Ekki nýmæli að dæmdar séu skaðabætur vegna lögbrota við stöðuveitingu
Þrjár sjálfstæðiskonur hafa furðað sig á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur undanfarna daga þar sem umsækjendum um dómaraembætti voru dæmdar skaðabætur.
Viðtal
Þöggunin tók á sig nýjar myndir eftir stjórnarslitin
Glódís Tara, Nína Rún Bergsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir stóðu fyrir átakinu #höfumhátt og léku lykilhlutverk í atburðarásinni sem endaði með því að stjórnarsamstarfi Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins var slitið. Stundin ræddi við þær um framgöngu ráðamanna, eftirköst stjórnarslitanna, viðbrögð Alþingis við baráttu þeirra og tilraunir stjórnvalda til að breiða yfir óþægilegan raunveruleika.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Hversu lengi látum við bjóða okkur þetta?
Fáið einhvern annan til að skrifa upp á þetta meðmælabréf.
FréttirUppreist æru
Brynjar þekkti meðmælanda Roberts Downey þegar hann stýrði fundi um málið
Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tengist meðmælanda Roberts Downey, en hann skipaði sama fótboltalið og Halldór Einarsson auk þess sem þeir unnu saman. Meirihluti nefndarinnar gekk út af fundi um málsmeðferðina án þess að kynna sér gögn sem lögð voru fram á fundinum, meðal annars um meðmælendur Roberts. Í lok fundarins lýsti formaður Pírata yfir vantrausti á Brynjar.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Stjórnarliðar vilja fjölga öryrkjum á vinnumarkaði til að ná fram sparnaði
Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar í velferðarnefnd Alþingis vilja að fjárlaganefnd hugi sérstaklega að starfsgetumati. „Ljóst er að fjölgun öryrkja á vinnumarkaði myndi leiða til minni útgjalda.“
Pistill
Jón Trausti Reynisson
Herferðin gegn góðmennsku
Hvernig varð það vont að vera góður? Jón Trausti Reynisson skrifar um tilraunir til að jaðarsetja góðmennsku.
FréttirLeigumarkaðurinn
Þórólfur: Lögbundið þak á leiguverð óskynsamlegt
Hagfræðiprófessorinn Þórólfur Matthíasson telur mikilvægt að auka eftirlit með verðmyndun og viðskiptum á íslenskum leigumarkaði sem hafi mörg einkenni fákeppni. Katrín Jakobsdóttir vill leiguþak og Eygló Harðardóttir lætur skoða kosti og galla slíks fyrirkomulag.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.