Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Þögnin bitnaði á þolendum

„Ég frá­bið mér all­an mál­flutn­ing og ásak­an­ir á hend­ur mér eða ráðu­neyt­inu um að það hafi ver­ið ein­hver leynd­ar­hyggja eða þögg­un í gangi um þetta mál,“ seg­ir dóms­mála­ráð­herra og sam­herj­ar taka í sama streng. En hvers vegna upp­lifðu brota­þol­ar og að­stand­end­ur þeirra leynd­ar­hyggju og þögg­un­ar­til­burði? Stund­in fór yf­ir fimm helstu at­rið­in.

Þögnin bitnaði á þolendum

„Það var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfir höfuð,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um framkvæmd reglna um uppreist æru þann 19. september síðastliðinn. „Ég frábið mér allan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í gangi um þetta mál.“

Samherjar hennar í stjórnmálum hafa tekið í sama streng. Bjarni Benediktsson gerði grín að umræðu um „leyndarhyggju“ á opnum kosningafundi Sjálfstæðisflokksins þann 23. september og sagði pólitíska andstæðinga „beita lýðskrumi og illmælgi“. 

Jón Gunnarsson, starfandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að ríkisstjórninni hafi verið slitið „af litlu tilefni“. Þá skrifar Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, á Facebook að á öllum stigum málsins hafi verið vandað til verka við að fylgja lögum og reglum. „Yfirhylming var engin, leyndarhyggja engin.“

Engu að síður liggur fyrir að dómsmálaráðuneytið og fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins, meðal annars tveir formenn fastanefnda, beittu sér gegn því í sumar að upplýsingar um mál kynferðisbrotamanna og annarra sem fengið hafa uppreist æru litu dagsins ljós eða fengju opinbera umfjöllun.

Tvennt kom í ljós um miðjan september sem setti framgöngu þeirra í nýtt samhengi og varð á endanum til þess að ríkisstjórnin féll og fyrirsagnir um stóra „barnaníðingshneykslið“ á Íslandi dúkkuðu upp á síðum dagblaða víða um veröld. 

Annars vegar komst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þeirri niðurstöðu að almenningur hefði átt rétt á gögnunum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, þvert á þá hörðu afstöðu sem sjálfstæðismenn tóku. Þannig er ljóst að dómsmálaráðuneytið gekk lengra í því að leyna brotaþola og landsmenn alla upplýsingum um gerendur kynferðisofbeldis og meðmælendur þeirra heldur en upplýsingalög heimila.

Í öðru lagi liggur nú fyrir að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, var einn þeirra sem undirrituðu meðmæli fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, kynferðisbrotamann sem var dæmdur fyrir áralanga misnotkun gegn stjúpdóttur sinni árið 2004 en fékk uppreist æru í fyrra. 

Kornið sem fyllti mælinn og sprengdi ríkisstjórnina var svo þegar dómsmálaráðherra viðurkenndi í sjónvarps-viðtölum að hafa sagt forsætisráðherra frá meðmælum föður hans í júlí. Þannig kom í ljós að Bjarni hafði einn fengið upplýsingarnar um undirskrift föður síns – upplýsingar sem flokkuðust sem viðkvæmt trúnaðarmál samkvæmt lagatúlkun ráðuneytisins – meðan brotaþolum, fjölmiðlum og almenningi var neitað um þær.

Eftir að málið komst í hámæli og ríkisstjórnin sprakk hafa sjálfstæðismenn vísað því alfarið á bug að hafa gerst sekir um nokkurs konar leyndarhyggju.

„Okkar hugur hefur ávallt verið með þeim sem hafa átt um sárt að binda. Sem hafa þurft að lifa sálarangist útaf allri umræðunni og hvernig kerfið hefur talað til þessa fólks,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi í Valhöll þann 15. september. Þetta sagði hann þrátt fyrir að bæði hann og dómsmálaráðuneytið hefðu mánuðum saman hunsað fyrirspurnir brotaþola og aðstandenda um uppreist æru kynferðisbrotamannsins Roberts Downey.

Leyndin tók á sig ýmsar myndir; hún birtist ekki bara í tregðu dómsmálaráðherra og forsætisráðherra til að svara spurningum þolenda og upplýsingabeiðnum fjölmiðla heldur einnig í framgöngu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í tveimur þingnefndum, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og allsherjar- og menntamálanefnd, sem höfðu mál er varða veitingu uppreistar æru til umfjöllunar. Hér á eftir verður farið yfir fimm helstu atriðin sem hafa orðið tilefni til ásakana um leyndarhyggju og þöggun.

Tilfinningar máttu ekki ráða för

Þegar greint var frá því í vor að kynferðisbrotamaðurinn Robert Downey hefði fengið uppreist æru og öðlast lögmannsréttindi á ný tók við langt tímabil þar sem brotaþolar mannsins fengu ýmist engar upplýsingar eða villandi upplýsingar um málavöxtu.

Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum, einni sem var fjórtán ára og þremur sem voru fimmtán ára. Hann komst í samband við stúlkurnar með blekkingum og tældi þær til kynmaka með peningagjöfum. Árið 2010 var hann dæmdur á ný fyrir brot gegn fimmtu stúlkunni án þess að honum væri gerð refsing í því máli.

Fréttastofa RÚV fullyrti í frétt þann 16. júní að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði verið starfandi innanríkisráðherra, í fjarveru Ólafar Nordal, þegar Robert Downey fékk uppreist æru í september 2016. Bjarni leiðrétti þetta ekki heldur sagðist hafa „tekið við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð“. Um leið varði hann fyrirkomulag uppreistar æru og sagði mikilvægt að menn endurheimtu borgaraleg réttindi – í þessu tilviki voru lögmannsréttindi barnaníðings til umræðu – eftir að hafa afplánað sinn dóm. „Ég myndi frekar hallast að því að í okkar samfélagi viljum við gefa fólki tækifæri aftur í lífinu, sem hefur tekið út sína refsingu. Við getum ekki látið tilfinningar kannski ráða of miklu í þeim efnum,“ sagði hann. „Með þessu er ég ekki að gera neinn mun á einstökum brotum eða einstaklingum. Við viljum einfaldlega búa í samfélagi sem gerir ekki upp á milli fólks á grundvelli slíkra hluta þegar um borgaraleg réttindi er að ræða.“

Í kjölfarið beindu brotaþolar Roberts Downey og aðstandendur þeirra ýmsum spurningum til Bjarna. Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins af brotaþolum Roberts, sendi forsætisráðherra opið bréf og óskaði eftir svörum um þá ákvörðun að veita Roberti uppreist æru. Þá reyndi dóttir Bergs, Nína Rún Bergsdóttir, ítrekað að fá svör við spurningum sem brunnu á henni. „Hann hefur ekki sýnt nein viðbrögð eftir að ég taggaði hann í tveimur Facebook-færslum. Ég var nú ekki að búast við því þar sem hann hefur nú þegar sýnt að hann snýr baki við öllu sem honum finnst óþægilegt, eins og kynferðisofbeldi,“ sagði hún í viðtali við DV. Þegar varaþingmaður Pírata taggaði Bjarna á Twitter og spurði um málið var hann útilokaður af Twitter-síðu forsætisráðherra. „Af hverju er öll þessi leynd? Er eitthvað sem hann vill ekki að við komumst að?“ spurði Nína.

„Af hverju er öll þessi leynd? Er eitthvað 
sem hann vill ekki að við komumst að?“

„Bjarni ætti að sýna okkur þá virðingu og heiðarleika að svara spurningum okkar. Að fá að vita hvað leiddi til þess að Robert Downey fengi uppreist æru, hverjir skrifuðu undir og af hverju, myndi þýða mikið fyrir mig og mína fjölskyldu og einnig gefa mér einhvers konar sálarró.“

Taldi eðlilegt að Downey yrði lögmaður aftur

Það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar leiðarahöfundur Fréttablaðsins gagnrýndi Bjarna, sem forsætisráðherra birti stöðuuppfærslu á Facebook, varði hendur sínar og upplýsti um að það hefði ekki verið hann heldur Ólöf Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem bar ábyrgð á því að Robert Downey var sæmdur óflekkuðu mannorði. Þetta kom þolendunum og aðstandendum þeirra í opna skjöldu, enda höfðu þau gagnrýnt Bjarna um margra vikna skeið á grundvelli misvísandi upplýsinga sem fram komu í viðtalinu við Bjarna á RÚV.   

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, kom fram í viðtali sama dag og Bjarni. Hann varði, með enn afdráttarlausari hætti, þá ákvörðun að Robert Downey fengi uppreist æru og lögmannsréttindi sín á ný. 

„Við eigum ekki að láta stjórnast svona af reiðinni og ef menn vilja það hins vegar að menn eigi ekki að fá möguleika aftur og ekki að fá starfsréttindi aftur þá er alveg eins gott að dæma þá í ævilangt fangelsi, er það ekki bara best?“ sagði Brynjar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og tók fram að sér þætti eðlilegt að menn eins og Robert Downey fengju að starfa við það sem þeir eru menntaðir til, í þessu tilviki lögmennsku. 

Ummælin vöktu athygli og bent var á að lögmenn njóta forréttinda og hafa í störfum sínum aðgang að ýmsum þáttum réttarkerfisins umfram almenning. Þannig geta t.d. lögmenn sem sinna verjendastörfum haft aðgang að vitnaleiðslum og skýrslutökum af börnum í Barnahúsi sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. 

Alger leynd 

Meðan Bjarni Benediktsson þagði og Brynjar Níelsson gerði lítið úr upphlaupinu vegna máls Roberts Downey ákvað dómsmálaráðuneytið að halda öllum upplýsingum um mál Roberts Downey og annarra sem fengið hafa uppreist æru frá almenningi. 

Sigríður Andersendómsmálaráðherra ásamt ráðuneytisstjóra

Í stað þess að veita gögnin en afmá viðkvæmar persónuupplýsingar var tekin sú stefna að synja alfarið upplýsingabeiðnum og líta svo á að öll gögn er vörðuðu einstaka umsóknir um uppreist æru væru alfarið undanþegnar upplýsingarétti almennings. Þannig kom það ekki til mála að upplýsa brotaþola Roberts Downey með neinum hætti um það hvernig kvalari þeirra hafði verið sæmdur óflekkuðu mannorði, hverjir hefðu veitt honum meðmæli eða hvað kom fram í meðmælunum. 

„Viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þeim sökum afhendir ráðuneytið ekki gögn er varða einstaka umsóknir um uppreist æru,“ segir í tilkynningu sem ráðuneytið birti á vef sínum þann 22. júní. 

„Mjög órökrétt afstaða“

Allir lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við segja að sér hafi komið á óvart hve langt stjórnvöld gengu í að halda þessum upplýsingum leyndum, enda hefði ráðuneytinu verið í lófa lagið að afhenda gögnin með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum. 

„Ég átti bágt með að sjá í fljótu bragði 
hvaða lögmætu sjónarmið gætu mögulega réttlætt þessa synjun“

Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður sagði í samtali við Stundina á dögunum að hin harða og ósveigjanlega afstaða ráðuneytisins í þessum efnum hafi komið sér mjög á óvart. „Strax þegar ég heyrði þetta og las umfjöllun frá föður einnar stúlkunnar fannst mér þetta mjög órökrétt afstaða. Ég átti bágt með að sjá í fljótu bragði hvaða lögmætu sjónarmið gætu mögulega réttlætt þessa synjun,“ segir Páll. „Að sama skapi kom úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál mér alls ekki á óvart. Úrskurðurinn er rökréttur og afdráttarlaus og þar er í engu fallist á helstu sjónarmið ráðuneytisins.“ 

Haldlítil málsvörn 

Eftir að RÚV kærði ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um synjun upplýsingabeiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál varði ráðuneytið ákvörðun sína fyrir úrskurðarnefndinni.

Í umsögn ráðuneytisins vegna málsins er því haldið fram að „öll gögnin [hafi] að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar“ sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings. Þrátt fyrir að látið væri að því liggja að gögnin væru gríðarlega viðkvæm 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Fjórða blað MYRKFÆLNI væntanlegt
Menning

Fjórða blað MYRK­FÆLNI vænt­an­legt

Tón­list­ar­blað­ið MYRK­FÆLNI fjall­ar um ís­lenska jað­ar­tónlist og mið­ar að því að draga hana úr skugg­un­um.
Lífshlaup sem minnir helst á sápuóperu
Fréttir

Lífs­hlaup sem minn­ir helst á sápuóperu

Lífs­hlaup Jó­hönnu Jón­as minn­ir á sögu­þráð í banda­rískri sápuóperu. Það á reynd­ar vel við, því hún lék í banda­rískri sápuóperu áð­ur en hún hafn­aði yf­ir­borðs­mennsku og út­lits­dýrk­un skemmt­ana­iðn­að­ar­ins þar ytra. Allt frá barnæsku glímdi hún við átrösk­un og eft­ir að leik­list­ar­fer­ill­inn náði flugi hér heima glímdi hún við kuln­un og hætti. Nú hef­ur líf­ið aldrei ver­ið betra, hún starfar sem heil­ari og held­ur nám­skeið í þakk­læti með eig­in­manni sín­um, Jónasi Sen.
111. spurningaþraut: Kryddjurt, myndastytta, tvær borgir, sitthvað fleira
Þrautir10 af öllu tagi

111. spurn­inga­þraut: Kryd­d­jurt, mynda­stytta, tvær borg­ir, sitt­hvað fleira

At­hug­ið að 110. þraut (frá því í gær) er hérna, ef þið vilj­ið spreyta ykk­ur á henni. En þá kem­ur hér fyrst fyrri auka­spurn­ing: Hvað er að ger­ast á þess­ari mynd hér að of­an? Seinni auka­spurn­ing­in verð­ur bor­in upp á eft­ir, þeg­ar að henni kem­ur, en hér koma að­al­spurn­ing­arn­ar tíu: * 1.   Hvað heit­ir um­deild­asti ráð­gjafi Bor­is John­son for­sæt­is­ráð­herra á...
Maðurinn sem hvarf: Óþekkt manntegund hélt velli í meira en milljón ár
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Mað­ur­inn sem hvarf: Óþekkt mann­teg­und hélt velli í meira en millj­ón ár

Saga manns­ins verð­ur sí­fellt flókn­ari og dul­ar­fyllri. Og ekki að furða því sí­fellt fjölg­ar mann­teg­und­um.
Meirihlutinn gagnrýnir „niðurrifs- og ofbeldishegðun“ Vigdísar
Fréttir

Meiri­hlut­inn gagn­rýn­ir „nið­urrifs- og of­beld­is­hegð­un“ Vig­dís­ar

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, kvart­ar áfram yf­ir að skrif­stofu­stjóri sitji fundi sem hún er við­stödd. „Það er ekki sæm­andi borg­ar­full­trúa sem er í valda­stöðu að ráð­ast ít­rek­að að einni mann­eskju,“ seg­ir meiri­hlut­inn.
Kyrkingartakið
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Kyrk­ing­ar­tak­ið

Það er kall­að ,,kyrk­ing­ar­tak­ið“ (e. ,,The Chokehold“) en þetta hug­tak vís­ar til þeirr­ar með­ferð­ar sem marg­ir svart­ir í Banda­ríkj­un­um telja sig verða fyr­ir af hendi lög­reglu­yf­ir­valda og þar sem fé­lags­legt órétt­læti gagn­vart svört­um virð­ist vera að aukast frek­ar en hitt og orð­ið ,,bak­slag“ kem­ur upp í hug­ann. Per­sónu­leg reynsla ,,Kyrk­ing­ar­tak­ið“ er einnig nafn­ið á bók sem kom út ár­ið 2017...
110. spurningaþraut: Hér er spurt um Nóbelsverðlaun, en óttist eigi, flestar eru spurningar þær fisléttar!
Þrautir10 af öllu tagi

110. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um Nó­bels­verð­laun, en ótt­ist eigi, flest­ar eru spurn­ing­ar þær fislétt­ar!

Hér er 109. spurn­inga­þraut­ina að finna!! Að venju eru all­ar spurn­ing­ar um sama efni þeg­ar tala þraut­ar­inn­ar end­ar á heil­um tug. Að þessu sinni verða Nó­bels­verð­laun fyr­ir val­inu. Auka­spurn­ing­ar: Á efri mynd­inni má sjá Hall­dór Lax­ness taka við Nó­bels­verð­laun­un­um í bók­mennt­um úr hendi Sví­a­kon­ungs. Hvað hét þessi Sví­akóng­ur? At­hug­ið að ekki er nauð­syn­legt að hafa núm­er­ið á hon­um rétt, bara...
Covid-19 faraldurinn heggur í viðbragðsstyrk slökkviliðs
FréttirCovid-19

Covid-19 far­ald­ur­inn hegg­ur í við­bragðs­styrk slökkvi­liðs

Dæmi um að að­eins tveir slökkvi­liðs­menn hafi þurft að manna slökkvi­bíla vegna ann­rík­is við sjúkra­flutn­inga af völd­um kór­ónu­veirunn­ar. Full­mönn­uð áhöfn tel­ur fimm slökkvi­liðs­menn. Jón Við­ar Matth­ías­son slökkvi­liðs­stjóri seg­ir ástand­ið ekki æski­legt.
Þorbjörn Þórðarson kom að gerð myndbands Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Þor­björn Þórð­ar­son kom að gerð mynd­bands Sam­herja

Lög­mað­ur og fyrr­ver­andi frétta­mað­ur Stöð 2 hef­ur veitt Sam­herja ráð­gjöf frá því að ljóstr­að var upp um mútu­greiðsl­ur fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 209 milljónum
Fréttir

Út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins tap­aði 209 millj­ón­um

Eig­end­ur Ár­vak­urs, fé­lags­ins sem gef­ur út Morg­un­blað­ið, lögðu því til 300 millj­ón­ir króna í auk­ið hluta­fé í fyrra til að fjár­magna ta­prekst­ur. Eig­end­ur hafa lagt til hálf­an millj­arð síð­ustu tvö ár og alls 1,9 millj­arða frá hruni.
109. spurningaþraut: Hvert fór arabíski ferðalangurinn Ahmad bin Fadlan á 10. öld? Þið vitið það, trúi ég
Þrautir10 af öllu tagi

109. spurn­inga­þraut: Hvert fór ar­ab­íski ferða­lang­ur­inn Ahmad bin Fadl­an á 10. öld? Þið vit­ið það, trúi ég

Þraut­in frá í gær? Hún er hér! Auka­spurn­ing­ar: Hver er kon­an á mynd­inni hér að of­an? Neðri mynd­in sýn­ir lauf trjáa, sem reynd­ar hafa ekki vax­ið á Ís­landi, þótt á seinni ár­um séu ýms­ir að gera til­raun­ir með að láta þau vaxa hér. Hvaða tré eru það? Og að­al­spurn­ing­ar koma þá hér? 1.   Hversu mörg sjálf­stæð ríki eru full­gild­ir að­il­ar...
Verðlagsstofa viðurkennir að hafa unnið gögn sem Helgi studdist við
Fréttir

Verð­lags­stofa við­ur­kenn­ir að hafa unn­ið gögn sem Helgi studd­ist við

Skjal sem Sam­herji hélt fram að hefði aldrei ver­ið til eða Helgi Selj­an frétta­mað­ur hefði fals­að var unn­ið af starfs­manni Verð­lags­stofu að sögn stof­unn­ar. Ekki hafi ver­ið skrif­uð sér­stök skýrsla þó eða mat lagt á upp­lýs­ing­arn­ar. „Finn ekk­ert sem var gert,“ hafði deild­ar­stjóri sagt Sam­herja.