Björgólfur um ákæruna í Frakklandi: „Ég bara vissi ekki að þetta væri komið“
Björgólfur Guðmundsson segist ekki hafa vitað af því að ákæra sem hann sætir í Frakklandi fyrir svik gegn eldri borgurum í gegnum Landsbankann í Lúxemborg fyrir hrun væri komin fram. „Ég ætla að fá að hugsa þetta.“
Fréttir
Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi
Saksóknarar segja Björgólf Guðmundsson og Landsbankann í Lúxemborg hafa rekið Ponzi-svindl gagnvart eldri borgurum fyrir hrun. Farið er fram á hámarksrefsingu gagnvart Björgólfi fyrir áfrýjunardómstóli í París, samkvæmt gögnum málsins sem Stundin hefur undir höndum.
Fréttir
Íslenska ríkið braut gegn sakborningum í Al-Thani málinu
Störf sonar hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar fyrir Kaupþing ollu því að draga mátti í efa að dómurinn væri óvilhallur. Málsmeðferðin talin réttlát að öðru leyti.
FréttirFjármálahrunið
Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
Tölvupóstur frá Samherja, sem sendur var fyrir hönd Þorsteins Más Baldvinssonar, til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sýnir hvernig það var Jón Ásgeir sem reyndi að setja saman fjárfestahópinn í Stím. Lárus Welding var dæmdur í fimm ára fangelsi í málinu en Jón Ásgeir sagði fyrir dómi að hann hefði ekkert komið að viðskiptunum.
FréttirFjármálahrunið
Ríkissaksóknari áfrýjar Aurum-málinu
Frestur til að sækja um áfrýjunarleyfi í Aurum-málinu rann út í gær og verða sýknudómar yfir Lárusi Welding, Magnúsi Agnari Magnússyni og Jóni Ásgeiri Jóhanessyni teknir fyrir í Hæstirétti Íslands.
Greining
Gloppa í lögunum minnkar refsingu Lárusar um eitt ár
Lárus Welding hafði fyllt upp í refsirammann í efnahagsbrotamálum og var ekki gerð fangelsisrefsing í einu máli. Svo var hann sýknaður í máli sem hann hafði verið dæmdur fyrir og þá er ekki hægt að endurskoða refsileysi hans í hinu málinu.
FréttirFjármálahrunið
Bankakreppan þurrkaði út meira en þriðjung af landsframleiðslu Íslands
Uppsafnað framleiðslutap vegna bankakreppunnar nam um þriðjungi af landsframleiðslu Íslands samkvæmt hóflegu mati Seðlabankans. Efnahagslegu áhrifin af bankakreppunni samsvöruðu tekjutapi sem nemur um 2,5 milljónum króna á hvern landsmann.
FréttirUppgjörið við uppgjörið
Hvað varð um lykilfólk hrunsins?
Tíu ár eru síðan að Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland og bankahrunið skall á. Stundin birtir af því tilefni yfirlit um helstu leikendur í hruninu, hvað þeir höfðu með málsatvik að gera og hvað hefur á daga þeirra drifið frá hruni.
Fréttir
Hannes dylgjar um tengsl Íslendings við kínversk stjórnvöld
„Ég geri ráð fyrir því að hann álykti að ég sé tengdur einræðisstjórn Kína af því að það stendur að ég vinni hjá einhverju sem heitir „WuXi“,“ segir Kristleifur Daðason.
Fréttir
Braut gegn stjórnarskrá af stórfelldu gáleysi en segist hafa „unnið Landsdómsmálið efnislega“
Dregin var upp villandi mynd af Landsdómsmálinu og niðurstöðum þess í viðtali Kastljóss við Geir H. Haarde. Fréttamaður sagði Geir hafa verið dæmdan fyrir að halda ekki fundargerðir og Geir sagðist hafa unnið Landsdómsmálið efnislega. Hvorugt kemur heim og saman við niðurstöðu Landsdóms.
GreiningUppgjörið við uppgjörið
Ísland ekki skilið út undan að ástæðulausu
25 af þeim 47 bankamönnum sem lentu í fangelsi vegna brota sem tengjast fjármálahruninu eru Íslendingar. Erlendir sérfræðingar horfðu gáttaðir upp á viðskiptahætti Íslendinga en stjórnvöld hunsuðu hættumerkin, hæddust að gagnrýnendum og leyfðu ósjálfbæru bankakerfi að blása út og hrynja.
GreiningFjármálahrunið
Hluti af málsvörn Hannesar fyrir Davíð þegar verið hrakinn í rannsóknarskýrslunni
Ástarbréfaviðskipti og Kaupþingslán Seðlabankans kostuðu ríkissjóð samtals um 235 milljarða króna. Kaupþingslánið var á skjön við þá almennu stefnumörkun sem fólst í neyðarlögunum og með ástarbréfaviðskiptunum má segja að Seðlabankinn hafi „afhent bönkunum peningaprentunarvald sitt“.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.