Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
ViðtalHamingjan
2
Allt í einu fellur sprengja
Jóna Ósk Konráðsdóttir talar um leitina að hamingjunni eftir skilnað. Vinina sem þurfa að vera sérstakir til að hlusta á erfið mál. Og hún talar um hreyfingu og útiveru sem gefur henni mikið.
Fólkið í borginni
1
Gjáin eins og Eden
Mary og George Vollkommer hafa varið síðustu dögum á vafri um Ísland. Þau segja heimsókn sína í Gjána í Þjórsárdal hafa snert sig; það hafi verið eins og að heimsækja Edengarð.
Fólkið í borginni
Uppvakningur úr fortíðinni
Dagur fór til Danmerkur en upplifði sig líkt og uppvakning þegar hann sneri aftur heim tveimur árum síðar.
Viðtal
Til hvers eru skáld?
Þorvaldur Gylfason ræðir við Kristján Hreinsson.
Viðtal
3
Hrósa sigri yfir að hafa fundið „konuna sem lýgur“
Réttarhöldin í máli Johnny Depp á hendur Amber Heard færðu hópi fólks upp í hendurnar dæmi um þolanda ofbeldis sem ekki passar inn í hina fullkomnu staðalmynd. Að þeim þolanda, „konunni sem lýgur“, hefur verið leitað logandi ljósi frá því að MeToo-hreyfingin varð til segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Hugmyndin um hinn fullkomna þolanda er hins vegar tálsýn, ekki eru til nein „rétt“ viðbrögð við ofbeldi.
ViðtalNeyð á leigumarkaði
Þú átt ekki að þurfa heppni
Vilborg Bjarkadóttir, fyrrverandi formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, segir að þrátt fyrir að hún telji sig heppna með leigusala búi hún við þann veruleika að leigusamningur hennar nær aðeins til eins árs í senn. Á hverju ári sé sá möguleiki fyrir hendi að heppnin dugi henni ekki lengur og hún þurfi að finna nýjan samastað fyrir sig og börnin sín tvö.
ViðtalNeyð á leigumarkaði
Týndi árum á leigumarkaði
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, upplifir sig fastan á leigumarkaði. Hann hefur í tvígang reynt að festa kaup á íbúð frá því að hann byrjaði að leigja eftir skilnað en hefur ekki tekist það. Baráttan, höfnunin og upplifun sem hann lýsir sem áfalli segir hann hafa haft mikil og langvarandi áhrif á andlega heilsu hans og atgervi. Hann segir árin sem farið hafa í baráttuna ekki koma aftur og þess vegna séu þau í raun týnd.
Viðtal
„Ég þurfti bara að klára mig“
Helga Lilja Óskarsdóttir flúði í neyslu til að deyfa vanlíðan sína en einnig til að finna félagsskap fólks sem var utangátta eins og hún. Það var ekki fyrr en hún áttaði sig á því hversu algjörlega neyslan tók af henni stjórnina að hún varð hrædd og fann hjá sér eigin vilja til að verða edrú. Áður hafði hún hins vegar misst stjórnina algjörlega og farið á bólakaf.
Viðtal
1
„Við vorum mæðgur - ekki vinkonur“
Elísabet Jökulsdóttir um týpuálag, dagbók móður sinnar og bókina sem hún skrifaði um þær. Bók sem væri lýst sem bók um mæðgur í útlöndum. Á Íslandi verður hún alltaf bókin um Jóhönnu og Elísabetu.
Viðtal
2
Að deyja úr fordómum
Elísabet Jökulsdóttir er með nýrnabilun á lokastigi eftir röð læknamistaka. Ríkið hefur þegar viðurkennt mistökin og ekki síður þá staðreynd að einkenni og beiðnir Elísabetar um aðstoð voru hunsaðar árum saman. Lögmaður hennar segir að í málinu kristallist fordómar gegn geðsjúkum sem talsmaður Geðhjálpar segir allt of algenga.
Fólkið í borginni
Sæfarinn síhrakti
Jakub Madej er sjómaður til margra ára sem vinnur nú á Íslandi sem leiðsögumaður. Hann fluttist hingað fyrir nokkrum mánuðum síðan og virðist vera búinn að finna sér stað til að verja næstu árum. Ferðalagið hingað hefur hins vegar verið litað af lífsins öldugang og ýmsar sögur til í því sjópokahorni.
Viðtal
Uppgjör Páls: „Þetta er mál sem snýst um almannaheillina sjálfa“
Páll Matthíasson geðlæknir lét af störfum sem forstjóri Landspítalans í október síðastliðinn eftir 8 ár í starfi. Í viðtali við Stundina ræðir Páll um tíma sinn á forstjórastóli, hvernig var að taka við eftir niðurskurðarárin eftir hrun, hvað hann telur sig hafa gert vel og síður vel í starfi og hvernig það var að stýra þessum stærsta vinnustað landsins.
Viðtal
Frumbyggjar regnskógarins og háhýsi heimsborgarinnar
Hann lét gamlan draum rætast. Ferðaðist í vetur í 11 vikur um nokkur lönd Suður-Ameríku. Heimsótti meðal annars týndu borgina, La Ciudad Perdida, í regnskógum Kólumbíu, dvaldi í nokkra daga við Amasonfljótið og svo heimsótti hann litríka bæi og borgir og virti fyrir sér háhýsin í Buenos Aires þar sem hann var á jóladag eins og Palli sem var einn í heiminum. Aðalmálið var þó eiginlega fjallgöngur. Einar Skúlason, sem rekið hefur gönguklúbbinn Vesen og vergang í áratug, talar hér meðal annars um þennan draum sem rættist, frumbyggja regnskógarins, bæina og borgirnar og auðvitað talar hann um fjöllin. Hann talar líka um gönguklúbbinn sinn og Ísland; íslenska náttúru sem á hjarta hans.
Viðtal
Sagan hennar Alinu
Alina Kaliuzhnaya flúði Hvíta-Rússland eftir að hafa verið handtekin, fangelsuð, pyntuð og loks sett á lista yfir eftirlýsta glæpamenn fyrir það eitt að mótmæla kosningasvikum Lukashenko. Henni hefur í tvígang verið neitað um vernd af íslenskum stjórnvöldum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Alvarleg veikindi hennar og fötlun, það að hún sé eftirlýst í heimalandi sínu og faðir hennar þekktur pólitískur flóttamaður, hafði ekkert að segja.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.