Aðsent

Hleðslustöðvar í bílastæðahúsum kosta ekki núll krónur

Pawel Bartoszek svarar grein Gunnars Jörgens Viggóssonar.

Ég þakka Gunnari Jörgen Viggóssyni fyrir að bregðast við skrifum mínum um fjárhagsáætlun meirihlutans í Reykjavík og vona að það verði til þess að þeir sem raunverulega bera ábyrgð á henni finni líka fyrir þörf til að rökræða þá sýn sem þar er sett fram.

Ég skal endurtaka þá skoðun mína að ég teldi það betri fjármálastjórn að lækka skuldir hraðar, dreifa fjárfestingum jafnar og skapa jafnvel svigrúm til að gefa í þegar illa fer að ára. Það má kalla mig, og félaga mína í Viðreisn, öllum ljótum aðhaldsfúkyrðum fyrir það. Aðalmálið er samt að ég tel að fjárhagsáætlunin þarf alla vega að vera raunsæ. Núverandi áætlun er það ekki.

Í grein minni gagnrýndi ég Dag fyrir að lofa því að fjárfestingar samstæðu borgarinnar færu úr 28% niður í 11% á næstu fjórum árum. Gagnrýni Gunnars byggir, að stórum hluta, á því að ég hafi ekki nægilega rýnt í þær tölurnar á bak við þessum áætlunum áður en ég hélt því fram að þær væru ótrúverðugar.

Þessi gagnrýni byggir þá á þeirri forsendu að fjárhagsáætlunin hafi verið hönnuð að neðan upp, að hvert einasta svið borgarinnar hafi gert sína eigin fjárfestingaráætlun, tölurnar verið summaðar upp og birtar sem fjárfestingaráætlun borgarinnar. Sé summan rétt, er áætlunin trúverðug.

Væri þetta tilfellið þá væri það auðvitað engin fjárhagsstjórn. Heildarramminn og áætlanir sviða þurfa að spila saman raunar þarf heildarramminn að ganga fyrir. Ef allir sviðstjórar vilja fjárfesta á sama tíma þá er skynsamlegt að forgangsraða og dreifa álaginu.

En fyrst við erum að ræða fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar, sem Gunnar Jörgen var svo vingjarnlegur að benda mér á, þá má spyrja sig hvort þær tölur sem þar er að finna geri planið virkilega trúverðugra.

Þar er til dæmis gert ráð fyrir að fjárestingar vegna menningar og ferðamála verði 8% árið 2022 af því sem þær verða í ár.

Í sömu áætlun er einnig gert ráð fyrir að ekkert muni þurfa að fjárfesta í grunnskólum borgarinnar árið 2022. Ekkert.

Svo eru það loftslagsmálin. Reykjavík hefur setti sér metnaðarfulla loftslagsstefnu árið 2016 þar sem segir m.a. „Standa [þarf] fyrir uppsetningu hleðslustöðva í bílastæðahúsum borgarinnar.“

Þetta er fjárfesting sem kostar peninga. Breytingar á húsnæði kosta, hleðslustöðvar kosta, hraðhleðslustöðvar kosta. Við viljum væntanlega rukka fyrir rafmagnið og þá þarf að fjárfesta í kerfi fyrir það. Og hvað er gert ráð fyrir að það kosti? 

Hér er fjárfestingaráætlun Bílastæðasjóðs:

Það er sem sagt ekki gert ráð að þetta kosti allt núll krónur.

Fjárhagsáætlun borgarinnar byggir á þessari fjárfestingaráætlun. Fjárfestingaráætlun sem virðist ekki gera ráð fyrir neinum ófyrirséðum fjárfestingum, og virðist sleppa að eyrnamerkja fé til fjárfestinga sem búið er að lofa annars staðar.

Ég stend við orð mín um að þetta sé ótrúverðugt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Aðsent

Typpi, hvalir og Kristján Loftsson

Fréttir

Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta

Fréttir

Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið