Mest lesið

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt
1

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“
2

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·
Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð
3

Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð

·
Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
4

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím

·
Leyndardómurinn um týndu konuna
5

Sif Sigmarsdóttir

Leyndardómurinn um týndu konuna

·
Fólkið í borginni: Reykjavík er orðin döpur borg
6

Fólkið í borginni: Reykjavík er orðin döpur borg

·
Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“
7

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

·

Stefán Heilmann

Svar við grein Stundarinnar

Stefán Heilmann, sem bauð Vanessu Beeley til landsins, gagnrýnir fréttaflutning Stundarinnar af fundinum og telur vinnubrögðin „staðfesta þá undirliggjandi fordóma og þekkingarleysi sem er afleiðing af langvarandi einhliða fréttaflutningi vestrænna fjölmiðla“.

Stefán Heilmann

Stefán Heilmann, sem bauð Vanessu Beeley til landsins, gagnrýnir fréttaflutning Stundarinnar af fundinum og telur vinnubrögðin „staðfesta þá undirliggjandi fordóma og þekkingarleysi sem er afleiðing af langvarandi einhliða fréttaflutningi vestrænna fjölmiðla“.

Um helgina hélt breska  blaðakonan, Vanessa Beeley, erindi um Sýrlandsstríðið í Safnahúsinu fyrir troðfullum sal.  Vanessa er fullviss um að það sem hér á Vesturlöndum er oftast lýst sem uppreisn Sýrlendinga gegn ógnarstjórn Baath flokksins er í raun og veru innrás  íslamskra leppherja sem samanstanda af einstaklingum af ólíkum þjóðernum og sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af bandalagsríkjum vesturlanda á svæðinu, s.s Tyrklandi, Sádi Arabíu og Katar. Á sama tíma var kynnt nýútkomin bók í íslenskri þýðingu, Stríðið gegn Sýrlandi, eftir ástralska fræðimanninn Tim Anderson. Sú bók er ítarlegt fræðirit um stríðið og endurspeglar sjónarmið Vanessu mjög vel enda fór svo að þýðendur bókarinnar bættu ferðasögu Vanessu í Sýrlandi við bókina. Þýðendur bókarinnar bjuggust að sjálfsögðu við að bókin yrði umdeild enda fer hún gegn öllu því sem íslenskir fjölmiðlar hafa reynt að innræta í þjóðina. 

Það var svo á sunnudaginn að vefmiðlinn Stundin fjallaði um erindi Vanessu og bók Tim  Andersson undir fyrirsögninni „Forsætisráðherra mætir á fund stuðningskonu Assad-stjórnarinnar“.  Greinin var langt í frá að geta kallast frétt, í skársta falli væri hægt að kalla hana illa ígrundaða skoðun eða róg en það sem lýsir henni best er það sem á ensku er kallað „hit piece“, en þar er átt við grein þar sem markmiðið er að afvegaleiða lesendur með því að birta rangar eða hlutdrægar upplýsingar þótt reynt sé að gera það með trúverðugum hætti. 

Í „frétt“ Stundarinnar, sem aldrei  tók efnislega fyrir  það sem fram kom á fundinum eða efni bókarinnar, komu  fyrir nokkrar alhæfingar og illa ígrundaðar skoðanir  

Frekar framlega í „fréttinni“ er gert að umtalsefni að bókin hafi verið tileinkuð Hauki Hilmarssyni og það hafi verið gert í óþökk vina og fjölskyldu Hauks.  Við vinir Hauks sem erum í stjórn Testamentsins, útgáfu félags bókarinnar Stríðið gegn Sýrlandi,  settum okkur í samband við fjölskyldu Hauks, báðum hana afsökunnar og náðum sáttum. 

Næst tekur „frétt“ Stundarinnar Vanessu Beeley fyrir. Erindi hennar í Safnahúsinu er ekki rekið efnislega, heldur víkur strax að því að Vanessa hafi hitt lýðræðislega kjörinn forseta Sýrlands, Bahar Al Assad og hafi skálað með honum.  En hvers vegna Vanessa hitti Assad var ekki útskýrt í „frétt“ Stundarinnar.  Hér með skal því haldið til haga að  Vanessa var í Sýrlandi sem einn af fulltrúum bandarískrar friðarsendinefndar sem ferðaðist um Sýrland í 6 daga og átti formlega fundi með:  sýrlenskum þingmönnum, trúarleiðtogum, sýrlenskum stjórnarandstæðingum, menntamálaráðherra landsins, andstæðingum Baath flooksins, yfirmönnum í heilbrigðiskerfinu,  rektorum í háskólum í Sýrlandi og sýrlenskum lögfræðingum.

Næst tekur Stundin fyrir Tim Andersson, höfund bókarinnar Stríðið gegn Sýrlandi. Ekki er fjallað efnislega um bókina eða sagt frá fræðistörfum höfundar, heldur látið nægja að setja hlekk á grein eftir Tim Andersson þar sem hann rekur heimsókn sína til Norður-Kóreu.  Í  þeirri grein segir Anderson m.a að margt sem hann hafi upplifað í Norður-Kóreu stangist á við þá mynd sem máluð er af landinu í vestrænum fjölmiðlum. Tim Anderson ver aldrei valdhafa í Norður-Kóreu en ítrekar þá skoðun sína að fullveldi þjóða beri að virða. Þetta sjónarmið sitt  útskýrir  hann vel í formála  sínum í bókinni Stríðið gegn Sýrlandi.  Stundin ákvað að útskýra ekki fyrir lesendum nálgun Anderson heldur reynir einfaldlega að rýra trúverðugleika Tims með því einu að hann hafi "borið í bætifláka fyrir ... stjórnvöld í Norður-Kóreu".  Nú hafa einhverjir netverjar reynt að rýra trúverðugleika Anderson með því að bendla hann við hægri menn og nasista í Ástralíu.  Tim hefur svarað þessum róg. Hann segir að það sé óheiðarlegt að halda því fram að vinir hans séu hægri öfgamenn.  Menn sem aðhyllast slíka hugmyndafræði  hafi  mætt á fyrirlestra hans eða haldið ræðu á sama fundi, sumu er ekki hægt að stýra. Svo ég segi stuttlega frá Tim Anderson, þá er hann prófessor í hagfræði og alþjóðastjórnmálum við háskólann við Sydney í Ástralíu. Frá upphafi ferils síns sem fræðimaður hefur hann einbeitt sér sérstaklega að sjálfsákvörðunarrétti þjóða, þá sérstaklega í fátækari ríkjum Suður Ameríku, Suðaustur-Asíu, kyrrahafseyjum og Miðausturlöndum. Tim fékk í fyrra viðurkenningarorðu kúbverska lýðveldisins fyrir störf sín í þágu heilbrigðiskerfis landsins og um alla rómönsku Ameríku. Tim er óhræddur við að tala máli allra þjóða sem liggja undir höggi, hvort sem það eru  frumbyggjar í heimalandi hans, Ástralíu, íbúar Austur Tímor eða jafnvel íbúar Norður Kóreu. Rauður þráður í verkum hans er að virða beri rétttindi þjóða, einnig þeirra sem er auðvelt fyrir aðra að ráðskast með. Þetta er einnig megininntak bókar hans um Sýrland. Næst tekur Stundin fyrir það neikvæða álit sem Tim Anderson, Vanessa Beeley og fjöldi fræðimanna hafa á Hvítu Hjálmunum. Í „fréttinni“ er vitnað í grein Guardian sem heldur því fram að Hvítu Hjálmanir séu fórnarlömb ófræingarherferðar.  Stundin valdi að að setja hlekk á grein Guardian máli sínu til stuðnings en Stundin hefði nú allt eins getað sett hlekk á youtube myndband með John Pillger þar sem hann tekur undir skoðanir Vanessu og Anderson og kallar Hvítu Hjálmana:  „algjöran áróðurtilbúning“ (e. Complete propaganda contstruct). Í framhaldinu eru Vanessa og Tim gagnrýnd fyrir að þrætt fyrir að sýrlenski stjórnarherinn hafi notað efnavopn, þvert á niðurstöður stríðsglæparannsakenda Sameinuðu Þjóðanna. Sú skýrsla hefur sætt verulegri gagnrýni fyri hlutdrægni og að hafa litið framhjá sönnunargögnum sem fóru gegn niðurstöðum nefndarinnar. Ítarlega er rætt um þetta í bók Anderson.  

„Fréttin“ heldur áfram og gerir að umtalsefni álit tveggja Íslendinga, annars vegar Þórunnar Ólafsdóttur og hins vegar eins af vinum Hauks, Benjamíns Júlían.  Samkvæmt fréttinni hefur Þórunn eins og fjölmargir aðrir Íslendingar tekið þátt í hjálparstarfi í Miðausturlöndum en ég veit ekki hvort hún hafi komið til Sýrlands.  En af einhverjum ástæðum, ákvað Stundin og RÚV í nauðvörn  á mánudaginn að einblína á Þórunni Ólafsdóttur og hennar skoðanir á fundinum.  Eins og fram kom í Stundinni mætti hún Þórunn ekki einu sinni á fundinn og hefur ekki lesið bók Anderson. Þórunn segir orðrétt „Ég þarf ekki nettröll eins og þessa konu eða miðaldra karl með Rússablæti til að segja mér múkk um þetta stríð sem er allt of nálægt mér, alla daga“.  En á hverju skyldi Þórunn byggja sínar skoðanir.  Eru þær heimildir sem hún treystir á og þeir aðilar sem hún talar við eitthvað traustari en heimildir Vanessu, sem er búinn að ferðast um Sýrlandi í tæp 3 ár. Tim Anderson hefur líka ferðast um Sýrland og sett mikla vinnu í að rannsaka stríðið. Finnst Þórunni það sæmandi að afgreiða Vannesu og Tim og þeirra málflutning, sem þau byggja á á ítarlegri heimildarvinnu,  sem skoðanir „nettrölls“ og  „miðaldra karls með Rússablæti“?.

Áfram heldur Stundin og næst er skrifað um sýrlenska fánann sem var komið fyrir á ræðupúltinu.  Nokkuð einkennileg uppákoma  var á fundinum með þennan fána sem við skipuleggjendur fundarins berum enga ábyrgð á. Tveir Sýrlendinga mættu á fundinn og settu sýrlenska fánann á ræðupúltið. Það var svo í lok fundarinns sem fyrrnefndur Benjamín reis upp og reif sýrlenska fánann af púltinu og rauk í burtu.  Aftur var sýrlenski fáninn settur á púltið en nokkrum mínúntum síðar gekk bandarískur félagi hans að púltinu og reif fánann niður öðru sinni.  Þá var Sýrlendingnum nóg boðið og reif hann úr hendi Bandaríkjamannsins og kom honum aftur fyrir á púltinu.  Þetta var einkennileg andrúmsloft, truflaði fundinn og eithvað sem tíðkast venjulega ekki á fundum á Íslandi.  

Í lok greinarinnar er þess getið að Egill Helgason hafi hafnað boði Ögmundar um að fá Vanessu í viðtal.  Það kom þó ekki á óvart og viðbúið að sú yrði raunin enda er málflutningur Vanessu og bók Tims á skjön við fréttaflutning RÚV af átökunum.  Þess ber að geta að Egill Helgason hefur verið mjög virkur á vefmiðlum landsins síðan fundinum í Safnahúsinu lauk á laugardaginn. Í grein sinni á Eyjunni og í  kommentakerfum þá  ítrekar hann sömu skoðanir á Sýrlandsstríðinu og hann hefur talað fyrir undanfarin 7 ár og eru þær þvert á skoðanir Vanessa Beeley og Tim Anderson. 

Því haldið til haga að þótt að Vanessa hafið haldið fyrirlesturinn í fundarröð Ögmundar, þá var það ég sem bæði fékk leyfi frá Tim Anderson til að þýða bókina og bauð Vanessu til Íslands.  Einnig hafði ég frumkvæði að því að ræða við Ögmund og jafnramt að stinga upp á því  að Vanessa héldi erindi sitt á hans vegum. Ögmundur tók vel í það enda alltaf verið óhræddur að kynna umdeild viðhorf og breikka umræðuna.  Þessi lífsýn Ögmundar er til fyrirmyndar og algjörlega á skjön við þau svör sem ég fékk frá tveimur íslenskum fréttamönnum. Annars vegar var það þegar ég hringdi í þjóðþekktan fjölmiðlamann á 365 sem sagðist telja að Vanessa væri öll í „samsæriskenningunum“ og hins vegar þegar ég ræddi við þann sem skrifaði „fréttina“ í Stundinn.  Í örstuttu símtali sem við áttum eftir að fréttin birtistspurði ég blaðamann Stundarinnar hvort hann ætlaði ekki að lesa bókina og fjalla um hana efnislega. Svar hans kom á 0.1 sekúndu:  „Ég ætla ekki að lesa bókina“.   Þetta er svar blaðamanns sem skrifar um fyrirlestur Vanessu og fjallar um bók Anderson. Nú veit ég ekki hvort hann mætti á fundinn.

Annað sem mér finnst ámælisvert í „frétt“ Stundarinnar er að undir rós er fodæmt að Katrín Jakobsdótir, forsætisráðherra, hafi mætt á fundinn og tekið á móti fyrsta eintaki bókarinnar úr hendi minni.  Bæði ég og Ögmundur buðum Katrínu á fundinn og þótti okkur ánægjulegt að hún skyldi mæta.

Almennt má segja um þessi ofsafengnu viðbrögð og árásir á Ögmund, Vanessu og Tim að þau staðfesta þá undirliggjandi fordóma og þekkingarleysi sem er afleiðing af langvarandi einhliða fréttaflutningi vestrænna fjölmiðla. En þetta er einmitt ástæða þess að Tim Anderson skrifaði bókina. Nú hvet ég íslenskan almenning og fjölmiðlamenn að kynna sér efnislega bók Anderson og afgreiða hana ekki sem „Rússaáróður“ . Bókin er langt í frá eitthvað varnarrit fyrir Assad eða Baath flokksinn. Hún gagnrýnir báða aðila en gerir það á yfirvegaðan hátt með því að vísa í heimildir bæði frá Miðausturlöndum og Vesturlöndum. Ef svo kemur seinna í ljós að eitthvað af röksemdarfærslum í bókinni sé byggðar á vafasömum heimildum eða lélegum vinnubrögðum er  rétt að fordæma það.  En af því verður aldrei ef bókin fær aldrei efnislega umfjöllun. Þeir sem vilja efnislega kynna sér bókina get pantað hana á síðunni www.testamentid.net

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt
1

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“
2

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·
Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð
3

Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð

·
Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
4

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím

·
Leyndardómurinn um týndu konuna
5

Sif Sigmarsdóttir

Leyndardómurinn um týndu konuna

·
Fólkið í borginni: Reykjavík er orðin döpur borg
6

Fólkið í borginni: Reykjavík er orðin döpur borg

·
Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“
7

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

·

Mest deilt

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt
1

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“
2

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·
Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“
3

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

·
Framsóknarflokkurinn tekur stökk í könnun, en Miðflokkurinn hrynur
4

Framsóknarflokkurinn tekur stökk í könnun, en Miðflokkurinn hrynur

·
Leyndardómurinn um týndu konuna
5

Sif Sigmarsdóttir

Leyndardómurinn um týndu konuna

·
Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð
6

Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð

·

Mest deilt

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt
1

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“
2

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·
Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“
3

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

·
Framsóknarflokkurinn tekur stökk í könnun, en Miðflokkurinn hrynur
4

Framsóknarflokkurinn tekur stökk í könnun, en Miðflokkurinn hrynur

·
Leyndardómurinn um týndu konuna
5

Sif Sigmarsdóttir

Leyndardómurinn um týndu konuna

·
Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð
6

Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð

·

Mest lesið í vikunni

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
2

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs
3

Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs

·
Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt
4

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
5

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“
6

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·

Mest lesið í vikunni

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
2

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs
3

Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs

·
Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt
4

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
5

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“
6

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·

Nýtt á Stundinni

Bráðum (mjög fljótlega) koma blessuð jólin

Ása Ottesen

Bráðum (mjög fljótlega) koma blessuð jólin

·
Nýtir allt frá hala til heila hreindýrsins

Nýtir allt frá hala til heila hreindýrsins

·
Það sem ég hef lært af því að starfa á stríðshrjáðum svæðum

Það sem ég hef lært af því að starfa á stríðshrjáðum svæðum

·
Fólkið í borginni: Reykjavík er orðin döpur borg

Fólkið í borginni: Reykjavík er orðin döpur borg

·
Valdamesti maður heims lætur ritskoða Bangsímon

Valdamesti maður heims lætur ritskoða Bangsímon

·
Teiknaði fimmtíu tuskudýr á tveimur tímum

Teiknaði fimmtíu tuskudýr á tveimur tímum

·
Drykkjuveislur Stalíns

Illugi Jökulsson

Drykkjuveislur Stalíns

·
George H.W. Bush: Ræfilslegi njósnarinn sem varð forseti

George H.W. Bush: Ræfilslegi njósnarinn sem varð forseti

·
Að drepast

Sigurjón Kjartansson

Að drepast

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·
Leyndardómurinn um týndu konuna

Sif Sigmarsdóttir

Leyndardómurinn um týndu konuna

·
Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·