Oddvitar framboðanna sem bítast um völdin í borginni mætast í kappræðum Stundarinnar klukkan 14:00. Um er að ræða fyrstu kappræðurnar í beinni útsendingu þar sem allir oddvitarnir mæta til leiks.
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022
Það besta og versta á kjörtímabilinu
Borgarfulltrúar hafa mismunandi sýn á það sem upp úr stóð á líðandi kjörtímabili, bæði gott og slæmt. Skoðanir á því hvernig tókst til í velferðarmálum eru þannig skiptar en ekki endilega eftir því hvort fólk sat í meiri- eða minnihluta. Borgarfulltrúar í meirihluta telja sig ekki hafa staðið sig nægilega vel þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks. Fráfarandi borgarfulltrúi brýnir næstu borgarstjórn til að undirbúa borgina undir framtíðina.
Pistill
3
Þorvaldur Gylfason
Sannleikurinn um Sjálfstæðisflokkinn
Texti í dagblaði frá stríðsárunum sýnir að áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum þá speglast í gagnrýni á flokkinn í dag, að mati Þorvaldar Gylfasonar.
Fréttir
Fjölmiðill Sósíalista „aldrei annað en áróðurstæki“
Sósíalistaforinginn Gunnar Smári hefur sent út ákall til fólks um að styðja við uppbyggingu „róttækrar fjölmiðlunar“ með fjármagni og vinnu. Slíkur miðill gæti aldrei flokkast til þess sem kallast fjölmiðlar í hefðbundnum skilningi þess orðs að mati formanns Blaðamannafélags Íslands.
Greining
Saga sáttarstjórnar Katrínar Jakobsdóttur
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er eina þriggja flokka ríkisstjórnin til þess að lifa af heilt kjörtímabil. Ríkisstjórn þessi varð til í stormi stjórnmála og hún boðaði stöðugleika en spurningin er hvort hennar verður minnst sem stjórn stöðugleika eða sem stjórn málamiðlunar.
GreiningAlþingiskosningar 2021
Sjálfstæðisflokkurinn sér „efnahagsleg tækifæri“ vegna loftslagsbreytinga
Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr því að fylgja eigi áfram þeirri efnahagsstefnu sem mótuð hafi verið undir forystu flokksins. Engar tilgreindar tillögur eru settar fram um breytingar á skattkerfinu en lögð áhersla á aukið vægi einkaframtaksins og að ríkið dragi úr aðkomu sinni.
Fréttir
Vilhjálmur segir Sjálfstæðisflokkinn enga skírskotun hafa til kjósenda
Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer hörðum orðum um flokkinn sinn og spyr hvort hann sé á leið með að verða eins máls flokkur utan um fiskveiðistjórnunarkerfið. Vilhjálmur segir jafnframt Samfylkingarfólk leiðinlegt, Pírata á „einhverju rófi“ og Miðflokkinn trúarhreyfingu.
Fréttir
Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki eiga að gerast málsvara stórfyrirtækja
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn verða að hverfa aftur til fyrri gilda, þegar kjörorð flokksins var „stétt með stétt“.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Gísla Martein ljúga og að málflutningur hans sé þvættingur. Þá hafi Gísli Marteinn reynt að kaupa sig til áhrifa í pólitík með bjór og pítsum.
Fréttir
Áslaug Arna býður fólki að dæma sig
„Dæmdu dómsmálaráðherra“ er heiti nýrrar síðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þar sem landsmenn geta gefið henni einkunn og ummæli fyrir frammistöðu.
Fréttir
Starfandi héraðsdómari ávarpaði fund Sjálfstæðisfélags
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hélt ræðu á fundi félags sjálfstæðismanna, en fátítt er að starfandi dómarar komi nálægt stjórnmálastarfi. Siðareglur segja virka stjórnmálabaráttu ósamrýmanlega starfi dómara. Félagið vill að Ísland endurheimti „gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina“.
Fréttir
Gagnrýna að endurvinnsla plasts sé ekki rædd í stjórn Sorpu
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja vita hversu lengi stjórn Sorpu var kunnugt um að plast sem sent var erlendis til endurvinnslu hafi verið brennt.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.