Uppreist æru
Fréttamál
„Við erum ennþá meðvirk með spillingunni“

„Við erum ennþá meðvirk með spillingunni“

Karl Ágúst Úlfsson er einn ástsælasti leikari og höfundur þjóðarinnar. Hann hefur látið sig samfélagsmál varða í áratugi, fyrst á vettvangi Spaugstofunnar, sem valdamenn töldu að væri á mála hjá óvinveittum öflum. Hann segir að sig svíði þegar níðst er á lítilmagnanum og hvernig feðraveldið verji sig þegar kynferðislegt ofbeldi kemst á dagskrá. Ný bók hans, Átta ár á samviskunni, er safn smásagna um fólk í sálarháska.

Vaknaði af martröð um Róbert Downey þegar rannsókn var hætt á minnisbók með nöfnum stúlkna

Vaknaði af martröð um Róbert Downey þegar rannsókn var hætt á minnisbók með nöfnum stúlkna

Minnisbók Róberts Downey með nöfnum 335 stúlkna verður ekki rannsökuð frekar af lögreglu, þar sem ekki hefðu fundist nægar vísbendingar um að brot hefðu verið framin, og þau væru fyrnd ef svo væri. Glódís Tara Fannarsdóttir, ein þeirra sem hann braut gegn og var skráð í minnisbókinni, mótmælir harðlega.

Hópur Íslendinga útilokaður frá borgararéttindum vegna seinagangs ráðuneytisins

Hópur Íslendinga útilokaður frá borgararéttindum vegna seinagangs ráðuneytisins

Ekkert bólar á frumvarpi dómsmálaráðuneytisins sem taka átti á flekkun mannorðs. „Gengur gegn skuldbindingum réttarríkisins við þegnana,“ segir héraðsdómari.

„Missagnir“ ráðuneytisins á meðal ástæðna þess að umboðsmaður kallaði eftir gögnum

„Missagnir“ ráðuneytisins á meðal ástæðna þess að umboðsmaður kallaði eftir gögnum

Dómsmálaráðuneytið gerði umboðsmanni Alþingis upp skoðanir og gaf ranglega til kynna að hann hefði lagt blessun sína yfir framferði Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra.

Hert á leyndinni eftir að Robert Downey sótti um uppreist æru

Hert á leyndinni eftir að Robert Downey sótti um uppreist æru

Bréf frá dómsmálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins stemma illa við eina helstu málsvörn dómsmálaráðherra fyrir að hafa deilt upplýsingum, sem að öðru leyti voru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál, með Bjarna Benediktssyni.

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör

Dómsmálaráðuneytið svaraði upplýsingabeiðni þingkonu með villandi hætti og gaf ranglega til kynna að umboðsmaður Alþingis hefði lagt blessun sína yfir framferði Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra.

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Skjöl úr dómsmálaráðuneytinu sýna að gætt var sérstaklega að því að forseti fengi sem minnst að vita um bakgrunn og brot manna sem fengu uppreist æru. Guðni forseti er samt eini handhafi ríkisvalds sem baðst afsökunar á þætti sínum í að veita kynferðisbrotamönnum uppreist æru.

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Dómsmálaráðuneytið afhenti fjölmiðlum ekki bréf sem fyrrverandi hæstaréttardómari og þekktur sjálfstæðismaður sendi fyrir hönd kynferðisbrotamannsins Roberts Downey. Minnst var sérstaklega á Jón Steinar í minnisblaði til ráðherra.

Stefnumál væntanlegs dómsmálaráðherra nýrrar stjórnar: Að hlífa valdafólki við umræðu

Jón Trausti Reynisson

Stefnumál væntanlegs dómsmálaráðherra nýrrar stjórnar: Að hlífa valdafólki við umræðu

Jón Trausti Reynisson

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra talaði við dómara landsins um að þrengja leyfi fólks til umræðu um opinberar persónur. Umræða um viðskipti Bjarna Benediktssonar og meðmæli föður hans með uppreist æru barnaníðings flokkast undir það.

Robert Downey býr vel á Spáni: „Nei, nei, nei”

Robert Downey býr vel á Spáni: „Nei, nei, nei”

Robert Downey, sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum, býr í glæsilegu húsi í Íslendingasamfélagi í La Marina á Spáni. Neitaði að svara spurningum Stundarinnar. Barnafólk óttast að hann taki upp fyrri hætti. Spænska lögreglan látin vita af fortíð hans.

Að brjóta lög og bíta höfuðið af skömminni

Þorgeir Helgason

Að brjóta lög og bíta höfuðið af skömminni

Þorgeir Helgason

Sjálfstæðisflokkurinn fékk það loksins í hausinn að skeyta engu um upplýsingarétt almennings.

Þöggunin tók á sig nýjar myndir eftir stjórnarslitin

Þöggunin tók á sig nýjar myndir eftir stjórnarslitin

Glódís Tara, Nína Rún Bergsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir stóðu fyrir átakinu #höfumhátt og léku lykilhlutverk í atburðarásinni sem endaði með því að stjórnarsamstarfi Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins var slitið. Stundin ræddi við þær um framgöngu ráðamanna, eftirköst stjórnarslitanna, viðbrögð Alþingis við baráttu þeirra og tilraunir stjórnvalda til að breiða yfir óþægilegan raunveruleika.