ACD-ríkisstjórnin
Fréttamál
Þorsteinn: Jafnvel enn alvarlegra en málið sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

Þorsteinn: Jafnvel enn alvarlegra en málið sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir ekki hægt að halda framboði Braga Guðbrandssonar til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til streitu fyrr en málið sem Stundin fjallaði um á föstudag hefur verið upplýst að fullu.

Frumgjöld verða 35 milljörðum hærri á næsta ári heldur en fyrri ríkisstjórn stefndi að

Frumgjöld verða 35 milljörðum hærri á næsta ári heldur en fyrri ríkisstjórn stefndi að

Svigrúmið skýrist meðal annars af breyttum forsendum, lægri vaxtakostnaði ríkisins og einskiptistekjum auk þess sem klipið er af rekstrarafganginum.

Töldu sig vanhæf til aðkomu að Landsréttarmálinu í fyrra en studdu ráðherra í kvöld

Töldu sig vanhæf til aðkomu að Landsréttarmálinu í fyrra en studdu ráðherra í kvöld

Brynjar Níelsson greiddi atkvæði gegn vantrauststillögu sem lögð var fram vegna þess að ráðherra skipaði meðal annars eiginkonu hans sem dómara með ólöglegum hætti.

„Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?“

„Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?“

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður telur Landsrétt ekki uppfylla skilyrði mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæðan og óháðan dómstól. Hér má lesa rökstuðninginn í heild.

Atkvæði ólöglega skipaðra dómara réðu úrslitum þegar Hervör var kjörin forseti

Atkvæði ólöglega skipaðra dómara réðu úrslitum þegar Hervör var kjörin forseti

Fjórir dómarar voru skipaðir við Landsrétt í fyrra án þess að sýnt væri fram á, í samræmi við kröfur stjórnsýslulaga, að þau væru í hópi hæfustu umsækjenda. Atkvæði þeirra skiptu sköpum þegar forseti Landsréttar var kjörin þann 15. júní 2017.

Sigríður segist hafa skipað dómara „með löglegum hætti“

Sigríður segist hafa skipað dómara „með löglegum hætti“

Myndband: Sigríður Andersen dómsmálaráðherra þrætir fyrir að hafa brotið lög við skipun dómara þrátt fyrir skýra niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands.

Svör ráðherra til umboðsmanns Alþingis: „Dómsmálaráðherra sjálfur býr yfir sérþekkingu“

Svör ráðherra til umboðsmanns Alþingis: „Dómsmálaráðherra sjálfur býr yfir sérþekkingu“

Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við HÍ, veitti enga efnislega ráðgjöf um tillögugerð ráðherra eða mat á dómaraefnum. Af fyrirliggjandi gögnum má ráða að Sigríður Andersen sjálf hafi verið eini sérfræðingurinn sem taldi eigin málsmeðferð fullnægjandi með tilliti til stjórnsýslulaga.

Sigríður er ósammála ráðherranefnd Evrópuráðsins um hvernig standa eigi að skipun dómara

Sigríður er ósammála ráðherranefnd Evrópuráðsins um hvernig standa eigi að skipun dómara

Dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt að engir dómarar taki þátt í að meta hæfni umsækjenda um dómarastöður. Þetta sjónarmið gengur í berhögg við tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins frá 17. nóvember 2010.

Sigríður heldur því til streitu að nefndin hafi ekkert með sjálfstæði dómstóla að gera

Sigríður heldur því til streitu að nefndin hafi ekkert með sjálfstæði dómstóla að gera

Dómsmálaráðherra er ósammála Héraðsdómi Reykjavíkur, Hæstarétti Íslands og löggjafanum um einn megintilgang þess að fagleg dómnefnd meti hæfni umsækjenda um dómarastöður.

Heldur áfram að hnýta í dómnefndina: „Í nefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka“

Heldur áfram að hnýta í dómnefndina: „Í nefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka“

Ráðherra staldraði við að rætt væri um „hóp sérfræðinga“, furðaði sig á Excel-skjali og sagði tveggja blaðsíðna bréf sitt hafa að geyma ítarlegri samanburð en 117 blaðsíðna umsögn dómnefndar.

Alger viðsnúningur í málflutningi Sigríðar Andersen

Alger viðsnúningur í málflutningi Sigríðar Andersen

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra styðst nú við allt aðra túlkun á dómstólalögum heldur en hún og stjórnarmeirihlutinn gerðu við þingmeðferð Landsréttarmálsins síðasta sumar. Nú segir hún skipunarvaldið og ábyrgðina liggja hjá Alþingi en ekki ráðherra.

Byggja fjármálastefnuna á úreltri hagspá

Byggja fjármálastefnuna á úreltri hagspá

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur byggir fjármálastefnu sína á þjóðhagsspá sem miðaðist við að ríkisfjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar kæmi til framkvæmda. Þannig er verðbólga næstu ára vanáætluð.