Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Mannréttindi
Flokkur
Athugasemdakerfi uppfull af hatursorðræðu vegna frétta af morðmáli

Athugasemdakerfi uppfull af hatursorðræðu vegna frétta af morðmáli

Framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu segir fulla ástæðu til að loka athugasemdakerfum þegar fluttar eru fréttir af jaðarsettum hópum. Verði ekki spornað gegn hatursorðræðu gæti það orsakað samfélagsrof.

Gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja fyrir morð án dóms og laga

Gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja fyrir morð án dóms og laga

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi stjórnvöld í Filippseyjum harðlega í ræðu hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf á dögunum. Þá sagði hann íslensk stjórnvöld ákveðin í því að uppræta kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi.

Ólafur fundaði með ráðherra

Ólafur fundaði með ráðherra

Ólafur Hafsteinn Einarsson fékk loks fund með dómsmálaráðherra um vistun hans í fangelsi vegna fötlunar. Ráðherra vildi ekki lofa rannsókn eða gefa út neinar yfirlýsingar um framhaldið.

Fatlaður maður sækist eftir réttlæti eftir vistun í fangelsi

Fatlaður maður sækist eftir réttlæti eftir vistun í fangelsi

Ólafur Hafsteinn Einarsson, lögblindur maður, var vistaður í lok níunda áratugarins í opnu kvennafangelsi á Suðurlandi þar sem hann upplifði niðurlægingu og harðræði og leið eins og hann væri fangi. Hann hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra vegna vistunar fullorðins fatlaðs fólks á vistheimilum.

Frelsi okkar til að vernda börn

Frelsi okkar til að vernda börn

Mikilvægasta verkefni samfélags er að vernda börn. Barnavernd trompar trúarbrögð, hefðir og menningarlega afstæðishyggju.

Trump grefur undan eftirliti, andófi og aðhaldi

Trump grefur undan eftirliti, andófi og aðhaldi

Eftirlitsstofnanir, fjölmiðlar og grasrótarhópar hafa setið undir stanslausum árásum á fyrsta ári Donald Trumps í embætti. Forsetinn hefur sett sérstakan andstæðing Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna yfir stofnunina og afturkallað fleiri reglugerðir en nokkur fyrirrennara hans gerði á fyrstu mánuðunum í embætti. Hátt í 200 manns sem mótmæltu við setningarathöfn Trumps gætu átt yfir höfði sér áratugalangt fangelsi. Þá hefur árásum hans á fjölmiðla verið líkt við stalínisma.

Ástin beygði valdið

Ástin beygði valdið

Amir Shokrgoz­ar og Jó­hann Emil Stef­áns­son gengu í hjónaband á Ítalíu í nóvember síðastliðnum og í desember fékk Amir loksins að snúa aftur heim til Íslands, rúmum tíu mánuðum eftir að honum var vísað úr landi með lögreglufylgd. Þeir líta björtum augum á framtíðina og eru þakklátir öllum þeim sem hafa veitt þeim hjálparhönd.

Kjarabætur örorkulífeyrisþega standa á sér

Kjarabætur örorkulífeyrisþega standa á sér

Í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar er sama stefna í málefnum öryrkja og núverandi forsætisráðherra gagnrýndi harkalega á sínum tíma. Formaður Öryrkjabandalagsins segir að þingmenn úr öllum flokkum hafi lofað kjarabótum örorkulífeyrisþega strax og það séu mikil vonbrigði að þau orð hafi reynst innihaldslaus.

Samráðsleysi við fatlað fólk

Samráðsleysi við fatlað fólk

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var fullgildur á síðasta ári, án samráðs við fatlað fólk. Enn á eftir að innleiða samninginn í íslensk lög og dómstólar dæma ekki samkvæmt honum.

Fimm manna fjölskylda send í ókunnugar aðstæður í Ghana

Fimm manna fjölskylda send í ókunnugar aðstæður í Ghana

Theresa Kusi Daban og William Kyeremateng óttast örlög barnanna sinna verði þau endursend til Ghana, líkt og íslensk stjórnvöld áforma. Börnin hafa aldrei komið til Afríku og foreldrarnir hafa ekki komið til heimalandsins í hartnær 15 ár. Lögmaður segir lagabreytingu sem samþykkt var á síðasta degi þingsins í haust mismuna börnum á flótta.

Evrópuráðið mælir gegn aldursgreiningum

Evrópuráðið mælir gegn aldursgreiningum

Evrópuráðið segir líkamsrannsóknir ekki geta gefið nákvæma niðurstöðu um aldur.

Fær ekki að koma heim fyrr en hann borgar brottflutninginn

Fær ekki að koma heim fyrr en hann borgar brottflutninginn

Eugene Imotu fær ekki að koma aftur til Íslands fyrr en hann hefur borgað fyrir brottflutning sinn úr landi. Hann var í sumar handtekinn, aðskilinn fjölskyldu sinni og fluttur úr landi, eftir að hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Stuttu síðar fengu börnin hans þrjú dvalarleyfi.