Davíð Oddsson
Aðili
Hvað skyldi Davíð segja?

Hvað skyldi Davíð segja?

Sighvatur Björgvinsson furðar sig á því að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skuli ganga í takt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og skirrast við að taka afstöðu til aðgerða Bandaríkjanna, Frakka og Breta í Sýrlandi.

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar eina og hálfa opnu um feril Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, í Morgunblaðið í dag. Hann er ósammála niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og lýsir Davíð sem nokkurs konar bjargvætti Íslands í hruninu. Söguskýring Hannesar um hrunið er kennd í skyldunámskeiði við Háskóla Íslands. Skýrsla Hannesar um hrunið, fjármögnuð af fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar, er væntanleg.

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Eyþór Arnalds, stjórnmálamaður og fjárfestir, er stjórnarmaður í 26 eignarhaldsfélögum og fyrirtækjum. Hann vill verða næsti borgarstjóri í Reykjavík og sækist eftir oddvitasætinu hjá Sjálfstæðisflokknum. Eyþór ætlar að hætta öllum afskiptum af viðskiptalífinu ef hann verður oddviti.

Skyldusparnaði launamanna bjargað

Skyldusparnaði launamanna bjargað

Guðmundur Gunnarsson rifjar upp ábendingarnar sem ríkisstjórnir Íslands fengu úr öllum áttum fyrir hrun um að hagstjórnin væri glannaleg og áhættusöm og tilraunir yfirvalda til að setja skyldusparnað launamanna í vonlausa gjaldþrotahít bankanna.

Skattkerfi ríka fólksins: Eina prósentið og hóparnir sem missa af góðærinu

Skattkerfi ríka fólksins: Eina prósentið og hóparnir sem missa af góðærinu

Skattbyrði almennings heldur áfram að þyngjast og haldið er aftur af lífskjarasókn lágtekjufólks. Dæmigerð millitekjufjölskylda greiðir hærra hlutfall tekna sinna í skatt heldur en ríkasta eina prósentið á Íslandi.

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Þú borgaðir hundrað þúsund krónur fyrir ákvörðunina sem var tekin í símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Davíð valdi að hringja í Geir úr síma með upptöku til að eiga samtal þar sem hann setti ábyrgðina á ákvörðun um fyrirséð vonlausa lánveitingu yfir á Geir.

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Efni símtals Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde stangast á við síðari málsvörn Geirs, sem sagðist síðar hafa „tekið rétta ákvörðun“ þegar hann hafi „leyft“ bönkunum að falla. Þvert á móti lagði hann sig fram um að lána Kaupþingi 100 milljarða króna af fé ríkisins til að halda bankanum á floti.

Bjarni og Glitnistoppanir sem seldu í Sjóði 9 og fólkið sem tapaði

Bjarni og Glitnistoppanir sem seldu í Sjóði 9 og fólkið sem tapaði

Bjarni Benediktsson hefur gert lítið úr þeirri staðreynd að hann seldi hlutdeildarskírteini í Sjóði 9 í aðdraganda bankahrunsins. Stundin leitaði til fólks sem tapaði á Sjóði 9 og á öðrum viðskiptum í aðdraganda hrunsins og heyrði sögur þeirra. Auk Bjarna seldu margir Glitnistoppar allar eignir sínar í Sjóði 9 rétt fyrir hrun.

Fyrningarfrestur barnaníðs var notaður sem pólitísk skiptimynt

Fyrningarfrestur barnaníðs var notaður sem pólitísk skiptimynt

Þegar Bjarni Benediktsson var formaður allsherjarnefndar Alþingis hótuðu sjálfstæðismenn að hindra eða tempra réttarbætur fyrir þolendur kynferðisbrota ef stjórnarandstaðan félli ekki frá kröfu sinni um að kaup á vændi yrðu gerð refsiverð. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig flokkurinn hefur dregið lappirnar í málaflokknum.

Ríkið sem hatar frjálsa fjölmiðla

Ríkið sem hatar frjálsa fjölmiðla

Davíð Oddsson er eini íslenski blaðamaðurinn sem nýtur ívilnunar íslenska ríkisins.

Eftirlaunalög Davíðs Oddssonar gera hann að langlaunahæsta fjömiðlamanni Íslands

Eftirlaunalög Davíðs Oddssonar gera hann að langlaunahæsta fjömiðlamanni Íslands

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn eitt árið tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi með 3,93 milljónum króna á mánuði. Um 1100 þúsund krónur af laununum koma til vegna eftirlaunalaga Davíðs.

Ísland hitar upp fyrir loftslagsbreytingar

Ísland hitar upp fyrir loftslagsbreytingar

Íslendingar menga meira en nokkru sinni fyrr og ekkert lát virðist vera á umhverfissóðaskapnum. Ráðherra umhverfismála segir nýlegar niðurstöður um losun gróðurhúsalofttegunda hafa komið öllum á óvart. Áhrifa- og athafnamenn á Íslandi hafa síðasta áratuginn lagt áherslu á tækifærin sem loftslagsbreytingar munu færa okkur. Talað er um að „nýtt Miðjarðarhaf“ muni rísa á norðurslóðum.