Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.

Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
Striðin um eldislaxinn Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins eru höfundar bókarinnar Salmon Wars. Í henni er meðal annars sagt frá slæmum afleiðingum sjókvíaeldis á eldislaxi í Bandaríkjunum og Kanada.

„Milljónir manna kaupa eldislax á hverjum degi án þess að velta því fyrir sér hvaðan hann kemur, umhverfisáhrifunum af því að hann var búinn til, eða hvort staðhæfingar um sjálfbærni hans og jákvæð áhrif á heilsu fólks eru réttar eða ekki,“ segja höfundar nýrrar bókar um laxeldisiðnaðinn í Bandaríkjunum og Evrópu, Salmon Wars: The Dark Underbelly of Our Favorite Fish, sem kom út í Bandaríkjunum í júlí. Bókin er eftir bandarísku blaðamennina Douglas Frantz og Catherine Collins. „Þessi bók var skrifuð með það fyrir augum að hjálpa fólki að skilja hvernig laxinn kemst á diskinn hjá því og hvaða afleiðingar það ferðalag hefur.“

Bókin bætist við nokkrar aðrar bækur um laxeldi sem komið hafa út á liðnum árum, meðal annars tvær í Noregi. Önnur þessara bóka, Undir yfirborðinu eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik, hefur verið þýdd á íslensku. Í hinni norsku bókinni er fjallað talsvert um Ísland og komu höfundarnir hingað til lands og fóru til Vestfjarða þar sem þeir kynntu sér laxeldi.  Bókin heitir Den Nye Fisken: Om temmingen av laksen och alt det forunderlige som fulgte og er eftir blaðamennina Simen Sætre og Kjetil Østli.

90 prósent er norskur eldislax90 prósent af þeim laxi sem borðaður er í Bandaríkjunum er norskur eldislax sem alinn er í Noregi, Kanada, Síle, Skotlandi og Íslandi.

Íslenski eldislaxinn í Bandaríkjunum

Sérstaða bókarinnar fyrir lesendur í Evrópu er fyrst og fremst sú að kastljósinu er beint hvað mest að laxeldi í Bandaríkjunum og Kanada, löndum sem höfundarnir þekkja betur til en Noregs, Skotlands eða Íslands. Höfundarnir fjalla hins vegar líka um þessi lönd og önnur í Evrópu þar sem laxeldi er stundað en þeir kafa ekki með sama djúpa hætti ofan í það og laxeldið í Bandaríkjunum og Kanada. Þær frumrannsóknir eða rannsóknarblaðamennska sem er að finna í bókinni fjallar um Bandaríkin og Kanada á meðan stuðst er við heimildir annarra þegar fjallað er um laxeldi í Noregi til dæmis. 

„Markmið bókarinnar er ekki að skrifa minningargrein um laxeldi“

Bókin getur hins vegar sannarlega hjálpað lesendum í öllum löndum, meðal annars á Íslandi, að átta sig á jákvæðum og neikvæðum hliðum laxeldis. Vandamálin sem fylgja þessari atvinnugrein eru alls staðar svipuð eða hin sömu.

Höfundarnir þreytast ekki á því að nefna að eldislax er vinsælasta sjávarafurðin í Bandaríkjunum, á eftir rækjum, og kemur 90 prósent af þessari framleiðslu frá sjókvíaeldisfyrirtækjum í Noregi, Síle, Skotlandi og Íslandi. Allur þessi lax er að stofninum til norskur eldislax. Eldislax frá Íslandi og Noregi er meðal annars seldur í verslanakeðjunni Whole  Foods í Bandaríkjunum, þangað sem hann er fluttur með flugi. 

Ekki minningargrein um laxeldisiðnaðinn

Tilgangurinn með bókinni er ekki að reyna að skrifa „minningargrein um laxeldisiðnaðinn“, líkt og höfundarnir segja í lok hennar heldur er markmiðið að útskýra fórnarkostnað þessarar matvælaframleiðslu. „Tilgangur bókarinnar er að útskýra dulinn fórnarkostnað laxeldis, hinn raunverulega kostnað við það sem aldrei er tilgreindur í fiskbúðinni eða á matseðlinum á veitingastaðnum og sem ekki er endilega hægt að meta í krónum og aurum. Markmið bókarinnar er ekki að skrifa minningargrein um laxeldi heldur er tilgangurinn að benda á ábyrgðarfyllri aðferðir til að framleiða lax. Jafnvel þó við vildum gera það þá er ekki raunhæft markmið að ætla að loka milljarða dollara iðnaði. Kannski er þetta ekki einu sinni nauðsynlegt, að því gefnu að sjókvíaeldisfyrirtækin tileinki sér vinnubrögð sem vernda náttúruna og umhverfið, að þau eyðileggi ekki fiskimið á uppsjávarfiski og að þau selji heilnæmari vöru til neytenda,“ segir í henni.

Helsta gagnrýnin á sjókvíaeldi snýst um umhverfisáhrif laxeldisins, möguleikann á slysasleppingum á laxi, erfðablöndun við villta laxastofna og mengunina sem verður í sjónum vegna þess.  

Gagnrýnin í bókinni er því uppbyggileg og höfundarnir segja frá mörgum jákvæðum breytingum sem laxeldisfyrirtækin hafa gert síðustu áratugina til að reyna að bæta framleiðsluaðferðir og þeir segja frá nýjum aðferðum við laxeldi.

Þeir verja meðal annars töluverðu púðri í að fjalla um landeldi á eldislaxi en útgerðarfélagið Samherji hefur til dæmis stundað slíkt eldi um árabil í Öxarfirði á Norðurlandi og stefnir félagið á enn meira eldi á Reykjanesi. Þá fjalla höfundarnir einnig talsvert um aflandseldi á eldislaxi sem norskt móðurfélag Arnarlax, Salmar AS, er einn helsti hvatamaðurinn að með notkun á risastórum laxeldiskvíum langt frá fjörðum landa og laxveiðiám. 

Höfundarnir horfa því til framtíðar vegna þess að þeir átta sig á því að framleiðsla á eldislaxi er komin til að vera og þarf að vera fyrir hendi til að „fæða mannkynið“  eins og þeir segja. Spurningin er því ekki hvort eldislax verður framleiddur heldur hvernig hann verður framleiddur.  Eins og höfundarnir spyrja að í bókinni: „Ábyrgðarfullt laxeldi býður upp á lausn til að mæta aukinni matarþörf heimsins. Hins vegar eru opnar sjókvíar ráðandi í iðnaðinum í dag og þær eru að skemma vistkerfi sjávar og skapa neytendum mögulega áhættu. Grundvallarspurningin fyrir ríkisstjórnir og neytendur á þessum tímapunkti í þróun fiskeldis er: Skapa laxeldisfyrirtæki sem reka opnar sjókvíar fleiri vandamál en þær leysa?

Útrásin frá Noregi 

Sjókvíaeldið á Íslandi er tiltölulega ný atvinnugrein hér á landi þar sem fyrri tilraunir til að koma þessum iðnaði upp hér á landi hafa runnið út í sandinn í gegnum tíðina. Helsta ástæðan fyrir því er kuldinn og veðurfarið við Íslandsstrendur. Sjókvíaeldið á eldislaxi sem nú er stundað við Ísland er einungis rétt rúmlega 10 ára gamalt og hófst það með stofnun fyrirtækja eins og Arnarlax og Fjarðalax á Vestfjörðum fyrir rúmlega áratug. Síðan þá hefur framleiðsla á eldislaxi á Íslandi margfaldast. 

Nú stendur fyrir dyrum að eitt stórt laxeldisfyrirtæki Salmar AS, eigandi Arnarlax á Bíldudal, eignist einnig móðurfélag Arctic Fish á Ísafirði. Fyrir vikið er líklegt að einn stór laxeldisrisi verði til á Íslandi. Samkeppniseftirlitið hefur hins vegar gefið það út að það hafi hafið rannsókn á þessum mögulega samruna vegna markaðsráðandi stöðu hins sameinaða fyrirtækis ef samruninn gengur í gegn. 

Í nýju bókinni um laxeldið fjalla höfundarnir um það hvernig það gerðist að norsk laxeldisfyrirtæki eins og Salmar, Mowi og Grieg Seafood hófu útrás til annarra landa. Þar kemur fram að þessi fyrirtæki hafi orðið að horfa til nýrra landa með framleiðslu sína vegna aðstæðna í Noregi. „Þegar norsku fyrirtækin áttu í erfiðleikum með að vaxa heima fyrir vegna dýrra framleiðsluleyfa og krítískrar fjölmiðlaumræðu byrjuðu þau að horfa til landa eins og Kanada, Síle og Skotlands. Í öllum löndum urðu Norðmennirnir fljótlega ráðandi í atvinnugreininni.“ 

Útrás norsku laxeldisfyrirtækjanna til Íslands er hluti af þessari þróun sem höfundar bókarinnar lýsa þarna enda eru framleiðsluleyfi til að rækta eldislax ekki seld dýrum dómum hér á landi eins og í Noregi.

Ein stærsta slysaslepping sögunnar

Höfundarnir verja svo mörgum blaðsíðum í að segja frá því hvernig andvaraleysi og slæmt eftirlit með laxeldisiðnaðinum í Bandaríkjunum og Kanada hefur leitt til umhverfisslysa eins og einnar stærstu slysasleppingar á eldislöxum í sögunni.

Hún átti sér stað í Washington-ríki í Bandaríkjunum árið 2017 þegar á milli 243 og 263 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Cooke Aquaculture. Ástæðan fyrir slysasleppingunni var að sjávargróður og skeljar settust á sjókvíarnar og sökktu þeim með þeim afleiðingum að þær sukku í hafið og eldislaxarnir sluppu úr kvíunum.  Það er í þessari frásögn sem höfundarnir kafa hvað dýpst eftir ástæðum þessa slyss þar sem þeir hafa aðgang að frumgögnum og ræða við starfsmenn Cooke Aquaculture sem urðu vitni að þessu slysi. 

Þessi slysaslepping varð til þess að laxeldi í sjókvíum var bannað í Washington-ríki og segja höfundarnir að ein af ástæðum þess af hverju þetta var sé að sjókvíaeldi skipti ekki svo miklu máli í efnahagslífi ríkisins þar sem Microsoft og Boeing eru meðal stærri vinnuveitenda. Öðru máli gegni hins vegar víða í Kanada þar sem atvinnulífið er fábrotnara og sjókvíaeldið skiptir meira máli efnahagslega og erfiðara hefur reynst að skapa gagnrýna umræðu um það. 

Bókin er því fyrst og fremst spegill á laxeldisiðnaðinn í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem höfundarnir eru á heimavelli, en sannarlega getur sú umfjöllun einnig varpað ljósi á laxeldið í öðrum löndum eins og á Íslandi. Umhverfisáhrif og eins samfélagsleg áhrif laxeldisins eru enda víða hin sömu eða svipuð, meðal annars hér á Íslandi þar sem byggðasjónarmið eru yfirleitt mjög ofarlega í umræðunni um kosti og galla eldisins. 

*Greinin birtist upphaflega í Stundinni í september árið 2022

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Í greininn er ónákvæmni varðandi eignarhald stærstu fiskeldisfyrirtækja á Íslandi. Það er bara talað um Salmar AS Group á Vestfjörðum en ekki minnst á Midt Norsk Havbruk AS sem á Fiskeldi Austurlands.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Búra-og kvíaeldi er dýraníð. Það á hvergi heima.
    1
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Þetta á að sjálfsögðu heima upp á land í lokuðum kerfum!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
SkýringLaxeldi

Gagn­rýni SFS leiddi til lyk­il­breyt­inga á lax­eld­is­frum­varp­inu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu