Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands
Blaðamaðurinn Gabríel Benjamin hefur verið að rannsaka hugtakið popúlisma frá byrjun árs. Hann gerir grein fyrir þeim niðurstöðum sem liggja fyrir, en rannsóknin er enn í vinnslu.
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
2
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
135
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
3
FréttirSamherjaskjölin
63362
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
4
Fréttir
8
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.
5
FréttirHeimavígi Samherja
1565
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
962
Stórir skjálftar ríða yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið
Skjálftar um og yfir 5 á Richter hafa riðið yfir Reykjanesið. Staðsetningin er í kringum Fagradalsfjall. Sá fyrsti mældist 5,7 að stærð, 3,3 kílómetrum suðsuðvestur af Keili. Skjálftarnir teygja sig í átt að höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt frumniðurstöðum Veðurstofunnar.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
Sigmundur Davíð GunnlaugssonStofnaði Miðflokkinn eftir að hafa tapað sæti sínu sem formaður Framsóknarflokksins. Mynd: Pressphotos
Angar popúlisma teygja sig víða, og nú á 21. öld spretta blóm þessarar hreyfingar úti um allan heim. Forsetar, forsætisráðherrar, þingmenn og fleiri eru orðaðir við þessa hreyfingu, en þeir tilheyra ekki sama flokki eða tengslaneti, og lítið samráð virðist vera á milli þeirra.
Þeir kalla sig ekki sjálfir popúlista; orðið sjálft virðist vera baneitrað og er ósjaldan notað sem samheiti yfir lýðskrumara, öfgasinnaða hægri eða vinstri pólitík, eða þjóðernishyggju. Jafnvel þótt þessir stimplar eigi við í sumum tilvikum hjálpa þeir okkur ekki að skilja þessa hreyfingu. Popúlismi er samheiti yfir ólíkar stefnur og oft andstæðar, en bakvið hann er engu að síður viss hugmyndafræði sem hefur lengi verið til, en ekki náð fótfestu fyrr en á þessari öld.
Í kjölfar hnattvæðingar á tímum fjármagnskapítalisma og einkum eftir skell efnahagshrunsins fyrir áratug hefur eignarhald á verðmætum heimsins í síauknum mæli færst á hendur færri einstaklinga sem fara fyrir vikið með æ meiri völd. Þrátt fyrir að dregið hafi úr örbirgð víða um heim stendur velmegun í okkar heimshluta í stað eða verður ótryggari því það er erfiðara fyrir sístækkandi hóp að láta enda ná saman, hvað þá að uppfylla miðstéttardrauminn um að lifa þægilegu og öruggu lífi. Ungt fólk býr enn lengur í foreldrahúsum, með námslánaskuldir eða íbúðalánsskuldir vomandi yfir sér. Fleiri þurfa að vinna fleiri störf og lengri vinnudaga fyrir lægra kaup á sama tíma og framleiðsla og afköst aukast með hverju ári. Störfum í mörgum geirum fækkar vegna tækniþróunar, sem færir enn meira fé í vasa fyrirtækjaeigenda og minna til verkafólks.
Misskipting auðs er að aukast, og hvorki vinstri né hægri stjórnmálaflokkar virðast geta stemmt stigu við þeirri þróun – þvert á móti virðast hefðbundnir flokkar keppast við að þóknast fjármálaöflum sem borga fyrir dýrar kosningabaráttur þeirra. Leiðrétting innan hag- og peningakerfa virðist ekki duga lengur.
Öld ömurlega liðsins
Það er viss firring sem hefur náð kjölfestu í samfélaginu þar sem vaxandi hópur finnur fyrir mikilli fjarlægð frá hefðbundnum stjórnmálaflokkum. Þetta er þessi ömurlegi hópur (e. „the deplorables“) sem Hillary Clinton vísaði til í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum 2016, en það er einmitt talið að sá fjölmenni hópur hafi fylkt sér bakvið Donald Trump og tryggt honum sigur. Gremja þessa ömurlega liðs hafði stigmagnast eftir átta ár undir stjórn Barack Obama.
Kosinn af þeim sem skildir voru eftirVelgengni Donald Trump hefur verið að hluta til rakið til þess að honum tókst að virkja reiði fólks sem var búið að fá nóg af hefðbundnum stjórnmálamönnum.
Mynd: Semansky/AP/REX/Shutterstock
Obama var kosinn í byrjun kreppunnar með stefnuskrá sem einkenndist af von þegar allt virtist vonlaust; slagorð hans var Breyting sem við getur trúað á og Já, við getum það (e. „Change we can believe in“ og „Yes We Can“). Þrátt fyrir háleit loforð um framfarir var forsetatíð hans að mestu leyti án byltinga; efnahagsskútan réttist við og viðskiptalífið náði sér, en þrátt fyrir að réttindi hinna efnaminnstu hefðu aukist var kökunni ekki skipt upp á nýtt eins og margir höfðu vonast eftir.
Upplifun margra var að Obama hafi varið efnahagselítuna fremur en hagsmuni almennings, og arftaki hans, Hillary Clinton, var talin líkleg til að halda uppi þeirri stefnu. Áhangendur Bernie Sanders klufu í raun Demókrataflokkinn í tvennt með því að lýsa Clinton sem valdaelítu (e. „establishment“) andspænis hinum framsækna og róttæka Sanders.
Á hinum væng stjórnmála átti sér líka stað hallarbylting, en í stað þess að kjósa hefðbundinn frambjóðanda repúblikana, sem var í liði með viðskiptaelítu flokksins, var Trump valinn sem frambjóðandi flokksins. Hann lýsti sjálfum sér sem manni sem væri ekki hluti af spilltu elítunni í Washington, og að hann myndi berjast fyrir Jónum og Stínum landsins.
Atkvæði margra sem kusu Trump voru því uppreisn gegn óréttlátu kerfi og lögðu frekar traust sitt á mann sem hafði aldrei áður gegnt opinberu hlutverki. Í augum þessara kjósenda voru hefðbundnir vinstri flokkar ekki eitthvað til að treysta á. Þeir virtust ekki síður verða spillingu og hagsmunagæslu að bráð en hefðbundnir íhaldsflokkar. Auk þess birtust vinstri flokkar sem málsvarar menntaelítu sem berðist fyrir réttindum minnihlutahópa en gleymdu „litla manninum“ sem Trump sótti fylgi sitt til.
Trump Íslands
Á Íslandi var sagan svipuð þremur árum áður en Trump var kosinn. Fyrsta hreina vinstri stjórn Íslands hafði ekki verið afkastalaus og tekist að draga úr himinháum skuldum þjóðarbúsins, en það var gert með því að reisa við föllnu bankana í stað þess að uppfylla væntingar um að aflétta skuldabyrði, fram yfir ákveðin mörk. Frá janúar 2009 til loks nóvember 2011 voru rúmlega 2.200 fasteignir seldar nauðungarsölu í Hafnarfirði, Keflavík, og Reykjavík, en það eru fjórfalt fleiri eignir og á svipuðum tíma fyrir hrun.
Því er ekki ofsögum sagt að fjölmargir hafi misst heimili sín og staðið frammi fyrir mun verri kjörum en vonast hafi verið eftir þegar þessir flokkar voru kosnir. Á sama tíma urðu hinir ríku ríkari, og þeim tókst að halda í völd sín. Meðhöndlun ríkisstjórnarinnar á IceSave-málinu svokallaða var einnig mikið áfall fyrir marga þar sem hún virtist taka stöðu með fjármálaöflunum og gegn almennum borgurum.
Setti sig upp gegn elítunniSigur InDefence gegn IceSave samningunum var í senn sigur Sigmundar Davíðs og gaf honum orðstýr sem verndara Íslands gegn erlendum öflum.
Mynd: Pressphotos
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins þegar fyrsti IceSave-samningurinn var samþykktur af Alþingi, en Sigmundur var hávær meðlimur InDefence-hópsins sem barðist gegn ríkisábyrgð á IceSave-reikningum Landsbankans. Á meðan að valdhafar reyndu að selja þjóðinni að þessir samningar væru siðferðisleg skuld okkar allra var málinu stillt upp af InDefence-hópnum sem baráttu gegn ósanngjörnum skilmálum Breta og Hollendinga, sem átaka milli valdhafa og almennra þegna, elítunnar og almúgans. Sigur InDefence var einnig sigur Sigmundar, en hann endurskapaði Framsóknarflokkinn á þeim sjö árum sem hann var formaður hans og skilgreindi sig ítrekað sem málsvara almennings gegn erlendum hrægammasjóðum, gegn spilltri valdhafaelítu, og sem rödd alvöru Íslendinga.
Þessu viðhorfi og þessum töktum sem Trump og Sigmundur Davíð taka upp á á sinn eigin hátt deila þeir með mörgum öðrum sem eru bendlaðir við popúlisma að því leyti sem hann er andóf gegn valdaelítum, eins og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands; Bernie Sanders, forvalsframbjóðanda bandarískra demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016; Marine Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar; Jeremy Corbyn, formann breska Verkamannaflokksins og fleiri.
Í skrifum Cas Mudde og Cristóbal Rovira Kaltwasser um popúlisma nefna þeir þrjár kjarnahugmyndir að baki popúlískra hreyfinga, en þær eru fólkið, elítan, og almannaviljinn. Slíkar hreyfingar einbeita sér gjarnan að Jónum og Stínum landsins, hreina og góða fólki samfélagsins sem vill bara vinna vinnuna sína, sjá sér og sínum farborða og lifa góðu lífi og vera gegnir borgarar. Það er nauðsynlegt fyrir svona hreyfingar að skilgreina sig í andstöðu við einhverja elítu sem fer með völd, en lykilatriðið er að þessi fjöldahreyfing sé að einhverju leyti beinn boðberi góða almenningsins gegn spilltu valdaelítum, hvort sem það eru peningaöfl, menntaelíta, fjölmiðlar, gráðugir innflytjendur eða aðrir hópar. Að lokum verður slík hreyfing að túlka með einhverjum hætti almannaviljann, en hann er ekki endilega almannavilji Jean-Jacques Rousseau, sem kom fram í samræðum allra borgara sem tóku þátt í að móta samfélag sitt, heldur er þessi almannavilji frekar byggður á einhvers konar almennri skynsemi sem allir sem eru ekki samdauna elítunum sjá skýrt.
Fylgið leiðtoganum
Annað einkenni popúlískra hreyfinga, samkvæmt Mudde og Kaltwasser, er að að baki þeim sé leiðtogi sem sé gæddur persónutöfrum og laðar að sér persónufylgi. Annars er þessum leiðtogum skipt í nokkra flokka, eins og heljarmennið með náðargáfu sem er gjarnan maður efnda, ekki nefnda, og sem gerir og talar eins og aðrir þora ekki. Slíkir leiðtogar vilja gjarnan verða alráðir og gera sig að körlum í krapinu með því að tala um íþróttir og beita kvenfyrirlitningu óspart. Ljósasta dæmið um slíkan leiðtoga er Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem er vellauðugur, heldur svallveislur og á fjölda fjölmiðla.
Barðist gegn strákamenningu í pólitíkSarah Palin vakti mikla athygli þegar hún bauð sig fram sem varaforsetaefni Bandaríkjanna 2008, en taktar hennar eru gjarnan tengdir við popúlisma.
Mynd: Wikipedia
Konur geta líka verið leiðtogar popúlískra hreyfinga, en þær taka þá oft á sig kynjaðar hugmyndir um hvað er góð kona. Þær eru gjarnan sjálfskapaðar konur sem nýta sér kyn sitt til að benda á hvernig þær eru utanaðkomandi í leikjum elítunnar. Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana 2008, talaði til dæmis gjarnan um hvernig hún var á móti útilokandi strákamenningunni sem var ráðandi í bandarískum stjórnmálum; hún var því nátengdari fólkinu en elítunni því hún var ekki hluti af þessum strákaklúbbi. Jafnframt reyndi hún að karlgera sig með því að sýna sig sem útivistarmanneskju sem stundaði veiðar með strákunum í villtum víðernum Alaska.
Enn önnur gerð af popúlískum leiðtoga er utanaðkomandi innherjinn sem lítur ekki á sig sem atvinnustjórnmálamann, heldur nýgræðing sem hefur það eitt að markmiði að færa stjórnmál aftur til fólksins og í burtu frá spilltum atvinnustjórnmálamönnum.
Í raun og veru er slíkur einstaklingur oftast með sama bakgrunn, með sömu menntun og úr svipuðum forréttindahópi og aðrir stjórnmálamenn, og hefur verið virkur í stjórnmálum til lengri tíma. Dæmi um slíka leiðtoga eru til dæmis fyrrum forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, og fyrrum forseti Brasilíu, Collor de Mello.
Blórabögglar og einföld sýn á stjórnmál
Fræðimenn eiga sífellt í erfiðleikum með að ná utan um öll afbrigði popúlismahreyfingarinnar sem er sjálf í mótun. Á meðan að Mudde og Kaltwasser gefa okkur viðmið fyrir hvað er og hvað er ekki popúlismi, þá flækjast skilgreiningar annarra fræðimanna oft fyrir þeim. Til fleiri ára var popúlismi nátengdur þjóðernispólitík og fjölluðu margir um þessi tvö fyrirbæri eins og þau væru eitt. Á meðan að það getur oft verið raunin, þá er það ekki alltaf staðan í dag – á Íslandi daðra popúlískar hreyfingar oft við þjóðræknar hugmyndir, en þær forðast að tengjast þjóðernispólitík eins og Íslenska þjóðfylkingin eða Frelsisflokkurinn gera.
Margaret Canovan er breskur stjórnspekingur sem hefur verið að skrifa um popúlisma frá 9. áratugnum, en hún greinir meðal annars í skrifum sínum að popúlískar hreyfingar eigi það til að leggja gífurlegt traust á leiðtogann. Vonin er sú að sterkur leiðtogi geti komist hjá skriffinnsku og farið á svig við staðnaðar og spilltar stofnanir til að koma á réttlæti.
Í augum hennar líta popúlistar á hið pólitíska svið sem óþarflega flókið til að réttlæta allar stofnanirnar sem hafa myndast í kringum það. Svör popúlista við flóknum vandamálum eru því einföld, og reiða sig oft á blóraböggla sem geta verið ýktir eða ímyndaðir andstæðingar.
Þessi sýn á popúlisma á í mörgum tilvikum við, en nær ekki utan um margar vinstrisinnaðar hreyfingar sem passa inn í skilgreiningu Mudde og Kaltwasser. Berlusconi eða Trump eru iðulega uppvísir að einföldunum á vanda og lausnum þeirra, en það má ekki segja hið sama um Corbyn og Sanders, sem veigra sér ekki við að ræða og greina flækjustig vandamála sem stjórnmál fást við.
Því legg ég til að innleiða þessa sýn Canovan inn í skilgreiningar þeirra Mudde og Kaltwasser, að mið- og hægri sinnaður popúlismi bjóði gjarnan fram einfalda sýn á svið stjórnmála, og að það sé í raun nóg að gott fólk leysi vandamál sem þvælast fyrir spillta fólkinu.
Þar að auki má gjarnan sjá í rótgrónum einingum, eins og flokk repúblikana eða Framsókn, sem verða yfirteknar af popúlískum leiðtogum eða hreyfingum minnkandi áhuga og áherslu á hugmyndafræðilega nálgun að vandamálum og sögulega arfleifð flokksins. Sýn þessara nýju eininga verður þess í stað hnitmiðuð, einfölduð og gjarnan sett fram án mikils rökstuðnings. Allir andstæðingar verða sjálfkrafa hluti af elítunni, því það er engin önnur hugsanleg ástæða til þess að vera gagnrýninn eða sýna efasemdir.
Hrökklaðist frá völdumSigmundur fór úr því að vera hetja fólksins eftir IceSave yfir í tragíska fígúru eftir Panamaskjölin.
Mynd: skjáskot/ruv
Popúlískur leiðtogi Íslands
Á þeim árum sem Framsóknarflokkurinn var undir leiðsögn Sigmundar Davíðs var hann kjörið dæmi um flokk sem var yfirtekinn af popúlískri hreyfingu. Flokkurinn var stofnaður fyrir rúmri öld og er elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Þessi frjálslyndi miðjuflokkur hafði lengi barist fyrir réttindum bændastéttarinnar og hafði völd og ítök í krafti samvinnuhreyfingarinnar og einokunarstöðu sem hún hafði komið sér í, og hrundi með upplausn kaupfélaganna sem viðskiptavelda. Þrátt fyrir það tókst Framsóknarflokknum að viðhalda sér sem stjórnmálaafli, en hann kom sér í þá lykilstöðu að geta unnið bæði til vinstri og hægri, og hljóta nógu mikið fylgi til að komast í oddastöðu og ráða þannig hvaða flokkar kæmust til valda. Helmingaskiptareglan sem var við lýði tryggði flokknum áframhaldandi völd.
Staða flokksins veiktist á 21. öldinni, en Sjálfstæðisflokkurinn valdi til dæmis eftir alþingiskosningar 2007 að starfa frekar með Samfylkingunni en að taka Framsókn með sér í stjórn, þrátt fyrir að þeir flokkar ættu langa sögu saman í stjórnarstarfi og hefðu hlotið nógu mörg atkvæði til að mynda ríkisstjórn eftir þessar kosningar.
Þegar Sigmundur Davíð varð formaður flokksins janúar 2009 hafði hann aldrei setið á þingi og virkaði sem utanaðkomandi innherji. Faðir hans hafði verið þingmaður og hafði Sigmundur notið ýmissa forréttinda í lífi sínu, en hann stillti sér upp sem verndara íslenskrar menningar; íslenskt kjöt var til dæmis að hans mati gott og íslenskur matur almennt kjörinn megrunarkúr, en erlent kjöt var slæmt og fullt af toxoplasmosis sníkjudýrum.
Óháð skoðunum fólks á honum sem persónu færði Sigmundur ferskan blæ inn í flokk sem hafði staðnað og átti minna erindi til fólks. Eftir að nýta vel fjögur ár í stjórnarandstöðu varð hann forsætisráðherra 2013. Sú stjórnartíð sem tók við einkenndist einkum af kvörtunum hans og flokkssystkina út af stjórnarandstöðu sem var föst í pólitískum skotgröfum og vildi ekki aðstoða almúga landsins, þrátt fyrir að flokkur hans hafi sjálfur ítrekað beitt málþófi til að ná fram sínum vilja í stjórnarandstöðu.
Sigmundur Davíð var, líkt og Trump, óvæginn í garð fjölmiðla sem hann taldi snúa út úr orðum hans og voru samkvæmt honum annaðhvort að vinna fyrir innlenda eða erlenda efnahagselítu sem vildi koma höggi á hann. Viðtölum var neitað, ef fjölmiðlar höfðu fjallað gagnrýnið um hann, og þá var forðast að spyrja erfiðra spurninga.
Eftir eitt óvænt viðtal þar sem Sigmundur komst ekki hjá því að svara fyrir Wintris-fyrirtækið sem hann og kona hans áttu í skattaskjóli í Panama hrökklaðist Sigmundur frá völdum. Ári síðar sneri hann aftur inn á svið stjórnmála, þá formaður Miðflokksins sem hann stofnaði með öðru fyrrverandi framsóknarfólki.
Borin af víkingumVigdís Hauksdóttir endurtók marga af töktum formanns síns í kosningabaráttu Miðflokksins 2018, en þar stillti hún sér ítrekað upp gegn „spillta“ meirihlutanum.
Mynd: Facebook / Miðflokkurinn
Popúlískur leiðtogi Reykjavíkur
Miðflokkurinn fékk 775 fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn í kosningunum 2017 sem má teljast merkilegt í ljósi þess að flokkurinn hafði ekki kynnt stefnuskrá sína fyrr en 13 dögum fyrir kosningar; kosningabarátta flokksins snerist um persónu Sigmundar Davíðs og fleiri áhrifamanna hins nýja flokks. Sérfræðingar sem rýndu í kosningarloforð Miðflokksins gáfu þeim næstlægstu einkunnina á eftir kosningaloforðum Flokki fólksins, en sagt var að Miðflokkurinn þyrfti að gera betur grein fyrir ýmsum útfærsluatriðum.
Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum vann Miðflokkurinn víða kosningasigur, og útrýmdi meðal annars Framsókn úr borginni. Miðflokkurinn hlaut 3.615 atkvæði, eða 6,1% af öllum atkvæðum, á meðan að Framsókn fékk aðeins 3,2%, eða 1.870 atkvæði, sem dugðu ekki til að ná fulltrúa inn.
Flokkarnir tveir deildu mörgum kosningaloforðum, eins og að bjóða frítt í strætó, vilja Sundabraut en vera á móti Borgarlínu, og að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni. Þeir voru líka mannaðir af fólki sem hafði ári áður tilheyrt sama baklandi, en eðlismunur var á oddvitavali þeirra, þar sem Vigdís Hauksdóttir var mun sjóaðri, umdeildari og hafði mun meira persónufylgi.
Vigdís hafði verið varaþingmaður fyrir Framsókn frá 1996 og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn áður en hún settist á þing 2009 í Reykjavík suður kjördæminu. Hún bauð sig ekki fram aftur fyrir Framsókn 2016 þegar Sigmundur hrökklaðist frá völdum. Hún var opinber stuðningsmaður Sigmundar og hlaut oddvitasæti nýs flokks hans í borgarstjórnarkosningum.
Í kosningabaráttu skilgreindi Miðflokkurinn sig ítrekað út frá andstöðu við tillögur ríkjandi meirihlutans og var Vigdís mjög gjörn á að grípa fram í þegar talsmenn meirihlutans tjáðu sig í kosningaþáttum. Vigdís lofaði að finna 10–15 milljarða í kerfinu með því að taka til í því og fækka stjórnarstöðum í borginni. „Ég ætla að fara inn á hverja einustu skrifstofu og sjá hvernig er hægt að hagræða,“ sagði hún í viðtali við DV. Með því móti taldi hún að hægt væri að lækka útsvar á síðari hluta kjörtímabilsins.
Flokkurinn talaði ítrekað fyrir úthverfum borgarinnar, þar sem megnið af íbúum hennar eru staðsettir, eins og þeir hefðu verið hunsaðir af fráfarandi meirihluta; í kostulegu myndbandi útlistaði Vigdís öll þau hverfi sem hluta af Reykjavík. Hún var þar að auki umkringd stórum vopnuðum mönnum í víkingafötum, og kom sífellt fram í þjóðlegum fötum. Í lýsingu myndbandsins er talað um mikilvægi þess að byggja upp alls staðar í borginni, en hvergi er útlistað í kosningagögnum hvað á að byggja í hverju hverfi eða auka þjónustu, heldur er einungis talað um að leysa umferðarteppur með mislægum gatnamótum, umferðarljósum og/eða hringtorgum.
Þegar sérfræðingar rýndu í skipulagsstefnur framboða til sveitarstjórnakosninga gáfu þeir kosningaloforðum Miðflokksins 2 í einkunn, sem var fjórða versta einkunnin á eftir Frelsisflokknum (1,7), Höfuðborgarlistanum (1,3), og Borgin okkar - Reykjavík (1).
Þar að auki liggur fyrir að mörg kosningaloforð flokksins, eins og að leggja Sundabraut, hefði Vigdís getað komið í gegn þegar hún var þingmaður Framsóknar fyrir Reykjavík suður, og formaður fjárlaganefndar; hún lagði fram sex frumvörp þegar hún var í stjórn og engin þeirra tengdust kosningaloforðum Miðflokksins 2018 eins og Sundabraut, flutningi á Landspítala eða staðsetningu Reykjavíkurflugvallar.
Vigdís tjáði sig skýrt hvar sem hún kom fram, en líkt og formaður hennar lagði hún mest upp úr því að vera í andstöðu við elítur landsins og skriffinnskuvæðingu borgarinnar, upphefja íslenska arfleifð, bjóða fram óútskýrðar lausnir með óljósar skírskotanir til almannavilja til breytinga og vera málsvari ömurlega fólksins.
Vegurinn fram á við
Nú þegar búið er að útlista ýmis einkenni popúlískra hreyfinga og skoða dæmi um slíkt hér á Íslandi er kannski auðvelt að álykta að það beri að hafna slíkum hreyfingum. Þessi grein er hins vegar ekki skoðunarpistill ætlaður til að segja til um hvað sé gott og hvað slæmt, heldur er þetta útdráttur úr lengri fræðilegri ritgerð sem varpar ljósi á þetta alþjóðlega fyrirbæri. Popúlismi í sjálfu sér er hvorki góður né slæmur, heldur er þetta hreyfing sem er andsvar við staðnaðri stöðu stjórnmálaflokka sem standa í mikilli fjarlægð frá verkamanna- og miðstétt.
Í víðlesinni og merkri bók sinni um öld reiðinnar, Age of Anger, útlistar Pankaj Mishra þá gríðarlega miklu reiði sem býr í samfélaginu í dag. Spámenn sem reyna að beisla þessa reiði til að fá völd leita gjarnan að einföldum lausnum við flóknum vandamálum. Svör þeirra liggja oft í einhvers konar afturkalli til náttúrunnar og eðli mannsins; til hreinnar karlmennsku sem er ómenguð af femínisma, jafnrétti og málefnum hinsegin og trans fólks; til fráhvarfs frá alþjóðlegu samstarfi yfir í sjálfstæð ríki sem einbeita sér að sínum innri málum. Brexit og einangrunarstefna Trumps eru lýsandi dæmi um þessa þróun.
Það hefur myndast víðs vegar um heiminn stór hópur sömu gerðar og ömurlega liðið sem Clinton talaði um. Fyrir þessa hópa hafa vinstri flokkar, þessir sem ættu að berjast fyrir þeirra málum, farið að fjalla um efni sem eru þeim fjarlæg og ala á menntasnobbi, á meðan hægri flokkar hafa tengt sig of mikið við fjármálaöflin og of lítið við hinn almenna borgara. Því samsama sífellt fleiri sig við hreyfingar sem fjalla um mál sem varða þá, jafnvel þótt þær fjalli líka um eitthvað sem það samsamar sig síður við, eins og útlendingaandúð, karlrembu og svo framvegis.
Kosningabarátta eins og Miðflokkurinn háði 2017 og 2018 virkar best þegar umfjöllun fjölmiðla er í kappræðustíl þar sem á annan tug framboða keppast um athygli kjósenda og ekki er rýnt djúpt í stefnuskrár, viðhorf og kosningaloforð. Flokkar eins og Miðflokkurinn fá einnig mikið brautargengi þegar aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki að koma málum sínum frá sér á skýran hátt, og þegar þær tala ekki um mál sem hafa beint áhrif á þennan áðurnefnda stækkandi hóp kjósenda.
Ljóst er að gömlu flokkarnir þurfa að aðlagast og hvort sem þeim líkar það vel eða illa þurfa þeir að læra af popúlískum hreyfingum ef þeir vilja ekki hljóta sömu örlög og Framsóknarflokkurinn fékk í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum og verða úreltir.
Þessi hnattræna firring mun ekki hverfa á næstunni. Popúlismi hefur afhjúpað kreppu stjórnmála og hefðbundinna flokka sem berjast í bökkum við að tengjast þreyttum kjósendum.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ViðtalHeimavígi Samherja
20160
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
2
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
135
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
3
FréttirSamherjaskjölin
63362
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
4
Fréttir
8
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.
5
FréttirHeimavígi Samherja
1565
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
962
Stórir skjálftar ríða yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið
Skjálftar um og yfir 5 á Richter hafa riðið yfir Reykjanesið. Staðsetningin er í kringum Fagradalsfjall. Sá fyrsti mældist 5,7 að stærð, 3,3 kílómetrum suðsuðvestur af Keili. Skjálftarnir teygja sig í átt að höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt frumniðurstöðum Veðurstofunnar.
Mest deilt
1
FréttirSamherjaskjölin
63362
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
2
ViðtalHeimavígi Samherja
20160
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
3
Aðsent
8157
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Mamma þarf líka að vinna
Hverjum gagnast efnahagsaðgerðir stjórnvalda þegar kemur að atvinnumálum?
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
5
Fréttir
17106
Undanþága til hjúskapar barna verður felld úr gildi
Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra verður ekki lengur heimilt að veita undanþágu til barna undir 18 ára aldri til að ganga í hjúskap.
6
FréttirSamherjaskjölin
981
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
Nú er ljóst að Bernhard Esau og Tamson Hatuikulipi verða ekki látnir lausir úr gæsluvarðhaldi í Namibíu. Þeir sitja inni grunaðir um að hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja sem Þorsteinn Már Baldvinsson kannast ekki við.
7
FréttirLaxeldi
2976
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
Stærsti eigandi Arnarlax, norski laxeldisrisinn Salmar, setur aukinn kraft í þróun á aflandseldi á sama tíma og fyrirtækið fær jákvæð viðbrögð frá yfirvöldum á Íslandi um að stórauka framleiðsluna í fjörðum landsins.
Mest lesið í vikunni
1
ViðtalHeimavígi Samherja
86470
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
2
MyndbandHeimavígi Samherja
88161
Hvað finnst Akureyringum um Samherja?
Stundin spurði Akureyringa út í mikilvægi og áhrif stórfyrirtækisins Samherja á lífið í Eyjafirði.
3
RannsóknHeimavígi Samherja
127460
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
Hvaða áhrif hefur það á 20 þúsund manna samfélag á Íslandi þegar stærsta fyrirtækið í bænum, útgerð sem veitir rúmlega 500 manns vinnu og styrkir góð málefni um allt að 100 milljónir á ári, er miðpunktur í alþjóðlegri spillingar- og sakamálarannsókn sem teygir sig víða um heim? Stundin spurði íbúa Akureyrar að þessari spurningu og kannaði viðhorf íbúa í Eyjafirði og á Íslandi öllu til Samherjamálsins í Namibíu. Rúmt ár er liðið frá því málið kom upp og nú liggja fyrir ákærur í Namibíu gegn meðal annars Samherjamönnum og embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri eru með málið til meðferðar á Íslandi.
4
ViðtalHeimavígi Samherja
20160
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
5
Spurt & svaraðHeimavígi Samherja
93322
Samherji kaupir dagskrárefni af sjónvarpsstöð á Akureyri
Fjölmiðillinn N4 rekur sjónvarpsstöð á Akureyri. Miðillinn hefur tekið að sér dagskrárgerð, kostaða af Samherja, en telja það vel falla inn í þá starfsemi sem miðillinn heldur úti. „Við erum ekki fréttastöð,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Karl Eskil Pálsson.
6
FréttirHeimavígi Samherja
43352
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
7
FréttirHeimavígi Samherja
56433
Umdeild aðkoma Samherja að fjölmiðlum
Blaðamannafélag Íslands fordæmdi í fyrra aðgerðir Samherja gagnvart fjölmiðlum. Þorsteinn Már Baldvinsson átti fimmtung í Morgunblaðinu. Samherji hefur keypt umfjöllun frá sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri. Sjónvarpsstöðin Hringbraut braut fjölmiðlalög í samstarfi við Samherja.
Mest lesið í mánuðinum
1
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
94276
Ingjaldur hafnar öllum ásökunum og kennir bróður sínum um
Ingjaldur Arnþórsson, fyrrverandi forstöðumaður Varpholts og Laugalands, segist orðlaus yfir lýsingum hóps kvenna á ofbeldi sem hann eigi að hafa beitt þær. Hann segist aldrei hafa beitt ofbeldi eða ofríki í störfum sínum. Augljóst sé að einhver sem sé verulega illa við sig standi að baki lýsingunum.
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
103520
„Kerfið brást dóttur minni og fjölskyldunni allri“
Dagný Rut Magnúsdóttir segir að orð geti ekki lýst því hvernig sér hafi liðið á meðferðarheimilinu Laugalandi. Þetta hafi verið hræðilegur tími. Hún var þar um nokkurra mánaða skeið þegar hún var fimmtán ára. Pabbi hennar, Magnús Viðar Kristjánsson, óttast að hún jafni sig aldrei að fullu eftir reynsluna sem hún hafi orðið fyrir á meðferðarheimilinu. Hann segir að kerfið hafi ekki aðeins brugðist Dagnýju heldur allri fjölskyldunni.
3
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
93836
„Upphafið að versta tímabili lífs míns“
„Ég er búin að vera að reyna að safna kjarki í mörg ár til að stíga fram og segja frá því sem ég upplifði á meðferðarheimilunum Varpholti og Laugalandi þegar ég var unglingur. Ég vissi alltaf að ég þyrfti að segja frá því sem gerðist,“ segir Kolbrún Þorsteinsdóttir, sem var fyrst vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti, sem árið 2000 var flutt í Laugaland í Eyjafirði. Ingjaldur Arnþórsson stýrði báðum heimilunum.
4
Leiðari
194615
Jón Trausti Reynisson
Harmleikur Katrínar Jakobsdóttur
Ólíkt fyrri forsætisráðherrum talar Katrín Jakobsdóttir ekki niður til fólks.
5
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127994
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
6
Aðsent
991.265
Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Dökka hlið TikTok algóriþmans
Opið bréf til foreldra um notkun barna á TikTok - frá þremur unglingum sem nota TikTok.
7
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
1981.560
Varnarlaus börn á vistheimili upplifðu ótta og ofríki
Sex konur stíga fram í Stundinni og lýsa alvarlegu ofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir á meðan þær dvöldu á meðferðarheimilunum Varpholti og Laugalandi, sem stýrt var af sömu aðilum. Forstöðumaður heimilanna hafnar ásökunum. Ábendingar um ofbeldið bárust þegar árið 2000 en Barnaverndarstofa taldi ekkert hafa átt sér stað. Konurnar upplifa að málum þeirra hafi verið sópað undir teppið. „Við vorum bara börn.“
Nýtt á Stundinni
Þrautir10 af öllu tagi
27
307. spurningaþraut: Hákarlaskip, Tuvalu, hver fæddist í Halifax fyrir 30 árum?
Prófiði nú þrautina frá í gær — hér er hana að finna. * Aukaspurningar eru tvær að þessu sinni. Sú fyrri er svona: Hér að ofan má sjá skopteikningu frá tíma þorskastríðanna. Teiknarinn var í áratugi einn vinsælasti og afkastamesti teiknari landsins og stíll hans flestum kunnur. Hvað hét hann? * Aðalspurningar eru hins vegar tíu að þessu sinni, og...
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
Viðtal
3
Seldi paprikustjörnur til Kína
Draugur upp úr öðrum draug, fyrsta einkasýning Helenu Margrétar Jónsdóttir, stendur yfir í Hverfisgallerí til 13. mars. Helena leikur sér að víddum. Ofurraunveruleg málverk hennar eru stúdíur í hversdagsleika, formgerð, dýpt og flatneskju. Á verkum hennar má finna klassískt íslenskt sælgæti, eitthvað sem margir teygja sig í þegar þeir eru dálítið þunnir, sem er einkennandi fyrir titilveru sýningarinnar.
Mynd dagsins
10
Glæsilegt hjá Grænlendingum
Ferðamenn sem koma hingað frá Grænlandi eru nú, einir þjóða, undanþegnir aðgerðum á landamærum og þurfa því hvorki að fara í skimun, sóttkví eða framvísa neikvæðu PCR-prófi. „Það hefur gengið vel, einungis 30 Covid-19 smit verið í öllu landinu." segir Jacob Isbosethsen (mynd) sendiherra Grænlands á Íslandi. Ef jafnmargir hefðu smitast hér og og á Grænlandi hefðu 195 manns fengið Covid-19. Í morgun var talan örlítið hærri, 6049 einstaklingar hafa fengið farsóttina hér heima.
Stundarskráin
3
Innsetningar, djass og afmæli
Tónleikar, viðburðir og sýningar á næstunni.
Fréttir
1770
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
Frumvarp um skref til afnáms verðtryggingar, sem ríkisstjórnin lofaði samhliða lífskjarasamningum, fellur ekki í kramið hjá aðilum vinnumarkaðarins, fjármálafyrirtækjum og Seðlabankanum.
FréttirSamherjaskjölin
981
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
Nú er ljóst að Bernhard Esau og Tamson Hatuikulipi verða ekki látnir lausir úr gæsluvarðhaldi í Namibíu. Þeir sitja inni grunaðir um að hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja sem Þorsteinn Már Baldvinsson kannast ekki við.
Aðsent
8157
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Mamma þarf líka að vinna
Hverjum gagnast efnahagsaðgerðir stjórnvalda þegar kemur að atvinnumálum?
FréttirLaxeldi
2976
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
Stærsti eigandi Arnarlax, norski laxeldisrisinn Salmar, setur aukinn kraft í þróun á aflandseldi á sama tíma og fyrirtækið fær jákvæð viðbrögð frá yfirvöldum á Íslandi um að stórauka framleiðsluna í fjörðum landsins.
Þrautir10 af öllu tagi
4157
306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?
Gærdagsþrautin, hér. * Aukaspurning: Í hvaða borg er sú hin litríka brú er hér að ofan sést? * 1. Í hvaða landi var Bismarck helstur valdamaður 1871-1890? 2. Í hvaða landi er Chernobyl? 3. Hver keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision bæði 1999 og 2005? 4. Hvaða þjóð varð heimsmeistari í fótbolta karla árið 1970 eftir að hafa unnið Ítali...
FréttirHeimavígi Samherja
1565
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
Mynd dagsins
3
Allir á tánum
Það var mikið um að vera við veg 42, vestan Kleifarvatns nú í morgun. Vegagerðin var að kanna aðstæður, starfsmenn á Jarðvársviði Veðurstofu Íslands (mynd) voru að mæla gas á hverasvæðinu í Seltúni, sem og grjóthrun. Þarna voru líka ferðalangar að vonast eftir hinum stóra, kvikmyndagerðarmaður að festa augnablik á filmu, enda höfðu mælst yfir 1000 jarðskjálftar á svæðinu fyrstu tíu tímana í dag. Þar af tveir yfir 3 að stærð, sá stærri átti upptök sín rétt norðan við Seltún, klukkan 03:26 í morgun.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir