Seðlabanki Íslands
Aðili
Lögðu grunn að máls­vörn vegna mútu­greiðslna dagana fyrir birtingu

Lögðu grunn að máls­vörn vegna mútu­greiðslna dagana fyrir birtingu

Samherjaskjölin

Yfirlýsing Samherja og viðtöl sem Þorsteinn Már Baldvinsson hefur gefið eftir að honum varð ljóst um umfjöllun Stundarinnar og fleiri fjölmiðla hafa snúið að því að kasta rýrð á Seðlabankann og RÚV. Samherji segir mútumál tengt einum starfsmanni, en þau héldu áfram og jukust með vitund Þorsteins Más eftir að starfsmaðurinn lauk störfum.

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

Seðlabanki Íslands dæmdur til að veita blaðamanninum Ara Brynjólfssyni upplýsingar um starfslokasamning bankans við fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits.

Skuldir heimilanna vaxa umfram tekjur

Skuldir heimilanna vaxa umfram tekjur

Fjórðungur af öllum skuldum heimilanna er nú óverðtryggður, samkvæmt nýju riti Seðlabankans. Búist er við vægum efnahagssamdrætti á árinu, en fjármálakerfið sagt þola áföll.

Örlög Íslands réðust á fundi bankastjóra heima hjá Davíð Oddssyni

Örlög Íslands réðust á fundi bankastjóra heima hjá Davíð Oddssyni

Seðlabankinn hefði getað afstýrt stofnun Icesave reikninganna þegar bankastjórar Landsbankans, Glitnis og Kaupþings funduðu með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra á heimili hans vorið 2006. Koma hefði mátt í veg fyrir hrunið að mati arftaka Davíðs í embætti og norrænna seðlabankastjóra.

Dogmatík í Seðlabankanum

Jóhann Páll Jóhannsson

Dogmatík í Seðlabankanum

Jóhann Páll Jóhannsson

Vonandi nálgast Ásgeir Jónsson verkefnin í Seðlabankanum af auðmýkt og víðsýni frekar en þeirri kreddufestu sem birst hefur í yfirlýsingum hans sem forseti hagfræðideildar.

Segja hæfnismat vegna seðlabankastjóra gallað

Segja hæfnismat vegna seðlabankastjóra gallað

Sjö af umsækjendum um stöðu seðlabankastjóra hafa andmælt mati hæfnisnefndar. Ekki hafi verið tekið tillit til stjórnunarhæfileika og þess stóra verkefnis að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.

Gefur vonir um lækkun vaxta

Gefur vonir um lækkun vaxta

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir verðbólguvæntingar hafa lækkað í kjölfar kjarasamninga. Ákvæði í kjarasamningum um að þeir losni ef vextir fara yfir mörk geti flækt framkvæmd peningastefnunnar.

Ekki Seðlabankans að huga að atvinnustiginu

Ekki Seðlabankans að huga að atvinnustiginu

Ríkisstjórnin telur ekki æskilegt að bæta atvinnumarkmiði inn í seðlabankalög líkt og Nýsjálendingar gerðu í fyrra. Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við HÍ og umsækjandi um stöðu seðlabankastjóra, óttast að efnahagsáföll framtíðar geti orðið afdrifarík fyrir atvinnustig á Íslandi.

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

Útgerðarfélagið Samherji lét dótturfélag sitt á Kýpur, Esju Seafood, lána rúmlega 2 milljarða króna til annars félags síns á Íslandi árið 2012. Samherji nýtti sér fjáfestingarleið Seðlabanka Íslands og fékk 20 prósent afslátt af íslenskum krónum í viðskiptunum. Mánuði eftir þetta gerði Seðlabankinn húsleit hjá Samherja og við tók rannsókn á gjaldeyrisviðskiptum útgerðarinnar sem varði í fjögur ár.

Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“  að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins

Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“ að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins

Seðlabanki Íslands þráast við að veita aðgang að rannsóknargögnunum í Samherjamálinu og gerir lítið úr rétti almennings til að fá upplýsingar um málið.

Gylfi um forsenduákvæðið: „Þetta er ekki í lagi“

Gylfi um forsenduákvæðið: „Þetta er ekki í lagi“

Nefndarmaður í peningastefnunefnd og formaður bankaráðs segja forsenduákvæði um vaxtalækkun í kjarasamningum „skrítið“ og „brjálæðislega hugmynd“.

Stundin kærir synjun á upplýsingagjöf

Stundin kærir synjun á upplýsingagjöf

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mun skera úr um hvort Seðlabanki Íslands geti haldið rannsóknargögnunum í Samherjamálinu leyndum.