Seðlabanki Íslands
Aðili
Hvað er krónuskortur?

Jökull Sólberg Auðunsson

Hvað er krónuskortur?

·

Jökull Sólberg Auðunsson varar við þrýstingi fjármálaafla sem kalla eftir því að aðhaldi sé létt af lánastofnunum.

Samherjamálið og viðskipti  útgerðarinnar í skattaskjólum

Samherjamálið og viðskipti útgerðarinnar í skattaskjólum

·

Rannsókn eftirlitsaðila á Samherja lauk með fullnaðarsigri Samherja. Útgerðarfyrirtækið hefur hins vegar staðið í fjölþættum rekstri á aflands- og lágskattasvæðum í gegnum árin og rekur enn útgerð í Afríku í gegnum Kýpur til dæmis.

Hækkun lægstu launa ekki líkleg til að smitast út í verðlagið

Hækkun lægstu launa ekki líkleg til að smitast út í verðlagið

·

Seðlabankastjóri segir að hækkun launa valdi minni verðbólgu ef hún er bundin við þá tekjulægstu. Reynslan sýni að það sé erfitt að hemja hækkanir upp launastigann. Samtök atvinnulífsins, VR og Starfsgreinasambandið eru sammála um áherslu á lægstu launin.

Bankakreppan þurrkaði út meira en þriðjung af landsframleiðslu Íslands

Bankakreppan þurrkaði út meira en þriðjung af landsframleiðslu Íslands

·

Uppsafnað framleiðslutap vegna bankakreppunnar nam um þriðjungi af landsframleiðslu Íslands samkvæmt hóflegu mati Seðlabankans. Efnahagslegu áhrifin af bankakreppunni samsvöruðu tekjutapi sem nemur um 2,5 milljónum króna á hvern landsmann.

Heldur því fram að hækkun stýrivaxta auki verðbólgu

Heldur því fram að hækkun stýrivaxta auki verðbólgu

·

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafnar viðteknum sjónarmiðum hagfræðinga og seðlabanka um að vaxtahækkanir séu til þess fallnar að draga úr verðbólgu.

Ísland ekki skilið út undan að ástæðulausu

Ísland ekki skilið út undan að ástæðulausu

·

25 af þeim 47 bankamönnum sem lentu í fangelsi vegna brota sem tengjast fjármálahruninu eru Íslendingar. Erlendir sérfræðingar horfðu gáttaðir upp á viðskiptahætti Íslendinga en stjórnvöld hunsuðu hættumerkin, hæddust að gagnrýnendum og leyfðu ósjálfbæru bankakerfi að blása út og hrynja.

Ráðgáta af hverju Ísland var óviðbúið hruni

Ráðgáta af hverju Ísland var óviðbúið hruni

·

Svein Harald Øygard, norski hagfræðingurinn sem kallaður var til í Seðlabanka Íslands til að leysa af Davíð Oddsson árið 2009, segir að allir alþjóðlegir aðilar hafi séð í hvað stefndi fyrir hrun. „Ástarbréf“ Seðlabankans hafi valdið mestu tapi og bankarnir hafi verið ósjálfbærir frá 2007. Hann lýsir deilum við starfsmenn AGS og hvernig „gjaldþrotaleið“ Framsóknarflokksins hafi tafið fyrir afnámi hafta. Hann gefur út bók um hrunið með viðtölum við fjölda erlendra og innlendra aðila.

Segir vel hægt að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum án stífra fjármagnshafta

Segir vel hægt að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum án stífra fjármagnshafta

·

Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir menn gjarna á að fara í skotgrafir í umræðunni um innflæðishöft Seðlabankans.

Hagsmunaaðilar hamast gegn innflæðishöftum

Hagsmunaaðilar hamast gegn innflæðishöftum

·

„Í ljósi þess hve slæma reynslu við höfum af óheftu innflæði erlends skammtímafjármagns þykir mér nánast grátlegt að einungis tíu árum eftir hrun séu farnar að heyrast raddir sem vilja endurtaka leikinn,“ segir Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans.

Aðalhagfræðingur Seðlabankans á fundi með atvinnurekendum: Miklar launahækkanir kalla á vaxtahækkun „þannig að hér verði sam­drátt­ur“

Aðalhagfræðingur Seðlabankans á fundi með atvinnurekendum: Miklar launahækkanir kalla á vaxtahækkun „þannig að hér verði sam­drátt­ur“

·

Þórarinn G. Pétursson sagði á fundi hjá Félagi atvinnurekenda í morgun að ef samið yrði um álíka miklar launahækkanir í komandi kjaralotu og gert var árið 2015 myndi Seðlabankinn líklega neyðast til að hækka vexti og framkalla slaka í hagkerfinu.

Peningastefnunefnd: Atvinnleysi eykst ef laun og ríkisútgjöld hækka um of

Peningastefnunefnd: Atvinnleysi eykst ef laun og ríkisútgjöld hækka um of

·

Seðlabankinn spáir 3,6% hagvexti í ár og minni á næstu tveimur árum. Peningastefnunefnd heldur stýrivöxtum óbreyttum, en varar stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins við.

Íslendingar með hæstu húsnæðisvexti Vesturlanda

Íslendingar með hæstu húsnæðisvexti Vesturlanda

·

Íslendingar greiða allt að þrefalt hærri húsnæðislánavexti en aðrar Norðurlandaþjóðir. Húsnæðisvextir hér eru í besta falli sambærilegir við Makedóníu og Svartfjallaland, en mun hærri en í Sádí-Arabíu, Marokkó og Panama.