Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Ísland ekki skilið út undan að ástæðulausu

25 af þeim 47 banka­mönn­um sem lentu í fang­elsi vegna brota sem tengj­ast fjár­mála­hrun­inu eru Ís­lend­ing­ar. Er­lend­ir sér­fræð­ing­ar horfðu gátt­að­ir upp á við­skipta­hætti Ís­lend­inga en stjórn­völd huns­uðu hættu­merk­in, hædd­ust að gagn­rýn­end­um og leyfðu ósjálf­bæru banka­kerfi að blása út og hrynja.

25 af þeim 47 banka­mönn­um sem lentu í fang­elsi vegna brota sem tengj­ast fjár­mála­hrun­inu eru Ís­lend­ing­ar. Er­lend­ir sér­fræð­ing­ar horfðu gátt­að­ir upp á við­skipta­hætti Ís­lend­inga en stjórn­völd huns­uðu hættu­merk­in, hædd­ust að gagn­rýn­end­um og leyfðu ósjálf­bæru banka­kerfi að blása út og hrynja.

Ísland hafði málað sig út í horn á haustmánuðum 2008 og glatað trausti Breta og Bandaríkjanna þegar seðlabankar heimsins, með seðlabanka Bandaríkjanna í fararbroddi, réðust í fordæmalausar aðgerðir til bjargar alþjóðlega fjármálakerfinu og gerðu með sér opna lánasamninga um gjaldmiðlaskipti (e. currency swap lines).

„Þetta er tvímælalaust ein mikilvægasta aðgerð í fjármálasögu síðustu áratuga,“ segir Ásgeir Brynjar Torfason, lektor á sviði fjármála og reikningshalds við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í fjármagnsstreymi banka. „Fyrst var þetta neyðaraðgerð bandaríska seðlabankans strax í hruninu til vissra seðlabanka. Síðar, árið 2010, voru samningar helstu seðlabanka heims formfestir með samkomulagi þeirra á milli sem tryggði að ekki yrði gjaldeyrisþurrð í helstu gjaldmiðlum fjármálaheimsins, dollar, evru, pundi, jeni, kanadadollar og svissneskum franka. Þetta samkomulag var síðan gert ótímabundið árið 2013 og upphæðin er ótakmörkuð.“  

Adam Toozeprófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum og höfundur nýrrar metsölubókar um alþjóðlega fjármálahrunið.

Fjallað er ítarlega um gjaldmiðlaskiptasamningana í nýrri bók sagnfræðingsins Adam Tooze um fjármálakreppuna, Crashed: How a Decade of Financial Crises Changed the World, sem vakið hefur mikla athygli. Tooze bendir á að hið gríðarlega umfang gjaldmiðlaskiptasamninga og mikilvægi þeirra hafi í raun fallið í skuggann á umræðunni um björgun einstakra banka og magnbundna íhlutun seðlabanka (e. Quantitative Easing). Seðlabanki Bandaríkjanna hafi reyndar beitt sér fyrir upplýsingaleynd um aðgerðirnar, enda voru þær pólitískt viðkvæmar og snerust um að dæla dollurum í erlendar bankastofnanir án þess að óumdeilt væri að lagaheimild væri fyrir því. Það kaldhæðnislega er að atburðarásin átti sér stað um leið og sú orðræða var áberandi að með fjármálahruninu vestanhafs hefðu Bandaríkin spilað rassinn úr buxunum og yfirburðastaða dollarans í alþjóðakerfinu hlyti nú að heyra sögunni til. Annað kom á daginn og dollaraprentun lék lykilhlutverk í björgun alþjóðlega fjármálakerfisins.

„Þessi aðgerð hefur ekki hlotið mikla umfjöllun eða verið almennt rædd, en hún er tvímælalaust óumflýjanleg afleiðing af þeim björgunaraðgerðum sem seðlabankar heimsins neyddust til að ráðast í þegar fjármálakerfi heimsins var að falla undan eigin þunga. Enginn annar en seðlabankarnir gátu bjargað fjármálakerfinu úr sínum eigin vandræðum,“ segir Ásgeir Brynjar í samtali við Stundina.

Í nýlegri skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar stjórnmálafræðiprófessors um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins gagnrýnir hann harðlega að Bandaríkjamenn hafi neitað Íslandi um lausafjárfyrirgreiðslu í formi gjaldeyrisskiptasamnings í apríl 2008 en veitt ríkjum á borð við Svíþjóð og Sviss slíka aðstoð. „Meginskýringin á því að bandarísk stjórnvöld neituðu Íslandi um fyrirgreiðslu er líklega sú að Ísland var ekki lengur hernaðarlega mikilvægt í þeirra augum,“ skrifar hann. „Gjaldeyrisskiptasamningur við Bandaríkin hefði hugsanlega gert Seðlabankanum kleift að hafa stjórn á atburðarásinni og fara „sænsku leiðina“, sem sænski seðlabankinn markaði í fjármálakreppunni í Svíþjóð 1991–1992.“ 

Ásgeir Brynjar Torfasonlektor á sviði fjármála og reikningshalds við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Erlendum seðlabönkum
leist ekki á blikuna

Í mars 2008 leituðust bankastjórar Seðlabanka Íslands með óformlegum hætti eftir gjaldmiðlaskipta-samningum við Seðlabanka Bretlands, Seðlabanka Evrópu, Seðlabanka Bandaríkjanna og norræna seðlabanka. Þann 15. apríl sendi svo Davíð Oddsson beiðni þess efnis til Mervyn King seðlabankastjóra Bretlands. King hafnaði beiðninni en bauð hins vegar fram aðstoð sína og kollega sinna við að finna leiðir til að minnka íslenska bankakerfið. Var þetta í samræmi við þau viðvörunarorð sem fram höfðu komið um útlánaþenslu, ofvöxt og veikan eiginfjárgrunn bankakerfisins. Seðlabanki Íslands þekktist ekki boðið en ítrekaði beiðnina um gjaldmiðlaskiptasamning. Því bréfi var ekki svarað. 

Eftir fund seðlabankastjóra G10 landanna í Basel 4. maí 2008 varð ljóst að Seðlabanka Íslands stóðu einvörðungu til boða gjaldmiðlaskiptasamningar við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Haft er eftir Stefan Ingves, seðlabankastjóra Svíþjóðar, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að óskýrt eignarhald ásamt örum vexti á efnahagsreikningi íslensku bankanna hafi leitt til hættuástands sem íslensk stjórnvöld virtust hvorki átta sig á né skilja hvernig mætti leysa úr.

Gjaldmiðlaskiptasamningar norrænna seðlabanka við Seðlabanka Íslands voru undirritaðir með skilyrðum um að Geir H. Haarde forsætisráðherra myndi þrýsta á íslensku bankana að draga saman stærð efnahagsreikninga sinna með hliðsjón af tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá var fyrirgreiðslan bundin skilyrðum um að ríkisstjórn Íslands beitti sér fyrir ákveðnum pólitískum aðgerðum og athöfnum af hálfu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. „Ráðherrarnir undirrituðu yfirlýsinguna 15. maí 2008 ásamt bankastjórn Seðlabanka Íslands. Yfirlýsingin var ekki birt opinberlega eða lögð fram á ríkisstjórnarfundi. Lítið varð um efndir á fyrrnefndum loforðum af hálfu ríkisstjórnarinnar sumarið 2008. Það varð ekki til að bæta það orðspor sem fór af íslenskum stjórnvöldum hjá erlendum seðlabönkum,“ segir í rannsóknarskýrslunni. „Þegar þarna var komið sögu voru íslensk stjórnvöld orðin mjög einangruð að þessu leyti á alþjóðavettvangi. Þau áttu því í fá hús að venda þegar kom að falli íslensku bankanna í október 2008.“ 

Óábyrg hegðun gróf undan trausti

En er sanngjarnt að áfellast Bandaríkin og Bretland fyrir að hafa ekki gert gjaldmiðlaskiptasamning við Ísland? „Grundvöllur allra viðskipta er traust, sérstaklega í bankarekstri og allra helst meðal seðlabanka. Og ef menn höfðu tapað trausti þá er ekkert skrítið að þeir hafi ekki fengið lánafyrirgreiðslu,“ segir Ásgeir Brynjar. „Í raun má velta fyrir sér hvort það hefði ekki verið fullkomið ábyrgðarleysi af seðlabankastjóra í öðru landi að veita meira fé að láni inn í kerfið hér á Íslandi eftir allt sem á undan var gengið.“ 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppgjörið við uppgjörið

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.
Hvað varð um lykilfólk hrunsins?
FréttirUppgjörið við uppgjörið

Hvað varð um lyk­ilfólk hruns­ins?

Tíu ár eru síð­an að Geir H. Haar­de bað guð að blessa Ís­land og banka­hrun­ið skall á. Stund­in birt­ir af því til­efni yf­ir­lit um helstu leik­end­ur í hrun­inu, hvað þeir höfðu með máls­at­vik að gera og hvað hef­ur á daga þeirra drif­ið frá hruni.
Ráðgáta af hverju Ísland var óviðbúið hruni
ViðtalUppgjörið við uppgjörið

Ráð­gáta af hverju Ís­land var óvið­bú­ið hruni

Svein Har­ald Øygard, norski hag­fræð­ing­ur­inn sem kall­að­ur var til í Seðla­banka Ís­lands til að leysa af Dav­íð Odds­son ár­ið 2009, seg­ir að all­ir al­þjóð­leg­ir að­il­ar hafi séð í hvað stefndi fyr­ir hrun. „Ástar­bréf“ Seðla­bank­ans hafi vald­ið mestu tapi og bank­arn­ir hafi ver­ið ósjálf­bær­ir frá 2007. Hann lýs­ir deil­um við starfs­menn AGS og hvernig „gjald­þrota­leið“ Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi taf­ið fyr­ir af­námi hafta. Hann gef­ur út bók um hrun­ið með við­töl­um við fjölda er­lendra og inn­lendra að­ila.

Nýtt á Stundinni

Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
Fréttir

Bjarni furð­ar sig á dómur­um og seg­ir þá eiga að skila því sem of­greitt var

„Fólk­ið í land­inu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flók­ið fyr­ir efsta lag rík­is­ins, æðstu emb­ætt­is­menn­ina, að skila því sem of­greitt var úr op­in­ber­um sjóð­um,“ skrif­ar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um mót­mæli dóm­ara við því að þurfa að end­ur­greiða of­greidd laun.
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Fréttir

Dóm­ar­ar mót­mæla end­ur­greiðslu­kröfu vegna of­greiddra launa

Ákvörð­un fjár­mála­ráð­herra um að krefja 260 ein­stak­linga um end­ur­greiðslu á of­greidd­um laun­um síð­ast­lið­inna þriggja ára er harð­lega mót­mælt af dómur­um. „Að­gerð­irn­ar fela í sér at­lögu fram­kvæmda­valds­ins að dómsvald­inu sem ekki á sér hlið­stæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu,“ seg­ir í álykt­un Dóm­ara­fé­lags Ís­lands.
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Rannsókn

Furðu­legt ferða­lag ís­lenskr­ar síld­ar til Úkraínu um Panama

Ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki seldu upp­sjáv­ar­fisk til Evr­ópu­lands­ins Úkraínu í gegn­um ríki í öðr­um heims­álf­um. Eitt af þess­um lönd­um var skatta­skjól­ið Panama sem varð al­ræmt eft­ir gagnalek­ann frá Mossack Fon­seca ár­ið 2016. Fisk­sölu­fyr­ir­tæk­in vilja ekki svara spurn­ing­um um við­skipt­in en þrír sér­fræð­ing­ar segja þau líta út fyr­ir að vera gerð af skatta­leg­um ástæð­um, gerð til þess eins að stýra því hvar hagn­að­ur mynd­ist.
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Fréttir

Rík­ið hef­ur of­greitt kjörn­um full­trú­um og emb­ætt­is­mönn­um sam­tals 105 millj­ón­ir

Vel á þriðja hundrað kjör­inna full­trúa, ráð­herra og emb­ætt­is­manna hafa á síð­ustu ár­um feng­ið greidd of há laun frá Fjár­sýslu rík­is­ins, sem studd­ist við rangt við­mið við launa­hækk­an­ir. Sam­tals nem­ur of­greiðsl­an 105 millj­ón­um króna. 45 þess­ara ein­stak­linga eru ekki leng­ur á launa­skrá rík­is­ins. Tólf mán­aða end­ur­greiðslu­áætlun hef­ur ver­ið sam­þykkt.
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Fréttir

22 börn biðu eft­ir brott­flutn­ingi í byrj­un júní

Tug­ir um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd hafa beð­ið leng­ur en ár eft­ir að vera flutt af landi brott eft­ir að um­sókn­um þeirra hef­ur ver­ið hafn­að. Tutt­ugu og tvö börn biðu brott­flutn­ings í byrj­un mán­að­ar, sam­kvæmt svari Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi.
796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!
MannlýsingSpurningaþrautin

796. spurn­inga­þraut: Það er kom­inn júlí! Ár­ið er hálfn­að!

Fyrri auka­spurn­ing: Af­mæl­is­barn dags­ins. Hvað heit­ir stúlk­an á mynd­inni hér of­an, en hún fædd­ist 1. júlí 1961.  * 1.  Fyrsti júlí er í dag, við höf­um spurn­ing­arn­ar um þá stað­reynd að mestu, en við hvað eða hvern eða hverja er júlí kennd­ur? 2.  Tveir kon­ung­ar Dan­merk­ur (og þar með Ís­lands) fædd­ust 1. júlí — ann­ar 1481 en hinn 1534. Báð­ir báru...
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Greining

Hæstrétt­ur Banda­ríkj­anna með fleiri rétt­indi í skot­sigt­inu

Ell­efu ríki Banda­ríkj­anna, und­ir for­ystu Re­públi­kana, hafa þeg­ar bann­að þung­un­ar­rof og allt að tólf til við­bót­ar gætu gert það á næstu dög­um. Íhalds­menn eru með yf­ir­burð­ar­stöðu í hæsta­rétti í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir þrjár skip­an­ir á for­seta­tíð Trumps. Skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafa ít­rek­að breytt sögu og sam­fé­lagi Banda­ríkj­anna eft­ir að rétt­ur­inn tók sér sjálf­ur ein­vald til að túlka stjórn­ar­skrá lands­ins.
795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
ÞrautirSpurningaþrautin

795. spurn­inga­þraut: Hvað er Dan­mörk stór hluti Ís­lands?

Fyrri auka­spurn­ing: Af hverj­um er — eða öllu held­ur var — þessi stytta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er stærst Norð­ur­land­anna? 2.  En þá næst stærst? 3.  Um það er hins veg­ar eng­um blöð­um að fletta að Dan­mörk er minnst Norð­ur­land­anna (ef Græn­land er ekki tal­ið með, vit­an­lega). En hvað telst Dan­mörk vera — svona nokk­urn veg­inn — mörg pró­sent af...
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Fréttir

Bens­ín, ol­ía og hús­næði hækka og draga verð­bólg­una með sér í hæstu hæð­ir

Verð­bólga mæl­ist 8,8 pró­sent og spila verð­hækk­an­ir á olíu og bens­íni einna stærst­an þátt auk hins klass­íska hús­næð­is­lið­ar. Það kostaði 10,4 pró­sent meira að fylla á tank­inn í júní en það gerði í maí.
794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?
ÞrautirSpurningaþrautin

794. spurn­inga­þraut: Bóf­ar, þing­menn, lög­fræð­ing­ar, hljóm­sveit eða eyj­ar?

Fyrri auka­spurn­ing: Ég ætla ekk­ert að fara í fel­ur með hvað það góða fólk heit­ir sem sjá má á sam­settu mynd­inni hér að of­an. Þau heita: Árel­ía Ey­dís Guð­munds­dótt­ir, Að­al­steinn Hauk­ur Sverris­son og Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir. Spurn­ing­in er hins veg­ar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkast­ið? — og hér þarf svar­ið að vera þokka­lega ná­kvæmt. * Að­al­spurn­ing­ar: 1. ...
Skýrslan um Laugaland frestast enn
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.