Sigmundur reynir aftur að biðja Geir afsökunar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leggur fram tillögu á Alþingi um að þingið biðji Geir Haarde afsökunar á Landsdómsmálinu, þar sem Geir var dæmdur fyrir að brjóta gegn stjórnarskrá.
FréttirSkipun dómara við Landsrétt
Fékk leiðsögn Jóns Steinars við BA-ritgerð með málsvörn Jóns Steinars
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, var leiðbeinandi, helsta heimild og viðfangsefni BA-ritgerðar í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Höfundurinn, varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, ver skipan Jóns Steinars og segir hæfnismat sem sýndi aðra hæfari „nánast ómarktækt“.
FréttirKlausturmálið
Árni Þór segist ekkert hafa vitað um skipan Geirs sem sendiherra
Árni Þór Sigurðsson segir að skipan sín sem sendiherra árið 2014 hafi byggst á menntun hans, þekkingu og reynslu. Engin skilyrði um pólitíska greiða í framtíðinni hafi fylgt henni.
Fréttir
Bjarni um Gunnar Braga sem sendiherra: „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar“
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í dag að hann hefði tekið því fagnandi þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þá utanríkisráðherra, hafi tilkynnt honum um skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra. Ekkert hafi komið fram á fundum þeirra Gunnars sem hefði getað gefið honum væntingar um að verða sjálfur skipaður sendiherra síðar.
Fréttir
„Ég er ekki hér til að fá einhver eftirmæli eftir mig“
Jón Steinar Gunnlaugsson segir sig engu varða hvað um sig verði sagt þegar yfir lýkur. Hann segir það hlægilega fásinnu að halda því fram að Eimreiðarklíkan hafi markvisst stýrt Íslandi eða raðað í mikilvæg embætti. Það svíði þegar hann sé sagður sérstakur varðhundur kynferðisbrotamanna en hann verði fyrst og fremst að fara að lögum.
Rannsókn
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Þegar erfiðleikar komu upp hjá Glitni og stórum hluthöfum, fyrst í febrúar 2008 og svo í september, skiptist Bjarni Benediktsson á upplýsingum við stjórnendur Glitnis og sat fundi um stöðu bankanna meðan hann sjálfur, faðir hans og föðurbróðir komu gríðarlegum fjármunum í var. Hér er farið yfir atburðarásina í máli og myndum.
Greining
Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið
Söguskýring Geirs H. Haarde og samherja hans um Landsdómsmálið stenst ekki skoðun. Í dómnum birtist mynd af forsætisráðherra á örlagatímum sem treysti sér ekki til að grípa til aðgerða gagnvart seðlabanka Davíðs Oddssonar þegar þess þurfti, leyndi samráðherra mikilvægum upplýsingum um yfirvofandi hættu og gekkst undir skuldbindingar gagnvart erlendum ríkjum í nafni ríkisstjórnarinnar án þess að láta hana vita.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Hvað hefðuð þið sagt?
Það er verið að ræna sögunni og láta ábyrgðina hverfa.
Fréttir
Guðlaugur Þór velur Geir Haarde sem fulltrúa Íslands í stjórn Alþjóðabankans
Fyrrverandi forsætisráðherra, sem hlaut dóm fyrir stjórnarskrárbrot af stórfelldu gáleysi í aðdraganda hrunsins, mun nú taka við nýju ábyrgðarhlutverki fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi.
Fréttir
Braut gegn stjórnarskrá af stórfelldu gáleysi en segist hafa „unnið Landsdómsmálið efnislega“
Dregin var upp villandi mynd af Landsdómsmálinu og niðurstöðum þess í viðtali Kastljóss við Geir H. Haarde. Fréttamaður sagði Geir hafa verið dæmdan fyrir að halda ekki fundargerðir og Geir sagðist hafa unnið Landsdómsmálið efnislega. Hvorugt kemur heim og saman við niðurstöðu Landsdóms.
GreiningUppgjörið við uppgjörið
Ísland ekki skilið út undan að ástæðulausu
25 af þeim 47 bankamönnum sem lentu í fangelsi vegna brota sem tengjast fjármálahruninu eru Íslendingar. Erlendir sérfræðingar horfðu gáttaðir upp á viðskiptahætti Íslendinga en stjórnvöld hunsuðu hættumerkin, hæddust að gagnrýnendum og leyfðu ósjálfbæru bankakerfi að blása út og hrynja.
FréttirHrunið
Sögulegur fjöldi byggingakrana til marks um þenslu
Fjöldi byggingakrana á öðrum ársfjórðungi hefur aldrei mælst meiri. Hagfræðingur sem spáði fyrir um hrunið vorið 2008 sagði að mæla mætti þenslu í hagkerfinu eftir fjölda krana.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.