Mannréttindi
Flokkur
Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum

Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum

·

„Það er verið að svelta fólk þangað til það tekur tilboði stjórnvalda,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur frestað því að fylgja eftir umdeildum breytingum á kerfinu og öryrkjar dragast aftur úr í lífskjörum.

71% umsókna um vernd synjað

71% umsókna um vernd synjað

·

71% umsókna um alþjóðlega vernd, sem teknar voru til efnismeðferðar í fyrra, var synjað. Þorri umsókna hefur komið frá Georgíu, Albaníu og Makedóníu undanfarin ár.

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·

Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að verja uppljóstrara og tjáningarfrelsi sitja íslensk stjórnvöld undir ámæli fyrir að verja ekki uppljóstrara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var forsætisráðherra þegar OECD lýsti yfir „vonbrigðum“ með veika stöðu uppljóstrara á Íslandi.

Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa

Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa

·

Starfsfólk Laugardalslaugar fór fram á að trans maðurinn Prodhi Manisha notaði ekki karlaklefa laugarinnar, jafnvel þótt mannréttindastefna borgarinnar taki skýrt fram að það sé óheimilt að mismuna fólki eftir kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu eða kyneinkennum. Formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs vill leyfa kynvitund að ráða vali á búningsklefum í sundlaugum.

Ólga innan háskólans vegna tanngreininga: Rektor tjáir sig ekki um gagnrýni

Ólga innan háskólans vegna tanngreininga: Rektor tjáir sig ekki um gagnrýni

·

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, vill ekki tjá sig um gagnrýni starfsmanna og doktorsnema sem leggjast einróma gegn því að framkvæmdar séu tanngreiningar á ungum hælisleitendum innan veggja skólans. Hann segir málið í farvegi og að farið verði yfir þau sjónarmið sem fram koma.

Ákæran svo óskýr að þeim sé „ógerlegt að taka til varna“

Ákæran svo óskýr að þeim sé „ógerlegt að taka til varna“

·

Farið er fram á að máli gegn þeim Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju, sem stóðu upp í flugvél til að mótmæla brottvísun hælisleitanda, verði vísað frá dómi. Segja ákæruna of óskýra til að hægt sé að taka afstöðu til sakargifta auk þess ákærðu hafi ekki notið réttlátar málsmeðferðar.

Þrælahald á 21. öldinni

Þrælahald á 21. öldinni

·

Erlent verkafólk er margfalt fjölmennara en innfæddir íbúar í sumum Persaflóaríkjum. Í Sádi-Arabíu var indónesísk kona, sem gegndi stöðu eins konar ambáttar, tekin af lífi fyrir morð á húsbóndanum, sem hún segir hafa beitt sig kynferðisofbeldi.

„Okkur líður eins og að ef við snertum gull verði það að grjóti“

„Okkur líður eins og að ef við snertum gull verði það að grjóti“

·

Kúrdísk hjón sem flúðu frá Írak með barnungan son sinn eiga nú á hættu að verða send úr landi. Á heimaslóðum þeirra ráða stríðsherrar sem hafa hótað að brenna fjölskylduföðurinn lifandi.

Berst fyrir viðurkenningu á ranglætinu sem fólst í því að vista hann í fangelsi

Berst fyrir viðurkenningu á ranglætinu sem fólst í því að vista hann í fangelsi

·

Ólafur Hafsteinn Einarsson, fatlaður maður sem var vistaður án dóms í kvennafangelsi, átti fund með dómsmálaráðherra í mars en hefur ekki enn fengið afgreiðslu á máli sínu. Ólafur krefst þess að rannsókn fari fram á máli hans og annarra sem voru vistaðir með honum.

Nasísk hryðjuverkasamtök sækja sér íslenska meðlimi: „MÚSLIMALAUST ÍSLAND!“

Nasísk hryðjuverkasamtök sækja sér íslenska meðlimi: „MÚSLIMALAUST ÍSLAND!“

·

„Ég fann fyrir blöndu af hræðslu og reiði,“ segir ungur piltur í Kópavogi sem fékk send skilaboð á vegum samtaka sem berjast fyrir þjóðernis-félagshyggju, eða nasisma, á Íslandi.

Greiðir sektir vegna brota við búrkubanni

Greiðir sektir vegna brota við búrkubanni

·

Fransk-alsírskur fjárfestir sem hyggst greiða sektir vegna búrkubannsins í Danmörku hefur reitt þingmenn Danska þjóðarflokksins til reiði. Þeir vilja nú að refsingin verði fangelsisvist í stað sekta.

Drengurinn í hellinum

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·

Í átta ár börðust lögfræðingar ríkisins af fullri hörku við foreldra barns með hræðilegan sjúkdóm.