Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
Launahæstir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tróna á toppnum yfir launahæstu bæjarstjóra landsins, með hærri mánaðarlaun en borgarstjórar London og New York.

Launahæstu bæjarstjórar Íslands eru á hærri launum en borgarstjórar sumra fjölmennustu stórborga heims. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tróna á toppnum með hærri mánaðarlaun en borgarstjórar London og New York.

Stundin óskaði eftir upplýsingum um laun bæjarstjóra í 19 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Gunnar er launahæstur bæjarstjóra, með 2.272.304 kr. á mánuði. Þar að auki fær Gunnar bifreið til afnota, auk þess sem hann fékk greiddar 507 þúsund krónur árið 2017 fyrir fundarsetu sem varamaður í bæjarstjórn. Hann er einnig í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og fær fyrir það 130.604 kr. á mánuði. Gunnar var kjörinn sem aðalmaður í bæjarstjórn í nýafstöðnum kosningum, en þar bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig einum manni og hélt hreinum meirihluta. Í svari til Stundarinnar kom fram að Gunnar hyggst ekki þiggja laun fyrir setu í bæjarstjórn á kjörtímabilinu.

Á hæla hans fylgir Ármann, með 2.159.670 kr. á mánuði. Laun hans hafa hækkað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár