SWAPO flokkurinn fær sína verstu útreið en heldur völdum
FréttirSamherjaskjölin
Hage Geingob, forseti Namibíu, hlaut endurkjör en fylgi hans hrundi um rúm 30 prósentustig. SWAPO flokkur hans tapaði auknum meirihluta sem gerir honum erfiðara fyrir að breyta stjórnarskrá.
Berta Finnbogadóttir
Vitnin sem fjölmiðlar hunsuðu og skömm OPCW
Aðsent
Berta Finnbogadóttir segir í aðsendri grein að sannleikurinn um árásina í Douma í Sýrlandi hafi verið þaggaður niður af Vesturlöndum.
Þorsteinn Már ætlaði að kaupa ríkisflugfélag Grænhöfðaeyja með Björgólfi
FréttirSamherjaskjölin
Íslenska útgerðin Gjögur er stór fjárfestir í ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Flugfélagið var nær gjaldþrota þegar viðskiptin áttu sér stað. Gjöful en vannýtt fiskimið eru fyrir utan Grænhöfðaeyjar og vilja yfirvöld í landinu fá erlenda fjárfesta til að hefja útgerð.
Viðtalið sem felldi prins
Fréttir
Andrés Bretaprins hefur dregið sig í hlé frá öllum opinberum störfum í fyrirsjáanlegri framtíð eftir að hann veitti umdeilt sjónvarpsviðtal um vinskap sinn við bandaríska barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Epstein fannst látinn í fangaklefa á dögunum og hafa tveir fangaverðir verið handteknir vegna málsins. Stúlka, sem segir Andrés og Epstein hafa brotið gegn sér ítrekað, hvetur prinsinn til að gefa sig fram við yfirvöld í Bandaríkjunum.
Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu
Fréttir
Wikileaks og Stundin birta í dag tölvupóst frá uppljóstrara innan Efnavopnastofnunarinnar í Haag, OPCW. Þar rekur hann hvernig yfirmenn hans hagræddu staðreyndum í skýrslu um meinta efnavopnaárás í Sýrlandi í fyrra. Niðurstöðurnar komi ekki heim og saman við þau gögn sem hann og aðrir sérfræðingar söfnuðu á vettvangi.
Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu
Úttekt
Sérfræðingar á vegum Efnavopnastofnunarinnar OPCW gera alvarlegar athugasemdir við framsetningu gagna sem þeir tóku þátt í að safna í Sýrlandi. Vafi liggur á um hvort efnavopnum hafi í raun verið beitt í borginni Douma í fyrra. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir á Sýrlandsstjórn í refsiskyni áður en nokkrar sannanir lágu fyrir.
Illugi Jökulsson
Ilmhöfnin logar
Flækjusagan
Nafnið Hong Kong mun þýða „Ilmhöfn“. Hér má lesa um ástæður þessa og ýmislegt annað úr gamalli sögu Hong Kong, sem logar nú af átökum íbúa og stjórnvalda.
Búið að slíta skattaskjólsfélaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
FréttirSamherjaskjölin
Félaginu Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum var slitið í byrjun mánaðarins. Rúmlega 9 milljarðar króna frá Samherja fóru um bankareikninga félagsins frá 2011 til 2018. Norski ríkisbankinn DNB lokaði þá bankareikningum félagsins þar sem ekki var vitað hver ætti það en slíkt stríðir gegn reglum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Þorsteinn Már: „Við höfum ekki verið neitt skattfælnir“
GreiningSamherjaskjölin
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í febrúar að Samherji væri ekki „skattfælið“ fyrirtæki. Í Samherjaskölunum koma hins vegar fram upplýsingar um stórfellda notkun útgerðarfélagsins á skattaskjólum hátt í áratug.
Rappstjarnan Donald Trump
Úttekt
Fjölbreyttur ferill Donalds Trump hefur verið samofinn sögu bandarískrar rapptónlistar nánast frá fyrsta degi. Hann var árum saman dásamaður í rapptextum sem táknmynd þess auðs og fjárhagslegs sjálfstæðis sem blökkumenn þráðu. Eftir að hann varð umdeildasti forseti í nútímasögu Bandaríkjanna hefur tónninn breyst þó að Trump sé enn að reyna að höfða til yngri kynslóða í gegnum hip-hop tónlist.
Leyndin um Afríkuveiðar Samherja
FréttirSamherjaskjölin
Samherji hefur alltaf reynt að fara hljótt með þá staðreynd að fyrirtækið stundar veiðar í Afríku og var lítið rætt um það miðað við umfang veiða þeirra. Um 1/3 af tekjum Samherja kom frá Afríkuútgerðinni Kötlu Seafood og virðist Samherji ekki hafa getað hugsað sér að yfirgefa Afríku eftir sölu hennar.
Samherji reyndi að fá forsetann til að lobbía fyrir veiðum þar sem gert var ráð fyrir mútugreiðslum
FréttirSamherjaskjölin
Forsvarsmenn Samherja funduðu með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, til að biðja hann um að styðja við starfsemi félagsins í Marokkó árið 2010. Samherji gerði ráð fyrir mútugreiðslum í starfsemi sinni í Marokkó.