Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stór hluti Pólverja á Íslandi harmar sigur Duda: „Við vorum ekki að fylgjast nógu vel með“

Hinn íhalds­sami Andrzej Duda vann for­seta­kosn­ing­ar Pól­lands með naum­um mun. Um 80 pró­sent Pól­verja á Ís­landi studdu and­stæð­ing hans Rafal Trza­skowski, en sam­kvæmt Wikt­oriu Gin­ter rík­ir harm­ur með­al þeirra í dag.

Stór hluti Pólverja á Íslandi harmar sigur Duda: „Við vorum ekki að fylgjast nógu vel með“
Wiktoria Joanna Ginter Wiktoria er pólsk en hefur búið á Íslandi í fjölda ára. Hún lýsir ótta sínum á upprisu öfga-hægris í heimalandi sínu sem og víðar í Evrópu.

Flestir Pólverjar sem eru búsettir á Íslandi studdu Rafal Trzaskowski í forsetakosningum Póllands, sem fram fóru í gær. Andrzej Duda bar sigur úr býtum með 51.2% atkvæða, en um er að ræða naumasta sigur forseta síðan kommúnismi leið undir lok þar í landi árið 1989. Kosningaherferð Duda ól á sundrungu og byggði á hugmyndafræði öfga-hægris (e. alt right) og íhaldssömum kaþólskum gildum sem vega að réttindum kvenna og LGBT fólks. 

Andrzej DudaHann bar aðeins nauman sigur úr býtum, en margir óttast sundrungu og uppgang fasískra tilburða í skjóli kjörtímabils hans sem forseta.

Rétt eins og á Íslandi á forsetinn í Póllandi að vera hlutlaus, en Duda er þekktur fyrir að viðra öfgafullar skoðanir. Hann var harðlega gagnrýndur þegar hann lét þau ummæli falla að réttindi LGBT fólks væru hugmyndafræði skaðlegri en kommúnisminn sem ríkti á tíma foreldra hans. Í því samhengi ber að geta að réttindi LGBT fólks í Póllandi eru þau veikustu sem fyrirfinnast í Evrópusambandinu.

Wiktoria J. Ginter, pólsk kona sem búsett hefur verið á Íslandi síðast liðin 13 ár, segist vonsvikin með niðurstöður kosninganna. Hún er gift íslenskum manni og eiga þau von á barni eftir tvær vikur. Wiktoria segir þetta vera erfiðan dag fyrir Pólverja á Íslandi, en hún segir 79,8% Pólverja á Íslandi hafa stutt Trzaskowski í kosningunum samkvæmt opinberum upplýsingum. „Flestir Pólverjar sem búsettir eru á Íslandi studdu Trzaskowski. Þetta er mjög erfitt, ég grét í allan morgun,“ segir Wiktoria. 

Alið á sundrungu og fordómum

Wiktoria lýsir miklum áhyggjum af íhaldssamri pólitískri þróun í Póllandi og öðrum Evrópulöndum. „Frá 2015 hefur ríkt öfga-hægri ríkisstjórn í Póllandi, sem hefur ítrekað brotið gegn stjórnarskránni og lagt fram mjög fasíska stefnu og löggjöf í skjóli nætur, án mikillar fjölmiðlaathygli. Það ríkja jafnframt miklar efasemdir um sanngirni og réttmæti kosninganna. Þau tóku yfir ríkisfjölmiðla sem er eina fréttaveita stórs hluta landsbyggðar Póllands, þar sem fólk á ekki efni á öðrum fjölmiðlum. Ríkismiðillinn er fullur af pólitískum áróðri ríkisstjórnarinnar.“

Hún segir mikla sundrungu ríkja í samfélaginu, sem endurspeglist í kjósendahópum. „Við vitum að um 70% fólks með lágt menntunarstig kaus Duda, á meðan fólk með hærra menntastig kaus Trzaskowski. Eldri borgar kusu Duda einnig í ríkari mæli, á meðan yngra fólk kaus Trzaskowski. Svo þjóðinni er í raun skipt í tvennt.“

Evrópusambandið miðpunktur átaka

Wiktoria segir ólíka afstöðu til Evrópusambandsins hafa verið í brennidepli kosninganna. „Hægri stjórnin er mjög andvíg Evrópusambandinu og ótti okkar er að á einhverjum tímapunkti muni hún reyna að segja okkur úr því, jafnvel án umboðs úr kosningum. Við höfum nú þegar misst mikið síðustu fimm ár. Fyrir þessa ríkisstjórn var Pólland leiðandi land í Evrópusambandinu, þar sem forsætisráðherra Donald Tusk var kjörinn forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins (e. European Council) tvisvar í röð. Hann stóð sig mjög vel í því starfi og leitaðist við að stuðla að meiri sameiningu innan Evrópusambandsins. Duda ól á áróðri gegn Evrópusambandinu sem var hannaður til þess að vekja ótta meðal hópa sem hafa litla menntun og lítinn skilning á hagkerfinu og alþjóðastjórnmálum.“

 „Öfga-hægrið er að hösla sér stærri sess í evrópskum stjórnmálum víðsvegar“

„Þetta eru mjög erfiðir tímar í Póllandi. Minn stærsti ótti varðandi kosninganiðurstöðurnar er að þar sem Duda tilheyrir öfga-hægri ríkisstjórnarflokkinum muni hann samþykkja allt það sem fer í gegnum þingið og muni ekki nota neitunarvald sitt þar sem hann deilir þeirra skoðunum. Forsetinn í Póllandi ætti að vera hlutlaus og ekki tilheyra neinum flokki, en hann er það ekki. Duda hefur aldrei verið hlutlaus síðustu fimm ár. Það sem þetta sýnir í víðara samhengi Evrópu er að öfga-hægrið er að sigra, jafnvel í sterku landi innan Evrópusambandsins eins og Pólland hefur verið undanfarin tíu ár. Þetta gæti ýtt undir upprisu öfga-hægris í öðrum löndum Evrópusambandsins. Versta útkoman væri að Pólland myndi yfirgefa Evrópusambandið og ég óttast að það gæti markað byrjun að endalokum þess. Öfga-hægrið er að öðlast stærri sess í evrópskum stjórnmálum víðsvegar.“

Þegar sagan fellur í gleymsku

„Það er eins og helmingur pólsku þjóðarinnar hafi gleymt Seinni heimsstyrjöldinni og kommúnismanum sem ríkti hér. Það er sorlegt og sjokkerandi. Ég held að þetta hafi gerst því við vorum ekki að fylgjast nógu vel með. Þegar útlendingahatur og rasismi jukust á sjónarsviðinu vorum við ekki að fylgjast með, heldur héldum við að þetta væru bara einhverjir nokkrir brjálæðingar að hrópa eitthvað sem enginn myndi taka mark á. Því stærra svið sem þeir fengu, þeim mun sterkari urðu þeir. Við erum núna að læra af þeim mistökum að bregðast ekki við strax í byrjun. Nú þurfum við að horfa upp á landið okkar eyðilagt næstu 5 árin, bæði hvað varðar lýðræði og hagkerfið sem mun líklega þjást mikið,“ segir Wiktoria.

Wiktoria hefur miklar áhyggjur af versnandi stöðu LGBT fólks undir stjórn Duda. „Skelfilegasti hlutinn í þessu öllu saman er viðhorf Duda til LGBT fólks. Þegar það kemur frá hæstu yfirvöldum landsins þá gefur það fólki sem er fyllt hatri gegn því sem það þekkir ekki einhvers konar leyfi til þess að vera ofbeldisfullt gagnvart þessum hópi. Það eru tilfelli þar sem fólk hefur verið barið fyrir að vera samkynhneigt í Póllandi. Það má líka sjá meira og meira hatur á netinu sem vindur upp á sig. Ég held að við munum sjá hræðilega þróun í þessum málum næstu fimm árin,“ segir hún. 

„Það er von meðal fólks, en við erum samt mörg mjög niðurbrotin yfir þessu“

Um upplifun Pólverja á Íslandi segir hún að ef marka megi hópa á samfélagsmiðlum haldi margir sem kusu Trzaskowski enn í vonina, en einnig megi gæta mikillar svartsýni sem hún segir einkenna sína eigin huglægni. „Það er von meðal fólks, en við erum samt mörg mjög niðurbrotin yfir þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
7
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
8
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu