Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Þöggunin tók á sig nýjar myndir eftir stjórnarslitin

Gló­dís Tara, Nína Rún Bergs­dótt­ir, Anna Katrín Snorra­dótt­ir og Halla Ólöf Jóns­dótt­ir stóðu fyr­ir átak­inu #höf­um­hátt og léku lyk­il­hlut­verk í at­burða­rás­inni sem end­aði með því að stjórn­ar­sam­starfi Bjartr­ar fram­tíð­ar, Við­reisn­ar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins var slit­ið. Stund­in ræddi við þær um fram­göngu ráða­manna, eftir­köst stjórn­arslit­anna, við­brögð Al­þing­is við bar­áttu þeirra og til­raun­ir stjórn­valda til að breiða yf­ir óþægi­leg­an raun­veru­leika. 

Gló­dís Tara, Nína Rún Bergs­dótt­ir, Anna Katrín Snorra­dótt­ir og Halla Ólöf Jóns­dótt­ir stóðu fyr­ir átak­inu #höf­um­hátt og léku lyk­il­hlut­verk í at­burða­rás­inni sem end­aði með því að stjórn­ar­sam­starfi Bjartr­ar fram­tíð­ar, Við­reisn­ar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins var slit­ið. Stund­in ræddi við þær um fram­göngu ráða­manna, eftir­köst stjórn­arslit­anna, við­brögð Al­þing­is við bar­áttu þeirra og til­raun­ir stjórn­valda til að breiða yf­ir óþægi­leg­an raun­veru­leika. 

Konurnar sem voru beittar kynferðisofbeldi af lögmanninum Robert Downey á unglingsárunum segjast hafa orðið fyrir vonbrigðum með þær ákvarðanir sem teknar voru á síðustu dögum þingsins í september. Alþingi hafi ekki svarað ákalli brotaþola um breytingar. Jafnframt upplifa þær skilaboð ríkisstjórnarinnar til erlendra fjölmiðla, þar sem farið var fram á að umfjöllun um stjórnarslitin og uppreist æru barnaníðinga yrði fjarlægð, sem framhald af þögguninni í sumar. 

Eins og Stundin greindi frá í byrjun mánaðar reyndi almannatengslafyrirtæki, sem starfar fyrir utanríkisráðuneytið, að fá stórblaðið Washington Post til að breyta eða fella út setningu um þátt kvenna í atburðunum sem leiddu til þess að stjórnarsamstarfinu var slitið. Meginkrafa ríkisstjórnarinnar var þó sú að pistill um málið yrði fjarlægður en Washington Post varð ekki við þeirri beiðni. Stundin hefur óskað eftir upplýsingum um kostnað vegna almannatengslaherferðarinnar og bíður enn eftir svörum. Í fyrstu vísuðu utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið hvort á annað en upplýsingabeiðnin er nú í vinnslu hjá utanríkisráðuneytinu.

Ráðuneytið vildi leyndDómsmálaráðuneytið tók þá ákvörðun að synja alfarið upplýsingabeiðnum um mál Roberts Downey og gekk lengra í upplýsingaleynd en lög heimila.

Þær Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir áttu lykilþátt í umræðunni sem fór af stað í sumar undir myllumerkinu #höfumhátt.

Ríkisstjórnarsamstarfi Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins var svo slitið í kjölfar fréttaflutnings af meðmælum Benedikts Sveinssonar, föður forsætisráðherra, fyrir barnaníðinginn Hjalta Sigurjón Hauksson.

Þetta og úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að dómsmálaráðuneytið hefði ekki fylgt lögum þegar ákveðið var að leyna upplýsingum um uppreist æru Roberts Downey og annarra kynferðisbrotamanna, setti framgöngu stjórnarþingmanna og æðstu ráðamanna í nýtt samhengi og vakti mikla reiði í samfélaginu.

Var sagt frá meðmælabréfinuBjarni Benediktsson fékk að vita af meðmælum föður síns fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson á undan brotaþolum og almenningi.

Kornið sem fyllti mælinn og sprengdi ríkisstjórnina var svo þegar dómsmálaráðherra viðurkenndi í sjónvarpsviðtölum að hafa sagt forsætisráðherra frá meðmælum föður hans í júlí. Þannig kom í ljós að Bjarni Benediktsson hafði einn fengið upplýsingarnar um meðmælabréf föður síns – upplýsingar sem flokkuðust sem viðkvæmt trúnaðarmál samkvæmt lagatúlkun ráðuneytisins – meðan brotaþolum, fjölmiðlum og almenningi var neitað um þær.

„Rík­is­stjórn lands­ins féll, ekki vegna pen­inga, ekki vegna póli­tísks ágrein­ings at­vinnu­stjórn­mála­manna, held­ur vegna þess að kon­ur höfðu hátt,“ segir í ályktun sem Kvenréttindafélag Íslands sendi frá sér þann 15. september.

Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar reynt að koma í veg fyrir að þessi túlkun á atburðarás stjórnarslitanna nái fótfestu utan landsteina. Í tölvupósti sem Burson Marsteller, ein virtasta almannatengslastofa heims, sendi Washington Post fyrir hönd ríkisstjórnarinnar var gerð sérstök athugasemd við slíka frásögn og hún sögð afbökun á raunveruleikanum. 

Reynt að fela óþægilegar staðreyndir

„Okkur finnst þetta fyrst og fremst óheiðarlegt. Við höfum óskað eftir sannleikanum í marga mánuði og þegar hann loks lítur dagsins ljós og varpar í leiðinni ljósi á spillinguna í íslensku stjórnkerfi þá er leitað til erlends almannatengslafyrirtækis til þess að hylma yfir þá hluti sem við höfum barist fyrir að fá upp á yfirborðið,“ segir Anna Katrín Snorradóttir í samtali við Stundina. „Við veltum því fyrir okkur hvað það kostar íslenskt samfélag að fá þessa aðstoð frá erlendu almannatengslafyrirtæki og hvort Íslendingar séu almennt sáttir við það að skattpeningar þeirra fari í að borga fyrir þetta.“

„Fyrst og fremst óheiðarlegt“Anna Katrín Snorradóttir furðar sig á því að skattpeningum sé varið í að fegra það sem gerðist.
Segir Bjarna staðfesta viðhorfinGlódís Tara segir Sjálfstæðisflokkinn neita að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir um kynferðisofbeldi og brotaþola þess.

Glódís Tara segist hneyksluð á þeim svörum sem Bjarni Benediktsson gaf í leiðtogaumræðum á RÚV þann 8. október síðastliðinn þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði hvort hann teldi réttlætanlegt að verja almannafé í að bæta ímynd Sjálfstæðisflokksins á erlendri grundu. „Bjarni svaraði á þá leið að þessu fyrirtæki hefði oft verið falið það að leiðrétta rangfærslur og verja orðspor landsins. Svo sakaði hann Pírata um að „níða ríkisstjórnina“ og „koma óorði á Ísland“ og sagði sjálfsagt að fá aðstoð almannatengla við að leiðrétta það,“ segir Glódís og bætir við: „Þarna staðfesti Bjarni einmitt þau viðhorf sem við höfum upplifað frá hans flokki, það hvernig þau neita að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir um kynferðisofbeldi og okkur brotaþolana.“

Halla Ólöf tekur undir þetta. „Við erum stoltar af Þórhildi Sunnu fyrir að spyrja ítrekað „óþægilegra“ spurninga fyrir hönd brotaþola kynferðisofbeldis á Íslandi. Hún stendur þétt við bakið á okkur og manni misbýður hve miklu virðingarleysi hún hefur mætt frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir ættu miklu frekar að taka sér hana til fyrirmyndar, eða að minnsta kosti þakka henni fyrir að „þora“ að hitta okkur, hlusta á okkur og spyrja óþægilegra spurninga,“ segir hún. 

Þakklát fyrir stuðninginnHalla Ólöf Jónsdóttir hvetur sjálfstæðismenn til að taka sér Þórhildi Sunnu, þingkonu Pírata, til fyrirmyndar.

Enn ein tilraunin til þöggunar

Anna, Glódís, Halla og Nína líta á aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart erlendum fjölmiðlum sem framhald af þögguninni sem þær upplifðu í sumar þegar þær óskuðu árangurslaust eftir svörum um uppreist æru Roberts Downey og meðferð málsins í dómsmálaráðuneytinu. 

„Það að krefja Washington Post um að fjarlægja pistil þar sem fjallað er um #höfumhátt og mótmæli okkar er auðvitað bara enn ein tilraunin til þöggunar. Þarna er verið að reyna að kæfa okkar raddir og alla þá baráttu sem við höfum háð undanfarna mánuði. Þetta er líka í anda þeirrar miklu vanvirðingar sem við höfum upplifað frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins allt frá því að baráttan hófst,“ segir Nína Rún. 

„Enn ein tilraunin til þöggunar“Nína Rún Bergsdóttir segir stjórnvöld reyna að þurrka út baráttuna sem var háð undir myllumerkinu #höfumhátt.

„Þetta er alltaf sama sagan. Enn einu sinni er farið á bak við okkur og við ekki virtar viðlits, þau hlusta ekki, svara ekki þegar við leitum til þeirra með spurningar. En samt nýta þau sér okkur brotaþola í pólitískum tilgangi með yfirlýsingum á borð við að „samúð Sjálfstæðismanna hafi alltaf verið hjá brotaþolum“, að flokkurinn „standi með brotaþolum og aðstandendum þeirra“. Hvernig geta þau leyft sér að tala svona um okkur opinberlega þegar þau þora ekki, geta ekki eða vilja ekki tala við okkur í eigin persónu?“

„Hvar er heiðarleikinn og hugrekkið?“

Anna Katrín furðar sig á bréfinu sem ríkisstjórn Íslands lét senda Washington Post. „Hvern er verið að vernda með þessu bréfi? Barnaníðinga og pólitíkusa? Það er alveg ljóst að þetta bréf er eingöngu skrifað til að verja orðspor Sjálfstæðisflokksins, ekki annarra,“ segir hún.

„Hvenær ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að taka ábyrgð á orðum og gjörðum sínum og þingmanna sinna? Við bíðum enn eftir því að einhver úr þeirra röðum hlusti á okkur brotaþola og gefi sér tíma til að svara okkur. Þöggunin á sér svo margar birtingarmyndir. Við hörmum t.d. að skynsöm kona eins og Hildur Sverrisdóttir verji opinberlega niðurlægjandi ummæli Brynjars Níelssonar um okkur brotaþola í færslu á Facebook-síðu sinni, telji hann ekki hafa sýnt neina vanvirðingu og hunsi síðan spurningu okkar undir sömu færslu. Hvar er heiðarleikinn og hugrekkið? Hvar er sjálfstæða hugsunin? Hvenær er framgangan orðin nógu gróf til þess að eitthvert þeirra finni sig knúið til að standa upp og segja hingað og ekki lengra? Hvenær brotnar meðvirknin og samtryggingin, hvað þarf til?“

„Hvenær er framgangan orðin nógu gróf til
þess að eitthvert þeirra finni sig knúið til að standa upp og segja hingað og ekki lengra?“

Glódís tekur í sama streng og segir tilraunir til að þagga niður umræðu í erlendum miðlum um stjórnarslitin á Íslandi og tengsl atburðanna við uppreist æru barnaníðinga fela í sér að verið sé að breiða yfir mistök sem enginn vill né þori að taka ábyrgð á.

„Því er haldið fram að þetta sé allt til þess að vernda orðspor Íslands, eins og það sé í þágu allra Íslendinga að ekki sé sagt satt og rétt frá því sem gerðist. Við leyfum okkur hins vegar að trúa því að meirihluti Íslendinga sé laus við þá meðvirkni að aldrei megi tala illa um neitt sem kemur fyrir á Íslandi, að fólk hafi almennt meiri réttlætiskennd en svo,“ segir hún. 

Þær Halla Ólöf Jónsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Glódís Tara tóku þátt í druslugöngunni í sumar þegar umfjöllun um mál Roberts Downey stóð sem hæst.

Fannst hlægilegt að hlusta á forsætisráðherra

Píratar beittu sér fyrir því á síðustu dögum þingsins í september að sett yrðu lög gegn því að menn sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisglæpi, barnaníð og fleiri svívirðileg brot geti öðlast lögmannsréttindi. Ekki náðist samstaða innan allsherjar- og menntamálanefndar um að slíkt frumvarp yrði tekið fyrir en málið mætti andstöðu frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. 

„Við hreinlega skiljum ekki hvers vegna Alþingi gat ekki séð sóma sinn í að lögfesta þetta fyrir þinglok,“ segir Halla Ólöf. „Það var hlægilegt að hlusta á Bjarna Benediktsson fara með ræðu á opnum kosningafundi Sjálfstæðisflokksins þann 23. september, nokkrum dögum fyrir þinglok og ítreka að hann og flokkurinn hans stæðu með brotaþolum og aðstandendum þeirra, en horfa upp á það nokkrum dögum seinna að þau vildu ekki lögfesta bann við því að kynferðisbrotamenn gegni lögmannsstörfum. Við höfum spurt Bjarna Benediktsson um þetta og enn ekki fengið nein svör. Reyndar hefur enginn úr flokknum haft samband við okkur brotaþolana síðan umræða um þessi mál hófst í sumar.“

Furða sig á afnámi ákvæða um uppreist æru

Aðspurðar hvort þeim finnist Alþingi hafa svarað kalli þolenda með þeim lagabreytingum sem gerðar voru á síðustu dögum þingsins, þegar ákvæði um uppreist æru voru alfarið afnumin úr hegningarlögum, segir Nína Rún: „Nei, það finnst okkur ekki. Það var ekki okkar ósk að ákvæði um uppreist æru yrðu algjörlega tekin út úr almennum hegningarlögum. Það eru ekki öll mál eins. Í raun hræðir þetta okkur, og sérstaklega það að brottfall ákvæðisins gildir bara til 1. janúar 2019. Ef ekki tekst að setja ný lög fyrir þann tíma falla þau gömlu aftur í gildi og þá gætu enn fleiri barnaníðingar fengið uppreist æru.“

Hættulegt að utanríkisráðherra gefi rangar upplýsingar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með sendiherrum þann 29. september og sagði í viðtali við RÚV að hann og starfsmenn ráðuneyta og sendiráða hefðu þurft að  „leiðrétta allrahanda misskilning úti um allt alnetið og úti um allan heim“.

Fundaði með sendiherrumGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagðist hafa þurft að útskýra „að það væri ekki þannig að barnaníðingar sem fengju uppreist æru gætu í framhaldinu unnið með börnum“.

Fram kom í máli Guðlaugs á fundinum að það hefði „þurft að útskýra að það væri ekki þannig að barnaníðingar sem fengju uppreist æru gætu í framhaldinu unnið með börnum“. Eins og hefur þó verið margbent á geta barnaníðingar sem fá uppreist æru uppfyllt skilyrði til að öðlast lögmannsréttindi og þar með fengið aðgang að vitnaleiðslum og skýrslutökum af börnum í Barnahúsi. 

„Þessi ummæli Guðlaugs Þórs eru ekki bara dæmi um hvernig stjórnvöld leyfa sér að fegra málefnið á falskan hátt, heldur líka það hvernig þau gera lítið úr baráttunni okkar. Það er nefnilega alls ekki raunin að barnaníðingar geti ekki unnið með börnum eftir að hafa fengið uppreist æru. Okkur þykir bæði stórfurðulegt og hættulegt að gefa út svona yfirlýsingar sem eru beinlínis rangar,“ segir Nína Rún í samtali við Stundina. „Eins og við höfum margbent á og barist fyrir með ómetanlegri hjálp Þórhildar Sunnu, þingkonu Pírata, þá getur Robert Downey hæglega tekið upp lögmannsskírteinið sitt og farið að starfa sem lögmaður aftur þar sem hann hefur möguleika á því að nálgast börn og unglinga í viðkvæmri stöðu í Barnahúsi. Nú er í raun ekkert sem stöðvar hann.“

Anna, Glódís og Halla taka undir þetta. „Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem setti sig á móti frumvarpi Þórhildar Sunnu, líkt og það séu einhver mannréttindi að Robert Downey fái lögmannsréttindin sín aftur og að barnaníðingurinn Hjalti Sigurjón Hauksson fái að keyra skólabíla með varnarlausum fimm og sex ára börnum. Þau vildu ekkert vinna áfram með frumvarpið þó það séu til fordæmi fyrir sams konar lagabreytingum í Evrópu,“ segir Anna. „Við skiljum ekki af hverju þau settu sig upp á móti frumvarpinu. Við óskuðum eftir rökstuðningi frá Bjarna Benediktssyni fyrir tveimur vikum en höfum engin svör fengið.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Tíræður Blíðfari
Mynd dagsins

Tí­ræð­ur Blíð­fari

„Hann var á grá­sleppu í fyrra­vor, en þá fór skrúf­an af, orð­in gegn­ryðg­uð. Enda er hann Blíð­fari kom­inn á tí­ræðis­ald­ur,“ sagði Hlöðver Krist­ins­son þar sem hann var að huga að bátn­um nið­ur við höfn­ina á Vog­um á Vatns­leysu­strönd fyrr í dag. Nái frum­varp Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra fram, sem var lagt fram á Al­þingi nú um dag­inn, verð­ur mik­il breyt­ing á veið­un­um. Í stað veiði­daga, eins og ver­ið hef­ur mörg und­an­far­in ár, verð­ur út­gef­inn kvóti á grund­velli veiða und­an­far­inna ára. Grá­sleppu­ver­tíð­in hefst venju­lega upp úr miðj­um mars.
Spilaði Neró á Twitter – nei, fiðlu! – meðan Róm brann?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Spil­aði Neró á Twitter – nei, fiðlu! – með­an Róm brann?

Sá Rómar­keis­ari sem Don­ald Trump er skyld­ast­ur er óum­deil­an­lega Neró. Báð­ir eru sak­að­ir um að hafa lát­ið reka á reið­an­um með­an allt var í volli.
Tvöföld skimun verður skylda
Fréttir

Tvö­föld skimun verð­ur skylda

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra gef­ur út reglu­gerð í dag sem skyld­ar alla sem til lands­ins koma í tvö­falda sýna­töku vegna Covid-19. Ráð­herra tel­ur að laga­heim­ild­ir standi til þess, ólíkt því sem áð­ur hef­ur ver­ið.
171 mannslát kom til kasta lögreglunnar á síðast ári
FréttirDauðans óvissa eykst

171 mannslát kom til kasta lög­regl­unn­ar á síð­ast ári

Sýni­leg aukn­ing er í fjölda mannsláta sem komu inn á borð lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á síð­asta ári mið­að við fyrri ár. Rétt­ar­krufn­ing fór fram í 77 pró­sent til­vika sem er einnig auk­in­ing milli ára.
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
FréttirDauðans óvissa eykst

Óút­skýrð­um dauðs­föll­um fjölg­ar veru­lega

Veru­leg aukn­ing er á til­fell­um þar sem rétt­ar­meina­fræði­lega rann­sókn þarf til að hægt sé að ákveða dánar­or­sök. Um 20 pró­sent and­láta hér á landi flokk­ast sem ótíma­bær. Rétt­ar­meina­fræð­ing­ur seg­ir að ekk­ert bendi til að sjálfs­víg­um fari fjölg­andi.
TikTok og gamer menningin - Dagný Halla
Karlmennskan - Hlaðvarp#14

TikT­ok og gamer menn­ing­in - Dagný Halla

„Tölvu­leikja­heim­ur­inn er eins og sjúk­lega ýkt týpa af feðra­veld­inu.“ seg­ir Dagný Halla Ág­úst­dótt­ir lækna­nemi, tölvu­leikja­spil­ari og TikT­ok-femín­isti. Dagný hef­ur upp­lif­að mikla for­dóma sem „gamer“ fyr­ir það eitt að vera kven­kyns spil­ari og seg­ir menn­ing­una í tölvu­leikja­heim­in­um vera lit­aða kven­fyr­ir­litn­ingu, ras­isma og able­isma. Unn­ið sé mark­visst gegn stelp­um, þær áreitt­ar, krafð­ar um að vera létt­klædd­ar og seg­ir Dagný best að eiga sam­skipti skrif­lega, svo hún komi ekki upp um kyn sitt. Teng­ir hún þessa menn­ingu við alt right pipe line, al­g­o­rit­hma sam­fé­lags­miðl­anna og hvíta hryðju­verka­menn sem réð­ust inn í þing­hús Banda­ríkj­anna. Dagný veit­ir slá­andi en áhuga­verða inn­sýn í menn­ingu sem er lík­lega hul­in flest­um sem ekki spila tölvu­leiki eða eru virk á TikT­ok.
264. spurningaþraut: Caligula, Jesus Christ Superstar, Lína langsokkur og Álfheiður Ingadóttir
Þrautir10 af öllu tagi

264. spurn­inga­þraut: Caligula, Jes­us Christ Su­per­st­ar, Lína lang­sokk­ur og Álf­heið­ur Inga­dótt­ir

Hér er þraut­in sú síð­an í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvaða trú­ar­brögð tengj­ast mann­virk­inu hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hver var Caligula? 2.   Hvaða fræga söng­lag hefst á þessa leið  (í laus­legri ís­lenskri þýð­ingu): „Ungi mað­ur, það er eng­in ástæða til að vera nið­ur­lút­ur, ég segi, ungi mað­ur, taktu þér nú tak, ég segi, ungi mað­ur, því þú ert...
Sigtryggur gíraffi
Mynd dagsins

Sig­trygg­ur gír­affi

Það er einn gír­affi í Hlíð­un­um, hann heit­ir Sig­trygg­ur og er úr járni. Í Afr­íku eru um 70.000 villt­ir gír­aff­ar og hef­ur þeim fækk­að um 40% á síð­ustu ár­um. Þetta eru stór­ar skepn­ur, full­orðn­ir vega þeir tonn og karldýr­in verða um 5,5 metra há, kven­dýr­in eru 40 cm lægri. Gír­aff­ar eru hæstu skepn­ur jarð­ar og verða að með­al­tali 35 ára gaml­ir. IUCN sam­tök­in hafa ný­ver­ið sett gír­affa á lista yf­ir þau dýr sem eru í al­var­legri hættu, næsta stig er rautt: út­rým­ing­ar­hætta.
Öll hús skipta máli
Jón Trausti Reynisson
Pistill

Jón Trausti Reynisson

Öll hús skipta máli

Tíu at­riði sýna óbæri­leg­an ósam­bæri­leika Búsáhalda­bylt­ing­ar­inn­ar og inn­rás­ar trump­ista í Þing­hús­ið í Washingt­on.
Val um sóttkví en ekki skimun er smuga inn í landið fyrir veiruna
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Val um sótt­kví en ekki skimun er smuga inn í land­ið fyr­ir veiruna

Það er óá­sætt­an­legt að ekki hafi ver­ið brugð­ist við og lög­um breytt svo hægt sé að skylda fólk sem kem­ur til lands­ins í skimun við Covid-19 seg­ir yf­ir­lög­reglu­þjónn. Dæmi eru um að fólk virði ekki fjór­tán daga sótt­kví og það býr til leið fyr­ir veiruna inn í land­ið.
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Fréttir

Ís­lend­ing­ar borga 40% meira fyr­ir mat­inn

Ís­lend­ing­ar greiða 40 pró­sent hærra verð fyr­ir mat og drykk en að með­al­tali í öðr­um Evr­ópu­ríkj­um, sam­kvæmt nýj­um töl­um. Mat­arkarf­an hér á landi er sú þriðja dýr­asta í Evr­ópu, en var sú dýr­asta ár­ið áð­ur. Laun á Ís­landi voru 60 pró­sent­um hærri en að með­al­tali í Evr­ópu á sama tíma.
263. spurningaþraut: 007, Blondie, þrjú afmælisbörn og fleira
Þrautir10 af öllu tagi

263. spurn­inga­þraut: 007, Blondie, þrjú af­mæl­is­börn og fleira

Þraut­in í gær! * Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir fjall­ið sem sjá má á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Þessi á líka við mynd­ina hér að of­an. Fjall­ið á mynd­inni prýð­ir al­kunn­ugt vörumerki. Hvaða vörumerki er það? 2.   Í hvaða landi er höf­uð­borg­in Can­berra? 3.   Hver skrif­aði leik­rit­ið um Ríkarð III? 4.   Hvað merk­ir 00 í ein­kenn­is­núm­eri bresku njósna­hetj­unn­ar...