjóðlegi Íslendingurinn Magnús Maríuson kom á Cannes-hátíðina til að kynna þýsk-búlgarska mynd sem hann leikur hlutverk í. Hann hefur gegnt herskyldu í Finnlandi, leikið nasista í kafbát og nú ungan mann sem sefur hjá eldri konu.
Menning
Saga mannsins sem lifði Auschwitz af en dó undir stiganum sínum
Íslensk þýðing á einni þekktustu endurminningabókinni um helförina er komin út hjá Forlaginu. Þetta er bókin Ef þetta er maður eftir ítalska gyðinginn Primo Levi. Bókin er köld og vísindaleg lýsing á hryllingi fangabúðanna Auschwitz þar sem Levi dvaldi í eitt ár í lok seinni heimsstyrjaldarinnar.
ViðtalFlóttamenn
„Ég er ekki hrædd lengur“
Sara Mardini og systir hennar björguðu lífi 18 manns þegar þær stukku út í Miðjarðarhafið og drógu bát fullan af hælisleitendum í þrjá og hálfan tíma að landi. Sara flúði átök í heimalandi sínu, Sýrlandi, en á núna yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hún sakfelld af grískum dómstól fyrir þátttöku sína í hjálparstarfi á sama svæði og hún sjálf lenti í sjávarháska.
Viðtal
Fjölskylduhreiðrið fest á filmu
Í nýrri stuttmynd Hlyns Pálmasonar leika börnin hans sér í nýbyggðum kofa á milli þess sem náttúran dynur á timbrinu. Eftir frumsýninguna á Berlinale hátíðinni settust Hlynur og Ída Mekkín, dóttir hans, niður með Stundinni til að spjalla um fjölskylduverkefnið og flakk þeirra á kvikmyndahátíðir heimsins.
Viðtal
„Þessi ótti upp á líf og dauða var raunverulegur“
Leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson átti stórt líf sem unglingur þar sem slagsmálin voru upp á líf og dauða og fullorðna fólkið varð einskis víst. Hann notar drauma sína sem innblástur fyrir aldamótasögur um unga drengi sem berjast við stórar tilfinningar. Stundin ræddi við hann um nýjustu kvikmynd hans, Berdreymi, á milli ævintýra á Berlinale hátíðinni.
Menning
Berdreymi verðlaunuð á Berlinale hátíðinni
Ný kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar var valin besta evrópska kvikmyndin úr svokölluðum Panorama flokki hátíðarinnar í Berlín af Samtökum evrópskra kvikmyndahúsa, Europa Cinemas.
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun
3
Íslensk orkumiðlun hefur selt þúsundum neytenda rafmagn á gölluðum forsendum
Nýtt raforkusölukerfi á Íslandi felur meðal annars í sér hugmyndina um söluaðila til þrautavara. Viðskiptavinir fara sjálfkrafa í viðskipti við það raforkufyrirtæki sem er með lægsta kynnta verðið. Íslensk orkumiðlun hefur verið með lægsta kynnta verðið hingað til en rukkar þrautavaraviðskipti sína hins vegar fyrir hærra verð. Orkustofnun á að hafa eftirlit með kerfinu um orkusala til þrautavara.
FréttirCovid-19
Dómari líkir framtíð óbólusettra við gyðinga á tíma nasista
Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, sem býður sig fram til Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, spyr hvort einkenna eigi óbólusetta með gulri stjörnu í Þýskalandi.
FréttirCovid-19
Íslendingar erlendis í „lockdown“: „Hér er önnur hver manneskja með magasár af ofdrykkju“
Mörg lönd Evrópu hafa hert reglur og jafnvel sett á útgöngubönn eftir hátíðarnar til að ná tökum á faraldrinum. Hönnuður í Berlín segist bjartsýn á að áætlanir um að allir fái bóluefni fyrir mitt ár gangi eftir.
Viðtal
Fór til Þýskalands í legnám: „Allar aðrar dyr voru lokaðar“
Endómetríósa og legslímu- og vöðvavilla hefur valdið Írisi Elnu Harðardóttur kvölum frá 10 ára aldri. Hún segist hafa mætt skilningsleysi mennta- og heilbrigðisstarfsfólks þar sem hún beri ekki sjúkdóminn utan á sér. Nú hefur hún safnað reynslusögum tuga kvenna sem telja sig hafa mætt skilningsleysi í kerfinu.
Fréttir
Segir sendiherrann hafa lagt sig í einelti eftir gleðigönguna
Margrét Adamsdóttir, sem starfaði í pólska sendiráðinu á Íslandi, segir Gerard Pokruszyński sendiherra hafa kallað nafntogaða diplómata niðrandi orðum um samkynhneigða, meðal annars Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sér hafi verið mismunað fyrir trúarskoðanir og fyrir að hafa birt myndir af sér á Hinsegin dögum.
Menning
Notar app til að sýna myndlist
Verk Maríu Guðjohnsen nýta sér „gagnaukinn veruleika“ til að draga áhorfandann inn í nýja vídd.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.